Þjóðviljinn - 11.01.1984, Síða 9

Þjóðviljinn - 11.01.1984, Síða 9
Miðvikudagur 11. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 „Ég hef ekki lesið óstyttan texta“, sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson deiidarstjóri í varnarmáiadeild utanríkis- ráðuneytisins þegar Þjóðvilj- inn spurði. hvort íslensk stjórnvöld vissu um hvað út- strikanirnar úr þingtíðindun- um bandarísku væru, en þar er fjallað um beiðni banda- ríska hersins fyrir marghátt- uðum framkvæmdum hér á landi. Viðtalið við Sverri Hauk Gunnlaugsson fer hér á eftir: - Er samið bæði við Nató og bandaríska herinn þegar fram- kvæmdir eru kostaðar af þessum tveimur aðilum, einsog í Helguvík? - Það er samið við Bandaríkja- menn og þeir gera síðan út um kostnaðarskiptinguna við Nató. - Þannig að Islendingar þurfa þá aldrei að vita frekar hvaða fram- kvæmdir eru kostaðar af Nató og hverjar af bandaríska hernum? - Bandaríkjamenn óska eftir framkvæmdunum og semja síðan við Nató og við vitum hvernig því háttar. - í sjónvarpsþættinum kom fram hjá þér að þú teldir ummæli full- trúa hersins byggð á misskilningi, þ.e. að ísland ætti að tengjast SAC- kjarnorkuvopnakerfinu? - Já. Það er á engan hátt tengt Keflavíkurstöðinni. - Og kemur ekki til með að verða það? - í útlistun fulltrúa varnarmála- ráðuneytisins kemur fram, að Bandaríkjamenn kosta það birgð- arými sem þarf til daglegrar notk- unar. Þannig að það eru varabirgð- irnar sem Nató kostar fyrst og fremst, en svo verða Bandaríkja- menn að kosta þær varabirgðir sem þarf ef til hættuástands kemur er lúta að vélum undir þeirra stjórn. 'Dæmi um slíkar vélar eru AWACS vélarnar. Síðan eins og kom fram í sjónvarpsþættinum, er um að ræða birgðir sem nota á í þeim tilfellum ef til átaka kemur í Evrópu eða Bandaríkjunum. - En nú eru þessi ummæli um SAC ítrekuð í bandarísku þingtíð- indunum? - Já, en það dæmi á ekki við um Keflavík. Það er misskilningurinn. - Þegar rætt var um Helguvíkur- framkvæmdirnar í sjónvarpinu, tókst þú einhvern veginn þannig til orða, að hér væri um framkvæmd- ir að ræða sem annað hvort hefðu verið samþykktar „formlega eða óform!ega“ af íslenskum stjórnvöldum? - Já fyrsti áfangi var samþykktur í október 1982. Það er þessi tveggja tanka framkvæmd og svo pípu- lögnin upp á flugvöll. - En við hvað er átt með „óform- Iegu samþykki“? - Með formlegu samþykki er átt við það að utanríkisráðherra hefur samþykkt annan áfanga, Helguvík- urhafnarframkvæmdirnar, jafn- framt þriðja áfanga sem er tankaá- fangi uppá 1900 kúbikmetra, sem er minni en fyrsti áfangi. - En utanríkisráðherra á þá væntanlcga eftir að fá staðfestingu fyrir ríkisstjórnina? - Það er sjálfsagt fyrir þig að spyrja hann að því, en þetta hefur verið heimilað. Og það er þetta sem átt er við með óformlegu sam- þykki. - Nú var beiðni hersins um nýja stjórnstöð á Keflavíkurvelli vísað frá bandaríska þinginu, en þú talar um nauðsyn á nýrri stjórnstöð? - Það geri ég vegna þess að sú stjórnstöð sem er fyrir hendi á Keflavíkurvelli er í járngrindarhúsi með mjög ófullkominni aðstöðu varðandi alla þætti slíkrar stjórn- stöðvar, en það er ekki þar með sagt að ég sé, eins og þið gefið til kynna í ykkar blaði í dag, að óska eftir frekari aðstöðu fyrir herinn en bandaríska þingið vill samþykkja. Bandaríska þingið hefur ákveðnar athugasemdir við gerð stjórnstöðv- arinnar, að bygging hennar sé of dýr og Nató eigi að greiða hana aífarið, en það kemur í ljós hvernig niðurstaðan verður í því máli. En Viðtal við Sverri Hauk Gunnlaugsson deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu Hef ekki lesið óstvttan texta Question. What scope of operations does this assume? Answer. Full wartime operations under applicable war plans. In- cludes full augmentation of peacetime forces based in Iceland by designated reinforcing units. Question. What special features make the command center cost so much per square foat? Answer. The Cénter will be of semi-hardened construction meet- ing NATO criteria, with —------ reinforced concrete shell partially underground.--------is to fully surround the structure. Air filtra- tion and-----—. Question. What features of the building are not NATO eligible and why? Answer. Most of the U.S. contribution to this project is for-. Stjórnstöðin í Keflavík Útstrikanir í bandarískum þing- tíðindum þarsem fjallað er um hernaðarmannvirki hér á landi það vantar stjórnstöð í einhverri mynd. Það kemur sérstaklega fram í þessu þingskjali að stjórnstöðin þjóni þrenns konar hlutverki: í fyrsta lagi stjórn á orustuflugvélum varnarliðsins og eftirliti sem AW- ACSvélarnar hafa með höndum, í öðru lagi kafbátaeftirliti og í þriðja lagi björgunar og leitarstarfsemi. - Er svo að skilja að íslensk stjórnvöld hafi átt hlut að beiðni hersins um nýja stjórnstöð fyrir bandaríska þinginu? - Nei, við erum bara að viður- kenna staðreyndir sem eru fyrir hendi hér. Það er mjög gömul stjórnstöð hér og þarfnast endur- nýjunar. - Þegar þú segir „við“ áttu þá við varnarmáladcild eða ...? - Ég tel það sjálfur að þurfi að endurnýja hana. - Er þetta þá einkaskoðun þín en ekki stjórnvalda? - Ég hef séð stjórnstöðina á vell- inum og tel endurnýjun bráð- nauðsynlega í hvaða formi sem það á að vera. Ég bara tel að stjórn- stöðin éins og hún er á vellinum sé ekki nægilega góð. - Það er ekki semsagt búið að taka málið fyrir í ríkisstjórninni? - Ekki svo ég viti til. - í þingtíðindunum er talað um að hér sé um öfluga stjórnstöð að ræða, og svo koma þar útstrikanir. Viðbrögð þingmanna við lýsingu á stjórnstöðinni eru þannig að þeir Sverrir Haukur Gunnlaugsson deildarstjóri í varnarmáladeild íslcnska utanríkisráðuneytisins. (Ljósmynd -eik). FullgUd stríðsverkefni Ljósrit ur bandarísku þingtíðindunum Spurning: Hvaða verkefnasvið verða í stjórnstöð- inni? Svar: Fullgild stríðsverkefni samkvæmt viðeigandi hernaðaráætlunum. Það hefur í för með sér fulla aukningu á þeim mannafla sem er á íslandi á friðar- tímum með þeim sveitum sem ætlað er koma til átaka svæðanna. Spurning: Hvaða sérstöku þættir eru það sem gera stjórnstöðina svo dýra á þverfet? Svar: Stjórnstöðin verður sérstyrkt bygging, sem uppfyllir Nató staðla með ... (útstrikanir, hættulegt öryggi Bandaríkjanna) styrktur steypuveggur að hluta til neðan jarðar... (útstrikanir, hættulegt öryggi ' Bandaríkjanna) á að umlykja bygginguna alveg. •Lofthreinsibúnaður og ... (útstrikun, hættulegt ör- yggi Bandaríkjanna). Spurning: Hvaða hlutar í byggingunrii eru ekki ætlað- ir Nató til notkunar og hvers vegna? Svar: Stærstur hluti framlags Bandaríkjanna til þess- arar áætlunar er fyrir... (útstrikun, hættulegt öryggi Bandaríkjanna). Ofangreindur kafli úryfirheyrslum þingnefndarinn- ar í Bandaríkjunum er úr þingtíðindum þar sem segir frá spurningum og svörum um stjórnstöðina. Pjóðvilj- inn getur útstrikana í svigum. hrópa upp fyrir sig að þetta sé eins og Kings Bay. Og hvað er Kings Bay? Er það ekki rammger stöð sein búin er undir kjarnorkuárás? - Ég held að viðbrögð þing- manna ,og viðmiðun þeirra við Kings Bay sé fyrst og fremst vegna kostnaðarins. Ég held að saman- burðurinn sé miðaður við kostnað- inn. Þannig Ies ég og skil þingskjöl- in. - Beiðni hersins um stjórnstöð er m.a. vísað frá með tilvísun til þess hve stjórnstöðin á að vera dýr. I því sambandi er vitnað til þess að Is- lenskir Aðalverktakar séu svo dýr- ir, kanntu einhverja sérstaka skýr- ingu á þessu? - Ja.þúhefurskjaliðfyrirframan þig. Þar koma ýtarlegar upplýsing- ar fram og rakið lið fyrir lið hvers vegna fulltrúi bandaríska varnar- málaráðuneytisins telur að kostn- aðurinn sé meiri á íslandi en t.d. miðað við einhvern viðmiðunar- stað í Bandaríkjunum. Hann er kannski ekki alveg réttur og væri nær að taka Alaska eða einhvern slíkan stað. Ég held að það sem gefið er til skýringar í þingskjalinu sé rétt, það er að segja að það kost- ar mikið að byggja á íslandi miðað við þær kröfur sem gerðar eru. Frá því komast menn mun auðveldar í Bandaríkjunum. Svo er það flutn- ingskostnaðurinn og fleira sem bætist við. - Nú er mikið um útstrikanir í þessu þingskjali, hefur varnarmái- adeild utanríkisráðuneytisins að- gang að óstyttum textunum? - Éghefekkilesiðóstyttantexta. - íslendingar vita þá ekki fyllilega hvernig beiðnirnar eru útlistaðar nánar? - Við vitum meira og minna um helstu þættina í þessum málum. - En þegar spurt er um við- kvæmnismál sem eru strikuð út í opinberri útgáfu þingtíðindanna vitum við ekkert frekar? - Við fáum og getum fengið upp- lýsingar af því tagi. - Oneitanlega vakna grunsemdir í tilefni af ummælum um geisla- virkni og þess háttar, í því tilefni mun þá utanríkisráðherra og varn- armáladeild ráðuneytisins fara fram á að fá textana óstytta? - Ég er ekki að segja það. Ég er að segja að við getum fengið þær upplýsingar sem við teljum nauðsynlegt aö fá fram hverju sinni og við gerum það stundum. Það fer eftir því hvort við teljum okkur í málum á hverjum tíma nauðsyn- legt að fá betri skýringar eða ekki. - A að skilja það þá þannig að varnarmáladeildin sé ánægð með þær sklyringar sem fram koma í þingtíðindunum bandarísku og þurfi þær ekki fyllri? - Við erum alls ekki ánægðir til dæmis með það dæmi sem starfs- maður varnarmálaráðuneytisins tiltók sem almennt dæmi varðandi skiptingu á fjárveitingum milli Nató og Bandaríkjanna. Hann gaf þarna dæmi sem átti ekki við Kefla- vík og við höfum óskað eftir skýr- ingum á því og fengið þær. Á sama hátt höfum við fengið skýringar á öðrum þáttum þessa máls. - Ilafið þið séð teikningar af þess- ari stjórnstöð sem var verið að biðja um á bandaríska þinginu? - Nei ég hef ekki séð teikningar af þessari stjórnstöð, enda er ör- ugglega ekki búið að útfæra þær teikningar, frekar en teikningar af ýmsum áföngum í Helguvík. - Það er heldur ekki búið að því, þó búið sé að veita svona óformlegt samþykki fyrir? - Ja, það er nú búið að hanna höfnina í Helguvík að miklu leyti, en útlínur þess máls eru ekki enn á hreinu. En megindrættir þessa máls eru á hreinu, en þú spyrð beint um stjórnstöð; nei við höfum ekki séð teikningar af stjórnstöð. - I margnefndum sjónvarpsþætti sagðir þú að íslensk stjórnvöld hefðu lýst því yfir að þau mundu aldrei leyfa kjarnorkuvopn á ís- landi. Við hvað áttir þú? - Þá yfirlýsingu stjórnvalda að það séu ekíci kjarnorkuvopn á ís- landi og verði ekki, sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu að lokum. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.