Þjóðviljinn - 11.01.1984, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. janúar 1984
Hvað segja þeir um
Friedmanssvindlið?
Pýðing sú á grein í breska blaðinu The
Guardian, sem birtist í Þjóðviljanum í
síðasta helgarblaði, um falsanir Nóbels-
verðlaunahafans Miltons Friedmans
hefur vakið mikla athygli. The Guardi-
an greindi hin 25. desember frá nýút-
komnu riti eftir David Hendry, einn
þekktasta og virtasta hagfræðing Breta
af yngri kynslóðinni, þar sem hann
gagnrýnir Friedman fyrir að hafa vísvit-
andi beitt rangfærslum á mælanlegum
staðreyndum í bók sinni: „Monetary
Trends in the United States and United
Kingdom“. Þetta gerði Friedman til
þess að fylla út í þá fræðikenningu sína
að verðbólga orsakaðist af peninga-
magni í umferð, segir Hendry.
Þjóðviljinn leitaði til nokkurra hag-
fræðinga á íslandi og kannaði hug þeirra
til þessara tíðinda og fara svör þeirra hér
á eftir.
Birgir Björn Sigurjónsson,
hagfræðingur BHM:
„Svakaleg tíð-
indi af Nóbels-
verðlaunahafa
„Ég hef ekki lesið rit David
Hendrys, en mér sýnist hann gera
tvennt. Annars vegar sýna fram á,
hversu mikil lokleysa peninga-
magnsfræði Miltons Friedmans er
og hins vegar að Friedman hafi
lagað til gögn, svo þau falli betur að
kenningunni. Þetta fyrrnefnda hef-
ur nokkuð verið fjallað um áður,
en hið síðarnefnda eru geysileg tíð-
indi“, sagði Birgir Björn Sigurjóns-
son, hagfræðingur Bandalags há-
skólamanna. *v
Birgir Björn hefur raunar sjálfur
fjallað um peningamagnskenningu
Friedmans og gefið út bók á ís-
lensku um hana undir heitinu
„Lokleysur peningamagnshag-
fræðinga." Birgir Björn sagði í
samtali við Þjóðviljann, að Nóbels-
verðlaunahafinn Milton Friedman
hafi nánast verið tekinn í guðatölu
við ýmsa háskóla heimsins og
nefndi sem dæmi Stokkhólmshá-
skóla, þar sem Birgir Björn nam
hagfræði. Allri gagnrýni á kenn-
ingu Friedmans hafi .verið tekið
óstinnt fram að þessu.
„Milton Friedman er Nóbels-
verðlaunahafi og því eru þessi
vinnubrögð hans mikið áfall fyrir
vísindagreinina. Ég veit hins vegar
ekki hvort hægt er að kalla þetta
áfellisdóm yfir hagfræðinni sem
Birgir Björn Sigurjónsson, hag-
fræðingur BHM
fræðigrein; hún skiptist í margar
stefnur eins og raunar allar fræði-
greinar og peningamagnsfræðin er
aðeins ein þessara stefna og ég hef
persónulega alltaf vonast til, að
hún væri aðeins stundarfyrirbrigði.
Flvort þessi nýju tíðindi breyta
stefnu peningamagnssinna er hins
vegar annað mál“. ast
Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar:
, ,Henchy hejur sitthvað ón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags-
til síns máls
u
„Mér hefur verið kunnugt um
skoðanaskipti David Hendrys og
peningahyggjumanna. Hendry hef-
ur bent á margt í peningamagns-
keningunni, sem þarfnast nánari
skoðunar og er mikilsmetinn fræði-
maður og ég hygg, að hann hafi
nokkuð til síns máls“, sagði Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags-
stofnunar.
stofnunar
Jón kvaðst ekki hafa kynnt sér
niðurstöður Hendrys um að Milton
Friedman, Nóbelsverðiaunahafi,
hafi vísvitandi rangfært staðreyndir
til þess að fylla út í niðurstöður
sínar. „Ég vil því ekki tjá mig um
það mál“, sagði Jón að lokum.
ast
Þráinn Eggertsson, prófessor:
allar hellur
u
„Deilurnar um peningamagns-
kenninguna hafa á báða bóga ein-
kennst mikið af hártogunum. Það
er einhver sannleikskjarni hjá báð-
um aðiium og þeir rífast út frá sín-
um eigin skoðunum en líta framhjá
kjarnanum sem hinn er með“,
sagði Þráinn Eggertsson, prófessor
við Viðskiptadeild Háskóla ís-
lands.
Þráinn kvað Friedman og aðra
mónetarista ýmsa þekkta fyrir að
endurskoða sínar tölur og fara á
stundum frjálslega með, en það
gilti raunar um fleiri. „Mér finnst
ótrúlegt ef það er rétt sem ég hef
rekist á, að Hendry taki á málinu
þannig, að hann gefi sér fáránlega
útgáfu af kenningum Friedmans og
ráðist á þá útgáfu", sagði Þráinn.
„Þetta gerir Friedman raunar sjálf-
ur þegar hann er í ham og satt að
segja finnast mér þessi skoðana-
skipti fyrir neðan allar hellur á
þeim grunni sem þau hafa verið á“.
Þráinn kvaðst að lokum ekki hafa
Þráinn Eggertsson, prófessor
kynnt sér nýjasta rit Davids Hend-
rys og því ekki vilja tjá sig um það.
ast
A prophet confounded
J,AST WEEK witnessed an event which
should not pass without comment in the
annals of British economic history.
During the past four and a half years,
when monetarist economic doctrines have
been all the rage in the UK, ‘ The Observer *
has at times felt almost alone in opposin^
the intellectual basis—let alone the s^
consequences — of these Neaj^j
policies. The simple belief
compl
phenomenon, but th^ ^
increases in the
this country
tration, ^
ribed by
Vaul Samuel-
Tin wonder of the
T how you score the
riut he was awarded a
the 1970s, and his name was
constantiy cited as giving justification to the
economic policy of trying to control the
money supply, regard^
output and emplo^g
A new stucb^
and Mr ________
book
nited States and
!T seen by Professor
fe most widely respected of
Jeneration of economists) to
ámply incredible ’ manipulation
lial data; according to Hendry
„ ,.ost every assertion in the book is false. ’
.tnd Professor Friedman has not exercised
his right to reply
In the past two years opposition to
monetarist policies has grown, and ‘The
Observer * no longer feels so isolated in its
stance. The fact remains that although
monetarism has been quietly jettisoned as a
guiding light, its influence still permeates
the Government’s approach to the econ-
omy. We shall all benefit if they take note
of Professor Hendry and Mr Ericsson.
Leiðari úr The Observer:________________________
Spámaður
lagður að velli
Leiðari breska blaðsins The Observer sunnudaginn 18. desember
síðastliðinn fjallaði um afhjúpun fræðikenningar bandaríska hagfræð-
iprófessorsins og nóbelsverðíaunahafans Miltons Friedmans um pen-
ingamagnið. Leiðarinn ber fyrirsögnina „Spámaður lagður að velli“ og
hljóðar svo í íslenskri þýðingu:
„í síðustu viku gerðust tíðindi sem ættu ekki að fara athugasemda-
laust inn í annála breskrar hagsögu.
í þau síðastliðin fjögur og hálft ár sem kenningar mónetarista um
peningamagnið hafa farið sem eldur um sinu uni gjörvallt Bretland
hefur The Observer oft á tíðum verið einmana í andstöðunni við hinn
fræðilega grundvöll svo ekki sé minnst á félagslegu afleiðingarnar -
þessarar Neanderthalsstefnu í stjórnmálum. Sú einfalda trú, að verð-
bólga sé ekki flókið félagslegt fyrirbæri, heldur bein afleiðing umfram-
framboðs á peningum, barst hingað til lands í gegnum stjórnarlið frú
Thatchers, en hún var hins vegar upprunalega komin frá pfófessor
Milton Friedman.
Á sjöunda áratugnum lýsti bandaríski hagfræðiprófessorinn Paul
Samuelson, starfsbróður sínum Friedman sem „áttunda eða níunda
heimsundrinu, allt eftir því hvar menn settu Grand Canyon-gljúfrið í
þá röð“. En honum voru úthlutuð Nóbelsverðlaunin á áttunda ára-
tugnum, og stöðugt var til hans vitnað sem réttlætingar þeirrar
stjórnmálastefnu sem gekk út á viðleitni til að hæfa stjórn á peninga-
framboðinu án þess að hirða um áhrifin sem það hefði á framleiðslu
eða atvinnutækifæri.
Ný rannsókn þeirra David Hendry prófessors og N. R. Ericsson frá
Nuffield College í Oxford hefur algjörlega rústað þá einu vísindalegu
rannsókn sem vegsemd Friedmans byggðist á. Bók Friedmans um
Monetary Trends in the United States and United Kingdom" hefur að
mati prófessors Hendry að geyma „hreint ótrúlegar" rangfærslur á
opinberum upplýsingum. Prófessor Hendry, sem er einn af okkar
virtustu hagfræðingum af yngri kynslóðínni, segir að „svo að segja allar
fullyrðingar í þessari bók séu falskar“. Og prófessor Friedman hefur
ekki notfært sér rétt sinn til andsvara.
Síðustu tvö árin hefur andstaðan gegn kenningum mónetarismans
farið vaxandi og The Observer er ekki eins einmana og áður í afstöðu
sinni. En hitt er engu að síður staðreynd, að þótt kenningu mónetar-
ismans hafi þegjandi og hljóðalaust verið varpað fyrir róða sem
leiðarljósi, þá gegnsýra áhrif hennar alla efnahagsstjórnun ríkisstjórn-
arinnar. Við mundum öll njóta góðs af, ef henni lánaðist að taka mark
á prófessor Hendry og herra Ericsson."
Vilhjálmur Egilsson, hag-
fræðingur Vinnuveitendasambands-
ms:
„Hef ekki kynnt
mér málið“
„Ég hef ekki séð eða kynnt mér
þessa bók breska hagfræðingsins
David Hendrys og veit ekki um
hvað máiið snýst“, sagði Vilhjálm-
ur Egilsson, hagfræðingur Vinnu-
veitendasambandsins.
Vilhjálmur sagði, að sér fyndist
mjög ótrúlegt að Milton Friedman
hefði falsað tölur í bók sinni og ef
svo væri, væri það með ólíkindum.
„Kannski er þetta spurning um
mismunandi skilgreiningu þessara
tveggja hagfræðinga á peninga-
magni - oft snýst ágreiningur um
skilgreiningar. En nú er ég bara að
spekúlera. Ég vill ekki leggja neinn
dóm á þetta því ég hef ekki kynnt
mér málið“.
ast
Vilhjálmur Egilsson hagfr. Vinnu-
veitendasambandsins