Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.01.1984, Blaðsíða 9
L ► . Fimmtudagur 12. janúar 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 M,- 4 að sameina rekstur björgunarsveita Land- helgisgæslunnar og bandaríska hersins? TF-Rán við leitarflug í Þórsmörk á sínum tíma. Fiugmenn björgunarþyrl unnar hafa sýnt ótrúlega hæflleika við björgun mannslífa bæði á landi og á sjó við hinar erfiðustu aðstæður. Missirinn að TF-Rán og þeim þrautþjálfuðu flugmönnum sem með þyrlunni fórust í Jökulfjörðum er því mikill fyrir innlenda björgunar- og öryggisþjónustu. spurt Forsœtisráðherra hefur ný- lega lýstþvíyfir að réttast vœri að sameina sem frekast er unnt starfsemi björgunar- sveita Landhelgisgœslunnar og bandaríska hersins á Miðnesheiði. Telurhann þetta vœnlegasta kostinn þeg- arfyrir dyrum stendur endur- nýjun á þyrlukosti Landhelg- isgœslunnar og hefur m.a. fœrt hugmyndir sínar opin- berlega í mál við bandaríska sendiherrann hérálandi. Morgunblaðið birti leiðara á dögunum þar sem lagst var eindregið gegn þessum hug- myndum ráðherrans um sam- vinnu við herinn, heldurœtti að byggja hér upp öfluga björgunarsveit undir stjórn Landhelgisgœslunnar. Þjóð- viljinn leitaði á dögunum álits þeirra Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra, Gunnars Bergsteinssonarforstjóra landhelgisgœslunnar og Svavars Gestssonarformanns Alþýðubandalagsins á framkomnum hugmyndum ráðherra Framsóknarflokks- ins. Gunnar Bergsteinss Leggjum til áframhald á fyrri rekstri - Ég vil helst ekki tjá mig um þetta atriði, heldur láta pólitíkus- um það eftir. Við starfsmenn Landhelgisgæslunnar höfum ver- ið að athuga ýmsa möguleika varðandi endurnýjun á björgun- arþyrlu. Hingað hafa komið franskir tæknimenn og þessa dag- ana eigum við von á mönnum frá Sikorsky verksmiðjunum. End- anleg tilboð hafa ekki verið lögð fram og við höfum ekki heldur kallað eftir þeim á meðan við erum að skoða alla möguleika nánar, sagði Gunnar Bergsteins- son forstjóri Landhelgisgæslunn- ar, er hann var spurður um fram- komnar hugmyndir um samvinnu björgunarsveita Gæslunnar og hersins á Miðnesheiði. Gunnar sagði að jafnframt at- hugun á endurnýjun þyrluflota væri unnið að tillögum um rekstr- arfyrirkomulag. „Við erum að reyna að skoða þetta dæmi til næstu framtíðar, ekki bara næsta árs.“ Lítið þið þá á rekstur vel útbú- innar björgunarsveitar sem hluta af starfsemi Landhelgisgæslunn- ar? - Við miðum við þann rekstur sem verið hefur í þessum efnum á undanförnum árum hjá Land- helgisgæslunni og leggjum til að áframhald verði á þeim rekstri. Hvenær má eiga von á tillögum frá ykkur um cndurnýjun á tækjabúnaði? - Athugun á þeim mögu- leikum sem í boði eru tekur ávallt sinn tíma. Við erum að reyna að skoða þetta dæmi til lengri tíma litið. Sér útbúnar þyrlur sem við þurfum á að halda eru ekki til- búnar til afgreiðslu samdægurs, þetta tekur allt sinn tíma. Að endum ræðst þetta af því fjár- magni sem stjórnvöld vilja láta renna til þessa rekstrar en við munum fljótlega gera tillögur í þessum efnum til okkar ráðherra, sagði Gunnar Bergsteinsson. -lg- Svavar Gestsson Þjóð sem getur ekki bjargað sér sjálf er ekki burðug - Ég er þeirrar skoðunar að það sé fyrir neðan allar hellur, að við skuíum ekki vera með full- boðlegan björgunarflota hérna vegna okkar fólks í landinu. Það var af þeim ástæðum sem við beittum okkur mjög fyrir því innan vinstri stjórnarinnar 1978- 79 að það ytði keypt hingað björgunarþyrla. Mönnum óx það þá mjög í augum, því þeir höfðu treyst á herinn en sú stjórn tók þá af skarið, sagði Svavar Gestsson form. Abl. - Á sömu braut var haldið í síðustu stjórn og nú þegar fjárlög voru afgreidd þá gerðum við þingmenn Alþýðubandalagsins tilraun til þess bæði með tillögum og viðtölum að ýta á það að keypt yrði ný þyrla. Auðvitað á strax og Gunnar Bergsteinsson þing kemur saman að veita Land- helgisgæslunni ábyrgð fyrir láni til kaupa á björgunarþyrlu, sagði Svavar. - Mér finnst alveg fráleitt að vera að grauta saman reitum hersins og þjóðarinnar, alveg frá- leitt. Ég sé ekki hvar það endar, þegar menn eru farnir að reka með þeim flugstöð, reka með þeim höfn, reka með þeim björg- unarstarfsemi. Hvað er þá eftir? Verða þá ekki skólarnir suðurfrá reknir með hernum, heilsugæslu- stöðvar, sjúkrahús og hvaðeina? Þjóð, sem ekki getur bjargað sér nokkurn veginn sjálf þegar hættu ber að höndum, er ekki burðug. Þetta eru sömu viðhorf og við höfðum gagnvart hugmyndum Geirs Hallgrímssonar um radar- stöðvarnar. Hann segir okkur geta haft not af þessum stöðvum. Auðvitað getur það verið rétt út af fyrir sig, en aðalatriðið er þó hitt að við eigum að vera sjálf Svavar Gestsson með burðug fjarskipti og geta veitt sjófarendum og flugi eðli- lega þjónustu, sagði Svavar Gestsson. -*g- Geir Hallgrímsson Hugmyndir um samvinnu athyglisverðar - Þessi mál hafa ekki verið rædd formlega í ríkisstjórninni, en við höfum rætt þetta okkar í milli og viljum gjarnan kanna málið. Mér finnst þetta athyglis- vert að reyna að hafa sem besta samvinnu á þessu sviði og jafnvel taka yfir eitthvað af þessari starf- semi“, sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra. Felast hugmyndir um sam- vinnu björgunarsveitanna í því að Geir Hallgrímsson Landhelgisgæslan fari inn á starfssvið hersins? - Málið er ekki komið það langt að ég geti gert mér grein fyrir því hvernig þessari sam- vinnu myndi verða háttað, eða okkar þætti í þeirra starfsemi. Ég held að málið sé alls ekki komið á þann rekspöl að hægt sé að geta sér til um það auk þess sem geta verið tálmanir á þessari leið sem gera þetta illfært. En mér finnst fullt tilefni til að grandskoða þennan möguleika með tilliti til endurnýjunar á þyrluflota Land- helgisgæslunnar. Þú talar frekar um samvinnu en beinlínis yfirtöku á björgunar- starfseminni? - Ég tel málið það skammt á veg komið að ég er ekki farinn að gera mér grein fyrir því hvort hrein yfirtaka er framkvæmanleg og því tel ég varlegra að tala um samvinnu í bili, sagði Geir Hall- grímsson. - lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.