Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNi Þriðjudagur 3. janúar 1984
íþró't'tir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Enska knattspyrnan á gamlársdag:
Þrjú mörk West
Ham á sex mínútum
Þrjú mörk West Ham á sex
mínútum seint í leiknum gegn
Tottenham á gamlársdag,
tryggðu West Ham öruggan
sigur, 4-1, á nágrönnunum í
London og færðu liðinu þriðja
sætið í 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar á ný. West Ham er
nú líklegra en nokkru sinni fyrr
til að halda sér í toppbaráttunni
allan veturinn, hingað til hefur
oftast komið bakslag í segl
þessa léttleikandi liðs áður en
leiktímabilið er hálfnað.
Sjö fastamenn vantaði í lið Tott-
enham en fjóra hjá West Ham og
þeir síðarnefndu voru ávallt með
undirtökin í leiknum. Tvö mark-
anna voru þó ódýr og skrifast á
reikning markvarðar Tottenham,
Ray Clemence, sem er með fá-
dæmum óstyrkur þessar vikurnar.
Eftir mistök hans á 11. mínútu kom
Tony Cottee West Ham yfir en
Gary Stevens jafnaði fyrir Totten-
ham á 41. mínútu eftir laglegan
undirbúning Ossie Ardiles. West
Ham sótti mun meira, Cottee
þrumaði í þverslá í byrjun síðari
hálfleiks, en mörkin létu bíða eftir
sér. Flóðgáttirnar opnuðust loks á
71. mínútu þegar Alvin Martin
skallaði í mark Tottenham. Aðeins
45 sekúndum síðar skoraði Ray
Stewart, 3-1, með óverjandi og
óvæntu skoti af 20 m færi og á 76.
mínútu var það sjálfur Trevor Bro-
oking sem skoraði eftir horns-
pyrnu, 4-1. Brooking og Alan De-
vonshire stjórnuðu miðvallarspi-
linu hjá West Ham og voru bestu
menn vallarins.
Liverpool verðskuldaði 1-0 sigur
í Nottingham gegn Forest þrátt
fyrir að heimaliðið ætti sláar- og
stangarskot. Það var Ian Rush sem
skoraði eina markið á 30. mínútu
eftir mistök svarta bakvarðarins
Chris Fairclough hjá Forest. Peter
Davenport skaut milli handa Bruce
Steve McMahon skoraði glæsimark
sem tryggði Aston Villa sigur á QPR.
Grobbelaar og í stöng Liverpool-
marksins og Ian Bowyer bombaði í
slána. Liverpool hafði samt öll tök
á leiknum þrátt fyrir gífurlega bar-
áttu Skógarmannanna hans
Clough.
Slakt hjá
United
Manchester United gerði ekki
meira en að merja 1-0 sigur heima
gegn botnliði Stoke og liðin voru á
svipuðu plani. United saknaði
mjög svo fyrirliða síns, Bryan Rob-
son. United sótti þó mikið meira,
Stoke bjargaði tvisvar á línu í fyrri
hálfleik en átti sér vart viðreisnar
von eftir að bakvörðurinn Peter
Hampton var rekinn af leikvelli á
60. mínútu. Það fóru straumar
feginleika um Old Trafford á 75.
mínútu, mönnum létti mjög þegar
Arthur Graham skallaði í mark
Stoke eftir fyrirgjöf Arthurs Al-
biston.
Arsenal og Southampton skildu
jöfn, 2-2, á Highbury í ágætum leik
þrátt fyrir erfiðar aðstæður. David
Cork kom Arsenal yfir á 16. mín-
útu með skoti af 20 m færi og síðan
skoraði Charlie Nicholas úr vítasp-
yrnu eftir að Reuben Agboola
hafði fellt Raphael Meade, 2-0.
Southampton gafst ekki upp og
Steve Moran tryggði liðinu annað
stigið með tveimur mörkum.
Gary Shaw er loks farinn að
leika með Aston Villa á ný eftir
langvarandi meiðsli og hann lagði
upp bæði mörkin í 2-1 sigrinum á
QPR. Lundúnaliðið náði 'forystu
með skallamarki Jeremy Charles
en Allan Evans jafnaði fyrir Villa
úr vítaspyrnu eftir að Shaw hafði
verið felldur í dauðafæri. Steve
McMahon fékk síðan boltann frá
Shaw og skoraði sannkallað gull-
mark af 25 m færi, 2-1.
Sunderland vann mjög góðan
sigur á Luton, 2-0, og hin árlega
fallbarátta félagsins virðist úr sög-
unni í þetta skiptið. Gordon Chis-
holm og Nick Pickering skoruðu
mörkin.
Watford vann Birmingham 1-0 í
þýðingarmiklum fallbaráttuleik.
Skotinn Maurice Johnston hefur
reynst frábærlega síðan hann kom’
frá Partick í haust og hann skoraði
eina mark leiksins.
Úlfarnir unnu sinn annan heima-
leik í röð, lögðu Norwich 2-0 með
mörkum Sammy Travener og Tony
Towner.
Paul Mariner skoraði fyrir
Ipswich í fyrri hálfleik og það dugði
til sigurs gegn Notts County.
Cyrille Regis skoraði fyrir WBA
í Leicester þegar aðeins fjórar mín-
útur voru til leiksloka en samt tókst
Steve Lynex að jafna fyrir heima-
liðið, 1-1.
Everton skorar ekki mörk og nú
var markalaust jafntefli gegn Co-
ventry á Goddison Park. Sárafáir
áhorfendur sátu hljóðir og þegar
leið á leikinn létu þeir óánægju sína
óspart í ljós. Alla framlínuna vant-
aði hjá Coventry vegna meiðsla.
Howard Kendall stjóri Everton er
orðinn valtur í sessi og sem eftir-
maður hans hefur verið orðaður
Mike England landsliðseinvaldur
Wales.
Keegan
með tvö
Kevin Keegan lagði upp 1-2
sigur Newcastle í Oldham í 2.
deildinni. Hann kom þeim rönd-
óttu í 0-2 áður en Tony Henry svar-
aði.
Leeds vann loks, burstaði Mi-
ddlesboro 4-1. Scott Sellars, 18
ára,Tommy Wright, 17 ára,ogGe-
orge McCluskey 2 skoruðu en
Martin Dickinson hjá Leeds var
rekinn útaf í stöðunni 2-0. Dave
Currie skoraði fyrir Boro úr víta-
spyrnu undir lokin.
Sheff.Wed. hafði yfirburði í
Carlisle og komst yfir þegar Gary
Megson skoraði af 30 m færi á 62.
mínútu. Samt tókst Don O’Rior-
dan að jafna fyrir Carlisle, þegar 3
mín. voru komnar fram yfir venju-
legan leiktíma.
Fulham vann stórt og óvænt, 4-1
í Portsmouth. Gordon Davies 2,
Carr og Leroy Rosenoir skoruðu
en Alan Biley fyrir Portsmouth.
Huddersfíeld vann Charlton 2-1 í
London, Keith Hanvey og Colin
Russell skoruðu fyrir nýliðana en
Derek Hales fyrir Charlton.
Chelsea náði forystunni í 2. deild
af Sheff.Wed. vann Brighton 1-0
með marki David Speedie, en liðið
hefur leikið tveimur leikjum fleira
en keppinautarnir.
Derek Parlane kom Man. City
yfir en David Geddis jafnaði fyrir
Barnsley.
-VS
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Gífurleg barátta í síðari hálfleik
færði Keflvíkingum óvæntan en
sanngjarnan sigur á KR-ingum,
63-58, þegar félögin mættust í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í
Keflavík á föstudagskvöidið. KR
leiddi 34-26 í hálfleik en heima-
menn sneru blaðinu við í síðari
hálfleik og tryggðu sér tvö dýrmæt
stig sem færa þá upp að hlið Vals-
manna í 4.-5. sæti deildarinnar.
Keflavík var yfir í byrjun en KR
náði forystu, 10-8, og leiddi út
hálfleikinn, mest 24-14. Munurinn
hélst 6-8 stig framan af síðari hálf-
leik en um hann miðjan jafnar ÍBK
48-48. Á 12. mínútu er áfram jafnt,
52-52, en þá skorar ÍBK átta stig í
röð, Þorsteinn Bjarnason 6 þeirra,
og staðan 60-52. Eftir það var sigur
heimamanna ekki í teljandi hættu.
Þeir léku rólega og yfirvegað síð-
ustu fjórar mínúturnar og hleyptu
KR aldrei nær sér en fimm stigin
sem skildu liðin í leikslok.
Stlg KR: Guðni 20, Garðar 10, Páll Kol-
beinsson 10, Jón 6, Ólafur Guðmundsson
4, Þorsteinn Gunnarsson 4, Birgir Guð-
björnsson 2 og Kristján Rafnsson 2.
Kristbjörn Albertsson og Krist-
inn Albertsson dæmdu leikinn vel.
-sv/vs
Hinn 35 ára gamli Trevor Brooking
sem ætlar að hætta í vor, hefur leikið
frábærlega undanfarið og átti stóran
þátt í stórsigri West Ham á Totten-
ham á gamlársdag.
IBK að hlið Valsara
Real áfram
á sigurbraut
Real Madrid heldur sínu striki í
spænsku 1. deildarkeppninni í
knattspyrnu og hefur áfram tveggja
stiga forystu eftir sigur á Espanol í
gær, 1-0. Juanito, landsliðsmaður-
inn kunni, skoraði eina mark
leiksins. Atletico Bilbao vann sinn
fyrsta leik í San Sebastian í 22 ár,
sigraði þar Real Sociedad 1-0 með
marki Agato. Barcelona marði 2-1
sigur heima gegn Atletico Madrid.
Gestirnir brenndu af vítaspyrnu og
einn þeirra, Rubio, var rekinn af
leikvelli.
Trimmblak-
móthjáHK
Blakdeild HK heldur uppá 10 ára
afmæli sitt á árinu 1984. í tilefni af því
stendur hún fyrir nokkrúm blak-
mjguæ og verður það fyrsta haldið
laugaraaglnn 7. janúar í íþróttahús-
inu Digraness í Kópavogi, og hefst
það kl. 15.
Þetta fyrsta mót e; ætlað eidri iðk-
endum eða þeim sem stunda blak sér
til heilsubótar.
Konur og karlar sem hafa áhuga á
að vera með i þessu móti geta fengið
nánari upplýsingar og skráð lið til
keppni hjá Alberti H.N. Valdimars-
syni, Öldugötu 13, 220 Hafnarflrði
fyrir 5. janúar. Simi hjá Alberti er
52832.
Valsstúlkur meistarar
og Kolbrún markahæst
Valsstúlkumar urðu Reykjavík-
urmeistarar í innanhússknattspyrnu
kvenna á föstudaginn. Þær voru í
sérflokki ásamt KR-stúlkunum og
úrslitaviðureign félaganna vann
Valur 4-3.
KR-Fylkir.................. 8-2
Fram-Víkingur.............. 0-4
Valur-KR................... 4-3
Fylkir-Víkingur............ 1-6
Úrslit leikja urðu þessi:
Fram-Fylkir............... 3-2
Víkingur-Valur............. 3-7
KR-Fram....................11-1
Fylkir-Valur............... 0-9
Víkingur-KR................ 1-3
Valur-Fram.................10-2
Valur fékk því 8 stig, KR 6, Vík-
ingur 4, Fram 2 en Fylkir hlaut ekk-
ert stig. Kolbrún Jóhannsdóttir úr
KR varð markahæst, skoraði 9
mörk, Ama Steinsen, KR, og Bryn-
dís Valsdóttir, Val, skomðu 8 hvor,
Alda Rögnvaldsdóttir, Víkingi, og
Guðrún Sæmundsdóttir, Val, 6
hvor.
-MHM
Óskar Nikulásson hélt ÍBK al-
gerlega á floti í fyrri hálfleik og
skoraði þá 14 stig. í síðari hálfleik
tóku KR-ingar hann föstum tökum
en þá losnaði um Þorstein Bjarna-
son sem tók við aðalhlutverkinu.
Ungu mennirnir, Guðjón Skúlason
og Sigurður Ingimundarson, stóðu
vel fyrir sínu og Jón Kr. Gíslason
lék samherja sína vel upp en
skoraði óvenju lítið.
Það réð sennilega úrslitum hve
vel Keflvíkingum tókst að halda
Jóni Sigurðssyni niðri. Hann var
foringinn í leik KR sem fyrr en
skoraði sama og ekkert. Guðni
Guðnason var langbestur KR-inga
og sá eini þeirra sem lék virkilega
vel. Þó var Garðar Jóhannsson
sleipur í fyrri hálfleiknum.
Stig ÍBK: Óskar 16, Þorsteinn 16,
Guðjón 10, Jón 8, Sigurður 7, Pétur Jóns-
son 4 og Björn Víkingur Skúlason 2.
■ úrslit... úrs
1 .deild:
Gamlársdagur:
Arsenal-Southampton...........2-2
Aston Villa-Q.P.R.............2-1
Everton-Coventry City.........0-0
IpswichTown-NottsCounty.......1-0
LeicesterCity-W.B.A...........1-1
Manch.United-StokeClty........1-0
Nottm.Forest-Llverpool........0-1
Sunderland-LutonTown..........2-0
Watford-Blrmingham City.......1-0
West Ham-Tottenham............4-1
Wolves-Norwich City...........2-0
Mánudagur:
Birmingham City-Everton.......0-2
CoventryCity-Sunderland.......2-1
Liverpool-Manch.United........1-1
LutonTown-Nottm.Forest........2-3
Norwlch City-Arsenal..........1-1
Notts County-West Ham.........2-2
Q.P.R.-Wolves.................2-1
Southampton-Aston Villa.......2-2
Stoke City-Leicester City.....0-1
Tottenham-Watford........... 2-3
W.B.A.-lpswich Town...........2-1
2.deild:
Gamlársdagur:
Barnsley-Manchester City......1-1
Blackburn-Cambridge...........1-0
Carlisle-Sheff.Wednesday......1-1
.1-2
Chelsea-Brighton............ 1-0
Crystal Palace-Shrewsbury.....1-1
Grimsby Town-Cardiff City.....1-0
LeedsUnited-Middlesborough....4-1
Oldham-Newcastle Unlted.......1-2
Portsmouth-Fulham.............1-4
Swansea Clty-Derby County.....2-0
Mánudagur:
Brighton-Blackburn Rovers.....1-1
Cambridge-SwanseaCity.........1-1
Cardiff-Crystal Palace....frestað
Derby County-Charlton.........0-1
Fulham-GrimsbyTown............1-1
Huddersfield-Carlisle.........0-0
Manchester City-Leeds United..1-1
Middlesborough-Chelsea........2-1
Newcastle United-Barnsley.....1-0
Sheff.Wednesday-Oldham........3-0
Shrewsbury-Portsmouth.........2-0