Þjóðviljinn - 30.12.1983, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Föstudagur 30. desember 1983
MOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Pröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Enn eykst
skattbyrðin
Þegar ríkisstjórnin hafði kynnt skattafrumvarp sitt á
Alþingi og borgarstjórinn í Reykjavík ákveðið að knýja
fram stórfelld raunhækkun á útsvarinu töldu margir að
Sjálfstæðisflokkurinn gæti varla gengið lengra í
aukningu á skattbyrði almennings. í fyrradag kom hins
vegar í ljós að skattagleði Sjálfstæðisflokksins á sér
engin takmörk.
Fjármálaráðuneyti Alberts Guðmundssonar til-
kynnti að fyrirframgreiðsla skatta á fyrri hluta næsta árs
yrði 63% þótt ljóst væri að 57% myndu duga ríkissjóði
og talan ætti reyndar að vera enn nær 50% markinu ef
raunbyrði skattanna ætti ekki að vaxa. Albert Guð-
mundsson gat ekki neitað sér um þetta tækifæri til að
kóróna svik sín við kjósendur.
Sjálfstæðisflokkurinn lofaði stórfelldri lækkun á
sköttum almennings. Hann hefur nú forgöngu um að
samþykkt verður á Alþingi veruleg þynging á tekju-
skatti, Reykjavíkurborg mun árið 1984 innheimta
raunhæsta útsvar sem Reykvíkingar hafa greitt í ára-
raðir og síðan knýr fjármálaráðherra fram að fyrirfram-
greiðsla skatta af launum fyrri hluta árs verður hlut-
fallslega meiri en nokkrum kom til hugar að ákveða í
síðustu ríkisstjórnum.
Ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu segir í við-
tali við Þjóðviljann að þessi háa fyrirframgreiðsla komi
ríkissjóði til góða. Hann viðurkennir að hún sé langt
umfram það sem eðlilegt getur talist. Kassinn í
fjármálaráðuneytinu muni tútna út meðan byrðarnar
þyngjast á fólkinu í landinu.
Kosningasvik Sjálfstæðisflokksins í skattamálum
voru þegar orðin eindæmi í stjórnmálum síðari ára.
Albert Guðmyndssyni hefur með ákvörðuninni um
63% fyrirframgreiðslu tekist að gera þessi svik enn
stórbrotnari. Ríkisstjórnin öll hefur enn fremur brotið
þau fyrirheit sem gefin voru við setningu kjaraskerð-
ingarlaganna á síðastliðnu sumri. f»á var lofað að kjara-
skerðingin yrði „mýkt og milduð“ með lækkun skatta.
Nú blasir við að skattafrumvarpið, fyrirframgreiðslan
og útsvarsálagningin hafa í för með sér mun þyngri
skattbyrði en hér hefur þekkst í áratugi. Til viðbótar
hinni miklu kjaraskerðingu kemur í upphafi næsta árs
stórfelld íþynging skatta.
Úrrœðaleysi
Og uppgjöf
Ríkisstjórnin réttlætir setu sína með yfirlýsingum um
að hún sé að treysta grundvöll atvinnulífsins. Málefni
útgerðar og fiskvinnslu eru nú eins og ávallt áður próf-
steinn á hvernig ríkisstjórn stendur sig við stjórn
atvinnumála.
Um áramótin er rekstrarvandi útgerðarinnar meiri
en hann hefur verið á undanförnum árum. Ráðherr-
arnir voru spurðir á Alþingi dagana fyrir jól hvernig
ríkisstjórnin hygðist leysa þennan vanda. Það komu
engin svör við þeim spurningum. Ríkisstjórnin skilaði
auðu.
I Morgunblaðinu í gær eru þessar spurningar endur-
teknar. Morgunblaðið segir að nauðsynlegt sé „að af
opinberri hálfu verði að minnsta kosti veitt leiðbeining
svo að ekki sé meira sagt um það hvernig fjárhagsdæmi
útgerðarinnar á að reikna til enda. Botnlaus taprekstur
blasir annars við með hörmulegum afleiðingum fyrir
alla“.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Morg-
unblaðið fær skýrari svör en Alþingi. Líklega verður
niðurstaðan sú sama og með kvótakerfið sem átti að
ákveðast fyrir áramót. Ríkisstjórnin hefur gefist upp í
fyrstu lotu við að móta þá stefnu. Úrræðaleysi og ring-
ulreið einkenna afskipti ríkisstjórnarinnar af höfuð-
atvinnuvegi landsmanna. ór
klippt
Kirkjunnar menn hafa að undanförnu
gert ýmsar samþykktir um svokölluð „friðar-
mál“. Er kirkjan að verða pólitískari en hún
hefur verið fram að þessu? Á kirkjan að taka
afstöðu i heitum poMtiskum deilumálum?
KIRKJAN OG SAMTIMINN
Þrlr kennimenn þjóökirkjnnnar segja álit sitt á trnarviöhorfnm íslendinga, sambandi rfkis
og kirkjn, aólld kirkjnnnar aö friðarnmræðn, sálgæsln og helstn áhyggjnefnnm kirkjnnnar
Kirkjan og
pólitíkin
í tilefni jólanna leitaði Tíminn
til þriggja kennimanna og lagði
fyrir þá nokkrar spurningar. Ein
þeirra var á þessa leið: „Kirkj-
unnar menn hafa að undanförnu
gert ýmsar samþykktir um svo-
kölluð „friðarmál". Er kirkjan að
verða pólitískari en hún hefur
verið fram að þessu? Á kirkjan
að taka afstöðu í heitum pólitísk-
um deilumálum?“
Svörin við þessari spurningu
eru hin athyglisverðustu. Séra
Karl Sigurbjörnsson sagði m.a.:
„Ég neita því að spurningin um
framleiðslu og útbreiðslu ger-
eyðingarvopna sé pólitísk spurn-
ing og einkamál stjórnmála-
manna. Þetta er siðferðileg
spurning, spurningin hvort rétt-
lætanlegt sé að verja hugviti,
kröftum og ógrynni fjár til þróun-
ar og framleiðslu slíkra vopna á
meðan stór hluti mannkynsins
sveltur. Þarna getur kristin kirkja
ekki þagað án þess að bregðast
köllun sinni“.
(Hér er sr. Karl mjög á sömu
nótum og Olof Sundby erkibisk-
up Svía í viðtali í Morgunblaðinu
á aðfangadag: „Sjálft hugtakið
friður er grundvallarhugtak krist-
indómsins. Kristið trúfélag getur
ekki annað en tekið afstöðu til
þessara mála“.)
Mannleg reisn
Séra Bernharður Guðmunds-
son svarar í Tímanum á þessa
leið:
„Kirkjan á ekki að vera flokks-
pólitísk. Hún hlýtur að vera pólit-
ísk ef hún ætlar að varpa ljósi
kristinnar kenningar yfir líf
mannsins og það umhverfi sem
hann lifir í. Henni er falið að
boða Krist. Hún hlýtur því að
taka afstöðu með þeim sem
minnimáttar er, styðja að því að
hver maður fái að njóta sín með
fullri reisn. Hún berst fyrir lífi og
hlýtur að berjast gegn öllu sem
ógnar því“.
Gegn skoðanaleysi
Séra Valgarður Ástráðsson
kemst svo að orði í sínu svari:
„Kirkjan á að hafa skoðanir á
málum. Til þess er hún kölluð og
án þess að hafa skoðanir er hún
gagnslaus. Þess vegna hlýtur hún
að taka afstöðu í pólitískum mál-
um, einkum þeim sem snerta sið-
ferðilegan þátt mannlífsins, sam-
skipti fólks og ábyrgð einstak-
linga og hópa. íslenska þjóð-
kirkjan sem stofnun þróaðist
snemma á þessari öld til þess að
hafa fáar skoðanir og vilja engan
meiða. Það hefur líklega verið
stærsta niðurlæging hennar.
Margir stjórnmálamenn vilja
hafa hana þannig áfram og una
því illa að það er að breytast.
Aðrir fagna því að þannig
breyting verði og skynja það að
eðli og köllun kirkjunnar er að
flytja rödd sannleikans. Ef
kirkjan gerir það ekki svíkur hún
málstað sinn. Þess vegna verður
hún að vera pólitísk og taki hún
ekki afstöðu í jafn alvarlegri sið-
ferðilegri umræðu og t.d. friðar-
málum, þá er hún að bregðast.“
Orð og verk
mannanna
Þó sýnast megi, að í þessum
svörum gæti mismunandi skiln-
ings á því hvað kalla eigi pólitísk
mál þá ber þau í raun öll að sama
brunni. Þau bera vitni þróun sem
hefur gerst með mismunandi
hætti og mismunandi hraða í hin-
um ýmsu kirkjum og söfnuðum.
Henni mætti lýsa á þann veg, að
kirkjan léti sér síður nægja en fyrr
að annast persónuleg sálarheill
en spurði meira um verk manna í
mannlegu félagi, um það hvað
þeir geri til að vernda frið, bæta
böl hungurs, hvort þeir láti sig
misskiptingu lífsgæða varða. Og
þetta þýðir vitanlega, að enda
þótt það sé satt og rétt að kirkja
getur ekki verið og á ekki að vera
flokkspólitísk, að hún kemur inn
á svið þar sem pólitískar hreyf-
ingar takast á um skilning á mál-
um og lausnir. Og því er það svo,
að sú þróun sem hér um ræðir
mun vekja upp ýmislega pólitíska
gremju og hefur reyndar gert það
hér á landi og annarsstaðar.
Svo var reyndar einnig um orð
og athafnir fyrirlitins farandpré-
dikara í litlu skattlandi Rómar
fyrir nær tvö þúsund árum.
ÁB.
ocj skorið
Kredit-
kortajól
Jólin voru mikil kreditkortajól
að því er fregnir herma og hefur
sú þróun mála fætt af sér ýmsar
athugasemdir í blöðum um léttúð
ogeyðslusemi landans, sem hefur
dansað milli búða síðustu daga
fyrir jól í þeirri sæluvissu að
syndaflóðið komi ekki fyrr en
fyrsta febrúar.
En íslendingar eru langt á eftir
tímanum í þessum málum eins og
vonlegt er. Meðan menn verða
að sætta sig við þá kjaraláns-
traustsskerðingu að eiga kost á
tveim slitnum kreditkortum þá
geta þeir í New York sankað að
sér svo sem þrjátíu. Komast varla
undan því reyndar, því þar í landi
líta menn reiðufé hornauga (eins
víst að allir stórir seðlar séu fals-
aðir) og ef þeir stíga fæti inn í
stórverslun er eins víst að það sé
mjög að þeim þjarmað til að taka
sérstakt greiðslukort þeirrar
verslunar eða verslunarkeðju.
Kona ein sem var að skrifa New
York-bréf í breska vikublaðið
Guardian reiknaði það út, að ef
fjölskylda hennar þaulnýtti sér
kredítkortakeðjuna gæti hún eytt
fyrir jólin upp á krít 200 þúsund
dollurum eða sex miljónum
króna. Og með smáhugviti mætti
bæta við svo sem þrem miljónum.
Það er því deginum ljósara að
Islendingar eiga óralangt í land
þar til þeir komast í hina sönnu
skuldaparadís. Það sama Jórvík-
urbréf sem nú var vitnaé til gefur
og til kynna að menn verði að
fara að taka sig á, ef þeir eiga ekki
að vera eftirbátar granna okkar í
gjafamálum. Samkvæmt því er
lágmarksgjöf til barna, eða ein-
hverra sem menn þekkja ekki
mjög mikið, eitthvað sem kostar
27 dollara eða 750 krónur. En ef
menn vilja sanna það að þeir séu
öngvir aumingjar og viðtakandi
gjafar ekki heldur þá er lágmark-
ið 100 dollarar eða 6000 krónur.
Á þetta er nú minnst hér til að
íslendingar ofmetnist ekki af sínu
fræga kaupæði fyrir jól. Ljóst er
að framfarir okkar í Mammoni og
gullkálfsdánsi eru hvergi nærri
nógu örar og markvissar.
-áb.