Þjóðviljinn - 11.01.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Qupperneq 3
Miðvikudagur 11. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Þúsundir ís- lenskra barna öfganotendur myndbanda Áhrif myndbandanotkunar á börn og unglinga hefur vakið ugg meðal þeirra er rannsakað hafa. 1 rannsóknum hefur komið í Ijós að myndböndin eigi sér öfganotendur og að víxlverkun er milli mikillar sjónvarpsnotkunar og slaks árang- urs í skóla. Einnig hefur komið í Ijós að ógnvekjandi stór hluti ung- menna horfir mikið á ofbeldis- myndir og að samband getur verið milli ofbeldiscfnis sem horft er á og ofbeldishneigðar. Könnun sem gerð var í Reykja- vík síðast liðið vor bendir til sam- svörunar við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis og er- lendis, Hér á landi getur verið um að ræða nokkur hundruð eða nokkur þúsund börn sem mynda hóp öfganotenda myndbanda. í ljós hefur komið að hámarksnotk- un er í kringum 12 ára aldur og að myndir sem innihalda ofbeldi og klám eru afar vinsælar. Athuga verður að löggjafinn stendur frammi fyrir því, að hefð- bundnar eftirlitsráðstafanir með myndefni eru gagnslausar nú orð- ið. Einnig er Ijóst að löggjöf um eftirlit getur höggvið nærri tjáning- arfrelsinu. Þó hafa í nokkrum Erfitt er að hafa eftirlit með myndefni á spólum. löndum verið sett lög, þar sem dreifing ofbeldismynda er bönnuð að viðlagðri refsingu. Dr. Elías Héðinsson og Þor- björn Broddason hafa unnið upp- lýsingar úr ofangreindri könnun og borið hana saman við erlendar rannsóknir. Niðurstaðan bendir til þess að full ástæða er til að hafa vakandi auga á þessu máli og að einhverjar ráðstafanir þarf að gera. -J'P Fólk þarf að komast al- segir Gestur Ólafsson forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvœðisins um almenningssamgöngur mennilega á milli staða - Við höfum áætlað að hver fjög- urra manna fjölskylda hér á höfuð- borgarsvæðinu greiði um 10 þús- und krónur á ári fyrir almennings- samgöngur á svæðinu. Þetta er drjúgur skildingur og samgöngur eru að verða einn af hinum stærri útgjaldaliðum fjölskyldunnar. Að- eins það að geta dregið úr þessum kostnaði um 1% með endurbættu og fullkomnara samgöngukerfi, samsvarar um 50 miljónur króna sparnaði á ári, svo menn sjái um hve stórar upphæðir hér er að ræða, sagði Gestur Ólafsson for- stöðumaður Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins í samtali við Þjóð- viljann. Skipulagsstofan hélt á dögunum fund með alþingismönnum Reykjavíkur og Reykjaness, þar sem gerð var grein fyrir mikilvægi endurskipulagðrar og sameinaðrar almenningsvagnaþjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu. „Hér á stof- unni hafa verið settar fram ýmsar grófar hugmyndir um slíka sam- tengingu þessarar þjónustu, en það þarf að vinna að heildarstefnu- mótun og vinna þetta verk alveg til enda. Ekki aðeins fyrir þá byggð sem þegar er risin á svæðinu heldur líka þá byggð sem fyrirsjáanlega mun rísa hér. Það er öfugt að farið að ætla að skipuleggja þessa hluti eftir á“, sagði Gestur. Mjög misgóð þjónusta Eins og mál standa nú reka fjögur fyrirtæki almenningsvagna- þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. SVR í Reykjavík þar sem þjónust- an er langbest við íbúana. SVK í Kópavogi, Landleiðir í Hafnarfirði og Mosfellsleið í Mosfellssveit. Utan Reykjavíkur er almennings- vagnaþjónusta alls ekki nægilega góð og vantar á alla samvinnu með áðurnefndum fyrirtækjum. Sem dæmi má nefna að íbúi sem ætlar með strætisvagni austast úr Kópa- vogi uppí Breiðholt verður fyrst að fara niður á Hlemm. Engin skipt- imiðaþjónusta er á milli Landleiða og SVR og ferðir ofan úr Mosfells- sveit eru aðeins 1 sinni á klukku- stund. Guðrún Helgadóttir alþingismaður: Allflest mál bíða afgreiðslu nefnda „Ótrúlega fáir fundir hafa verið haldnir og ríkisstjórnin hefur lítinn áhuga á málum stjórnarandstöð- unnar. Sumt af þessu eru þó mál sem skipta lítinn hóp fólks verulega miklu máli en eru smá á ríkismæl- ikvarða.“ Þannig fórust Guðrúnu Helga- dóttur alþingismanni orð í samtali sem Þjóðviljinn átti við hana í gær. Mörg mál sem hún stendur að bíða afgreiðslu í nefndum. Þar má geta frumvarps til laga um breytingar á erfðafjárlögum og fyrirspurn um einsetningu skóla og skólamáltíðir. Eitt af þeim málum sem Guðrún stendur að er í vörslu Heilbrigðis- og tryggingamálanefndar. Þar er um að ræða lengingu á fæðingaror- lofi ef um fleirburafæðingu er að ræða. „Allir í nefndinni eru sam- mála um þessa smávægilegu breytingu, sem skiptir miklu máli fyrir nokkrar fjölskyldur í landinu, „Góðar almenningssamgöngur eru mannréttindi. Þriðjungur allra íbúa hér á svæðinu hafa ekki yfir bíl að ráða, og þetta fólk á að geta komist almennilega á milli staða“, sagði Gestur. Hann sagði undir- tektir þingmanna hafa verið góðar, og einnig hefur verið rætt við for- ráðamenn almenningsvagnafyrir- tækjanna. Til að hægt yrði að vinna að heildarskipulagi þessara mála þarf að koma til fjárveiting frá hinu opinbera og eru þingmenn kjör- dæmanna með þau mál í nánari at- hugun. -Jg- Guðrún Helgadóttir. en samt sem áður hefur málið ekki enn verið afgreitt“. -jp MALNINGARDEILDINNI OKKAR bjóðum við eingöngu úrvalsefni. VITRETEX plastmálningu utan- og innanhúss. HEMPEL'S þak-oggólfmálníngu. CUPRINOL fúavarnarefni og lakk. Sérhæft starfsfóik leiðbeinir þér um valið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.