Þjóðviljinn - 05.01.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Page 1
UOBVIUINM Fjórum árum Æ eftir innrás So- Æ vétmanna í Af- £m ghanistan er þar \ • " - ' f /\ enn blóðugt þrá- s ' £ tefli. ■J 11 ' K *ií’ * >T (; e ; T ■ Sjá6 i,.. ? / I t U i í « ! januar fimmtudagur 49. árgangur 3. tölublað Sjómenn á Snæfellsnesi: Neita að hefja róðra nema þeir fái tryggingu fyrir sömu launum og landmenn bátanna „Segja má að þessi hringlandaháttur hafi sett allt úr skorðum hérna. Fyrst var ákveðið að netaveiðar hæfust ekki fyrr en 15. feb. og menn bjuggu sig undir línuveiðar en svo kemur allt í einu ákvörðun um að netaveiðar megi hefjast strax og þá með minni möskva en venjulega á vetrarvertíð. Ofan á allt saman bætist svo að undirmenn á bátunum neita að hefja línuveiðar nema þeim verði tryggð laun sem ekki eru lægri en landmenn viðkomandi báta hafa“, sagði Kristján Jónsson skipstjóri á Hellissandi í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Kristján sagði að landmenn bátanna hefðu ákveðna þóknun fyrir hvert bjóð sem þeir beita og væru laun þeirra um 30 þúsund krónur á mánuði. Aftur á móti næðu sjómennirnir aldrei hærri launum en 20 þúsund krónum á mánuði í því aflaleysi sem nú er. Þetta veldur að sjálf- sögðu óánægju meðal þeirra. Og fyrir skömmu héldu undirmenn á bátum frá Rifi, Hellissandi, Ólafsvík og Grundarfirði með sér fund, þar sem ákveðið var að fara ekki á sjó, nema útgerðarmenn tryggðu þeim sömu laun og landmönnum. Útgerðarmenn bátanna eru nú með þessa kröfu í athugun. Kristján sagði að hann hefði ekki trú á því að bátarnir færu á net strax, þar sem þeir hefðu allir verið búnir að ráða sér landmenn og gera klárt fyrir línuveiðar, vegna yfirlýsinga sjávarútvegs- ráðherra í allt haust að netaveiðin hæfist ekki fyrr en 15. febrúar. - S.dór. Stórveður gekk yfir landið í gœr Annað áhlaup var yfirvofandi í nótt Mikið óveður skall yfir landið í gærmorgun, fyrst á suður- og suðvestur-landi en færðist síðan Kári Þórðarson lét ekki ófærðina og hríðarkófið á sig fá í gær. Hann lagði ótrauður í bæjarferð vei búinn kiæðum og á skíðum. Hann var á leiðinni upp Laugar- veginn og ætlaði á Hlemm þegar tíðindamenn Þjóð- viljans rákust á hann. Ferðamáti Kára minnir á það að hrakningar fólks á höfuðborgarsvæðinu í illviðrum stafar fyrst og fremst af því að mennreiða sig um of á bflana, og búa hvorki þá né sig undir að mæta snjóum. Og fólk lætur allar viðvaranir í útvarpi eins og vind um eyru þjóta þangað til bflarnir sitja fastir í snjó- skafli og það verður að leita aðstoðar. Kári gat hins- vegar smeygt sér brosandi milli bílanna sem hvarvetna sátu fastir og miðaði vel áfram á skíðunum. Ljósm. -eik. yfir landið allt. Þar sem þetta mikla hríðarveður skall fyrst á, var það gengið niður um kl. 17 en síðan skall á annað áhlaup í gærkveldi og kólnaði þá verulega. Á höfuðborgarsvæðinu urðu feiknarlegir erfiðleikar í öllum samgöngum í gærdag og safnaðist fólk saman á ýmsum stöðum í borginni eftir að bflar þess höfðu fests á götun- um. Á öðrum stöðum á landinu urðu einnig erfiðleikar miklir og má heita að allir vegir landsins hafi orðið ófærir og engin leið að ryðja þá í gær. - S.dór. Sjá 2 og 3 Snjóflóð féll úr Kubba á ísafirði í gœr Húsið fyllt- ist af snjó Tuttugu mínútur fyrir tvö í gær- dag féll snjóflóð úr Kubba á húsvið Kjarrholt í nýjasta hverflnu á ísa- flrði ofan við dalbotninn. 5 manns voru í húsinu þegar snjóflóðið féll á það, en allir sluppu ómeiddir út. Húsið fylltist að stórum hluta af snjó og urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Mikil smóflóðahætta var í Holta- hverfi á Isafirði í gær og lét al- mannavarnarnefnd bæjarins rýma öll hús við efstu byggðir í hverfinu og að auki við Dalbraut í Hnífsdal eftir að flóðið féll úr Kubba. Snjóflóðið sem féll á íbúðarhúsið var 120 metra breitt og 80 cm, þykkt, svokallað flekahlaup. Almannavarnarnefnd ísafjarðar var í beinu sambandi við snjóflóða- deild Veðurstofunnar í allan gær- dag og nótt vegna snjóflóðahættu úr Kubba en að sögn heimamanna var ekki talið að nein hætta steðj- aði að mönnum, enda gjörla fylgst með ástandinu í fjallinu. -Ig- Kubbi er fjallið til hægri beint fyrir ofan byggðina í Holtahverfi sem er nýjasta hverflð á ísafirði og fyrir botni Skutulsfjarðar. Snjóflóð hafa áður fallið úr Kubba en þetta er í fyrsta sinn sem snjóflóð lendir á íbúðarhús- næði. Örin sýnir hvar flóðið féll úr fjallinu, en þessi mynd var tekin fyrir þremur árum og byggðin orðin töluvert meiri en sýnir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.