Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. janúar 1984 erlendar baekur Michael Ailaby - James Lovelock: The Great Extinction. Diagrams by Paul Weaver - Pict- ure Research by Science Photo Li- brary. Secker & Warburg 1983. Mary Anning var engin venjuleg stúlka, hún hafði hlotið takmark- aða uppfræðslu, en hafði gaman af kaupskap og verslaði með stein- gervinga, sem var harla óvenjulegt á þeim tímum, því að hún fæddist 1799 og lést 1847. Hún átti heima í Lyme Regis þorpi í Dorset á Eng- landi. Jarðvegurinn þarna er kalk- auðugur og þarna geymist margt í jörðu, þar á meðal bein mikil, sem ýmsir töldu fyrrum að væru bein úr risum, sem hefðu byggt þessi svæði fyrir óralöngu. Um 1810 fann Mary bein úr gífurlega stórum skepnum og hún fann fleiri og fleiri og hófst handa um sölu á þessum minjum, ekki leið á löngu þar til að beinasalan varð svo viðamikil, að Mary gat lifað á sölunni og hún varð kunn víðs vegar, kaupendurinir komu langt að til þess að kaupa og meðal viðskiptamanna var konungurinn af Saxlandi. Það eru ekki meira en 150 ár síð- an að fregnir bárust út um heiminn af risaeðlunum og það var Mary Anning sem varð fyrst til þess að finna leyfar þeirra. Þessi dýrateg- und dó skyndilega út að því er virð- ist, þegar nánari rannsóknir fóru fram á leyfunum í Dorset og víðar. Síðar kom það í Ijós, að fyrir um það bil 65 miljónum ára hurfu ekki aðeins risaeðlurnar heldur um 70% allra lífvera sem þá lifðuá jörðinni. Upp úr því hefjast yfirráð spendýra hér jörð. í áratugi vissu menn ekki hver ástæðan var fyrir þessu skyndilega hruni. Það er ekki fyrr en nú, að menn hafa þóst sjá ástæðuna og rekja hana úr jarðlögum og af rannsóknum steingervinga. Jörðin virðist hafa orðið fyrir árekstri, smástirni virðist hafa rekist á jörð- ina, en vísir menn segja að slíkt geti gerst á 100 miljón ára fresti. Afleiðingarnar voru óskaplegar. Höfundarnir segja að krafturinn hafi verið slíkur að jafna megi til 1000 sinnum sterkari sprengjuafls en býr í öllum kjarnorkusprengj- um, sem menn ráða nú yfir. Högg- ið varð slíkt að eldfjöl! tóku að gjósa, jarðlögin röskuðust og mis- sigu í ógurlegum landskjálftum og höfin hófust á land. Rykmökkur huldi jörðina um langan tíma, sólin náði ekki að skína á jörðina og veð- urlagið gjörbreyttist og þar með var allt jafnvægi náttúrunnar úr sögunni og hinn forni heimur risa- eðlanna og annara skriðdýra var horfinn fyrir fullt og allt. Höfundarnir rekja þessa áætl- uðu sögu og rekja sammanakeðj- una til framangreindrar niður- stöðu. Þetta er lipurlega skrifuð bók um framandlega tíma og í- skyggilega atburðakeðju. Meira Chand: The Bonsai Tree. John Murray 1983. Bonsai tréð, er skáldsaga eftir Meiru Chand, sem er svissnesk í móðurætt og indversk í föðurætt. Hún er gift indverskum kaupsýslu- manni og hafa þau lengst af búið í Japan, eða allt frá 1962. Sögusviðið er Japan nútímans, land stöðugt aukinnar framleiðslu- getu og hagvaxtar, land, þar sem samkeppnin ræður lífi manna, vinnan altekur einstaklinginn og neyslan er skipulögð og mótuð af fjölmiðlum og sölumönnum. Jun Nagai kvænist enskri konu, Kate að nafni, þau setjast að í Jap- an. Jun er væntanlegur erfingi eins stærsta vefnaðarfyrirtækis lands- ins, móðir Juns er aðal fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Heimurinn, sem Kate kynnist er henni lítt skiljanlegur, heimilislífið á að ganga eftir föstum reglum og ákveðnum formum. Tengdamóðir Kate er ekki ýkja hrifin af tengda- dótturinni, kann engan veginn við oft tilviljunarkenda hegðun tengdadóturinnar, tilfinningaöfgar hennar og annarlegan smekk. Kate flýr að heiman, lendir í höndum hatursmanns Nagai-ættarinnar, en tekst að flýja og lendir þá inn í þau hverfi borgarinnar, sem aldrei er talað um, hverfi hinna útskúfuðu, en þar býr það fólk sem vinnur grófari störf samfélagsins, fólk sem á snaran þátt í japanska undrinu. Sagan er skrifuð af miklu næmi og skilningi á ólíkum lífsviðhorfum og sýnir glöggt hinn djúpstæða mun e.t.v. óbrúanlegan mun á við- horfum og meðvitund Evrópubúa og Japana, eða austurs og vesturs. Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félags- mönnum sínum kost á leiðbeiningu við gerð skattaframtals. Peir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir að hafa samband við skrif- stofu Dagsbrúnar og láta skrá sig til viðtals. Síðasti frestur til skráningarinnar er 3. febrú- ar n.k. Viðtalstímar lögmanns félagsins verða kl. 16.15-18.30 miðvikudaga og fimmtudaga. Verkamannafélagið Dagsbrún A ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti við barna- heimili við Grænatún í Kópavogi. - Pípulögn - Raflögn - Málun - Dúkalögn Bjóða skal í hvern verkþátt fyrir sig. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings, Fannborg 2, gegn 200 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð í alla verkþætti verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. janúar 1984 kl. 11. Bæjarverkfræðingur íþróttir Víðir Sigurðsson Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, afhendir Sigrúnu Pétursdóttur sjómannabikarinn. Kristín Rós Hákonardóttir á fullri ferð í 50 m bringusundi. Þar setti hún stúlknamet, svo og í 50 m baksundi. Halldór Halldórsson með viðurkenningu þá sem UMSK hlaut fyrir sigur í innanlandskeppninni. Til vinstri er Kristján Sigurmundsson, formaður íþróttafélagsins á Kópavogshæli, til hægri er Sigurður Magnússon, formaður Iþróttasambands fatlaðra. Island vann Trimmlandskeppnina með yfirburðum: Sigrún fékk Sigmarsbikar Island bar sigur úr býtum í nor- rænu trimmlandskeppninni meðal fatlaðra sem haldin var í fyrra. Tölur hafa nú verið birtar og verð- laun voru afhent sl. iaugardag að loknu nýárssundi fatlaðra. ísland vann yfirburðasigur, hlaut 583,111 stig, en alls tóku 1034 fatlaðir ís- lendingar þátt í henni. Færeyjar fengu 292,149 stig, Noregur 27,999 stig, Svíþjóð 23,439 stig, Danmörk 1,626 stig en engar tölur bárust frá Finnlandi. f innanlandskeppninni sigraði Ungmennasamband Kjalarnes- þings, hlaut 17,579 stig og í öðru sæti varð UMSE, Eyfirðingar, með 11,012 stig. Á nýársmótinu voru keppendur alls 28 og var keppt í 50 m flug- sundi, baksundi, bringusundi og skriðsundi í hinum ýmsu flokkum. ■ Bestum árangri samkvæmt stiga- töflu náði Sigrún Pétursdóttir í 50 m baksundi hreyfihamlaðra, hlaut alls 482 stig. Fyrir þetta fékk hún Sjómannabikarinn fyrir besta af- rek mótsins, en hann var nú veittur í fyrsta skipti, gefinn af Sigmari Ól- asyni, sjómanni á Reyðarfirði. Sig- rún náði Ólympíulágmarkinu með árangri sínum, synti á 1:35,49 mín. Tvö íslandsmet voru sett á mót- inu, Sigurður Pétursson í flokki þroskaheftra í 50 m flugsundi, 40,18 sek., og Kristín Rós Hákon- ardóttir í flokki hreyfihamlaðra R- 5, 1:01,81 mín. í 50 m baksundi. Fjölmörg stúlkna- og piltamet voru sett. Sigrún Viðarsdóttir, Karen Viðarsdóttir, Ragnheiður Þorgilsdóttir og Kristín Rós Há- konardóttir settu tvö stúlknamet hver og Sigrún Huld Hrafnsdóttir eitt, Eysteinn Guðmundsson setti tvö piltamet og Gunnar Valur Gunnarsson eitt. Stefnt er að því að nýárssundið verði árlegt í fram- tíðinni. - VS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.