Þjóðviljinn - 11.01.1984, Side 10
10 SÍÐA. — ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 11. janúar 1984,
„Það er tóm vitleysa að halda
því fram, að eldra fólk vilji
endifega búa hjá börnum sín-
um - það vill búa út af fyrir
sig. Yngra fólkið hefur alist
upp við bækur Astridar
Lindgren um Emil í Kattholti
og álíka heillandi bækur
hennar og það heldur, að
eldra fólk vilji hafa það eins
og lýst er í þessum bókum.
En þetta er goðsögn.“
Svo mælir Gerdt Sundström í
samtali við sænska tímaritið „Vár
bostad“ á síðasta ári. Gerdt Sund-
ström er félagsfræðingur og í sam-
talinu við tímaritið kemur fram, að
hann hefur nýlega gefið út bók
undir heitinu Aldraðir í velferðar-
samfélagi. í bókinni er birtur af-
rakstur viðamikilla rannsókna
Gerdts á högum aldraðra fyrr og
nú, bæði í heimalandi hans Svíþjóð
og utan þess.
Kjör aldraðra í Svíþjóð:
Einmanaleikinn var
meiri á árum áður
Goðsögnin um
gamla tíma
Gerdt Sundström segist með bók
sinni og rannsóknum vilja ganga af
goðsögn nútímans dauðri - goð-
sögninni um það, að eldra fólk hafi
haft það gott hér áður fyrr og að
nútímabörnin hugsi illa um for-
eldra sína.
„Margt af því gamla fólki, sem
ég ræddi við, sagðist sjálft hafa
tekið foreldri eða foreldra inn á sín
heimili, og sagðist alls ekki vilja
leggja slíka byrði á sín börn“, segir
Gerdt.
„Miklu færri af eldri kynslóðinni
finna fyrir einmanaleik nú heldur
en var áður fyrr“, heldur Gerdt
áfram. „Við megum ekki gleyma
því, að áður hafði almúgafólk oft
hreint ekki efni á að gifta sig og
margt af því eignaðist ekki börn
eða fjölskyldu. Einstæðingsskapur
þessa fólks var ægilegur og þegar
það gat ekki lengur gengið til vinnu
var því hreinlega fleygt til hliðar -
gert að niðursetningum. Núna eru
almannatryggingar, sem létta af-
komu eldra fólksins og margs kon-
ar félagslega aðstoð er að fá.“
Fátœktin og
niðursetningarnir
Niðursetningar áttu oft erfiða
ævi og urðu að sætta sig við nánast
hvað sem var. Fátæktin kom í veg
fyrir að fólk gæti gift sig, en náttúr-
an er söm við sig þrátt fyrir lög og
efnalega afkomu. Þá tók við basl
og endalaus óvissa - og stundum
bættist þar ofaná, að fólk varð að
taka foreldra sína inn á sig. „Hald-
iði nú, að gamla fólkið hafi verið
hrifið af því að leggja enn þyngri
byrðar á börn sín við þessar kring-
umstæður", spyr Gerdt Súndström.
Gerdt segir, að „hinir góðu,
gömlu tímar“, sem félagsfræðingar
vitna oft til með söknuði, hafi
kannski fyrirfundist meðal efna-
fólks, þ.e. meðal mikils minnihluta
þjóðanna. Þar hafi amman getað
unað í skoti sínu og sagt barna-
börnunum sögur og þar hafi allir
haft það takk bærilega. „Fyrir
venjulegu fóiki var lífið hins vegar
lítið annað en basl og volæðí - og
verst var gamla fólkið sett.“
Nútímaamman
og afinn
Gerdt Sundström kannaði mál-
efni aldraðra nútímans sérstaklega
með viðtölum. Hann segir, að í
könnun sinni hafi komið í ljós, að
65 prósent - næstum 7 af hverjum
10 - væru heimsótt vikulega af
börnunum.
„Því má við bæta, að nær allir
hafa síma eða aðgang að síma“,
segir Gerdt. „Margt eldra fólk talar
við afkomendur sína í símann á
hverjum degi. Einkabíllinn auð-
veldar einnig mjög allar heimsókn-
ir og styttir fjarlægðir.
Það eldra fólk, sem á afkomend-
ur, vill búa út af fyrir sig sem lengst
og kemst oft bærilega af með hjálp,
bæði frá börnunum og frá samfé-
laginu. Barnlaust eldra fólk flytur
fyrr inn á elliheimili og sérstakar
stofnanir."
Afstaða barnanna
Árið 1981 var gerð könnun í Sví-
þjóð meðal fólks á aldrinum 50-60
ára á því hversu oft það hitti for-
eldra sína og hvort það vildi hafa
nánara samband við þá. Þriðjung-
ur þessa fólks reyndist eiga for-
eldra á lffi. Þriðja hver kona kvaðst
vilja deila ábyrgðinni á foreldri
sínu með samféiaginu, t.d. á þann
hátt að gamla fólkið fengi heimilis-
hjálp eða íbúð í sérstökum þjón-
ustustofnunum og því um líkt.
Fjórði hver karlmaður var á þessari
sömu skoðun.
Meir en helmingur karlmanna
kvaðst sjálfur vilja hugsa um for-
eldra sína en tæplega önnur hver
konar. Gerdt segir, að ástæðan
fyrir því að færri konur en karlar
segjast vilja axla ábyrgðina einar
liggi í því, að konur viti betur en
karlar hvað þarna sé á seyði - þær
þekki þessi mál betur.
f könnun Gerdts kom fram, að
algengt var, að dóttir byggi í
grennd við gamla fólkið og liti til
með því.
„Það kom fram mjög skýr stétta-
munur á því, hvort eldra fólk átti
aðgang að börnum sínum nærri sér.
Algengt var, að fólk úr hærri þjóð-
félagsstéttum byggi langt frá for-
eldrum sínum. Ur þeim stéttum
koma félagsfræðingar einna helst
og þeir halda að heimurinn sé allur
eins og þeir þekkja hann“, segir
Gerdt.
Gerdt bendir á, máli sínu til enn
frekari staðfestingar, að í manntal-
inu 1954 í Svíþjóð kom í ljós, að til
59 prósenta aldraðra kom eitthvert
barnanna vikulega í heimsókn.
Árið 1981 var þessi tala 65 prósent.
Þeir aldraðir, sem afkomendur
heimsóttu sjaldan eða jafnvel
aldrei, reyndust vera 2 af hverju
hundraði árið 1954 en aðeins 1 af
hverju hundraði árið 1981.
„Þá má ekki gleyma þeirri hlið-
inni, sem að börnunum snýr“, segir
Gerdt Sundström. „Nú á flest mið-
aldra fólk foreldra á lífi, en ekki
þarf að fara lengra aftur en til alda-
móta til að finna stóran barnahóp
sem hafði misst foreldri eða for-
eldra og var þá komið fyrir hjá öðr-
um. Meðalævilengdin var miklu
styttri þá en nú og fólk féll kannski
frá á miðjum aldri frá stórum
barnahópi. Fjölskyldan leystist þá
upp. Slíkt þekkist vart nú.“
Aldraðir vilja búa einir
Gerdt Sundström kannaði ekki
afstöðu aldraðra í Svíþjóð til þess
hvort þeir vildu heldur búa einir
eða hjá börnum sínum. En hann
bendir á könnun, sem gerð var í
Þýskalandi meðal aldraðra er
bjuggu hjá börnum sínum. Þar
kom nokkuð athyglisvert í ljós.
Þegar gamla fólkið var spurt að
börnunum áheyrandi hvar það
vildi búa, svaraði það því til, að það
vildi helst búa hjá börnunum. En
þegar börnin voru fjarstödd kom
annað upp á teninginn: þá kvartaði
gamla fólkið undan ástandinu og
kvaðst miklu heldur vilja búa út af
fyrir sig.
Hið sama kom í ljós í könnun í
Póllandi. Þar er ekki sama vel-
megun og í Svíþjóð eða Þýskalandi
og margt eldra fólk býr hjá börnum
Sænski félagsfræðingurinn Gerdt
Sundström heldur því fram, að
fleiri aldraðir hafi þjáðst af ein-
stæðingsskap á árum áður en nú.
Þá var fátæku fólki meinað að gifta
sig og þegar ellin færðist yfír var
gömlu, fátæku og barnlausu fólki
holað niður hjá lægstbjóðanda og
varð að sætta sig við hvað sem var.
sínum. En það kvaðst heldur vilja
búa út af fyrir sig.
íslenskt utangarðsfólk
Sjálfsagt er hægt að heimfæra
það sem kom framí greininni í
sænska tímaritinu upp á ísland.Á-
standið hér fyrr á öldum hefur síst
verið betra en { Svíþjóð, og, ef
nokkuð er, ennþá verra. Sultur og
seyra voru hlutskipti alls þorra
fólks og meðalævilengdin eða ævi-
líkur við fæðingu var um 32 ár með-
al karla árin 1850-60 og um 38 ár
meðal kvenna. Árið 1824 var með
konunglegri tilskipun lagt bann við
öreigagiftingum, en með henni var
þeim, sem þágu sveitarstyrk eða
stóðu í skuld við sveitarsjóð fyrir
þeginn sveitarstyrk, bannað að
ganga í hjónaband nema með leyfi
sveitarstjórna.
í bókinni Ómagar og utangarðs-
fólk eftir Gísla Ágúst Gunnlaugs-
son sem Sögufélagið gaf út 1982 er
að finna margar og ófagrar lýsingar
á aðbúnaði og afkomu fólks hér á
landi á síðustu tveimur öldum. Við
ljúkum þessu með tilvitnunum í
bókina. Fyrri tilvitnunin er höfð
eftir John Ross Browne, sem ritaði
bók um ferð sína til íslands árið
1862 og er hún svona:
J báðum endum bœjarins eru
litlar þyrpingar torfbœja þar sem
fiskimenn og fjölskyldur þeirra
búa eins og kanínur í holum. Það
vekur undrun ferðalangs, sem
gœgist inn í hinfúlu, gleðisnauðu
greni er þetta vesalings fólk hírist
í, að það skuli ekki vera étið af
sniglum eða látast af gigt. Fisk-
slor og reykur er í bland við
græna mygluna á steinunum,
andstyggilegar sníkjujurtir teygja
sig niður veggina og vatnspollar
eru í stað ábreiða á gólfunum.
Jörðin er undir því og ofan á og
dagsljósið á ekki auðvelt með að
smjúga inn um gluggaborurnar. “
Hin tilvitnunin fjallar um Árna
nokkurn Árnason í Þingholti,
utansveitarmann í Reykjavík, er
árið 1823 sótti um leyfi til fátækra-
nefndar Reykjavíkur að mega gifta
sig og setjast niður sem tómthús-
maður í húsi því sem hann átti í
Þingholti. Fátækranefndin óskaði
eftir því við landlækni að hann
skoðaði heilsufar Árna, þar sem
ekki þótti fært að veita honum leyfi
til að kvænast og setjast að í bænum
ef líkur bentu til að hann gæti orðið
kaupstaðnum byrði. „Landsfysik-
er“ lýsti sjúkdómsásigkomulagi
Árna og með tilliti til þess þótti
nefndinni ekki fært að leyfa Árna
að gifta sig, og það sem meira var:
nefndin fór að grafast fyrir um
móður Árna, er búið hafði í
Reykjavík í ein 17 ár, og fannst
nefndinni:
„tilhlýdilegt ad hann fari til sinn-
ar sveitar, fannst ad Módir hans
Þorgerdr sem um í 17 ár hefir hér
verid, og á því skammt til að hafa
unnid sér framfærslurétt verdi
hédan vísad annadhvort á sína
Sveit, eda til náunga sinna íÁr-
nessýslu hvar af nockrir eruefn-
ugir. “
(Bls. 55).
(ast tók saman).