Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 1
UÚOVIUINN
Eigum við að
leggjast upp á
herinn með
okkar
björgunar-
þjónustu?
Sjá 9
janúar 1984
fimmtudagur
49. árgangur
9. tölublað
Nýjar kenningar um fiskistofnana við Island
Hættum að friða og
veiðum smáfískinn
Jón Kristjánsson fiskifræðingur á skrifstofu sinni i gær. - Mynd - eik.
• segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur
• „Það ríkir hér múgsefjun um ástand
fiskistofnanna ‘ ‘
• Lykilfundur líffrœðinga og
Hafrannsóknastofnunar verður hald-
inn á morgun
„Þegar það kemur í ljós að fiskurinn
vex hægar vegna fæðuskorts í hafinu, þá
liggur Ijóst fyrir að einungis er um
tvennt að ræða til að bæta ástandið.
Annaðhvort að fækka fiskinum, svo að
þeir sem eftir eru fái nóg og vaxi eðlilega,
eilegar að fóðra hann. Þess vegna fæ ég
ekki séð að um annað sé að ræða hjá
okkur en hætta smáfískafriðun, sem
tekin var upp á íslandsmiðum 1977, og
leyfa veiði á smáfísk. Það kemur líka í
Ijós, að síðan 1977, er smáfískafriðun
var tekin upp, hefur dregið úr vexti
þorsksins á Islandsmiðum“.
Það var Jón Kristjánsson fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun, sem sagði
þetta í samtali við Þjóðviljann í gær.
Hann mun benda á þetta atriði á merk-
um fundi sem haldinn verður á morgun
um þessi mál. Til fundarins er boðað af
Félagi líffræðinga og Hafrannsókna-
stofnuninni, og verður hann haldinn í
Norræna húsinu og hefst kl. 14.00.
Jón benti á að allt fram til 1977 hefði
allur afli verið hirtur af íslandsmiðum og
engin friðun viðhöfð. Þann langa tíma
sem svo var ástatt, var aldrei talað um að
dregið hefði úr vexti fiska. Það er ekki
fyrr en eftir smáfiskafriðunina 1976,
sem fer að bera á því. Hann benti á að
vel gæti verið að nú væri minna af fiski í
sjónum en áður. Þegar dregur úr vexti
vegna fæðuskorts þá verður að taka mið
af ríkjandi aðstæðum, þ.e. það vantar
fæðu handa þeim fiskum sem í sjónum
eru.
„Ég tel að það ríki múgsefjun hér á
landi um ástand fískistofna á íslands-
miðum. Margir líffræðingar hafa uppi
efasemdir um ríkjandi kenningar í þess-
um málum. Ég er þeirrar skoðunar að
við eigum að endurskoða þessar friðun-
araðgerðir, og það eru fleiri en ég þess-
arar skoðunar“, sagði Jón að lokum.
- S.dór
„Þá er ríkisstjórn
Steingríms sprungin“
Albert svarar spurningum Þjóðviljans á baksíðu
Stórfé í kosningasjóði?
Talað um það á Suðurnesjum að Aðalverktakar borgi í
kosningasjóði Sjálfstœðisflokksins og Framsóknarflokksins
„Flestir virðast því miður
hafa þá skoðun hér á Suður-
nesjum að ekki sé hægt að
breyta neinu í þessum efnum
þarsem hagsmunir tveggja
stærstu stjórnmálaflokka
landsins séu að viðhalda ís-
lenskum Aðalverktökum í nú-
verandi mynd. Jafnframt er að
því látið liggja að háar pening-
aupphæðir séu greiddar af Að-
alverktökum í kosningasjóði
þessara flokka og því sé flokks-
starfið meira og minna háð til-
vist þeirra“. Þannig skrifar
Kristján Pétursson deildar-
stjóri á Keflavíkurflugvelli í DV
nú í vikunni.
Þá segir Kristján einnig í
greininni: „Ef þessi tilgáta er rétt
má með nokkrum rökum halda því
fram að bandarískt fjármagn, í
gegnum íslenska Aðalverktaka
hafi bein áhrif á stöðu þessara
flokka".
íslenskir Aðalverktakar er sam-
steypa úr Sameinuðum verktökum
sem eru í eigu voldugra fjármála-
manna aðallega úr Sjálfstæðis-
flokknum en þeir eiga 50% í sam-
steypunni, Reginn hf. á 25% en
það er í eigu Framsóknar- og SÍS-
manna og íslenska ríkið á 25%.
Mikil leynd hvílir yfir fésýslu
þessarar verktakasamsteypu sem
hefur einkarétt á framkvæmdum
fyrir bandaríska herinn á Miðnes-
heiði. Þannig vita íslensk yfirvöld
ekki hve mikið magn og fyrir hve
mikið fé samsteypan flytur inn til
íslands en góssið er flutt inn toll-
frjálst.
Þegar Vilmundur heitinn Gylfa-
son lagði til á alþingi, á síðasta
þingi, að sett yrði rannsóknarnefnd
til að kanna starfsemi þessa fyrir-
tækis lögðust Framsóknarmenn og
Sjálfstæðismenn á eitt um að svæfa
málið með því að vísa því til utan-
ríkismálanefndar þingsins.
Lokast glufan?
Margir hafa furðað sig á því hve
ríkið hefur verið sinnulaust um
sinn eignarhlut og að ríkisvaldið
hafi ekki veitt upplýsingar uin sam-
steypuna. En með eignarhlutanum
á ríkið þrátt fyrir allt kost á því að
fylgjast með starfsemi fyrirtækis-
ins.
Nú hefur sú hugmynd verið bor-
in fram að ríkið selji eignarhluta
sinn í þessu stórgróðafyrirtæki - og
óttast margir að þarmeð lokist sú
glufa sem eignarhluti ríkisins hefur
þó verið.
-óg