Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Minning__________________________ Leifur Unnar Ingimarsson Fæddur 2. október 1935 Dáinn 18. desember 1983 „Hönd er stirð og hjartað slcer ei meir. Harpan þögnuð, brostinn strengur hver“. Þessar ljóðlínur Gunnars Dal komu mér í hug við andlát vinar míns Leifs Unnars. Leifur fæddist í Reykjavík 2. okt. 1935. Hann var tekinn í fóstur á fyrsta ári af sæmdarhjónunum Kristínu Sigtryggsdóttur og Halli Pálssyni, sem þá bjuggu í Garði í Hegranesi. Skömmu síðar brugðu þau hjón búi og fluttust til Akur- eyrar og þar ólst Leifur upp fyrstu bernskuár sín. Síðar fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg, en Hallur fósturfaðir Leifs var þar lengi fangavörður. Þar ólst Leifur upp til fullorðinsára. Kynni okkar Leifs hófust kring- um árið 1960, í félagi sem við störf- uðum báðir í. Skömmu síðar urð- um við svo nágrannar í Kópavogi. Síðan hefur vinskapur okkar hald- ist óslitið, enda þótt Leifur flytti um tíma í annan landshluta. Leifur lagði gjörfa hönd á margt á sinni fremur skömmu ævi, enda fjölhæfur svo að með ólíkindum má telja. Hann mun ekki hafa hlotið aðra menntun en í Samvinnuskólanum og svo skóla lífsins. Menntun hans og meðfædd- ir hæfileikar nýttust honum þó svo vel, að hann gat leyst af hendi með prýði ýmis störf, sem háskólam- enntaðir menn hefðu mátt teljast fullsæmdir af. Hann var lengi deildarstjóri við Iðnaðardeild SIS í Reykjavík og munu margir minnast hans þaðan. Síðar vann hann í Samvinnutrygg- ingum í nokkurn tíma. Þrátt fyrir það að hann leysti þessi störf sín af hendi með prýði, mun hann innst inni ávallt hafa haft löngun til að hverfa úr borgar- skarkalanum og lifa í meira sam- ræmi við náttúruna. Sama má segja um þáverandi konu hans Steinunni Halldórsdóttur frá Helgastöðum í Reykjadal, sem hann kvæntist 1. jan. 1956. Þau ákváðu þá að breyta til og fluttu norður í Reykjadal og hófu búskap að Pálmholti, sem er næsti bær við Helgastaði, þaðan sem Steinunn er upprunnin. Þar bjuggu þau í nokkur ár, vafa- lítið við margskonar erfiðleika, bæði fjárhagslega og af öðrum toga, enda ekki heiglum hent að hefja búskap með lítil fjárráð, allra síst fyrir borgarbúa óvanan sveitastörfum. Eftir nokkurra ára búskap á- kváðu þau að selja jörðina og flytja aftur í höfuðborgina. Nokkru síðar stofnaði Leifur, ásamt fleirum fyrirtækið „Tinnu“, sem framleiðir og flytur út prjóna- vörur. Leifur var framkvæmda- stjóri þess fyrirtækis meðan honum entist heilsa tii, en síðla árs 1982 varð hann að hætta því starfi vegna heilsubrests. Nú nýlega hafði hann svo tekið við starfi framkvæmda- stjóra Landssambands sauma- og prjónastofa á íslandi. Síðastliðið sumar kynntist Leifur svo eftirlifandi unnustu sinni, Dísu Dóru Hallgrímsdóttur, ættaðri frá Siglufirði. Þau voru nú að kaupa sér góða íbúð og framtíðin virtist blasa við þeim, en enginn ræður sínum næturstað. Vanheilsa Leifs hófst á árinu 1982 og síðla þess árs gekkst hann undir mikla skurðaðgerð, sem heppnaðist vel. í mars í fyrra fór hann til Danmerkur í hættulega geislameðferð, sem aðeins fáeinir einstaklingar höfðu áður gengist undir í heiminum. Hann náði sér, að því er virtist, allvel eftir þá meðferð, en seinni- partinn í sumar sem leið fór hann að tá viss sjúkdómseinkenni, sem læknar töldu að væru afleiðing geislameðferðarinnar. Enginn bjóst þó við því að endalokin kæmu svona fljótt, og læknar höfðu gefið Leifi vonir um að ná fullri heilsu. Leifur kom í heimsókn til mín tveim dögum fyrir jól. Hann var að vanda glaður og reifur og spjöll- uðum við lengi saman. Hvorugan okkar mun þá hafa órað fyrir því, að við ættum ekki eftir að sjást oft- ar í þessu lífi. Leifur var einstakur hæfileika- og mannkostamaður. Hann var fjölhæfur listamaður, skáldmæltur og hafa nokkur ljóða hans verið birt á prenti. Hann var tónlistar- unnandi og bæði söng vel og spilaði á hljóðfæri. Einnig samdi hann lög, sem sum hafa verið flutt opinber- lega. Hann málaði myndir og skar út í tré og allar smíðar léku í hönd- um hans. í góðum hópi var Leifur manna glaðastur og hrókur alls fagnaðar. Skapgerð hans var ljúf og mild og hann lagði ávallt gott til allra mála. Aldrei minnist ég þess að hann hallmælti nokkrum manni, en reyndi þess í stað að finna það besta í öllum. Því eignaðist hann vini hvar sem hann fór og engan veit ég sem bar honum ekki góða sögu. Leifur hugsaði mikið um andleg mál og var félagi í Guðspekifé- laginu. Hin frjálsu leitandi viðhorf, sem sannir guðspekinemar tileinka sér óhjákvæmilega, voru honum í blóð borin. Hann leit á allar kredd- ur sem vott þess að ennþá ættum við nokkuð ólært í að tileinka okk- ur hin æðstu sannindi. Dvöl okkar hér á jörðinni mætti líkja við skóla- göngu. í þeim skóla eru margir bekkir. Því er ekki hægt að ætlast til þess, að þeir sem eru að hefja sína fyrstu skólagöngu, leysi á við- unandi hátt námsefni þeirra sem lengra eru komnir. Enginn getur sagt um það hvar hver og einn er staddur í þeim skóla lífsins. „Dæm- ið því ekki, svo að þér verðið sjálf ekki dæmd“. Við Leifur ræddum þessi mál oft og nú hefur hann að líkindum feng- ið svör við einhverjum þeirra spurninga, sem brenna á vörum leitandi manna. Gamli vinur minn. Nú þegar við kveðjum þig, trúum við að það sé aðeins hinn ytri búningur, hismið, sem við séum að kveðja. Við trúum því að þú sért ennþá meðal okkar, þó að andi þinn hafi lyft sér einni tröppu ofar í stigann, sem við öll eigum eftir að ganga, stigann sem stefnir til hins eilífa. Þrátt fyrir þessa trú, er þó harm- ur kveðinn öllum þeim sem þekktu Leif. Ég og fjölskylda mín vottum ást- vinum hans dýpstu samúð og biðj- um þess að gjafari allra góðra hluta styrki þá og styðji. Ævar Jóhannesson. Eíns og hver önnur himnasending „Það er eins og hver önnur himnasending að fá þessi verðlaun núna þegar maður er erlendis. Mann langar til að nota tímann og sjá sig um og þau gera mér kleift að vera áhyggjulaus. Peningar eru ákaflega nauðsynlegirfyrir rit- höfunda því að þeir fá yfirleitt svo lítið borgað fyrir verk sín en þó þykir mér vænna um þann hug sem á bak við liggur því að ég lít svo á að verð- launin séu staðfesting á að maður sé íslendingur meðal íslendinga og er ég þó þar með ekki að dæma þá land- ræka sem ekki fá þau“. Þetta sagði Svava Jakobsdóttir rit- höfundur í samtali við Þjóðvilj- ann í gær en hún dvelur nú vetrarlangt í London. Hún fékk á gamlársdag verðlaun úr Rithöfundasjóði ríkisút- varpsins að upphæð 100 þús- und krónur. Verðlaunaafhendingin fór að venju fram í Þjóðminjasafninu að viðstöddum forseta íslands, menntamálaráðherra og fleiri gestum. Foreldrar Svövu, þau sr. Jakob Jónsson og Þóra Einars- dóttir veittu þeim viðtöku fyrir hönd hennar en dr. Jónas Krist- jánsson, formaður úthlutunar- nefndar afhenti þau. Svava var spurð að því hvað hún væri að fást við í London. - Ég er með ritverk á undirbún- ingsstigi en á þessu stigi er af- Svava: Þó þykir mér vænna um þann hug sem á bak við liggur. Stutt símtal við Svövu Jakobsdóttur rithöfund sem fékk verðlaun úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins en hún dvelur nú vetrarlangt í London skaplega lítið hægt að segja um það. Ég er ennfremur að búa mig undir Svíþjóðarför en þangað var mér boðið í upplestrarferð. Það er í tilefni af norrænu bók- menntaári. í þessari ferð, sem tekur 10 daga, verðum við einn rithöfundur frá hverju Norður- landa og lesum upp a.m.k. tvisv- ar á dag hér og hvar. - Og þú nýtur að sjálfsögðu leikhússlífsins í London? - Já, f og með er ég líka í fríi þar sem ég tók ekkert frí í sumar. Við hjónin sækjum töluvert leikhús enda er varla annað hægt í þessari stórborg. - Hvað hefurðu séð athyglis- verðast? - Ég verð nú að segja það að mér finnst einna mest gaman að sjá Englendinga leika Shakespe- are. Það er upplifun út af fyrir sig. - Og ein klassísk spurning að lokum. Hvernig er veðrið í London? - Það er svona eins og dálítið slæmt sumar á íslandi. Hér er 11 og 12 stiga hiti og við erurn ekki farin að sjá snjó ennþá. Veðrið er því afskaplega milt og gott en þó sakna ég hitaveitunnar að heimar.. -GFr CNDURSKOÐUN OG R6IKNINGSSKIL SF Hér með tilkynnist að við höfum opnað nýja endurskoðunarstofu. Veitt verður öll þjónusta á sviði endurskoðunar og reikningsskila. ar CNDURSKOÐUN OG RCIKNINGSSKIl Sf mUGflVéGUR 18 101 R€VKJflVIK SIMI 9127888 NNR2133 8362 LOGGILTIfi CNDURSKODCNDUR eflNfl BflVNDÍS HflLLDÓRSDÓTTIfl GUÐMUNDUfl ffllÐRIK SIGURÐSSON JÓNflTflN ÓLflfSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.