Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 12. janúar 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Kari Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Helgu víkurblöffið Saga hernaðarumsvifa Bandaríkjanna á íslandi geymir mörg dæmi um beitingu blekkinga til að koma í veg fyrir að almenningur á íslandi rísi gegn vilja herfor- ingjanna og liðsodda þeirra hérlendis. í stað þess að greina frá raunvferulegum ástæðum nýrra hernaðar- framkvæmda er sviðsettur áróðursleikur til að slæva íslenska gagnrýni. Fyrir rúmum 30 árum var styjöld í Kóreu meginstoð- in í blekkingaleiknum sem fram fór til að koma banda- ríska hernum inn í landið. Þeirri styrjöld er löngu lokið - en herinn er hér enn. Ávallt síðan hafa ný áróðurs- leikrit verið frumsýnd þegar bandaríski herinn hefur þurft að auka umsvif sín á íslandi. í bandarískum þingtíðindum birtist fyrir skömmu afhjúpun á blekkingunum sem beitt var til að knýja í gegn samþykki við hernaðarframkvæmdunum í Helgu- vík. í þinginu í Washington greina fulltrúar Pentagon frá hinum raunverulegu ástæðum. Bandaríkin þurfi eldsneytisbirgðir til að geta stundað styrjaldarrekstur óslitið í 45 daga frá íslandi og til að gera kjarnorku- sprengjuflugvélum kleift að nota ísland sem áfanga í kjarnorkuárás og kjarnorkustríði. Það segir óneitan- lega napra sögu um ástand lýðræðisins á íslandi að almenningur skuli þurfa að leita til bandarískra þingtíð- inda til að sjá á prenti sannleikann um Helguvíkurfram- kvæmdirnar. Þegar Ólafur Jóhannesson og vígbúnaðarsinnarnir í Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum hófu baráttu sína fyrir framgangi óska Bandaríkjanna um hernaðaraðstöðu í Helguvík var sett á svið mikið sjónarspil um hættuna sem vatnsbólum Suðurnesjamanna stafaði frá núverandi eldsneytis- geymum. Fulltrúar Alþýðubandalagsins á Alþingi sýndu fram á að mengunarvandann mætti leysa án slíkra framkvæmda í Helguvík og forstjóri Olíufélags- ins sendi utanríkismálanefnd Alþingis greinargerð þar sem komist var að sömu niðurstöðu og Alþýðubanda- lagið. Vígbúnaðarliðið sem myndaði halelújakór í kringum Ólaf Jóhannesson hélt hins vegar áfram að syngja hinn mikla áróðurssöng um að mengunarhættan gerði fram- kvæmdirnar í Helguvík nauðsynlegar. Þegar fulltrúar Alþýðubandalagsins bentu á að Helguvíkuráætlunin væri eingöngu ávísun á stóraukinn vígbúnað og stríðs- rekstur Bandaríkjanna á íslandi hafnaði Ólafur Jó- hannesson því alfarið. Liðsmenn Bandaríkjannaí Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokknum tóku undir afneit- un hans. Nú kemur hins vegar í ljós í þjóðþinginu í Washing- ton að rök Alþýðubandalagsins voru rétt. Allur mál- flutningur Ólafs Jóhannessonar til rökstuðnings Helgu- víkurframkvæmdunum var ómerkilegt blöff til að fela fyrir íslensku þjóðinni hve stórfelld aukning hernaðar- umsvifa væri hér á ferðinni. Þegar Geir Hallgrímsson varð utanríkisráðherra treysti hann sér ekki til að halda áfram blöffinu um að Helguvíkurframkvæmdirnar væru bara saklausar mengunarvarnir. Hann spilaði nýja blekkingaplötu sem var að vísu ekki ýkja frumleg. Rússneskar flugvél- ar sæjust æ meir í námunda við ísland. Þess vegna yrðu Bandaríkjamenn að fá aukna aðstöðu í Helguvík. Gamla lumman um að rússarnir séu að koma var dregin fram enn einu sinni. Þeim hefði fjölgað mjög á síðustu árum! Hvernig Helguvíkurframkvæmdir áttu að koma í veg fyrir flug rússneskra flugvéla fram hjá íslandi var látið liggja milli hluta. Áróðursplata Geirs Hallgrímssonar var líka eyðilögð í bandaríska þinginu. Stríðsrekstur í 45 daga og elds- neyti fyrir kjarnorkusprengjuflugvélar eru hinar raun- verulegu hernaðarástæður fyrir Helguvíkurfram- kvæmdunum. íslensku utanríkisráðherrarnir hafa blekkt þjóð sína. Þeir hafa byggt Helguvíkurmálið á blöffi. klippt Landsfundur Alþýðubandalagsins Stílað inn á langa stjórnarandstöðu. fllir Má (iuðmundsson Það voru einkum þrjú atriði sem skildu lands- fund Alþýðubandalagsins frá samsvarandi sam- kundum þess flokks á undanförnum árum. í fyrsta lagi er flokkurinn nú utan stjórnar á sama tima og núverandi rikisstjórn er i hraðri aðför að verkalýðs- sféttinni i land'nu oir ávinningum hennar. Það var þvi mögulegt fyrir full- trúa landsfundarins að brýna raustina. Þeir þurftu ekki að vera beygðir eða að þjást af nagandi vafa yfir aðgerðum eigin flokks i rikisstjórn. í öðru lagi mátti greina breytingu á samsetningu Alþýðubandalagsins, sem helgast fyrst og fremst af þvi að það hefur náð þó nokkru af ungu róttæku fólki inn i raðir sinar að undanförnu. í þriðja lagi var það sá andi samfylk- ingarvilja og opnunar sem sveif yfir vötnunum, og birtist m.a. en þó ekki ein- göngu, i umfjöllun og atgreiðslu nýrra skipulags- reglna fyrir Alþýðubanda- iagið. Breytt Alþýðubandalag Már Guðmundsson skrifar yfirlitsgrein í Neista, blað Fylk- ingarinnar, um Alþýðubandalag- ið. Hann telur einkennandi fyrir fyrir bandalagið um þessar mundir að það sé í stjórnarand- stöðu, hafi náð þó nokkru af ungu róttæku fólki inn í sínar raðir að undanförnu, og andi samfylkingar og opnunar svífi yfir vötnunum. Már telur að Al- þýðubandalagið hafi dregið þá lærdóma af minnkandi fylgi verkalýðsflokkanna frá 1978, að því sé nauðsyniegt að vinna að einhverskonar samfylkingu vinstri manna á sama tíma og það reynir að efla eigið flokkslíf, þannig að það verði álitlegri valk- ostur fyrir vinstri menn. Skref framávið „Forysta Alþýðubandalagsins hyggst nota það færi sem nú gefst, meðan flokkurinn er í stjórnar- andstöðu, til að vinna að þessum markmiðum. Markmiðið er að ná. sem flestum inn í Alþýðubanda- lagið, efla þar innra líf og um- ræðu og sjá til þess að hver og einn geti unnið að hugðarefnum sínum, en tryggja um leið að mið- stöðvar valdsins, þ.e. þingflokk- urinn, verkalýðsforystan og framkvæmdastjórn, haldi stöðu sinni.“... „Nýju skipulagsregl- urnar fela í sér raunverulega breytingu á möguleikum til inngöngu í Alþýðubandalagið. Það verður opnari flokkur. í sjálfu sér er það jákvætt við nú- verandi aðstæður. Það ætti að ýta undir þá tilhneigingu að hér rísi einn sameinaður umbótasinnað- ur verkalýðsflokkur sem yrði skref fram á við frá þeim pólitíska klofningi verkalýðsflokkanna, sem hér ríkir, en réttlæting hans hefur smám saman minnkað sam- fara þróun Alþýðubandalagsins sem „ábyrgs" ríkisstjórnar- flokks." Hvað gerir Fylkingin? Már ræðir einnig um innan- flokkslýðræði í Alþýðubandalag- inu og þá staðreynd að „verka- Iýðsarmur" flokksins hafnaði til- lögum sem gerðu ráð fyrir meiri völdum verkalýðsmálaráðs innan bandalagsins. Þá fjallar hann einnig nokkuð um málatilbúnað á landsfundi Alþýðubandalagsins og sér þar ýmislegt jákvætt en •annað neikvætt. í lokakafla greinarinnar fjallar Már Guðmundsson um Alþýðu- bandalagið og Fylkinguna og segir þar orðrétt: „Eftir landsfund Alþýðu- bandalagsins spyrja margir hvort Fylkingin muni ekki með einum eða öðrum hætti reyna að starfa innan þess. Þessu er til að svara, að Fylkingin hefur aldrei neitað þeim möguleika að starfa innan Alþýðubandalagsins út á landi, og fyrir nokkrum árum sóttu nokkrir félagar Fylkingarinnar um inngöngu í Alþýðubandalag- ið í Reykjavík. Fylkingin hefur ætíð litið á þetta sem taktíska spurningu, þ.e. spurningu um það hvort þeim kröftum sem var- ið yrði innan Alþýðubandalags- ins væri vel varið miðað við aðrar opnanir sem til staða eru. Meðan Alþýðubandalagið sat í síðustu ríkisstjórn var bæði það að Al- þýðubandalagið var lokað fyrir félögum Fylkingarinnar, og þeir höfðu kannski ekki þangað mikið að sækja.“ Mikið breyttar aðstœður „Nú eru aðstæður orðnar mikið breyttar, bæði vegna stjórnarandstöðu Alþýðubanda- lagsins og harkalegra árása ríkis- stjórnarinnar, sem margir félagar Alþýðubandalagsins eru tilbúnir til að bregðast við, og svo vegna þess að ungt róttækt fólk hefur að undanförnu fundið sér starfsvett- vang innan Alþýðubandalagsins. Á fundi miðstjórnar Fylkingar- innar, sem haldinn var í ágúst s.l. var samþykkt í ljósi þessa og kreppu Álþýðuflokksins, að Al- þýðubandalagið hefði forgang í beiningu Fylkingarinnar að verkalýðsflokkunum og að Fylk- ingin myndi á næstunni fylgjast náið með þeirri þróun innan Ábl. og Æfab, sem hugsanlega gæti gefið tilefni til einhvers konar inngöngu í þessi samtök. Mið- stjórn Fylkingarinnar mun taka þessa spurningu til ýtarlegri um- ræðu á fundi í janúar n.k.“_ ekh. og skorið Moggadraugar Föðurlegar umvandanir Morg- unblaðsins í forystugrein í gær reynast þegar betur er að gáð ærið barnalegar. Þar er verið að vanda um við fréttamenn ríkis- fjölmiðla, bandaríska einkaaðila og bandaríska embættismenn, svo og Þjóðviljann og forystu- menn Alþýðubandalagsins fyrir að vera ekki með Morgunblaðs- línuna í öryggismálaumræðu: Ekkert nema opinberar yfirlýs- ingar embættismanna íslenska utanríkisráðuneytisins og opin- ber plögg frá NATO og Pentagon stimpluð í bak og fyrir eiga yfir- leitt að vera umtals- eða frétta- efni á íslandi. Svo einfalt er það. Það er furðulegt að það skuli vera kallað að gera úlfalda úr mý- flugu þegar fréttamenn ríkisfjöl- miðla greina frá umræðum upp úr bandarískum þingskjölum, sem eru í hæsta máta opinber plögg, eða skýrslum til Pentagon, sem gerðar hafa verið að umtalsefni í erlendum fjölmiðlum, ekki ómerkum. Og jafnan þegar svo sjálfsagt fréttaefni er tekið til meðferðar er leitað til íslenskra embættismanna til þess að kveða niður „draugana“, sem sífellt eru að hrekkja Morgunblaðið. Rit- stjórar blaðsins ættu að skamm- ast sín fyrir að vera að agnúast út í fullkomlega eðlileg vinnubrögð ríkisfjölmiðlanna. Ekki eftir 25 ár í krepputíð á draumurinn um hina góðu og gömlu daga mjög upp á pallborðið hjá mörgum. Og svo fer Morgunblaðinu að það fyllist nostalgíu eftir þeim góðu gömlu dögum, þegar fyrstu fréttir af því hvað raunverulega gerðist í hermálunum hér á íslandi birtust 25 árum eftir að atburðirnir voru á döfinni er leynd var svipt af leyndarplöggum bandaríska utanríkisráðuneytisins. Nú er önnur tíð, stefnan í öryggis- og hermálum er heitasta deiluefni samtímans, og það skiptir öll lýðræðisþjóðfélög miklu máli að fá fram sannleikann um þær á- kvarðanir sem verið er að taka í hermálum, helst áður en þær eru teknar en ekki 25 árum á eftir. - ekh. ór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.