Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 16
DMÐVIUINN
Þriðjudagur 3. janúar 1984
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægtað ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefursíma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Herinn segist hafa gert uppreisn gegn spillingunni í Nígeríu
„Við greiddum í kosninga-
sjóð Shagaris forseta“
segir Bragi Eiríkssonframkvœmdastjóri Sam lags skreiðarframleiðenda
„Því rrúður þá er þetta það sem
einkennir margar þjóðir í þessari
heimsálfu, að einhver þarf að borga
alltaf fyrir eitthvað sem gert er. Þetta
er náttúrulega orðið stórkostlegt þegar
um mijjónaviðskipti er að ræða. Við
höfúm náttúrulega allir tekið þátt í þvi
að borga citthvað upp í þennan, að
talið var, kosningasjóð og kosningak-
ostnað Shagharis, og fleira og fleira.
Það er bara sú spilling sem þarna er
ríkjandi“, sagði Bragi Eiríksson fram-
kvæmdastjórí Samlags skreiðarfram-
leiðenda í samtali við Þjóðviljann .
íslenskir skreiðarframleiðendur
eiga inni hjá Nígeríumönnum um einn
miljarð króna fyrfr ógreidda skreið.
Nokkrar greiðslur hafa komið frá þar-
lendum stjómvöldum síðustu mánuði
en von var á greiðslu í desember sem
enn hefur ekki komið fyrir útskipun
héðan frá í júní sl.
Það eru margir Nígeríumenn sem
hefur ofboðið þetta spillta kerfi, sér-
staklega undir menn sem em að reyna
að vinna sig upp og vilja standa rétt í
viðskiptum, sagði Bragi.
Átt þú von á miklum hreinsunum í
stjómsýslunni?
Samkvæmt fréttum sem ég hef
heyrt, þá hafa allir fylkis- og ríkis-
stjórar í landinu verið boðaðir til
Lagos innan viku þar sem þeim verður
gert að segja af sér embætti. Mér er
sagt að þessir menn sem hafa stuðlað
að áætlunargerð fyrir Shagari séu allir
með í byltingunni. Forsetinn hafi ekki
farið allskostar að þeirra ráðum, verið
of harður í því að herða ólina að fólk-
inu, í stað þess að reyna að laga hlut-
ina ofan frá.
Þið emð þá kannski ekki svo ótta-
slegnir yfir þessum tíðindum?
Nei, ef ég mæli út frá fyrri reynslu af
skiptum við herforingjastjómir þama
þá hefur hún verið jákvæð, sagði
Bragj Eiríksson.
Tvær áhafnir frá Arnarflugi
œtluðu til Nígeríu í dag
„Verðum að bíða“
Það stóð til að frá okkur færu
tvær flugáhafnir áleiðis til Níger-
íu í fyrramálið, en vegna ástands-
ins þar verðum við að bíða og sjá
til þangað til einhverjar fréttir
fást frá landinu. Við höfum ekki
náð í nokkurn mann þar. Landið
hefur verið alveg sambands-
laust“, sagði Halldór Sigurðsson
hjá Arnarflugi í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Félagið hefur nýlega gert
samning við Nígeranska flugfé-
lagið International Air um innan-
landsflug milli 5 borga í Nígeríu.
Stendur til að fjórar flugáhafnir
sinni þessu flugi en félagið hefur
tekið á leigu í Bandaríkjunum
þotu af gerðinni Boeing 727-100
til að sinna þessu flugi. Hér er um
árssamning að ræða og á flugið að
hefjast 10. janúar nk..
„Þetta hafa verið erfiðir dagar í
gær og í dag. Við höfum ekki náð
sambandi við okkar viðskiptavini
í Nígeríu og vitum ekki hvað
verður. Á meðan bíða áhafnirnar
hér og þotan býður á Maiami“,
sagði Halldór.
-lg.
-•g-
12 starfsmenn Flugleiða
í Kano í norður Nígeríu
Ekkert heyrt enn
„Við höfum ennþá ekki haft
neinar fregnir af starfsfólki okkar
í Nígeríu. Flugvöllurinn í Kano er
lokaður og það liggur niðri allt
innanlandsflug. Við eigum von á
að heyra í okkar fólki um leið og
það fær aðgang að flugvellinum“,
sagði Sæmundur Guðvinsson
blaðafulltrúi Flugleiða í samtali
við Þjóðviljann.
12 starfsmenn Flugleiða eru nú
staddir í borginni Kano í norður-
hluta Nígeríu, en síðan í apríl
1981 hafa Flugleiðir haft samning
til fjögurra ára um flug milli Kano
og höfuðborgarinnar Lagos.
Tvær áhafnir eru jafnan í landinu
frá félaginu en flognar eru þrjár
ferðir á dag milii borganna. Þær
áhafnir sem nú dvelja í Kano fóru
til Nígeríu 13. desember sl. og
eiga að koma heim 7. janúar n.k.
Skiptiáhafnir áttu hins vegar að
halda til Nígeríu í dag, en það
ferðalag mun tefjast að sögn Sæ-
mundar þar til frekari fregnir fást
frá Nígeríu og ferðir til og frá
landinu verða heimilaðar að
nýju.
-l8.
Öllu starfsfólki Tímans sagt upp:
Ovíst hve margir
verða endurráðnir
segir Þorsteinn
Ólafsson í stjórn
útgáfufélagsins
Öllu starfsfólki dagblaðsins Tím-
ans, nema Þórarni Þórarinssyni rit-
stjóra, var sagt upp störfum um
áramótin og ríkir nú mikil óvissa
meðal þess varðandi endurráðn-
ingu. „Við gerum ráð fyrir að þorri
starfsfólksins verði endurráðinn,
en Ijóst er að það verða ekki allir
endurráðnir“, sagði Þorsteinn Ól-
afsson sem sæti á í útgáfustjórn hins
nýja hlutafélags, sem tók við
rekstri blaðsins um áramótin og
nefnist Nútíminn.
Þorsteinn sagði að nauðsynlegt
væri að gera miklar breytingar á
útgáfu blaðsins og þess vegna hefði
þetta nýja hlutafélág verið stofnað
og starfsfólkinu sagt upp störfum.
Hverjir yrðu endurráðnir kæmi svo
í ljós á næstu vikum.
Þegar söfnun hlutabréfa hófst í
haust var stefnt að því að safna 10
miljónum króna. Sagði Þorsteinn
að um helmingur þess fjár hefði nú
safnast. Hann sagði að það væri
nokkuð erfitt að meta þetta ná-
kvæmlega, þar sem leggja yrði mat
á það sem flokkurinn sjálfur leggur
til hins nýja hlutafélags, svo sem
nafn blaðsins og aðrar eigur. Hinir
nýju hluthafar eru allt einstak-
lingar að sögn Þorsteins og væri
upphæð hlutabréfanna frá 5 þús-
und og uppí 100 þúsund krónur.
Blaðamannafélag íslands sendi
stjórnarmönnum hins nýja hlutafé-
lags um útgáfu Tímans skeyti í gær
fyrir hönd blaðamanna á Tíman-
um. í skeytinu er áskilja blaða-
menn sér allan rétt til að hætta
fyrirvaralaust störfum hjá nýja
hlutafélaginu hafi ekki náðst samn-
ingar um ráðningar og kjör fyrir 15.
janúar næstkomandi. -S.dór
Víðast hvar á landinu hafa menn lítt þurft að hafa áhyggjur af vetrarbúnaði bifreiða sinna, en nú.verður ekki
lengur dregið að kippa honum í lag. Víða í Reykjavík hefur síðustu daga getið að líta sjón sem þessa eins og
sjá mátti á Njálsgötunni í gær. Ljósm. eik
Öllu starfsfólki innanlandsdeildar Arnarflugs sagt upp
„Mikið áfall fyrir okkur“
„Maður er varla búinn að átta
sig á þessu, enda fengum við ekki
uppsagnarbréfín fyrr en á gamlárs-
dag, en vissulega er þetta mikið
áfall fyrir okkur“ sagði Guðmund-
ur Hafsteinsson, starfsmaður við
innanlandsflug Arnarflugs h.f. en
öllu starfsfólki félagsins sem tengist
innanlandsfluginu hefur verið sagt
upp störfum og tekur uppsögnin
gildi 1. aprfl nk.
Að því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá Arnarflugi h.f. um málið,
er ákveðið að taka allt innanlandsf-
lug félagsins til gagngerrar endur-
skoðunar með það að markmiði að
endar nái saman í þessum rekstrar-
þætti. Arnarflug h.f. hóf innan-
landsflug árið 1979 og hefur frá
upphafi verið halli á rekstrinum, en
mestur síðustu tvö árin.
Guðmundur Hafsteinsson sagði
að forráðamenn félagsins hefðu
sagt að hugsanlegt væri að ein-
hverjir yrðu endurráðnir ef innan-
landsfluginu yrði haldið áfram, en
fyrir því væri ekki vissa, eins og
málin standa nú. Enn hefur ekki
verið haldinn fundur í starfs-
mannafélagi starfsfólks Arnarflugs
h.f. um málið.
Þess er getið í fréttatilkynningu
Amarflugs h.f. að sú endurskoðun
á innanlandsfluginu sem fyrirhug-
uð er muni gerð í samráði og sam-
vinnu við fulltrúa starfsfólks.
-S.dór