Þjóðviljinn - 30.12.1983, Page 7

Þjóðviljinn - 30.12.1983, Page 7
Föstudagur 30. desembcr 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Ein frábær söngkona Jessye Norman er ein af þeim söngkonum sém vaxa með hverri hljómplötu. Síðasta upptaka henn- ar sem ég hef haft spurnir af og hlustað á, sannar mér það að hún sé einhver alfremsta ljóðasöng- kona heims. Upptakan er á Fjórum síðustu ljóðasöngvum (Vier letzte Lieder) Richards Strauss ásamt 6 hljómsveitarljóðum að auki eftir sama höfund. En þetta er ekki fyrsti og eflaust ekki síðasti sigur Norman á söngsviðinu heldur. Jessye Norman er fædd í borg- inni Augusta í Georgíufylki í Bandaríkjunum, árið 1945. Hún hóf nám í Peabody-tónlistar- skólanum þar í borg, árið 1967, en síðar hélt hún námi sínu áfram við Háskólann í Michigan, 1967-68. Þar lagði hún stund á almenna tón- list og söng undir handleiðslu hins víðkunna franska barítónsöngvara Pierre Bernac, en hann var frábær kennari og meðal fyrri nemenda hans má nefna Gérard Souzay. Árið 1969 kom hún fyrst fram og var það í Deutsche Oper í Berlín. 1972 söng hún í La Scala, Mílanó, eftir að hafa sungið í tvö ár við önnur ítölsk óperuhús, og sama ár kom hún fyrst fram í Covent Gar- den í London. Hún hefur síðan haldið hljómleika um víða veröld og komið fram á helstu tónlistar- hátíðum í Evrópu. Það sem fyrst kemur á óvart þeg- ar athugaðar eru hljómplötur Norman, er hið óhemjubreiða rep- ertoirium hennar, hvort heldur er í óperu- eða ljóðasöng. Hún fær jafn lofsamlega dóma fyrir túlkanir sínar á Armídu í samnefndri óperu Heydns, hlutverk Rósínu í La vera costanza eftir sama höfund (Philips 6769 021 og 6703 077) og hún fær fyrir túlkun sína í Ljóði skógardúf- unnar úr Gurrelieder Schönbergs, undir stjórn Pierre Boulez (CBS Masterworks 74025). Þá hefur hún hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir túlkun sína á greifynjunni í Brúðkaupi Fígarós og hlutverki Giuliettu í óperu Verdis, Un gi- orno di regno, hvor tveggja undir stjórn Colin Davis. En þótt ítalska óperan með sín- um bel canto liggi einkar vel fyrir henni, er þýskur og franskur ljóða- söngur jafnvel hennar sterkasta hlið. Gildir þar einu hvort um er að ræða Schubert eða Mahler (Philips 6500 412), eða Berlioz og Ravel (Nánar getið á eftir). Ég þarf vart að endurtaka það sem ég skrifaði fyrir nokkru um túlkun hennar á Wesendonk-ljóðum Wagners og Ástardauða-aríunni úr Tristan og ísold (Philips 9500 031), sem er enn önnur platan sem hún gerir í sam- ' vinnu við Colin Davis. Svona mætti lengi telja og virðast henni lítil tak- mörk sett hvað varðar breidd túlk- unar. Galdurinn bak við rödd Jessye Halidór B. Runólfsson skrifar um hljómplötur Norman er einnig fólginn í breidd. Hún hefur þróttmikla og dökka sópranrödd sem hún beitir af mikilli og næmri tilfinningu. Vald hennar yfir öndun gerir henni kleift að dvelja, hækka og lækka hljóma raddarinnar án þess að pína hana eða bjaga. En styrkleikinn kæmi að litlu gagni ef hann væri ekki þrung- inn innileik og hlýju. Þ.a.a. ber hún texta vel fram á hvaða heimstungu sem vera skal. að hægt að segja um þessa hljóm- plötu annað en að hún er í flokki bestu ljóðasöngsplatna sem undir- ritaður hefur heyrt. Ég efast um að í hópi allra þeirra söngkvenna sem túlkað hafa þessa söngva Strauss, finnist nokkur sem sé fremri Norm- an. Vera má að Kirsten Flagstad hafi gert það eins vel eða betur undir stjórn tónskáldsins sjálfs, en óhætt er að segja að upptakan hafi ekki verið eins góð. Fyrir utan Fjóra síðustu söngv- ana; þrjá við ljóð Hermanns Hesse og síðasta, Im Abendrot, eftir Eichendorff, eru 6 gullfalleg og þekkt lög eftir Strauss: 1. Cácilie, 2. Morgen, 3. Wiegenlied, 4. Ég hef heyrt því fleygt að verið sé að kanna möguleika á því að fá Jessye Norman hingað á listahátíð. Það er vonandi að af því geti orðið. Norman er búsett í London og ætti það að auðvelda málið þar sem sambönd við þann heimshluta hafa ætíð verið góð þegar sóst er eftir kröftum á listahátíðir í Reykjavík. Richard Strauss (1864-1949); Fjórir síðustu Ijóðasöngvarnir (Vier letzte Lieder), ásamt 6 hljómsveitarljóðum Flytjendur: Jessye Norman og Gewand- haushljómsveitin í Leipzig, undir stjórn Kurt Masur Útgefandi: Philips 6514 322, digital, 1983 Dreifing: Fálkinn Þetta er tveggja mánaða gömul plata, tekin upp í Paul Gerhardt kirkjunni í Leipzig. Það er fátt ann- Lurkakatlarnir reynast vel „Lurkakatlarnir kosta um 40 þús. kr. Miðað við að sveitaheimili noti 7000 ltr. af olíu á ári til upphitunar, sem kostar 9 kr. Itr., er upphitun- arkostnaður kr. 63.000 á ári. Með því að ætla sér 23 þús.kr. fyrir að safna eldiviði, þurrka hann og saga niður, er unnt að afskrifa stofnkostnaðinn á einu ári en talið er að öll fyrirhöfn við kyndingu sem þessa sé um 1 klst. á dag að jafnaði. Fyrir þjóðfélagið er hér ekki síður um hagnað að ræða þar sem gjaldeyrir til olíukaupa spar- ast“. Svo segir í nýjasta Frey. Fyrir fáum árum var farið að flytja inn svonefnda lurkakatla, sem ætlaðir eru til þess að brenna rekaviðarmori og öðru timbri og timburúrgangi, til upphitunar. Strandamenn keyptu flesta þessa katla en annars hafa þeir farið víðs- vegar um land. Katlarnir hafa reynst vel og ekki borið á neinum erfiðleikum við notkun þeirra. Það var Árni G. Pétursson, hlunnindaráðunautur Búnaðarfé- lags fslands, sem hugmyndina átti að því að útvega þessa katla. Setti hann sig í samband við danska fyr- irtækið HS-TRAM en það hefur sérhæft sig í framleiðslu á mið- stöðvarkötlum, sem brenna bæði föstu eldsneyti og fljótandi en geta auk þess nýtt rafmagn til hitunar. Nýlega kom hingað til lands yfir- maður útflutningsdeildar fyrirtæk- isins, Jörgen Clement, og ferðuð- ust þeir Árni hér um landið, skoðuðu katla frá fyrirtækinu og ýmsa aðra, einkum olíukynta. Freyr hefur það eftir Clement að víða hérlendis séu í notkun olíuk- yntir miðstöðvarkatlar, sem aðeins nýti rúmlega helming af varma- orku eldsneytisins en nýjustu gerð- ir olíubrennara nýttu hinsvegar allt að 90% varmaorkunnar. Lurkakötlum hefur fjölgað mjög í dönskum sveitum upp á síðkastið, m.a. fyrir áeggjan þess opinbera. Danskir bændur fá eldsneytið úr limgerðum sínum. Clement segir að bæta þurfi elds- neyti í katlana 3-4 sinnum á sólar- hring sé brennt timbri. Nauðsyn- legt er að viðurinn sé vel þurr svo að sót myndist ekki. -mhg Ruhe, meine Seele, 5. Meinem Kinde og 6. Zueignung. Það er erfitt að finna hnökra eða lýti á túlkun þessara Iaga og hljóm- sveitarstjórn Masur er með af- brigðum næm og fögur. Hér er með öðrum orðum komin gullplata eins og þær gerast bestar, frábær túlk- un; góð upptaka og vandaður frá gangur í alla staði. Það er ekkert eftir nema að sjá söngkonuna flytja slíka tónlist á lifandi hljómleikum Hector Berlioz (1803-1869): Sumarnætur (Les nuits d’été) op. 7 Maurice Ravel (1875-1937): Shéhérazade Flytjendur: Jessye Norman og Sinfóníu- hljómsveit Lundúna Stjórnandi: Colin Davis Útgefandi: Philips 9500 783, 1980 Dreiring: Fálkinn Sumarnætur Berlioz eru samdar við 6 ljóð eftir franska ljóðskáldið Théophile Gautier, en þau eru öll úr höfuðverki hans Émaux et cam- ées sem kom ekki á prent fyrr en 18 árum eftir að tónverkið var samið Berlioz samdi verkið árið 1834 og er það talið til frumlegustu verka hans. Söngvarnireru: 1. Villanelle, 2. Le spectre de la rose, 3. Sur les lagunes, 4. Absence, 5. Au cimeti ere (Clair de lune), 6. L’ile inconn- ue. Með þessum ljóðasöngvaflokki gerðist Berlioz undanfari slíkra ljóðabálka sem útsettir voru fyrir hljómsveit. Wagner og síðar Ma hler tóku mið af þessum brautruðningi Berlioz. Jessye Norman syngur bálkinn af mikilli festu og innileik og er hann þó varla auðsunginn, þar eð mismunandi raddsetningar krefj- ast jafnvel tveggja söngvara. En Norman hefur þá sérstæðu rödd sem skipar henni á bekk með Janet Baker og Regine Crespin, sem sannverðugum túlkanda þessa ljóðaflokks. í kaupbæti fáum við söngva Ravels við ljóð Tristans Klingsors. Austurlensk dulúð ljóð- anna: 1. Asie, 2. La flute enchant- ée og 3. L’indifférant, leynir sér ekki. Ég er ekki frá því að Norman sé hér enn markvissari í söng sínum en í bálki Berlioz. Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO), styrkja visindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði sameindalíffræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og þar eru einnig fyrir hendi skrár um fyrirhuguð námskeið og málstofur á ýmsum sviðum sameindalíf- fræði sem EMBO efnir til á árinu 1984. Umsóknareyðublöð fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, Postfach 1022.40, D-6900 Heidelberg 1, Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 16. febrúar og til 15. ágúst en um skammtímastyrki má senda umsókn hvenær sem er. Menntamálaráðuneytið 28. des. 1983 Auglýsið í Þjóðviljanum i Xí I I t":< - ,0'V ’ ’ f Á ■ 4y < ' Séx bombur og skothólkur saman í pakka. Þrumur sem segja sex. A L.N.S FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.