Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. janúar 1984
Dínósárar í blóma lífsins: Ekki hefur tekist að finna ,jarðneska“ ástæðu fyrir að þeir hurfu af sjónarsviði.
Hvers vegna dóu
risaeðlumar út?
Þær lifandi tegundir, sem nú
mynda hinn líffræöilega
heim á jörðinni, eru aðeins
lítið brot af því, sem komið
hefur fram frá fornum tímum
og fram á vora daga. Sér-
fræðingar telja, að yfir 90%
allra tegunda hafi dáið út.
Hvernig gátu þær horfið af
yf irboröi jarðar og hver var
ástæðan? Vísindamenn í
ýmsum löndum hafa unnið
að því að svara þessari
spurningu, en þeir hafa snú-
ið sér að áætlun, sem heitir
„Sjaldgæf ir atburðir í jaröf-
ræðinni“.
„Útlit heimsins breytist á svip-
stundu! Helstu fulltrúar smádýr-
anna og stórra hryggdýra, jafnt í
höfum sem á þurrlendi, hverfa af
einhverri ástæöu, sem erfitt er að
geta sér til um, af lífsvettvangi..."
Þannig lýsir E. Gennig, frægur,
þýskur steingervingafræðingur,
einni leyndardómsfyllstu blaðsíðu í
sögu plánetu vorrar - dauða dínó-
sáranna.
Mannkynið lifði um þúsundir
ára án þess að gruna að einhvern
tíma hefðu víðáttur jarðarinnar
verið undir stjórn dásamlegra ó-
freskja. Það var ekki fyrr en fyrir
hálfri öld, að steingervingafræð-
ingar rákust í fyrsta skipti á leifar
einhverra furðulegra dýra. Árið
1842 var búið að finna svo mikið að
vísindin voru tilneydd til að bregð-
ast við. Og þessir löngu liðnu
„jarðarbúar" voru gerðir að sér-
stökum flokki skeldýra. Og breski
vísindamaðurinn R. Owen fann
nafn handa þeim, sem myndað var
úr tveim grískum orðum „dino“
(hræðilegur) og „saurus" (skel-
dýr).
En vísindamannanna beið annað
undrunarefni. Þeir voru varla bún-
ir að kynnast dínósárum, þegar
önnur merkileg staðreynd kom í
ljós: Skeldýrin, sem voru ráðandi á
plánetunni, lifðu um 160 milljón
ára skeið og dóu síðan alveg út.
Þetta gerðist fyrri 65 milljón árum
á mörkum melo- og paleogen-
tímabilsins. Þá hurfu yfir 250 teg-
undir skeldýra, bæði grasætur og
rándýr, sjódýr og landdýr, dýr sem
vógu allt að 50 tonnum og dýr, sem
voru ekki stærri en kettir. Og það
voru ekki aðeins þau, heldur einnig
önnur dýr og jurtir. Þetta gerðist
mjög hratt á jarðfræðilegan mæli-
kvarða.
Örlög dínósáranna urðu einn
hörmulegasti viðburðurinn í sögu
jarðrinnar. Einn, en ekki sá ein-
asti. í dag vita vísindin um aðra
atburði af sama tagi. Fundið hefur
verið út, að enn frumstæðari teg-
undir hafi dáið út í stórum stíl fyrir
204, 245, 360 og 420 milljón árum.
Árekstur
Hvernig stendur á því að svona
gerist? Margir vísindamenn hafa
lent í vandræðum við að reyna að
finna það út. Það hefur ekki tekist
að útskýra þennan fjöldadauða á
neinn hátt. Ekki með baráttu milli
tegunda, ekki með breytingum á
ytra umhverfi, sem urðu smám-
saman. Og þá kom rökfræðin til
sögunnar: Ástæðan hlaut að vera
einhverjar alheimshörmungar,
sem leiddu til verulegra breytinga á
umhverfi dýranna. Og kenningarn*
ar voru settar fram hver eftir aðra.
Það var talað um rek heimsálf-
anna, jarðskjálfta og að ísinn á
Líkur benda til
að það hafi verið
vegna árekstrar
við mikið flykki
utan úr geimnum
heimskautinu hefði bráðnað. Síð-
an kom hinn frægi, bandaríski
Nóbelsverðlaunahafi, G. Júri,
fram með þá kenningu, sem öllum
kom á óvart, að ástæðan fyrir því
að dínósárarnir dóu út var sú, að
jörðin rakst á stóran hlut utan úr
geimnum og breytingar á lífríkinu
eftir það leiddu til hörmunga.
Fyrir fjórum árum var Nóbels-
verðlaunahafinn L. Alvarez eðlis-
fræðingur og fleiri vísindamenn frá
Kaliforníuháskóla að rannsaka 65
milljón ára steintegundir í gruggi
og komust þeir að undarlegum
hlut. Það kom í ljós að í þessum
steintegundum var 30 sinnum
meira iridium heldur en í eldri og
yngri tegundum. 160 sinnum meira
var af þessu efni í samskonar jarð-
lögum í Danmörku. L. Alvarez
setti fram þá kenningu að þetta
væri afleiðing af árekstri jarðarinn-
ar við stóran hlut utan úr geimnum.
Meðal vísindamanna, sem þegar
tóku við sér, voru sovéskir vísinda-
menn. Einn þeirra, M. Nazarov,
sem er starfandi við Jarðefnafræð-
istofnun Vísindaakademíunnar,
segir svo:
„I upphafi fannst okkur þessi
kenning Alvarez ekki standast al-
veg. Hann færði þetta yfir á allan
heiminn. En iridium finnst sjaldan
í jarðlögunum. Það er mikið af því í
loftsteinum, geimryki og þess
vegna getur það gefið upplýsingar
um að steintegundir utan úr
geimnum hafi borist til jarðar. En
þegar frá leið kom í Ijós, að vís-
indamaðurinn hafði rétt fyrir sér.
Nú hafa fundist frávik vegna iridi-
ums á rúmlega 30 stöðum í heimin-
um: Haiti, Danmörku, ftalíu,
Spáni, Kína, Nýja Sjálandi,
Bandaríkjunum og í útfalli í Atl-
antshafi og Kyrrahafi. Það er ekki
svo langt síðan að við fundum slíkt
á okkar landsvæði, á Mangyshlak-
skaga.
Þegar farið var að athuga málin,
kom í ljós að í fyrsta lagi var um
þessi frávik að ræða um allan heim
og í öðru lagi að ekki var hægt að
skýra þau út sem afleiðingu ein-
hverrar þróunar á jörðinni.“
„Þýðir þetta að kenning G. Júrí
og L. Alvarez um árekstur úti í
geimnum hafi verið staðfest?"
„Slíkur möguleiki er fyrir hendi.
En það er erfitt að sanna þetta
vegna þess að ekki er um að ræða
gíg eftir áreksturinn eða nein um-
merki. Það verður skiljanlegt er
hinn utanaðkomandi hlutur hefur
lent í sjónum. Það er einnig mikil-
vægt að slík frávik hafa einnig
fundist í jarðlögum frá þeim tíman-
um, sem fjöldaútdauði átti sér
stað. Mikið finnst af þessu efni í
jarðlögum frá mörkum oligosen-
tímbilsins og eosen-tímabilsins (34
milljónum ára). Það er vitað að þá
dóu út nokkrar tegundir sædýra.
Merkileg áætlun
Þetta gerir kleift að slá því föstu,
að kreppur í þróun hins líffræðilega
heims á jörðinni hafi verið tengdar
atburðum utan úr geimnum. En
það er enn ekki um fulln-
aðarsannanir að ræða og þetta
mál krefst mjög nákvæmra og um-
fangsmikilla rannsókna, sem bygg-
ist á alþjóðlegri samvinnu ýmissa
landa. Nú er kominn upp mögu-
leiki: Á þessu ári staðfesti UN-
ESCO og Alþjóðasamband jarð-
fræðivísinda áætlun „Sjaldgæfir at-
burðir í jarðfræðinni."
Þessi áætlun beinist að könnun
hörmunga í sögu jarðarinnar og á
svissneski jarðfræðingurinn K.
Houe hugmyndina að henni.
Það er ekki langt síðan hinn
frægi vísindamaður og prófessor
frá Sviss var á ferð í Moskvu.
„Eftir öllu að dæma hafa svona
undarlegir atburðir átt sér stað
nokkrum sinnum í sögu jarðarinn-
ar og staðið mjög stutt yfir“, sagði
prófessorinn. „Þar á ég fyrst og
fremst við atburði, sem voru vegna
áreksturs við hluti utan úr
geimnum. Þeir skildu eftir sig spor í
efnafræðilegum frávikum. Þar af
leiðandi hlutu þessir atburðir að
falla saman við helstu mörk jarð-
sögutímabilanna. Það kemur skýrt
fram á mörkum melo- og paleogen-
tímabilsins sem var fyrir 65
milljónum ára. En tengslin milli
geimslysa og breytinga á umhverfi
eru einnig möguleg á mörkum ann-
arra jarðsögutímabila. Það er
markmið okkar að komast að því.“
„Hvernig mun starfið fara fram?“
„Það eru vísindamenn frá ýmsum
löndum, sem hafa látið í ljós
löngun til að taka þátt í starfinu, frá
Bretlandi, Hollandi, Ítalíu,
Kanda, Kína, Pakistan, Sovétríkj-
unum, Banda'ríkjunum, Frakk-
landi og Sviss. Þess vegna er meg-
inverkefnið að samræma
rannsóknirnar. Það er einnig mikil-
vægt að finna nýja staði á jörðirtni
til að kanna sjaldgæfa jarðfræði-
lega viðburði. Við höfum í hyggju
að vera með nokkur seminör, þar
sem hægt verður að skiptast á skoð-
unum og ræða vísindalegt sam-
starf. Fyrsta seminarið verður í
Pakistan, þar sem varðveist hafa
þverskurðir af mótum jarðfræði-
laga. Ég legg til að næsta seminar
verði í Kína, þar sem tekist hefur
að finna jarðfræðileg frávik í jarð-
lögum, sem marka upphaf allra
jarðfræðitímabilanna þrigga> Pa'
leozo, mezozo og kainozo-
tímabilanna. Ég vil minna á það að
sérhvert þessara tímabila ein-
kenndist af ríkjandi tegundum.
Paleozo-tímabilið af fiskum og
hryggleysingjum, mezozo af dínó-
sárum og skriðdýrum og kainozo af
spendýrum. Við gerum ráð fyrir að
það taki 3-5 ár að vinna að þessari
áætlun.“
„Haldið þér sjálfur, að á undan-
förnum 600 milljónum ára hafi
pláneta okkar nokkrum sinnum
lent í árekstri við hluti utan úr
geimnum?"
„Að mínu mati verður vísinda-
maður að styðjast við staðreyndir,
en ekki tilfinningar. Staðreyndirn-
ar sýna fram á að á undanförnum
árum hafa fundist frávik, sem líta
ekki út fyrir að vera frá jörðinni,
heldur utan að og það er sem sagt
möguleiki á að slíkt geti gerst. Eftir
að við höfum unnið að áætlun okk-
ar, verður hægt að svara þessari
spurningu nákvæmar.“
„Þar sem þessi kenning verður æ
sennilegri, vaknar eðlileg spurn-
ing: Er möguleiki á því að þetta
gerist í framtíðinni?“
„Það hefur orðið mikið um nátt-
úruhörmungar í sögu jarðarinnar
og þær eru óumflýjanlegar. En at-
burðir af því tagi, sem við erum að
tala um, gerast frekar sjaldan. Það
líða tugir og hundruð milljónir ára
þar á milli. Saga mannkynsins en
nokkrir tugir ára. Það eru sem sagt
litlir möguleikar á því að slíkar
hörmungar endurtaki sig á næst-
unni.“ (APN)
Konur og stjómmál
Nýtt rit frá Jafnréttisráði
Jafnréttisráð hefur gefið út
bókina „Konur og stjórnmál“
eftir Esther Guðmundsdóttur. í
formála bókarinnar segir, að í
henni sé að finna upplýsingar
þær, sem höfundur hefur safnað
saman um stjórnmálaþátttöku
kvenna á íslandi fyrir samnor-
rænt verkefni. Kvenstjórnmála-
og félagsfræðingar á Norður-
löndum hafa safnað saman öllum
þeim rannsóknum og upplýsing-
um, sem fyrir liggja um
stjórnmálaþátttöku kvenna á
Norðurlöndum. Þessar upplýs-
ingar allar hafa nú verið gefnar út
á bók, er heitir „Det uferdige
domokrati“ (hið ófullkomna lýð-
ræði).
í formála segir ennfremur, að
fáar rannsóknir hafi verið gerðar
hérlendis á stjórnmálaþátttöku
kvenna og því lítið til af aðgengi-
legum upplýsingum. Það hafi því
verið ljóst, að um frumupplýs-
ingasöfnun yrði að ræða í flestum
tilfellum. í bókinni er í flestum
tilfellum lagt mat á töflur þær eða
tölur, sem höfundur hefur safnað
saman, en í bókinni eru einar 40
töflur.
Bókin „Konur og stjórnmál“.
skiptist í 10 kafla og skrifar Berg-
þóra Sigmundsdóttir síðasta
kafla bókarinnar, sem fjallar um
frumvörp og þingsályktunartil-
lögur á Alþingi er fjallað hafa um
jafnréttismál. f fyrsta kaflanum
er sagt frá helstu lögum og laga-
breytingum er snertu upphaf
kosningaréttar og kjörgengis
kvenna til sveitarstjórna og Al-
þingis. Næstu kaflar fjalla um
forsetakosningar, konur á Al-
þingi og í ríkisstjórn, hlut kvenna
á framboðslistum við Alþingis-
kosningar, sveitarstjórnarkosn-
ingar, hlut kvenna innan
stjórnmálaflokkanna, starfs-
skiptingu eftir kyni í stjórnar-
ráðinu, konur í nefndum, stjórn-
um og ráðum á vegum ríkisins og
í félagasamtökum, kvennaár SÞ,
ráðgjafarnefnd Jafnréttisráðs og
jafnréttisnefndir sveitarfélaga og
kvennahreyfingar.