Þjóðviljinn - 11.01.1984, Blaðsíða 8
8 sÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. janúar 1984
, Jíyrnar til viðræðna eru opnar“. Mynd þessi sýnir
afstöðu sovéska grínblaðsins Krokodil tii samningatil-
boða Bandaríkjanna.
Þannig sýnir dagblað í Miinchen þýsku þjóðina lesa í
hinni „hvítu bók“ ríkisstjórnarinnar um nauðsyn þess
að mæta ógnuninni úr austri með auknum hernaðar-
styrk NATO.
Stokkhólmsráðstefnan
sett í næstu viku
Fátt bendir til þess að Stokk-
hólmsráðstefnan um öryggi og
samvinnu í Evrópu, Sem sett verður
næstkomandi þriðjudag, muni
leiða til afgerandi breytinga á stöðu
afvopnunarmála og vígbúnaðar-
kapphlaupsins í álfunni. í fyrsta
lagi er ráðstefnunni ekki ætlað að
fjalla um kjarnorkuvopnin sérstak-
lega og í öðru lagi þá hafa hvorugt
stórveldanna sýnt afgerandi vilja til
þess að koma með ný frumkvæði er
losað gætu um stöðuna eins og hún
er í dag.
Stokkhólmsráðstefnan um sam-
vinnu og öryggi í Evrópu er fram-
hald Helsinki-ráðstefnunnar 1975
og Madrid-ráðstefnunnar sem lauk
á síðasta ári. Dagskrá Stokkhólms-
ráðstefnunnar var í grófum drátt-
um ákveðin á ráðstefnunni í Ma-
drid og samkvæmt því á það að
vera meginverkefni ráðstefnunnar
að styrkja allar þær aðgerðir sem
leitt geta til aukins gagnkvæms
trausts á milli austurs og vesturs í
samræmi við Helsinki-sáttmálann.
Inga Thorsson, einn helsti sér-
fræðingur Svía í afvopnunarmálum
og talsmaður sænsku stjórnarinnar
í þeim efnum á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna segir í nýlegri blaða-
grein að beinar umræður um kjarn-
orkuvígbúnaðinn í Evrópu og til-
löguflutningur þar að lútandi falli í
raun ekki undir boðaða dagskrá
ráðstefnunnar, og sé því ekki væn-
legt til árangurs að taka þau upp á
þessu stigi málsins. Segir hún það
heldur ekki nauðsynlegt, þar sem
önnur verkefni ráðstefnunnar séu
nægilega mikilvæg í sjálfu sér, auk
þess sem ráðstefnan gefi tilefni til
óformlegra skoðanaskipta. Bendir
hún á í því sambandi að utanríkis-
ráðherrar Nato-ríkjanna muni
halda undirbúningsfund í Stokk-
hólmi áður en ráðstefnan verður
sett, og þá munu þeir Andrej
Gromyko og George Shultz hittast
á fundinum.
Það er álit flestra fréttaskýrendá
að staða sú sem komin er upp í
afvopnunarviðræðum stórveld-
anna eftir að Nato hefur hafið nýja
kjarnorkuvígvæðingu í Evrópu og
Sovétmenn dregið sig út úr öllum
samningaviðræðum hafi aukið á
mikilvægi ráðstefnunnar.
Sovétríkin í biðstöðu
Sovéska flokksmálgagnið Prav-
da sagði nýlega að ráðstefnan yrði
prófsteinn á það hvort Nato og
Bandaríkin væru reiðubúin að gefa
afdráttarlaus svör við tillögum So-
vétmanna. Sovétríkin hafa haldið
að sér höndum eftir að uppúr slitn-
aði í Genf og virðast bíða þess að
brotthlaupið frá samningaborðun-
um í Genf og Vínarborg skili tilætl-
uðum árangri. Margt bendir til
þess að Sovétmenn muni ekki
koma fram með nýjar tillögur,
heldur bíði þeir eftir viðbrögðum
Nato-ríkjanna. Segja fréttaskýr-
endur að nýlegar fréttir um að Hel-
mut Kohl kanslari V-Pýskalands
hafi fallist á þá hugmynd fyrir jólin
að Bretland og Frakkland eigi að
taka þátt í afvopnunarviðræðun-
um, sýni að þessi afstaða Sovét-
stjórnarinnar kunni að skila árang-
ri. Þá má einnig benda á nýlega
kröfur þingflokks Demókrata í
Bandaríkjunum um að hafnir verði
samningar er taki til bæði meðal-
drægra og langdrægra vopna, en
slíkt hefur lengi verið vilji Sovét-
manna. Þá hefur þessi. afstaða So-
vétmanna einnig skilað þeim ár-
angri sem teljast má umtalsverður,
að ekki ríkir lengur eining á Vest-
urlöndum í öryggis- og varnarmál-
um, þar sem jafnaðarmannaflokk-
ar flestra Nato-ríkja hafa tekið upp
stefnu sem stangast í veigamiklum
atriðum á við ríkjandi stefnu innan
Nato. Er ekki enn séð fyrir endann
á því hverjar afleiðingar uppsetn-
ing Evrópu-eldflauganna mun hafa
fyrir Evrópu, ekki hvað síst eftir að
hliðstæð vígvæðing er nú jafnframt
hafin í A-Þýskalandi og Tékkósló-
vakíu. Kenningin um ógnarjafn-
vægið hefur nú tekið á sig þá mynd,
sérstaklega gagnvart þýsku þjóð-
inni, að stjórnvöld í báðum hlutum
Þýskalands munu ekki geta réttlætt
hana til lengdar. Beggja vegna
landamæra Austur- og Vestur-
Þýskalands standa nú SS-21 og
Pershing II eldflaugar á skot-
pöllum reiðubúnar að leggja
austur- og vesturhluta Evrópu í
rúst. Eldflaugar þessar eru í einu
og öllu á ábyrgð og undir stjórn
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
og þegnar A- og V-Þýskalands hafa
ekki einu sinni neitunarvald um
beitingu þessara vopna. Hér hafa
stórveldin komið sér í þá aðstöðu
að forræði þeirra verður ekki unað
til lengdar, enda brýtur það í bága
Við allar grundvallarhugmyndir um
fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt
þjóða.
Þrjár blokkir
Væntanlega munu þátttökuríkin
á ráðstefnunni í Stokkhólmi, sem
verða öll Evrópuríki austan og
vestan járntjalds að viðbættum
Bandaríkjunum og Kanada skipt-
ast í þrjár fylkingar: Varsjárband-
alagsríkin, Nato-ríkin og ríkin sem
standa utan hernaðarbandalaga.
Ekki hefur enn komið fram hvort
óháðu ríkin munu taka upp frum-
kvæði á ráðstefnunni, en Inga
Thorsson segir að Svíum sé væn-
legast sem gestgjafa ráðstefnunnar
að koma fyrst og fremst fram sem
málamiðlarar og sáttasemjarar, og
að þeir muni ekki taka upp forustu
fyrir tillöguflutningi. Þó er vitað að
sænska ríkisstjórnin hefur í undir-
búningi að taka upp landhelgisbrot
sovéskra kafbáta við strendur Sví-
þjóðar og munu þeir Olof Palme og
Andrej Gromyko eiga sérstakan
fund um þetta mál meðan á ráð-
stefnunni stendur.
Flest bendir því til að Sovétmenn
muni halda að sér höndum á Stokk-
hólmsráðstefnunni og varpa sök-
inni á hinu herta vígbúnaðarkapp-
hlaupi á Bandaríkin. Þannig vænta
þeir sér að geta helst knúið fram
stefnubreytingu innan Nato, þann-
ig að hægt verði í framtíðinni að
ganga til samninga út frá nýjum
forsendum. Sú fullyrðing tals-
manna hins herta vígbúnaðarkapp-
hlaups, að uppsetning nýrra eldf-
lauga í Evrópu myndi knýja Sovét-
menn til samninga hefur reynst
röng. Evrópueldflaugarnar hafa
veikt Nato innávið og styrkt stöðu
Sovétríkjanna gagnvart Vesturl-
öndunum á pólitíska sviðinu ef
eitthvað er. Það mun væntanlega
koma í ljós á Stokkhólmsráðstefn-
unni að uppsetning Natoflauganna
í Evrópu var ekki skref í átt til betra
öryggis eða gagnkvæms trausts.
ólg.
Sovétríkin halda að sér höndum á meðan ágreiningur um
stefnuna í öryggismálum fer vaxandi á Vesturlöndum