Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA r ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. janúar 1984
Á tímum kvennabaráttu og nýrr-
ar kvenvitundar er óneitanlega
skemmtilegt að kynnast Guðríði
Símonardóttur, sem gerði uppreisn
gegn afvegaleiddri guðshugmynd
og hörðum lífsgildum síns tíma.
Dr. Jakob Jónsson frá Hrauni hef-
ur valið sér áhugavert yrkisefni í
lífsferli Guðríðar. Við fyrstu sýn
mætti hugsa sér, að hér væri meira
að segja efniviður í meiriháttar
leikrit af tragískri gerð og þar með
tilefni til margbrotinna hugleiðinga
um lífsferil mannsins yfirleitt. Svo
þarf þó ekki að vera.
Leikritið samdi dr. Jakob í seinni
heimsstyrjöldinni og lauk því 1945,
og það var gefið út 1948, sýnt í
Þjóðleikhúsinu 1952 og frumsýnt
aftur nú á annan dag jóla í breyttri
gerð. Verkið hefst með.Tyrkjarán-
inu í Vestmannaeyjum 1627 og lýk-
ur með dauða Hallgríms Péturs-
sonar 1674, þegar Guðríður átti
enn eftir átta ár ólifuð.
Höfundur bregður upp þjóðlífs-
mynd frá 17. öld og gerir áhorfend-
ur að þátttakendum í atburðum
löngu liðinnar sögu. Verkið er
samið í afar hefðbundnum stíl, þar
sem höfundur hefur greinilega ekki
orðið fyrir teljandi áhrifum af hinu
epíska leikhúsi síðari áratuga. Það
er öld lúthersks rétttrúnaðar, kon-
unglegs einveldis og stóradóms,
sem myndar baksvið atburðanna.
En verkið fjallar þó einkum og sér í
lagi um þær sviptingar sem eiga sér
stað í hug Guðríðar.
Með slíku viðfangsefni hefur
höfundur tekist lájhendur viðfangs-
efni, sem er að tvennu leyti allt
annað en auðvelt. Hann verður að
koma hugvangi 17. aldarinnar til
skila á trúverðugan hátt, sem felst
einkum í að túlka heim lútherska
rétttrúnaðarins yfir á skiljan-
legt mál okkar tíma. Hins vegar
verður höfundur að gera persónu
Guðríðar þannig úr garði, að upp-
reisn hennar og barátta gegn Guði
og grimmri öld hrífi áhorfendur
með sér. Ég tel, að leikritið skorti
herslumuninn í báðum þessum
meginatriðum. Þessber þó aðgeta,
að höfundur víkur lítt frá hinum
sögulegu staðreyndum nema ef
vera skyldi á vit „staðreynda“
þjóðsögunnar. Að því leyti eru
honum takmörk sett.
Engu að síður er viðfangsefni
leikritsins áhugavert og hin guð-
fræðilega umfjöllun um ýmis
grundvallaratriði lúthersku orþó-
doxíunnar og þar með 17. aldarinn-
mjúku gildi þeirra Guðríðar og
Hallgríms koma til sögunnar.
Boðskapur verksins grundvall-
ast á hinni klassísku kenningu
kirkjunnar allt frá upphafi um rétt-
iætingu af náð eða náðina ómót-
stæðilegu. Það er með öðrum orð-
um hinn róttæki boðskapur siðbót-
armanna, sem er þó miklu eldri en
þeir, sem hér er á ferðinni. Og það
er enginn annar en „píslarskáldið“
- sem hér mætti heldur nefnast
„skáld náðarinnar“ - Sem flytur
þennan boðskap mjúku gildanna. í
samtalinu við Brynjólf Sveinsson í
Kaupmannahöfn slær Hallgrímur
þennan streng er þeir félagar ræða
um hina „bersyndugu“ Guðríði og
hinn síðarnefndi spyr Brynjólf,
hvort hann „hafi horft djúpt í augu
hennar“ .
Af þessu leiðir ný túlkun á kross-
dauðanum, þar sem hugmyndin
um lausnargjald hverfur en í stað-
inn kemur „passio mystica" eða hin
leyndardómsfulla þjáning, þar sem
ekki verður lengur skilið á milli
þjáningar og kærleika: sá sem elsk-
ar verður að vera reiðubúinn til
þess að þjást - það gildir líka um
Guð! En þjáning Guðs að þessum
skilningi fellur ekki í hinn lögfræði-
lega ramma rétttrúnaðarguðfræð-
innar heldur ber að skilja hana -
eins og aðra þjáningu - út frá kær-
leikanum. Uppreisn Guðríðar lýk-
ur því, ef svo má að orði komast, er
þessi skelfilega vissa lýkst upp fyrir
henni í lokaatriðinu, að „kærleik-
urinn sé kvöl og kvölin sé kær-
leikur". Skammt er í öfgar í hina
áttina: tilbeiðslu á þjáningunni. Þá
hættu tekst höfundi að sniðganga
með öllu.
Fjarri fer því, að hér sé óþekkt
viðfangsefni í íslenskum bók-
menntum þótt hér .sé fjallað um
það á mér liggur við að segja
óvenjulega fagmannlegan hátt.
ar sýmr, að dr. Jakob kann sitt fag.
Umfjöllun um þessa hörðu öld ein-
kennist of oft af guðfræðilegu
þekkingarleysi og fordómum,
hvorugu er hér til að dreifa.
Reiði Guðs
Þegar í upphafi verksins kemur
eitt meginhugtak þess og jafnframt
lútherska rétttrúnaðarins fram á
sjónarsviðið, það er táknið „reiði
Guðs“. Fá hugtök 17. aldarinnar
voru eins mótandi á líf og hugsun
manna og þetta hugtak. Nú er það
horfið í tímans fljót og orðið merk-
ingarlaust. Náskylt þessu tákni er
óttinn, sem sömuleiðis gagnsýrði
allt þjóðlífið. Þess má geta, að bæði
þessi hugtök voru grundvallandi í
hugsun forföður tilveruheimspek-
innar, Kierkegaards (á 18. öld) og
hafa af þeim sökum átt greiða leið
allt til okkar tíma í ýmsum búning-
um. Fyrirbærið ótta þarf ekki að
skilgreina fyrir nútímanum, hins
vegar veltur mikið á því hvað það
er, sem óttast er.
Þessi vandi leiðir hugann að
öðru meginhugtaki verksins og
jafnframt lútherska rétttrúnaðar-
ins: endurlausninni. í verkinu er
atriðið í Algeirsborg, þegar fulltrúi
Danakonungs tilkynnir íslending-
um, að lausnargjaldið fyrir þá sé
komið, einn af hápunktum verks-
ins og vel gert á sviði Þjóðleikhúss-
ins. Þar segir frá því, hvernig gert
er út um það, hver hljóta skuli síð-
asta lausnargjaldið. Það eru fyrst
þeir Jón Jónsson og Ólafur
„skozki" Pálsson, sem verða að
gera út um það sín á milli, hvor
hljóta skuli og losna þar með úr
ánauðinni. Jón afsalar sér
lausnargjaldinu af kristilegri fórn-
fýsi. Ólafur fagnar um sinn, unz
Guðríður birtist á sviðinu og ögrar
honum til þess að láta hana hafa
lausnargjaldið. Þess beraðgeta, að
Ólafur hefur fellt ástarhug til Guð-
ríðar en hún endurgeldur eigi ást
hans. Engu að síður gefur Ólafur
henni eftirlausnargjaldið fyrirögr-
un hennar en með haturshugarfari
og hótar að hefna sín síðar (sem
hann gerir í fyllingu tímans með því
að brenna bæinn í Saurbæ og
hlaupa svo sjálfur inn í eldinn).
Á þessu atriði veltur persónu-
sköpun Guðríðar að verulegu leyti
og þar með raunar allt „plot“
leiksins. Spurningin er sú, hvort
höfundi hafi með þessu atriði tekist
hin „listræna blekking", sem nægi
til þess að sannfæra áhorfendur og
það sem líka er mikilvægt:
sannfæra leikkonuna, sem fer með
hlutverk Guðríðar. Það er
Steinunn Jóhannesdóttir, sem fer
með það viðamikla hlutverk.
Náðin ómótstœðilega
Lausnargjaldsatriðið gegnir ekki
einungis því hlutverki að vera eins
konar forleikur að meginhluta ævi
Guðríðar, sambúðinni við trúar-
skáldið mikla, Hallgrím Pétursson;
heldur er áhorfandinn með því
leiddur í návígi við enn eitt megin-
hugtak rétttrúnaðarins: endur-
lausnarhugtakið.
Lútherski rétttrúnaðurinn vildi
aðeins kannast við eitt lausnar-
gjald: fórn Guðs-sonarins á kross-
inum, þar sem Guð „greiðir"
lausnargjald fyrir syndir mann-
anna. Þessu „kerfi“ afneitar Guð-
ríður og á sú afneitun sér
sannfærandi forsendur í hennar
eigin lífsreynslu. En þar með rís
hún upp gegn hinni hörkulegu
guðshugmynd aldarinnar. Hin
Starfshópur unglinga í Seljahverfi
Þrettándagleði á föstudaginn
Starfshópur unglinga í Selja-
hverfi er nú að undirbúa heljar-
mikla þrettándagleði sem haldin
verður í Tónabæ föstudagskvöldið
6. janúar n.k. Þess má geta að hóp-.
urinn gekkst fyrir undirskriftasöfn-
un á meðal nemenda í Seljahverfi
til að leggja áhersiu á betri starfs-
aðstöðu og benda á aðstöðuleysi til
félagslífs. Á 4. hundrað unglingar
' skrifuðu undir listann og liggja nú
tillögur um æskulýðsstarf í Selja-
hverfi fyrir borgarstjórn Reykja-
víkur.
Barátta unglinga fyrir betri fél-
agsaðstöðu er ekki ný af nálinni. í
samvinnu við Útideild og Æsku-.
lýðsráð gengust nemendur í
Öldusels- og Seljaskóla auk ann-
arra unglinga í hverfinu fyrir
skemmtun í íþróttahúsinu við
Seljaskóla og heppnaðist sú
skemmtun mjög vel. Var síðan
stofnaður sérstakur starfshópur í
framhaldi af þeirri aðgerð til að
vinna að málefnum unglinga í
hverfinu.
Hallgrímur Pétursson í Kaupmannahöfn (Sigurður Karlsson) ásamt Guðríði Símonardóttur (Steinunni
Jóhannesdóttur): „Hin nýja Gudda hittir að ýmsu leyti í mark, þetta er konan, sem verður hólpin fyrir efa
sinn og réttláta uppreisn gegn afvegaleiddri guðshugmynd aldarinnar. Samverkamaður hennar í þeirri
uppreisn er Hallgrímur Pétursson leikinn á trúverðugan hátt af Sigurði Karlssyni“, segir Gunnar Kristjáns-
son meðal annars í umsögn sinni.
Dr. Gunnar Kristjánsson skrifar um leikhús:
Jakobs-Gudda
Umgjörð leikhússins
Ekki skal fjölyrt meir um
leikendur en þegar er gert, flest eru
hlutverkin smá í sniðum og yfirleitt
vel af hendi leyst. Augljóst er að
leikstjórinn Benedikt Árnason
hefur unnið heimavinnuna sína
vel. Ævinlega er spennandi að sjá,
hvernig íslensk leikrit eru upp sett,
þar sem leikstjórar hafa ekki við
neinar erlendar uppfærslur að
styðjast.
Hlutverk Guðríðar er langviða-
mesta hlutverk leikritsins, um per-
sónusköpun hennar er fjallað hér
að framan. Steinunn Jóhannes-
dóttir kemst vel frá þessu erfiða
hlutverki. Henni hefur tekist að
koma hinni „nýju“ Guddu til skila.
Hún mun sjálfsagt koma mörgum
framandlega fyrir sjónir ef gera má
því skóna, að sumir hverjir hafi átt
tvjon á fyrirferðameiri Guddu og
meir í stfl við þjóðsöguna. Hin nýja
Gudda hittir að ýmsu leyti í mark,
þetta er konan, sem verður hólpin
fyrir efa sinn og réttláta uppreisn
gegn afvegaleiddri guðshugmynd
aldarinnar. Samverkamaður henn-
ar í þeirri uppreisn er Hallgrímur
Pétursson, leikinn á trúverðugan
hátt af Sigurði Karlssyni.
Tónlist Leifs Þórarinssonar fell-
ur vel að verkinu í heildina séð, um
hina hlj.ómmiklu orgeltóna í upp-
hafí má deila, tilgangurinn er
greinilega sá, að ljá verkinu og þó
einkum lífsferli Guðríðar „kirkju-
legarí* ramma. Það eru fleiri, sem
„ramma“ inn þetta verk. Leik-
mynd Sigurjóns Jóhannssonar
sem byggist á viðamiklum, léttum,
hvítum tjöldum er - eins og hann
iegir í blaðaviðtali skömmu fyrir
jól - „táknrænt líkklæði þessarar
dapurlegu aldar og viðeigandi um-
gjörð utan um píslarskáldið og
þjóðarpíslina alla“. Setja mætti
spurningarmerki við orðið við-
eigandi. Hvort markmið tónsmið-
ar, leikmyndahöfundar, leikstjóra
og höfundar verksins hafi að öllu
leyti farið saman leyfi ég mér stór-
lega að efast um. Að frátöldum
bænum í Saurbæ er leikmynd Sig-
urjóns hins vegar hið mesta
snjallræði.
Sigurvegari dagsins var óneitan-
lega höfundurinn sjálfur, dr. Jakob
Jónsson, sem sýnir í þessu alþýð-
lega verki mannlegt innsæi og guð-
fræðilega yfirsýn. Hvort tveggja
kemst vel til skila í þessu tæplega
fjörutíu ára leikverki. Hann hefur
ekki aðeins dregið upp forvitnilega
þjóðlífsmynd frá liðnum tíma held-
ur einnig gert hina miklu arfleið
þeirra Hallgríms og Guðríðar
áhugaverða og lifandi. Þá arfleið
hefur þjóðin kunnað að meta og
meðal annars helgað sr. Hallgrími
tvær kirkjur þótt Guddu hafí ekki
enn hlotnast sá heiður.
Um
greinar-
höfund
Dr. Gunnar Kristjánsson
prestur á Reynivöllum í Kjós
er kunnur afskrifum sínum og
þátttöku í opinberri umrœðu
um bókmenntir, friðarmál og
trúarleg viðfangsefni. Að
beiðni Þjóðviljans, sem í vetur
hefur leitað til ýmissa góðra
manna um leikhússkrif tók
hann að sér að skrifa um leikrit
dr. Jakobs Jónssonar Tyrkja-
Guddu, sem Þjóðleikhúsið
frumsýndi á öðrum degi jóla.