Þjóðviljinn - 12.01.1984, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. janúar 1984
Landspítalinn:
Fæðingum fækk-
aði á síðasta ári
Fæðingum fækkaði nokkuð á
Landspítalanum á síðasta ári mið-
að við árið 1982. Að sögn Gunn-
laugs Snædals fæddust árið 1983
um 120 færri börn cn 1982. Hins
vegar (jölgaði fæðingum um 60-70
á Fæðingarheimilinu miðað við
1982. Þess má geta, að árið 1982
var Fæðingarheimilið lokað um
nokkurra vikna skeið en lokaði
hins vegar ekkert í fyrra og er það
skýringin á fjölgun fæðinga á Fæð-
ingarheimilinu.
Ekki hafa öil byggðarlög lands-
ins skilað inn yfirliti til Gunnlaugs
um fæðingar, og því kvað hann of
snemmt að tjá sig um það, hvort
fæðingum hafi fækkað eða fjölgað
á síðasta ári. Af þeim gögnum sem
hann hefði undir höndum mætti
draga á ályktun, að þeim hefði
fækkað, en nokkrir stórir staðir
ættu eftir að skila yfirliti og því væri
nákvæm tala ekki fyrir hendi enn.
En Reykvíkingum áskotnaðist sem
sé færri nýburar á síðasta ári en árið
Álviðrœðunum verður ekki lokiðfyrirl. apríl
Raunverulegir samningar
tæpast komnir í gang
„Það er mikill misskilningur að
öðrum aðilanum vegni betur í þess-
um viðræðum, einstaklingar meta
árangurinn einfaldlega á mismun-
andi vegu“, sagði Guðmundur G.
Þórarinsson, verkfræðingur, einn
fulltrúa ríkisstjórnarinnar í samn-
inganefnd hennar við Alusuisse.
„Raunverulegsar samningavið-
ræður eru tæpast komnar í gang“,
sagði Guðmundur G. Þórarinsson.
„Eftir að bráðabirgðasamkomu-
lagið var gert, hafa fundirnir farið í
að draga saman forsendur og upp-
lýsingar sem nauðsynlegar eru til
samningagerðarinnar. Eg vil nú
ekki orða það svo að það muni
sverfa til stáls, en línurnar munu
skýrast á næsta fundi, þvíþað verð-
ur fyrsti raunverulegi samninga-
fundurinn.“
í síðustu viku hittust samninga-
nefndir ríkisstjórnarinnar og Alus-
uisse hér á landi og er næsti fundur
fyrirhugaður í Sviss um miðjan fe-
brúar, og sagði Tíminn um þann
fund að þar myndi sverfa til stáls.
Af ummælum fundarmanna í síð-
ustu viku mátti ráða að þeir legðu
misjafnt mat á gang viðræðnanna;
íslensku fulltrúarnir sögðu að ekk-
ert hefði gerst og viðræður væru
vart hafnar, en þeir svissnesku
voru ánægðir og töldu fundina ár-
angursríka.
„Menn gerðu sér vonir um að
hægt yrði að ná lokasamkomulagi
fyrir 1. apríl", sagði Guðmundur
ennfremur, „en ég skal ekki segja
hvort þetta tekst. Það getur verið
að það þurfi að framlengja þann
tíma eitthvað. Ég treysti mér ekki
til að spá um hversu lengi, en ég
vonast til að samningar náist á
þessu ári“.
Áður en núverandi ríkisstjórn
var mynduð var ætíð stefnt að því
að álverið greiddi að lokum endan-
legt framleiðsluverð raforkunnar
frá Landsvirkjun. í bráðabirgða-
samkomulaginu sem gert var s.l.
haust var hins vegar fallið frá því
stefnumiði og ákveðið að miða við
verð til annarra álvera.
- Við hvaða orkuverð er nú mið-
að og hafa samningamenn ríkis-
stjórnarinnar fundið lægra orku-
verð til álvera en gildir hér á landi?
„Já, - við höfum fundið lægra
verð“, sagði Guðmundur. „En það
er ekki alltaf einfalt að finna réttu
viðmiðunina. Orkuverð er mjög
mismunandi með tilliti til kjara,
verðhækkana, skilyrða fyrir af-
hendingu og fleiri þátta. Mörg ál-
ver eiga sín eigin orkuver og eru því
ekki samanburðarhæf. Ég get ekki
sagt neitt ákveðið um endanlega
viðmiðun ennþá“.
ÁI
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Vínarkvöld
í dag, fímmtudaginn 12. janúar
er hið árlega Vínarkvöld Sinfóníu-
hljómsveitar íslands. Á efnisskrá
verða sungin og leikin lög m.a. úr
ýmsum Vínaróperettum eftir
Strauss, Kalman, Lehár, Stolz o.fl.
Úr óperettunni Leðurblökunni
verður sungin Csardas, sem aldrei
hefur verið sunginn áður svo að vit-
að sé
Stjórnandi Vínarkvöldsins verð-
ur Herbert Mogg. Hann er Vínar-
búi í húð og hár. Hann er fæddur
þar, stundaði nám við Tónlistarhá-
skólann þar og fyrsta starf sitt fékk
hann við Scala-leikhúsið í Vín. Síð-
ar starfaði hann við Volkstheater
og Theater in der Josephstadt. Á
árunum eftir 1960 var hann óperu-
og óperettustjórnandi við ýmis
leikhús í Vestur-Þýskalandi, en frá
1970 hefur hann verið aðalhljóm-
sveitarstjori og frá 1977 listrænn
forstjóri Raimund-leikhússins í
Vfnarborg. Hann hefur stjórnað
mjög mörgum þekktum hljóm-
sveitum í Evrópu, svo sem Sinfóní-'
uhljómsveit austurríska útvarpsins
í Vín, Mozarteum-hljómsveitinni í
Salzburg, þýsku ríkishljóm-
sveitinni og sinfóníuhljómsveit út-
varpsins í Berlín, ríkisóperuhljóm-
sveitunum í Sofíu og Budapest o.fl.
Herberg Mogg á sæti í stjórn C.M.
Ziehrer-stofnunarinnar í Vín og
hefur verið sæmdur hinu gullna
heiðursmerki austurríska lýðveld-
isins.
Sópransöngkonan, Siegiinde
Kahmann, sem er einsöngvari á
tónleikunum, er fædd í Dresden í
Þýskalandi og stundaði nám við
Tónlistarháskólann í Stuttgart.
Strax að námi loknu varð hún fast-
ráðinn óperusöngvari við óperuna í
Stuttgart og síðar við óperurnar í
Kassel, Graz, Vín og Múnchen.
Hún hefur sungið víða í Evrópu,
m.a. á hinum árlegu tónlistarhátíð-
um í Salzburg og Edinborg og auk
þess mikið í útvarp og sjónvarp.
Árið 1977 fluttist Sieglinde til ís-
lands og hefur oft sungið á tón-
leikum með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og komið fram á fjölda ann-
arra tónleika. Hún hefur sungið í
Þjóðleikhúsinu aðalhlutverk í óp-
erettunni Kátu ekkjunni eftir Le-
hár og óperunni Bohéme eftir
Puccini og gert upptökur fyrir út-
varp og sjónvarp. Sieglinde starfar
sem kennari við Tónlistarskólann í
Reykjavík.
Karlakór Reykjavíkur mun að-
stoða hljómsveit og einsöngvara
við flutning nokkurra laganna. '
- mhg
Sinfónían stillir strengi sína fyrir Vínarkvöldið.
Lokaátak í söfnun E1
Sahador nefndarinnar
Frá því fyrir jól hefur El
Salvador-nefndin á íslandi staðið
fyrir fjársöfnun til skólabarna á
frelsuðu svæðunum í El Salvador.
Jólagjöf til barna í El Salvador. Það
sem safnast rennur óskipt til kaupa
á kennslugögnum. Kennarasam-
band Islands og Hið íslenska
kennarafélag standa að mestu
undir kostnaði vegna söfnunarinn-
ar, kosta m.a. útgáfu lítils bæklings
um frelsuðu svæðin og lestrarher-
ferð kennarasambands El Salvador
þar. Andvirði bæklingsins rennur
líka óskipt í söfnunina.
Söfnunarbaukar og bæklingar
voru sendir trúnaðarmönnum í
hundrað skólum um allt land. Skil
eru farin að berast og virðast undir-
tektir hafa verið góðar. Það sem
safnast verður sent út nú í lok janú-
ar og er því nauðsynlegt að fara að
ljúka söfnuninni.
Setja má söfnunarfé og andvirði
bæklinga inn á bankareikning 303-
25-59957, merkt jólasöfnun til
barna í E1 Salvador. Hafi bækling-
arnir ekki selst allir má senda þá á
eftirfarandi heimilisfang: Björk
Gísladóttir, Baldursgötu9, kj., 101
Reykjavík.
Á Reykjavíkursvæðinu geta fé-
lagar í nefndinni sótt söfnunarfé og
önnur gögn, þegar hentar. Hafið
samband í síma: 78903 eða 19356.