Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Tónmenntasjóður kirkjunnar_ Sr. Sverrir Haraldsson hlýtur viðurkeimingu LEIÐRÉTTING Sr. Sverrir Haraldsson, sóknar- prestur í Desjarmýrarprestakalli hefir nýverið hlotið viðurkenningu úr Tónmenntasjóði kirkjunnar. Tónmenntasjóður kirkjunnar var stofnaður árið 1975. Tilgangur hans er að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist. Sr. Sverrir Haraldsson er þriðja ljóðskáldið, sem hlýtur viðurkenn- ingu tónmenntasjóðs kirkjunnar. Hinir eru Þorsteinn Valdimarsson skáld og Kristján frá Djúpalæk skáld. Sr. Sverrir er fæddur 27. mars 1922 að Hofteigi á Jökuldal. Foreldrar hans voru sr. Haraldur Þórarinsson prestur í Mjóafirði og Margrét Jakobsdóttir kona hans. Sr. Sverrir lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri þann 17. júní 1945 og kandídatsprófi í guðfræði við Háskóla íslands þann 30. jan. 1954. Að námi loknu dvaldist hann í Hafnarfirði og vann þar m.a. að ritstörfum. Hann var settur prestur í Desjarmýrarpresta- kalli þann 1. júní 1963, vígður 2. júní sama ár. Skipaður frá 1. okt. 1964. Auk prestsstarfa hefur sr. Sverr- ir fengist við kennslu í Borgarfjarð- arskóla. Formaður barnaverndar- nefndar í Borgarfirði eystra var hann í nokkur ár. Um skeið átti hann sæti í stjórn Prestafélags Austfjarða. Kona sr. Sverris er Sigríður Ingi- björg Eyjólfsdóttir. Þau búa í Bakkagerðiskauptúni. Eftir sr. Sverri hafa komið út 4 ljóðabækur: Viðbakdyrnar, Rvk. 1950-Rímuð ljóð á atómöld, Rvk. 1952 - Ljóð, Sverrir Haraldsson Rvík. 1980 og Að leikslokum, Ak. 1982. Um ljóðagerð sr. Sverris hefur maður gagnkunnugur honum og kveðskap hans komist svo að orði m.a.: Meginviðfangsefnið í ljóðum hans er maðurinn sjálfur, þessi fálmandi misvitra vera - og heimur sá, er hann hefur búið sér. Kjarnmn í Ijóðum sr. Sverris er ákall um fagurra mannlíf,ákall um betri heim. í viðtali við Tinnu Gunnlaugsdóttur leikara í Þjóð- viljanum í gær sagði að leiksýning- in Eldurinn, sem frumsýnd var á Kirkjubæjarklaustri á vegum Al- þýðuleikhússins um jólin, væri byggð á leikriti eftir Einar Pálsson, Brunnir kolskógar. Þetta er rangt að því leyti að leikrit Einars er flutt óstytt og engu við það bætt. Aftur á móti hefur leikhópurinn bætt við efni sem flutt er bæði á undan og efir leikriti Einars Pálssonar. A Utboð Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti við barna- heimili við Grænatún í Kópavogi. - Pípulögn - Raflögn - Dúkalögn Bjóða skal í hvern verkþátt fyrir sig. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings, Fannborg 2, gegn 200 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð í alla verkþætti verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. janúar 1984 kl. 11. Nú er hægt að gera góð teppakaup. Okkar árlega bútasa/a og afsláttarsala hófst ímorgun og stendur /10 daga. Teppabútar af öllum mögulegum stærðum og gerðum með mik/um afslætti og fjölmargar gerðir gó/fteppa á ótrúlega góðu verði. BYGGINGAVORUR HRINGBRAUT120 Byggingavörur Gólfteppadeild Símar Timburdeild 28600 Málningarvörur og verkfæri 28603 Flísar og hreinlætistæki Hringbraut 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) 28604 28605 28430 Bæjarverkfræðingur Auglýsing Úthlutun veiðileyfa 1984 Frestur til að skila upplýsingum um frátafir frá veiðum vegna meiri háttar bilana eða breytinga á skipum, á tímabilinu frá 1. nóv- ember 1980 til 31. október 1983 hefur verið framlengdur til 20. janúar n.k. Eigendur fiskiskipa, að undanskildum opn- um bátum, sem hafa á þessu tímabili orðið að hætta veiðum í samfellt meira en tvær vikur í hvert skipti, og óska eftir því að tekið verði tillit til frátafa þeirra við úthlutun veiði- leyfa, skulu senda upplýsingar þar um til ráðuneytisins þar sem fram komi eftirfarandi atriði: 1. Á hvaða tímabili var skipið frá veiðum? 2. Frá hvaða veiðum tafðist skipið? 3. Af hvaða orsökum tafðist skipið frá veiðum? Ennfremur þurfa að fylgja sönnunargögn um að frátafir hafi orðið vegna bilana eða breytinga eins og t.d. upplýsingar frá við- gerðarverkstæði eða tryggingarfélagi. Upplýsingar, sem berast eftir 20. janúar n.k., verða ekki teknar til greina, komi til úthlutun veiðileyfa, sem byggja á áðurgreindum for- sendum um skiptingu. Sjávarútvegsráðuneytið 10. janúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.