Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 16
mmu/ml Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra startsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Fimmtudagur 12. janúar 1984 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Fari hlutfall erlendra skulda upp fyrir 60% af þjóðarframleiðslu á þessu ári „Þá er ríkisstjórn Steingríms sprungin og á að fara frá“ „Ég hef sagt það áður og ég segi það enn að núverandi ríkisstjórn hefur engu hlutverki að gegna og ber að fara frá völdum án skilyrða ef hlutfall erlendra skulda af þjóðarfram- leiðslunni verður látið vaða upp fyrir 60% markið“, sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtali við Þjóð- viljann í gær. Að sögn Bjarna Braga Jónssonar aðstoðarbankastjóra Seðlabankans var það markmið sett í sambandi við gerð lánsfjáráætlunar að hlutfall langra erlendra lána af vergri þjóðarframleiðslu færi úr 60.3% á síðasta ári niður í a.m.k. 58.5% í lok árs 1984. „Alþingi hefur frumvarp að lánsfjárlögum til skoðunar og ég sé enga ástæðu til að afgreiðsla laganna dragist úr hömlu. Þar setjum við okkur það takmark að halda erlendu skuld- unum innan við 60% af þjóðarframleiðslunni og ætlum okk- ur að ná því. Ef það ekki tekst lít ég svo á að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sé sprungin“, sagði Albert Guð- mundsson. - v. Fœr viðbygging Öskjuhlíðarskóla meira fjármagn? „Einfaldara að koma mér úr embætti“ „Þrýstihóparnir eru fjölmargir og þeir geta gert sér grein fyrir því strax að það væri mun einfaldara fyrir þá að koma mér úr embætti en að reyna að fá mig til að hvika frá þcssari stefnu minni. Þeir ættu því að spara sér ferðir upp í fjármála- ráðuneyti á meðan Albert Guð- mundsson situr þar“, sagði hann að síðustu. „Já, ég hef heyrt um þetta mál með Öskjuhlíðarskóla og séð í blöðum, en það hefur engin ákvörðun verið tekin ennþá í ríkis- stjórninni eða mínu ráðuneyti um þetta einstaka mál. En almennt vil ég segja að það er aiveg sama hvað framkvæmdirnar heita: Við mun- um ganga frá þeim framkvæmdum sem eru á lokastigi og það verður ekki byrjað á neinum nýjum áföng- um“, sagði fjármálaráðherra. Hvað eiga húsbyggjendur að gera ef sala ríkisskuldabréfanna bregst? „Þeir verða bara að fresta framkvæmdum“ Sala ríkisskuldabréfa til að fjár- magna hækkun lána til húsbyggj- enda gengur treglega að sögn tals- manna Seðlabankans. Þegar ríkis- Hvað segir fjármálaráðherra um kröfugerð BSRB? „Óttast ekki forystu BSRB“ Éo hof mílfiff álit ó fnrvctu lonn. rPVflH í íclpneléii hióTH'ólani nnnoO ,, _ _i. .1 -s. •n „Ég hef mikið álit á forystu laun- þegasamtakanna og hef alltaf haft. Ég óttast ekkert að þeir menn sem þar ráða ferðinni séu sér ekki með- vitaðir um þá dökku mynd sem ég hef dregið upp fyrir þá og er stað- reynd í íslensku þjóðfélagi núna“, sagði Albert Guðmundsson er hann var spurður álits á kjarakröfum BSRB sem ákveðnar voru í fyrra- dag. „Eg er ekki farinn að sjá kröfu- gerðina eins og hún var endanlega frágengin og get því ekki tjáð mig um hana í einstökum atriðum. Við miðum við að launahækkanir á þessu ári gætu mestar orðið 4% en það markmið var auðvitað rniðað við ákveðið aflamagn úr sjó. Ef það hins vegar minnkar, eins og því miður margt bendir til, hljóta menn að geta séð að markmiðin í launamálum breytast í samræmi við það“, sagði Albert að síðustu. stjórnin ákvað að hækka lánin sl. haust var forsendan sú að vel tækist til um sölu skuldabréfanna. Við spurðum Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hvort tekin yrðu erlend lán til að útvega fjármagn svo hægt væri að standa við loforð- in gagnvart húsbyggjendunum: „Ekki undir neinum kringum- stæðum. Ef ekki tekst að afla fjár með þeim hætti sem við höfum ákveðið verða húsbyggjendur ein- faldlega að fresta sfnum fram- kvæmdum. Að treysta á ríkissjóð í þessum efnum er tilgangslaust á meðan ég hef með fjármál ríkisins að gera. Menn verða að átta sig á því að ríkissjóður íslands er hvorki banki né vátryggingastofnun“. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.