Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
RUV 1
frá lesendum
Grísir gjalda,
gömul s vín valda
7.00 Veöurfregnir. Frettir. Bæn. A virkum
degi 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veóurfregnir.
Morgunorð - Guðmundur Einarsson
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Nú er
glatt hjá álfum öllum“Umsjónarmaður:
Gunnvör Braga.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.)
10.45 „Man ég það sem löngu leið“ Ragn-
heiður Viggósdóttir sér um þáttinn.
11..15 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og
kynnir létta tónlist (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 íslenskir tónlistarmenn flytja létt
lög
14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eft-
ir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm
Gunnar Stefánsson les (6).
14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts-
son.
15.30 Tilkynnjngar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16-20 Síðdegistónleikar Vladimir Ashken-
azy, Itzhak Perlman og Lynn Harrell leika
Pianótríó í a-moll op. 50 eftir Pjotr
Tsjaikovský.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn
20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Leyni-
garðurinn" Gert eftir samnefndri sögu
Frances H. Burnett. (Áður útv. 1961). 1.
þáttur: „Enginn lifði annar" Þýðandi og
leikstjóri: Hildur Kalmann. Leikendur: Er-
lingur Gíslason, Bryndis Pétursdóttir,
Helga Gunnarsdóttir, Valdimar Lárus-
son, Guðmundur Pálsson, Þóra Borg,
Óttar Guðmundsson og Margrét Guð-
mundsdóttir.
20.40 Kvöldvaka a. Almennt spjall um
þjóðfræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson
tekur saman og flytur. b. „Fullveldið
fimmtú ára“ Þorbjörn Sigurðsson les
Ijóð eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur:
Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
21.15 Skákþáttur Stjórnandi: Jón Þ. Þór.
21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir
hreppstjórans“ eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur Höfundur les. (14).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar a. „Les printemps au
fond de la mer" eftir Louis Durey. Hljóm-
sveit Tónlistarháskólans í París leikur:
Georges Tzipine stj. b. „Saudades do
Brazir-op. 67 og „La creation du monde"
Halldór Pjetursson skrifar:
Um langan aldur hafa smá-
þjóðir og þjóðabrot borist á
banaspjót og reynt að ná frelsi
sínu í einhverri mynd. Ekkert er
þar til sparað, lífið lagt að veði í
þeirri von að fá að halda tungu
sinni, háttum, siðum og venjum.
Þetta þekkjum við íslendingar
eftir margra ára áþján. Við höf-
um verið það vitrir í annan
endann að glata þessu fljótt aftur
og komumst loks með sjálfshjálp
í þann krók, sem ekki kriktir.
Þessi darraðardans stendur nú
um heim allan og endar kannski
með hinni ástfólgnu atómtuðru
Bandaríkjaforseta. Hvað um
það, en einu verða allir að gera
sér grein fyrir að það er: af hverju
þetta stafar.
Til þess þarf ekki djúpan
þankagang. Allt þetta stafar frá
misvitrum mönnum, sem hlotið
hafa nafnið: stórir menn. Margir
hafa þeir verið illmenni og
jafnvel hreinir glæpamenn, aðrir
auðæfaþursar. Oft börðust þeir
innbyrðis um völdin í heiminum.
Svo leið að því að betra var að
semja. Þá var sest niður með öll
mælitæki hvers tíma og skipt eftir
því sem best lá fyrir hvern aðila.
Ekkert skeytt um þjóðir eða
þjóðabrot.
Svona gekk þetta koll af kolli.
Bretar lögðu undir sig helft
heimsins, með biblíuna í annarri
hendinni en byssuna í hinni. Þeir
tóku seinast það ráð að losa sig, í
orði, við þessar nýlendur en
tryggja sér náttúruauðæfi þeirra
og allskonar aðstöðu. Þá voru
Halldór Pjetursson: „Af öllu
þessu sýpur nú heimurinn sitt
draP'.
Bandaríkin að rísa og komust í
margt feitt, eins og herstöðvar
þeirra sýna.
Skipting þriðja heimsins blasir
við okkur. Þar deyja tugir
milljóna árlega úr hungri og
harðrétti. Stærstan þáttinn í
þessu eiga Bandaríkin. Sú hjálp,
sem þessar þjóðir fá, eru vopn til
að berjast innbyrðis. Sterkur
leikur.
Hæst mun þó bera skiptingu
heimsins eftir síðustu heimsstyrj-
öld. Þar var partað niður í þágu
þeirra stóru á vísindalegan hátt.
Hvergi tekið tillit til þjóðflokka
né menningar. Sem dæmi eru
Kúrdar, brytjaðir niður af þrem-
ur stærri þjóðum.
Af öllu þessu sýpur nú heimur-
inn sitt draf. Skyldi alla þessa
„frelsara“ ekki einhversstaðar
klæja er þeir sjá árangur verka
sinna? Menn þurfa ekki að vænta
fýrirgefningar í þessu sambandi.
Hún er ekki til. Hver ber ábyrgð
sinna verka. Annars væri ekkert
réttlæti til. Ég sé í anda þessa ó-
lánsmenn, sem horfa á íbúa þessa
hnattar á bjargbrúninni. Þeir
hvíslast á, Óli Jó að Geir og svo
framvegis. Þar er alheimsrétt-
lætið.
Stjómarhækjan
1984
Framtíð þjóðar björt og blíð
ber nú hvergi á nauð né skorti.
íhaldsstjórnin sterk og stríð
staulast fram á greiðslukorti.
Ó.N.
op. 81 a eftir Darius Milhaud. Franska
ríkishljómsveitin leikur; Leonard Bernste-
in stj. c. Forleikur eftir Germaine Taille-
ferre. Hljómsveit Tónlistarháskólans í
Paris leikur; Georges Tzipine stj. d.
„Pacific 231 “ og þáttur úr strengjasinfón-
íu eftir Arthur Honegger; Suisse Ro-
mande hljómsveitin leikur; Ernest Anser-
met stj, e. Forleikur eftir George Auric.
Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Antal
Dorati stj. f. Sónata fyrir klarinettu og
fagott, og Konsert fyrir tvö píanó og
hljómsveit eftir Francis Poulenc. Amury
Wallez og Michel Portal leika á fagott og
klarinett, Jacques Févrierog höfundurinn
leika á píanó meö Hljómsveit Tónlistar-
háskólans í Paris; Georges Prétre stj.
Kynnir: Siguröur Einarsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV 2
■ —'j.
Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9
mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og
14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er
á tilraunastigi veröur hún ekki gefin út
fyrirfram.
RUV
Sjónvarp kl. 20.35
Hvar
erumvið
stödd?
í kvöld flytur sjónvarpið fyrri
hluta nýrrar heimildakvikmynd-
ar frá breska sjónvarpinu. Er þar
gerð einskonar úttekt á árinu sem
leið að því leyti, að reynt er að
kanna hvort mannkyninu hafi í
nokkru miðað áfram við að draga
úr ýmsu því böli, sem hrjáir það
hvað mest svo sem styrjaldarógn-
un, offjölgun, barnadauða, mat-
vælaskorti, misjöfnum kjörum
aldraðra og ójafnri skiptingu ver-
aldarauðsins. Koma þarna við
sögu ýmis lönd og álfur. - Þulur
er Jón O. Edwald. - mhg.
Útvarp kl. 20.00
„Fnginn lifði annar“
19.35 Bogi og Logi Pólskur teiknimynda-
flokkur
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Árið 1983 - Hvar erum við stödd?
Fyrri hluti. Ný heimildamynd frá breska
sjónvarpinu. I myndinni er leitast við að
kanna hvort mannkyninu hafi miðað
nokkuð á leið á liðnu ári við að bæta úr
böli eins og styrjaldarógnum, offjölgun,
barnadauða og misjöfnum kjörum aldr-
aðra, matvælaskorti og ójainri skiptingu
veraldarauðsins. Dæmi eru tekin úr ýms-
um löndum og álfum. Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
21.20 Derrick Sveitasetrið Þýskur saka-
málamyndaflokkur. Þýðandi Veturliöi
Guðnason.
22.20 Dexter Gordon Bandariskur djass-
þáttur með tenórsaxófónleikaranum
Dexter Gordon og hljómsveit.
22.45 Dagskrárlok.
Árið 1961 var flutt í útvarpinu
framhaldsleikritið „Leynigarður-
inn“ sem Hildur Kalmann gerði
eftir frægri sögu Frances H.
Burnett. Nú hefur verið ákveðið
að endurflytja þetta vinsæla
barnaleikrit og verður fyrsti þátt-
ur þess á dagskrá í kvöld. Ber
hann heitið: „Enginn lifði ann-
ar“.
Efni leikritsins, sem er í 8 þátt-
um, er í stuttu máli þetta: María
Lennox er ung, ensk telpa, sem
alist hefur upp á Indlandi. Hún
missir foreldra sína og er send til
frænda síns, sem á stóran herra-
garð á Englandi. Frændi hennar
vill lítil afskipti hafa af henni og
felur hana í umsjá þjónustufólks-
ins. María er í fyrstu erfið í um-
gengni en smám saman eignast
hún góða vini meðal fólksins í
sveitinni og hún kemst að því að
staðurinn býr yfir vissum
leyndarmálum, sem snerta fortíð
frænda hennar.
Leikendur í fyrsta þætti eru:
Erlingur Gíslason, Bryndís Pét-
ursdóttir, Helga Gunnarsdóttir,
Valdimar Lárusson, Guðmundur
Pálsson, Þóra Borg, Óttar Guð-
mundsson og Margrét Guð-
mundsdóttir. Leikstjóri er Hildur
Kalmann.
- mhg.
skák
Karpov að tafli - 260
Karpov náði aftur þriggja vinninga for-
skoti þegar hann vann 9. einvigisskákina
í Merano. Enn var teflt drottningarbragð
og enn einu sinni slapp Karpov ómeiddur
út úr byrjuninni. Taflmennska hans í
miðtaflinu var hreint frábær og undir lok
setunnar dembdi hann hverjum hörku-
leiknum á fætur öðrum á andstæðing
sinn og vann:
8 I +
7 H M. lilt
6 8i| I
kW 1
4 sb' m m m
3 lf &
2" 'm m m m
abcdefgh
Kortsnoj - Karpov
35. ... e5!
36. fxe5 Hxe5
37. Da1 De8!
38. dxe5 Hxd2
39. Hxa5 Dc6
40. Ha8+ Kh7
41. Db1 g6
42. Df1 Dc5+
43. Kh1 Dd5
- og Kortsnoj gafst upp þar sem drottn-
ingin fellur. Staðan: Karpov 6 (4) - Korts-
noj 3 (1).
bridge
Þátturinn óskar lesendum sinum
gleöilegs árs.
Vegna mikillar þreytu lesenda (?) sem
hafa haft í ýmsu að snúast um áramótin,
verður fyrsta spil ársins af léttari gerð-
inni. Þú átt að vinna 3 grönd á þessi spil,
sama hvernig hendur A/V líta út:
D652
5
ÁG106
KG53
K874
ÁDG
KD94
07
Þú ert sagnhafi í 3 gröndum í Suður og
útspii Vesturs er smátt hjarta. Austur
lætur hjartatiuna. Hvernig íhugar þú
framhaldið?
Lausnin er, að spila að eigin háspilum,
til að halda Vestri út úr spilinu. ( 2. slag
spilum við þvi lágum tígli, drepum á tíuna
í borði og spilum lágu laufi úr borði. Ef
Austur á ásinn, má hann ekki drepa á
hann, því þá fáum við 3 slagi á lauf, ekki
satt? Nú, ef Vestur á ásinn, má hann ekki
hreyfa hjartað. En segjum að laufadam-
an haldi, þá förum við aftur inn í borð á
tigul og spilum lágum spaða að kóng.
Segjum að kóngurinn haldi.nú þá spilum
við laufi að heiman og vinnum okkar spil.
Með þessari spila-aðferð vinnum við
þetta spil, sama hvernig hendur AúV líta
út.
Tikkanen
Vinda ber bráðan bug að því að
rannsaka hversu mikið velferð-
armanneskjan þolir.
Gœtum
tungunnar
Rétt er að segja: öðru hverju.
Þetta er þágufall hvorugkyns af
annar hver, sem merkir: sér-
hver annar (eins og þriðji hver
merkir: sérhver þriðji); öðru
hverju merkir því: sérhverju
öðru (sinni), þ.e. annað veifið.