Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. janúar 1984 Verkalýðsfélagið á Hvammstanga Tryggja byggðarlaginu hlutdeild í skelfisksafla Skorað á ráðherra og þingmenn Aðalfundur verkalýðsfélagsins á Hvammstanga skoraði í ályktun á aðalfundi sínum, á sjávarútvegs- ráðherra og þingmenn kjördæmis- ins að tryggja byggðarlaginu eðli- lega hlutdeild í hörpudisksafla úr Húnaflóa. Atvinnulífið í vetur hef- ur að mestu leyti byggst á þessu sjávarfangi. Ályktunin er svohljóð- andi: „Aðalfundur verkalýðsfélagsins Hvatar haldinn á Hvammstanga 8.1. 1984, skorar á sjávarútvegs- ráðherra og alþingismenn kjör- dæmisins að tryggja Hvammstanga eðlilega hlutdeild í skelfisksafla (hörpudisk) úr Húnaflóa, þegar sá afli kemur til skiptingar milli vinns- lustöðva eða báta. I því sambandi er rétt að benda á eftirfarandi: Hlutdeild Hvammstanga í rækj- uaflanum er óeðlilega lítil, og hefur ekki fengist leiðrétt og aukin þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. For- sendur fyrir upphaflegri skiptingu rækjuaflans eru nú löngu brostnar. Tveir togarar eru nú komnir á Skagaströnd, einn á Hólmavík og á Blönduósi er nú aukið atvinnu- framboð vegna Blönduvirkjunar. Líríuveiðar hafa verið undirstaða atvinnulífs á Hvammstanga undan- farna vetur. En aflinn hefur farið síminnkandi, m.a. vegna opnunar Reykjafjarðaráls fyrir togurum. Vegna aflaleysis hafa h'nuveiðar ekki verið hafnar í haust eða vetur. í haust hefur hins vegar verið stór- aukin sókn í hörpudisksveiðar og hefur sú veiði og vinnsla afla ásamt rækjuveiðum verið undirstaða at- vinnulífs á Hvammstanga í haust og vetur og orðið hér til að forða frá stórfelldu atvinnuleysi. At- vinnulíf á Hvammstanga er gjör- samlega háð því að staðnum sé tryggð eðlileg hlutdeild í sjáva- rafla: bolfiski, rækju og hörpudiski - og ekki minni en annars staðar". -óg é0S))B)k blaðið semvitnaðerí Bílbelti — Afhverju j§« notarþú þaðekki ||U^JFERDAR Alþýðu- bandalagið ræðir stefnuna í sjávarútvegi Svavar Gestsson Jóhann Antonsson Kristján Asgeirsson Engilbert Guðmundsson Margrét Frímannsdóttir Ráöstefna um sjá varútvegsmáI Haldin dagana 21. og 22. janúar að Hverf isgötu 105 í Reykjavík Alþýðubandalagið gengst fyrir ráðstefnu dagana 21. og 22. janúar n.k., laugardag og sunnudag, um sjávarútvegsmál. Ráðstefnan verður haldinn að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Hún er haldin í sam- ræmi við ákvörðun Landsfundar Alþýðubanda- lagsins með hiiðsjón af mikilvægi sjávarútvegs- ins og þeim erfiðu aðstæðum sem verið hafa að skapast í atvinnugreininni að undanförnu. Dagskrá: Ávarp: Svavar Gestsson formaöur Alþýöubandalagsins. Eignarhald og skipulag í sjávarútvegi: Jóhann Antonsson, Dalvík. Rekstrargrundvöllur og framtíöarhorfur: Kristján Ásgeirsson, Húsavík, Helgi Kristjáns- son, Húsavík. Stjórnun fiskveiöa: Engilbert Guðmundsson, Akranesi. Kjör verkafólks í sjávarútvegi: Margrét Frímannsdóttir, Stokkseyri, Forbjörg Samúels- dóttir, Hafnarfiröi. Fjárfestingar og arðsemi í sjávarútvegi: Björn Arnórsson. Staða sjávarútvegsins í þjóöarbúinu og horfur á árinu 1984: Lúövík Jósepsson. Ávarp um sjávarútveg: Jóhann J.E. Kúld. Að loknum framsögum um hvern málaþátt gefst tækifæri til fyrirspurna og athuga- semda. Ráðstefnustjórar verða Brynjólfur Oddsson, Dalvík, og Skúli Alexandersson, Helíiss- andi. Þorbjörg Samúelsdóttir Björn Arnórsson Lúðvík Jósepsson Jóhann J.E. Kúld Brynjólfur Oddsson Skúli Alexandersson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.