Þjóðviljinn - 05.01.1984, Page 6

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNiFimmtudagur 5. janúar 1984 Faizabod ! OSrinagar Islamabad Peshawar Rawalpindi Kondahar mmmm I NDl EN Þrem breskum blaðamönnum var boðið að vera viðstaddir árás skæruliða í Afghanistan á bækistöð stjórnarhersins. Þeir fengu einnig að velja daginn sem árásin átti sér stað. Þeir urðu vitni að tveggja klukkustunda skothríð sem virtist lítt skipulögð. Síðan drógu mujahedín-skæruiiðarnir sig til baka án þess að hafa orðið fyrir skoti. Mánuði seinna hittir einn blaða- mannanna óeinkennisklæddan mann ekki Iangt frá árásarastaðn- um. Hann spyr blaðamanninn hvernig honum hafi líkað árásin og hvort myndirnar hafi ekki komið vel út. Stóð X liðsforingi sig ekki vel? - Blaðamaðurinn spyr við- komandi hvort hann tilheyri and- spyrnuliðinu. - „Ekki mundi ég orða það þannig... ég er næstæðsti yfirmaður þeirrar bækistöðvar stjórnarhersins sem ráðist var á. Ég er nú í frli með fjölskyldunni, en ég þarf að fara til bækistöðvanna á morgun“. Hvernig stóð þá á árásinni? spyr blaðamaðurinn. ,J>að er þannig“, segir stjórnar- hermaðurinn, „að til þess að koma vopnum til mujahdín-skærulið- anna verðum við að geta gert grein fyrir því til hvers vopnin eru notuð. Þess vegna eru gerðar árásir. Við setjum því allt saman á svið. Þetta er líka ágætt fyrir blaðamennina: myndirnar koma eðlilega út án þess að um raunverulega hættu sé að ræða.“ Hvers vegna gerist þú ekki liðh- laupi? spyr blaðamaðurinn. „Því miður eru mujahedín-skæruliðarnir því mót- fallnir", sagði undirliðsforinginn. Þannig meðal annars lýsir bresk- ur blaðamaður, Olivier Roy, reynslu sinni af 2000 kflómetra ferðalagi um Afghanistan í blaða- greinum sem nýverið birtust I breska dagblaðinu Guardian. I lýs- ingu hans á þessu ferðalagi kemur ýmislegt á óvart. Afghanistan opið land Afghanistan er opið land, segir Olivier Roy, og farartálmar eru þar meiri af erfiðu landslagi og inn- byrðis skærum fólksins en af hálfu sovéska setuliðsins og stjómar- hersins. Stríðið í Afghanistan er að sjálf- sögðu ekki leikur einn, en eitt af því sem kom blaðamanninum á óvart var, að þrátt fyrir fjögurra ára styrjöld og þrátt fyrir að allt stjórnkerfi landsins sé í molum og fjöldi flóttamanna í Pakistan sé sagður skipta miljónum, þá virðist mannlífið í sveitunum furðu eðli- legt: meirihluti fólksins í sveitun- um hefur orðið eftir og heldur uppi landbúnaði, verslun og jafnvel smáiðnaði í nánd við borgirnar. Þetta á þó ekki við um frelsuðu svæðin á Zormatt og Surkhrud- sléttu, svo dæmi séu tekin, þar sem blaðamaðurinn sá yfirgefin þorp og bmnnin hús og eydda garða. Stjórnkerfið í Afghanistan er svo lamað, að í 40% sveitarfélaga á stjórnin í Kabúl alls engan fulltrúa, en annars staðar nær valdssvið stjórnarfulltrúanna ekki nema til nánasta nágrennis aðseturs stjórn- arfulltrúans. í aðeins 10-20% af sýslum landsins nær valdssvið stjórnarinnar út til þorpanna og þéttbýlissvæðanna að sögn blaða- mannsins. Hernaðarleg markmið Sovétmanna Stjómarherinn, sem er afar veikburða eins og ofangreind frá- sögn ber vitni um, heldur sig innan takmarkaðs svæðis í kring. um stærstu borgirnar og á þeim þrem malbikuðu þjóðvegum sem liggja um landið. Sama er að segja um ' rússneska innrásarliðið, sem held- ur sig gjarnan innan víggirtra her- stöðva. Einstaka sinnum fara þyrl- ur á loft til að eyða nálægum þorp- um og hefna fyrir fyrirsát. Meiri- háttar sóknaraðgerðir hafa einnig átt sér stað, eins og þegar franski læknirinn Philippe Augoyard var handtekinn á síðastliðnu ári (hann var látinn laus eftir að hafa verið dæmdur í 8 ára fangelsisvist). En skortur á baráttuvilja gerir ekki síður vart við sig hjá sovéska setu- liðinu en meðal stjórnarhermanna. Olivier Roy segir að hernaðar- aðgerðir Sovétmanna hafi tvö meg- Sovéskir skriðdrekar í Afghanistan. Fjórum árum eftir innrás Sovétríkjanna í Afghanistan er stjórnkerfi landsins í molum en andspyrnuhreyfingin er jafnframt fjötruð í viðjum œttarsamfélags og klerkaveldis. inmarkmið: Annars vegar að halda opinni línu frá norðurlandamærun- um að Sovétríkjunum um Kabúl til Jalalabad í suðri. Meginhluti so- véska setuliðsins og tvær stærstu herstöðvarnar eru á þessari leið og í kringum hana hafa einnig meginá- tökin átt sér stað. Annað langtím- amarkmið Sovétmanna er að koma upp varnarlínu í vestri í kringum ••borgina Herat til þess að verjast meintri ógnun frá íran, sem Olivier Roy telur orðum ýkta. Hins vegar telur hann bækistöðvar Sovét- manna á þessum slóðum hugsan- lega geta haft þýðingu komi til meiriháttar hernaðarátaka í kring- um Persaflóa. Olivier Roy segist hafa orðið var við hin óvenjulegustu samskipti innrásarliðsins og valdhafanna annars vegar og andspyrnunnar hins vegar. Þannig séu blómstrandi frjáls markaðsviðskipti m.a. í Haz- arajathéraði og þaðan er selt mikið af varningi til höfuðborgarinnar. Viðskipti þessi eru í raun í höndum andspyrnuhreyfingarinnar, en So- vétmenn kjósa fremur að viðhalda þeim en að þurfa sjálfir að sjá höf- uðborginni fyrir þeim nauðsynjum sem þannig fást. Segist blaðamað- urinn hata víða orðið var við slíkt samlífi andstæðinganna í þessu flókna stríði, og sé erfitt að átta sig á hver muni hagnast á slíku samlífi þegar til lengdar lætur. Olivier Roy segir að sé litið til þjóðarinnar í heild, þá sé hún næst- um einróma á bandi andspyrnu- hreyfingarinnar - en það þurfi ekki endilega að vera af pólitískum ástæðum. Þar ráði persónuleg tengsl og vensl oft meiru en pólitísk hugmyndafræði. Ríkjandi þáttur í Afghönum sé sú tilfinning að þeir tílheyri ákveðinni ætt eða samfélagi og þeir lita trekar á stríöiö gegn innrásarliðinu sem „heilagt trúar- stríð“ en sem baráttu fyrir þjóð- frelsi. Olivier Roy segir að í landi eins og Afghanistan, þar sem til- finningin fyrir því að tilheyra ák- veðinni þjóð sé tiltölulega ný, og þar sem menn líta á ríkisstjórnina sem utanaðkomandi afl og sérhver kenni sig við sitt nánasta samfélag eða ætt, þá sé það trúin, Islam, sem fyrst og fremst geti myndað sam- eiginlegan grundvöll fýrir fólkið. Andspyrnan gegn sovéska innrásarliðinu er fyrst í stað sjálf- sprottin meðal hinna ýmsu ættar- samfélaga og eitt helsta vandamál andspyrnuhreyfingarinnar er trú- lega enn hversu sundurleit hún er. En nauðsynin hefur kallað fram myndun stjórnmálaflokka, sem sjá um að dreifa vopnum og vistum til muj ahedín-skæruliðanna. Stjórnmálaflokkar Þessum flokkum er venjulega skipt í tvennt: Islam-flokkanna og svokallaða traditionalista sem stýrt er af ættarhöfðingjum, leiðtogum fyrri stjórnvalda og hefðbundnum trúarleiðtogum. Isíam-flokkarnir voru til þegar fyrir valdatöku kommúnista í apríl 1978, og innan þeirra er að finna menntamenn sem byggja á bræðralagskenningu múslima. Olivier Roy telur Islam- flokkana betur skiplagða og fram- sýnni, en innan þeirfa er einnig klofningur á mili svokallaðra rót- tækra múslima og hinna, þar sem þeir róttæku hafa hneigst til mun gerræðislegri starfshátta. Þjóðern- ishyggja og frjálshyggja gegna afar litlu hlutverki í Afghanistan að mati Oliviers, og hafa ekki fest ræt- ur nema meðal útlaga og að ein- hverju leyti í Pushtun-héraði í suðurhluta landsins. Annars staðar er það Islam-trúin sem er grund- völlur hinnar pólitísku hugmynda- fræði meðal fólksins. Hugmyndafræði og hernaður Olivier Roy segir að sovéski her- inn hafi verið illa undir það búinn að berjast við skæruliðasveitir bænda þegar hann réðst inn í landið í desember 1979. Enda var tilgangurinn þá að ráða niður- lögum stjórnar Amins. Ófarir so- véska hersins hafa leitt til þess að- siðferðisstyrkur hermannanna hef- ur einnig brotnað, og eru dæmi þess að þeir selji vopn sín fyrir mat- væli og hassis, segir Olivier. En engu að síður hefur innrásarliðinu tekist að rétta hlut sinn að nokkru leyti með breyttri tækni. Það hefur þó ekki haft nein úrslitaáhrif á gang stríðsins í heild önnur en þau, að á liðnu ári drógu Sovétmenn úr hern- aðaraðgerðum sínum miðað við árin 1981-82 en lögðu þeim mun meiri áherslu á hina pólitísku og hugmyndafræðilegu baráttu. Ann- ars vegar var um að ræða eins kon- ar sovétiseringu til frambúðar og hins vegar friðun einstakra svæða til skemmri tíma. Það sem breski blaðamaðurinn kallar „sovétiser- ingu“ er að koma upp stjórnkerfi að sovéskri fyrirmynd á þeim af- mörkuðu svæðum þar sem ættar- samfélagið hefur verið upprætt, en slík sovétiersing jafngildi í raun innlimun í sovéska ríkjasamband- ið. „Friðun“ „Friðunin“ felst hins vegar í því að beita leyniþjónustunni Khad (sem stýrt er af KGB) til þess að kynda undir sundrungu meðal hinna einstöku ættarsamfélaga á Iandsbyggðinni og fá einstaka skæruliðahópa til að snúast á band með stjórnarhernum með því að gefa þeim vopn eða aðra fyrir- greiðslu án þess að sett séu önnur hugmyndafræðileg skilyrði. Þar sem þessi aðferð hefur tekist hafa völdin verið færð í hendur ættar- höfðingjanna sem kallaðir eru „föðurlandsvinir“ og mynda jafn- framt með sér samtök sem heitir „Föðurlandsfylkingin“. Segir Oli- vier Roy að Sovétmenn beiti hér nákvæmlega sömu aðferðum og Bretar beittu á síðustu öld þegar þeir voru að gera Afghanistan að breskri nýlendu. Þar sem hin menningarlega og hugmyndafræði- lega gjá sem ríkir á milli sovéska innrásarliðsins, stjórnarhersins eða Kommúnistaflokksins annars vegar og ættarsamfélagsins hins vegar, þá fer „friðunin“ fram með þeim hætti að ættarhöfðingjunum eru falin áfram öll völd og jafn- framt veittur stuðningur stjórnar- innar í Kabúl gegn loforðum um samstöðu gegn nærliggjandi mújahedín-skæruliðum. Þessi stefna hefur það jafnframt í för með sér að gllar hugmyndir komm- únistaflokksins um skiptingu jarð- næðis til landslausra, um baráttu gegn ólæsi, frelsun kvenna og menntun æskunnar eru lagðar á hilluna. Þessi drottnunaraðferð gengur því þvert á „sovétíseringuna" sem gerð er undir forystu kommúnista- flokksins og má því segja að leyni- þjónustan og flokkurinn beiti gagnstæðum aðferðum, þótt end- anlegt markmið kuni að vera það sama. Fáir hafa orðið til þess að spá því að lausn sé í sjónmáli á stríðinu í Afghanistan um þessi áramót. í so- véskum dagblöðum var fjallað um málið um áramótin og sagði Izvest- ija, málgagn sovéska kommúnist- aflokksins, að stríðið myndi halda áfram og það myndi krefjast enn fleiri sovéskra mannfórna. Sovésk- ir fjölmiðlar halda því fram að Bandaríkin, Pakistan og fleiri ríki í vestri og austri standi í vegi fyrir pólitískrí lausn deilunnar. ólg tók santan. Afghanistan. Sovéski innrásarherinn og stjórnarherinn halda sig mest við þjóðveginn frá Sovétríkjunum um Kabúl til Pakistan og við borgina Herat í vestri. Þrátefli í Afghanistan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.