Þjóðviljinn - 17.01.1984, Page 15

Þjóðviljinn - 17.01.1984, Page 15
Þriðjudagur 16. janúar 1984' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar Irá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Guðmundur Einarsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Skóla- dagar“ eftir Stefán Jónsson Þórunn Hjartardóttir les (7) 9.20 Leikfimi.9.30Tilkynningar.Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Man ég það sem löngu leið" Ragn- heiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Viö Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Sexstett Benny Goodmans og B.B. King og hljómsveit teika. 14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eft- ir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar Stefánsson les (16). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðuriregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Sinfóniuhljóm- sveit islands leikur „Sögusinfóníuna" eftir Jón Leifs, Jussi Jalas stj. 17.10 Siðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðuriregnir, Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Guðlaug M. Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Leyni- garðurinn“ Gert eftir samnefndri sögu Frances H. Burnett. (Áður útv. 1961). 3. þáttur: „Grátið á ganginum" Þýðandi og leíkstjóri: Hildur Kalman. Leikendur: Helga Gunnarsdóttir, Rósa Sigurðardótt- ir, Gestur Pálsson, Bryndis Pétursdóttir, Áróra Halldórsdóttir, Lovisa Fjeldsted, Árni Tryggvason, Sigríður Hagalin og Erlingur Gíslason. 20.30 „Gamli jakkinn" smásaga eftir El ísabetu J. Helgadóttur Höfundur les. 20.40 Kvöldvaka a. Almennt spjall um þjóðfræði Jón Hnefill Aðalsteinsson tekur saman og flytur. b. Kórsöngur: Liljukórinn syngur Stjórnandi: Jón Ás- geirsson. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.15 Skákþáttur Stjórnandi: Jón Þ. Þór. 21.40 Útvarpssagan: „Laundóttir hreppstjorans" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les. (23). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónleikar: Tékkneska fíl- harmóniusveitin leikur Stjórnendur: Karel Ancerl og Alois Klima. Einleikari: Josef Suk. a. Fantasia í g-moll op. 24 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Josef Suk. b. Hátíðarmars op. 35c eftir Josef Suk. c. Fiðlukonsert i a-moll op. 53 eftir Antonín Dvorák. - Kynnir: Knútur R. Magnússon. 23.45 Fréttir. Ðagskrárlok. RUV 2 10-12. Morgunútvarp með morgunkvartett rás- ar 2. 14-16. Gísli Sveinn Loftsson snýr plötum í tvo tima. 16- 17. Þjóðlagatónlist í víðustu merkingu orðs- ins. Kristján Sigurjónsson kynnir. 17- 18. Frístund. Eðvarð Ingóllsson sér um unglingaþátt. JB \ RUV 19.35 Ðogi og Logi Pólskur teiknimynda- flokkur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Konur og þjóðfélagið Bresk fræðslu- mynd um vanmat sagnfræðinga á hlut- verki kvenna í mannkynssögunni. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. 21.05 Derrick Maðurinn frá Kiel Þýskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Vetur- liði Guðnason. 22.05 Setið tyrir svörum Umsjónarmaður Rafn Jónsson fréttamaður. 22.55 Fréttir i dagskrárlok frá lesendum Spurt n m hiinclamál Reykvíkingur spyr: Hefur fjármálaráðherra ein- hvern einkarétt á að brjóta lög? Ég spyr vegna þess að í Morgun- blaðinu var hann að grobba sig af því að hafa hund sem lögum sam- kvæmt er bannað. Ég hélt að allir ættu að fara eftir þessum lögum. Það er svo annað mál með blinda og hjálparsveitir því í þeim tilfell- um er hundurinn þjálfaður til leitar- og hjálparstarfa. Þar eru hundarnir nauðsynlegir föru- nautar. Albert vitnaöi m.a. í liunda hjálparsveitanna í ofangreindu viðtali og slíkt þykir mér lágkúra og ekki samanburðarhæft við hundahald heilbrigðra einstak- linga. Annað hvort er bann eða ekki bann. Breyting verður að gerast með lögum en ekki með geð- þóttaákvörðun einhvers ráð- herra. Mér þykir full ástæða fyrir því að Albert Guðntundsson geri nánar grein fyrir þessu lagabroti sínu á opinberum vettvangi. Helgi Guðjónsson Vesturbergi 140 Rcykjavík Hvað segir AB um fæðingar- orlofið? Sólveig hringdi vegna lesenda- bréfs í Þjóðviljanum á fimmtudag, þar sem ÁG skrifar um greiðslur til kvenna í fæðing- arorlofi. Hún sagðist sakna þess að ítarlegum ályktunum lands- fundar AB um þetta mál, svo og önnur mál sem varða jafnrétti kynjanna, hefði ekki verið gerð skil í blaðinu. Að málefnaundir- búningi á þessu sviði unnu fjöldi kvenna, sagði Sólveig, og niður- stöður hópanna vöktu miklar umræður á landsfundinum, þar á méðal reglan um kvótaskiptingu kynjanna. Ályktunin um fæðing- arorlofið var mjög ítarleg sagði Sólveig ög óskaði eftir því að blaðið kynnti lesendum sínum hana. Sjónvarp kl. 22.05 Setið fyrir svörum Davíð Oddsson borgarstjóri ' Sigurjón Pétursson borgarfulltr. Þátturinn „Setið fyrir svörum" er á dagskrá sjónvarpsins á eftir Derrick í kvöld. Sigurjón Pétursson fulltrúi Al- þýðubandalagsins í borgarstjórn og Davíð Oddsson borgarstjóri sitja fyrir svörum blaðamann- anna Álfheiðar Ingadóttur og Ásdísar Rafnar. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur og borgarmálin verða í brenni- depli. Álfheiður Ingadóttir er frétta- ritariÞjóðviljans íborgarstjórn og Ásdís J. Rafnar er fréttaritari Morgunblaðsins þar. Stjórnandi umræðnanna er Rafn Jónsson fréttamaður. Álfheiður Ingadóttir blaðamaður Ásdís J. Rafnar blaðamaður Rás 1 kl. 20.00 Leynigarðurinn Framhaldsleikritið „Leyni- garðurinn“ verður á dagskrá út- varpsins í kvöld, kl. 20.00. Þetta er þriðji þáttur og nefnist „Grátið á ganginum“. f síðasta þætti kom fram að Maríu litlu þykir vistin í Akur- gerði heldur einmanaleg þrátt fyrir allsnægtir. Frændi hennar er fjarverandi og stjórnar Meta ráðskona öllu með harðri hendi. Maríu finnst undarlegt að mega ekki fara frjáls ferða sinna um húsið og grunar að þar sé eitthvað sem haldið er leyndu I fyrir henni. Hún furðar sig líka á því að einn af skrúðgörðum staðarins er læstur og girtur háunt ntúr. Þar hefur enginn fengið að stíga fæti sínunt í tíu ár; síðan kona frænda hennar dó. María er þó ekki alveg vina- laus. Marta og Tumi, sem eru þjónustufólk á staðnum, vor- kenna henni og reyna að stytta henni stundir, þó að hún sé býsna erfið í untgengni og hafi vanist því að líta niður á þeirra líka og skipa þeirn fyrir. Leikendur í 3. þætti eru: Helga Gunnarsdóttir, Rósa Sigurðardóttir, Gestur Pálsson, Bryndís Pétursdóttir, Áróra Halldórsdóttir, Louisa Fjeld- sted, Árni Tryggvason, Sig- ríður Hagalín og Érlingur Gíslason. Leikstjóri er Hildur Kalman og kynnir er Jónas Jón- asson. Utvarpsleikgerð og þýðingu gerði Hildur Kalman eftir sam- nnefndri sögu Frances H. Burn- ett. bridge Leikur sveita Ólafs Lárussonar og Þórarins Sigþórssonar í 2. umferö Reykjavíkurmótsins - undanrásum á dögunum, var ansi fjörugur. Spil dagsins er úr þessum leik. Það er af svæsnari gerðinni: K1082 982 ÁG864 10 973 Á1074 D7 ÁK98 Vestur (Guöm. Sveinss.) opnaði á 1 tígli, Norður sagði pass, Austur pass og Suður (Ólafur Lár.) doblaði. Vestur sagði pass, Norður pass Austur (Þorgeir Eyj.) sagði 2 lauf, Suður doblaði, Vestur pass, Norður (Hermann Lár.) sagði 2 spaða, Austur pass, Suður 2 grönd (til að spila, hélt undirritaður), Vestur pass og Norður var í baráttustuði og lyfti í 3 grönd. Austur var búinn að fá nóg af þessu og doblaði. Útspil Vesturs var laufagosi. Hvernig list ykkur á samninginn? Nú jæja, þeir hafa sést verri við spila- borðið. Sagnhafi drap laufagosann meö ás heima og spilaði lágu hjarta að heiman. Vestur lét lítið og Austur drap á gosa. Nú kom tigulnían frá Austri (ekki besta spilið fyrir vörnina) og Suður stakk upp dömunni. Vestur hikaöi yfir henni en lét hana svo fara. Nú spilaði sagnhafi laufaáttunni og Austur drap á drottningu og spilaði hjarta til baka. Sagnhafi hleypti því og Vestur fékk slaginn á drottningu. Nú koma spaðadrottning frá Vestri og sagnhafi setti kónginn. Hann hélt. Nú spilaöi sagnhafi lágu hjarta úr borði, Austur lét lítið og Suður stakk upp ás. Vestur henti tigli i hjartaásinn. Nú var spilið nokkuð augljóst. Austur hafði byrj- að með 6 lauf, 4 hjörtu, 2 spaða og 1 tígul (nían stök). Og þvingan var sett á Vestur. Sagnhafi tók nú laufakóng og eftir mikla umhugsun henti Guðmundur tigli. Nú kom laufanían og aftur hugsaði Guö- mundur lengi. Loks birtist spaðaásinn (og sagnhafi hugsaði með sjálfum sér: Þetta gat hann, helv..) Það blasti nú við að Austur ætti spaðagosann eftir stakan, auk allra slaganna hinna. Nú jæja, látum reyna á það. Lokastaðan var þessi:: 10 ÁG8 97 10 7 Nú spilaði Suður tígulsjö, tían kom frá Vestri, gosinn átti slaginn og spaðatíu gluðrað út. Lítið frá Austri og BINGÓ, Vestur átti gosann. Áttundi og nlundi sla- gurinn komu svo á ás-áttu í tigli í borðinu. Furðurlegt spil var komið í höfn, 750 til sveitar Ölafs, sem vann leikinn með 60:52 (13:7).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.