Þjóðviljinn - 05.01.1984, Side 11
FH-ingar eiga erfiðan leik fyrir höndum í Ungverjaiandi á sunnudag.
FH-ingar halda
utiin á morgun
Leika við Tatabanya á sunnudaginn
Á morgun leggja FH-ingar uppí
langa og erfiða för til Búdapest í
Ungverjalandi en þar mæta þeir
Tatabanya í 8-liða úrslitum IHF-
keppninnar í handknattleik á
sunnudaginn. Þetta er fyrri viður-
eign liðanna, sú síðari fer fram hér
á landi annan laugardag, 14. janú-
ar.
FH-ingar hafa búið sig vel undir
ferðina, allir eru heilir og mikill
hugur í mönnum. Það versta fyrir
þá er þó sennilega yfirburðastaða
þeirra í handboltanum hér heima,
FH-ingar hafa í allan vetur verið að
leika við lið sem eru mörgum gæða-
flokkum neðar og aldrei fengið
mótspyrnu í líkingu við það sem
reikna má með af hinu öfluga ung-
verska liði. - VS.
Nýárssund fatlaðra
barna á laugardaginn
Nýárssund fatlaðra barna og
unglinga verður haldið í Sundhöll
Reykjavíkur á laugardaginn, 7.
janúar. Dagskráin hefst með hljóð-
færaleik og fánahyllingu en síðan
verður mótssetning og að henni
lokinni er komið að sjálfri sund-
keppninni. Þar þreyta sundið börn
og unglingar úr röðum hreyfihaml-
aðra, blindra- og sjónskertra,
þroskaheftra og heyrnarlausra.
Verðlaun í mótslok afhendir for-
seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir
og þá fer einnig fram verðlaunaf-
hending vegna Norrænu Trimm-
landskeppninnar. Þar verða í for-
svari Sven-Erik Carlsson, varafor-
maður Norræna íþróttasambands-
ins og Sigurður Magnússon, for-
maður íþróttafélags fatlaðra.
Fimmtudagur 5. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Utnsjón:
Víðir Sigurðsson
* ...^s
Kristján Hreinsson hástökkvari:
„Meiðslin
ansi
þrálát“
,J>essi meiðsli sem ég varð fyrir sl. sumar hafa reynst ansi þrálát.
Ég get hlaupið en ekkert stokkið ennþá“, sagði Kristján Hreinsson,
hástökkvari úr Eyjafírði, í samtali við Þjóðviljans. Kristján bætti í
fyrrasumar 18 ára gamalt hástökksmet Jóns Þ. Ólafssonar, vippaði
sér yfir 2,11 metra, en meiddist skömmu síðar og hefur verið frá
keppni.
„Þetta var slæm og nokkuð óvenjuleg tognun rétt við hælinn, en
ég held að þetta sé alit á réttri leið og býst við að getá farið að
stökkva með vorinu. Það er óákveðið hvar ég verð í sumar, helst vil
ég vera hér fyrir norðan og æfa á Akureyri, þar er aðstaðan mjög
góð, en þó yrði ég sjálfsagt alltaf með annan fótinn fyrir sunnan.“
- Ertu bjartsýnn á að geta bætt íslandsmetið enn frekar?
„Það kom mér sjálfum mjög á óvart þegar ég fór yfir 2,11 m í
fyrra. Mér hafði verið sagt að ég gæti þetta en ég átti ekki von á því
svona snemma. Ef ég held rétt áfram er ég mjög bjartsýnn á að geta
bætt mig,“ sagði Kristján Hreinsson, sem keppir fyrir UMSE.
Afrek Kristjánsson var eitt það besta sem framið var af íslensku
frjálsíþróttafólki á sl. sumri sl. sumri og vonandi koma meiðslin
ekki í veg fyrir frekari árangur á árinu 1984.
- VS.
Rush kominn með
góða forystu
lan Rush, markamaskínan frá
Liverpool, hefur örugga forystu í
markakóngskeppni ensku 1.
deildarinnar í knattspyrnu. Eftir-
taldir leikmenn hafa skorað 7 mörk
og fleiri í deildinni í vetur:
lan Rush............................16
Steve Archibald, Tottenham..........12
Terry Gibson, Coventry..............12
David Swindlehurst, West Ham........12
Tony Woodcock, Arsenal............... 12
, Paul Mariner, Ipswich..............11
Garry Birtles, Nottm. For...........10
TrevorChrlstie, NottsCo.............10
Simon Stainrod, QPR.................10
Alan Smith, Leicester................9
Frank Stapleton, Arsenal.............9
Paul Walsh, Luton....................9
Peter Withe, Aston Villa.............9
Peter Davenport, Nottm. For..........8
Eric Gates, Ipswich................ 8
Maurice Johnston, Watford............8
Gary Lineker, Leicester............. 8
Steve Lynex, Leicester...............8
Colin Walsh, Nottm. For..............8
John Barnes, Watford.................7
Mark Falco, Tottenham................7
Terry Fenwick, QPR...................7
Steve Moran, Southampton.............7
Brian Stein, Luton...................7
Deildakeppni
í badminton
frestað
Deildakeppni Badmintonsam-
bands íslands, sem fram átti að
fara um komandi helgi, hefur verið
frestað vegna húsnæðisvanda-
mála. Keppnin átti að fara fram í
Seljaskóla í Reykjavík. Dagsetning
hefur ekki verið ákveðin en hún
verður sennilega ekki haldin fyrr en
um miðjan febrúar.
Friðrik í
Breiðablik
Markvörðurinn efnilegi úr Fram,
Friðrik Friðriksson, hefur gengið
yfir í raðir Breiðabliks og leikur með
Kópavogsliðinu í 1. deildinni í
knattspyrnu í sumar.
Galdrakuklið
loks
bannað
( Svazilandi í Afríku hefur loks
verið bannað að beita töframætti
og annars konar galdrakukli í
knattspyrnunni. Eftir heitar og
langdregnar umræður varð loks
niðurstaðan sú að hvorki áhorf-
endum né leikmönnum væri lengur
heimilt að úða töfravökva á kepp-
nisbúninga og vítateiga vallarins.
Sú mixtúra átti að draga dug og þor
úr framherjum andstæðinganna...
s
Islandsmet
Guðrúnar
Guðrún Fema Ágústsdóttir úr
Ægi setti á dögunum nýtt íslands-
met í 200 m fjórsundi kvenna. Hún
fékk tímann 2:00,32 mín. Þá setti
Biyndís Ólafsdóttir frá Þorlákshöfn
nýtt telpnamet í 50 m flugsundi,
32,0 sek.
Yngri flokkarnir í handknattleik:
Landsbyggðarlið í sókn
í gær birtum við stöðuna í 2. flokki
kvenna í handknattleik eftir fyrstu
umferðina. Hér kemur framhaldið,
staðan í öðrum yngri flokkum.
3. flokkur kvenna:
A-riðill:
FH.................6 6 0 0 36-13 12
KR.................6 5 0 1 37-18 10
PórVe..............6 3 1 2 34-22 7
Týr................6 3 1 2 34-24 7
Selfoss............6 2 0 4 16-27 4
Haukar.............6 1 0 5 14-36 2
Njarðvík...........6 0 0 6 14-45 0
B-riðill:
Víkingur...........7 7 0 0 52-15 14
Fram...............7 5 0 2 37-24 10
Keflavík...........7 4 1 2 30-32 9
Breiðablik.........7 3 1 3 23-27 7
Grindavík..........7 3 0 4 44-36 6
Fylkir.............7 2 1 4 26-41 5
Akranes.........7-1 2 4 16-32 4
HK.................7 0 1 6 15-36 1
C-riðill:
Grótta ............7 6 0 1 48-21 12
Stjarnan...........7 5 0 2 48-21 10
Ármann.............7 5 0 2 77-33 10
ReynirS............7 4 0 3 33-36 8
Afturelding........7 4 0 3 45-29 8
(R.................7 3 0 4 43-44 6
Þróttur R.......7 1 0 6 17-79 2
Valur...........7 0 0 7 17-62 0
FH og KR eru langliklegust til að
fara í úrslit úr A-riðli og Víkingur úr
B-riðli en Fram og Keflavík bítast
sennilega um annað sætið þar.
Jöfnust er keppnin í C-riðli, fimm,
jafnvel sex lið koma til greina í tvö
efstu sætin.
3. flokkur karla:
A-riðill:
Fram............6 5 1 0 98-57 11
Víkingur........6 4 1 1 75-59 9
Keflavík........6 3 1 2 83-85 7
FH..............6 3 0 3 81-75 6
Afturelding.....6 2 1 3 76-85 5
Ármann..........6 2 0 4 53-70 4
Njarðvík........6 0 0 6 63-102 0
B-riðill:
Stjarnan............6 6 0 0 84-51 12
Grótta..............6 4 0 2 70-62 8
Akranes.............6 4 0 2 61-50 8
Þróttur R...........6 2 1 3 58-74 5
Fylkir..............6 2 0 4 52-53 4
Haukar..............6 2 0 4 67-77 4
HK..................6 0 1 5 42-67 1
C-riðill:
KR.................5 4 0 1 57-40 8
ÞórVe............5 2 1 2 47-46 5
Selfoss..........5 2 1 2 43-49 5
Valur............5 2 1 2 51-46 5
ÍR...............5 2 0 3 46-54 4
Týr..............5 1 1 3 50-59 3
Fram, Stjarnan og KR stefna í
úrslit en tvísýnt er um önnur sæti.
Víkingur og Keflavík og jafnvel FH
berjast í A-riðli, Grótta og Akranes í
B-riðli og öll lið C-riðils eiga mögu-
leika.
4. flokkur karla:
A-riðill:
ÍR 4 1 1 50-32 9
Týr 6 4 0 2 49-35 8
HK 6 3 1 2 42-33 7
Víkingur 6 2 2 2 38-34 6
Þróttur 6 3 0 3 30-34 6
Akranes 6 2 0 4 22-48 4
ÞórV 6 1 0 5 30-45 2
B-riðill:
KR 6 6 0 0 95-22 12
Stjarnan 6 5 0 1 57-35 10
FH 6 3 0 3 51-68 6
Afturelding 6 3 0 3 48-51 6
Breiðablik 6 2 1 3 47-65 5
Ármann 6 1 1 4 52-64 3
Keflavík 6 0 0 6 41-86 0
C-riðill:
Selfoss..........7 5 2 0 86-58 12
Fylkir...........7 6 0 1 64-36 12
Grótta...........7 4 2 1 53-42 1«
Haukar...........7 3 3 1 67-51 9
Njarðvík.........7 2 1 4 59-66 5
Valur............7 1 2 4 56-70 4
Skallagrímur....7 1 0 6 54-90 2
Fram.............7 1 0 6 42-68 2
KR og Stjarnan ættu að komast í
gegn en í A og C-riðlum eiga mörg
lið möguleika.
5. flokkur karla:
A-riðill:
Valur..............7 7 0 0 68-22 14
Akranes............7 5 1 1 44-29 11
FylkirB............7 4 1 2 51-50 9
Grótta.............7 4 0 3 43-32 8
Selfoss............7 3 0 4 38-44 6
ÍR.................7 2 0 5 38-44 4
HK.................7 1 0 6 27-57 2
Afturelding........7 1 0 6 37-65 2
B-riðill:
Fram...............6 6 0 0 58-23 12
Týr................6 4 0 2 41-36 8
ÞórVe..............6 3 1 2 32-44 7
Keflavík...........6 2 1 3 43-40 5
KR.................6 1 2 3 27-34 4
Njarðvík...........6 1 2 3 42-52 4
Ármann.............6 0 2 4 44-58 2
C-riðill:
Stjarnan..........7 6 0 1 6$43 12
Víklngur..........7 5 0 2 73-36 10
Skallagrímur......7 4 2 1 77-48 10
FH................7 5 0 2 55-35 10
Þróttur...........7 2 2 3 57-59 6
Haukar............7 2 0 5 38-67 4
Breiðablik........7 2 0 5 37-69 4
FylklrA...........7 0 0 7 35-78 0
Valur og Fram standa mjög vel
að vígi en mörg lið berjast um
önnursæti. Það er athyglisvert hve
mikill uppgangur er í yngri flokkun-
um utan Reykjavíkursvæðisins,
Skallagrimur úr Borgarnesi er
kominn með öflugt 5. flokkslið,
Selfyssingar eru í mikilli sókn eink-
um í 4. flokki, sömuleiðis Eyjaliðin,
Akurnesingar og Keflvíkingar. Ekki
er um að villast að nýleg og glæsi-
leg íþróttahús á þessum stöðum
eiga þar einna stærstan hlut að
máli, skortur á þeim hefur staðið
uppgangi handknattleiksíþróttar-
innar úti á landi fyrir þrifum. Það
gefur auga leið að í kaupstað eða
þorpi þar sem eina aðstaðan er
gamall leikfimisalur uppá 10x20
metra eða þaðan af minni verður
aldrei komið upp frambærilegu
handknattleiksliði. -VS