Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. febrúar 1984 Sigurdór Sigurdórsson skrifar vendingi, heldur er kúvent. í þessu viðtali segir Sverrir að 4- 6% ramminn frægi, sem ríkis- stjórnin hafi ákveðið sé of þröng- ur, mun meiri hækkun verði að koma til ef kjarasamningar eigi að nást. Hann boðar það líka að samningar verði að nást, öðruvísi gangi þetta ekki. Og ekki nóg með það, heldur hleypur forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson til og lýsir því yfir að hann sé sammála Sverri. Ramminn sé ekki heil- agur, vel megi fara hærra en 6%. Þá segir Albert Guðmundsson, spryngi ramminn er ég farinn úr ríkisstjórninni. Eftir stendur - hver kippti í spottann? Hver fyr- irskipaði Sverri og kúvenda og hversvegna? Þjóöviljinn hefur það eftir ör- uggum heimildum að formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson eigi hér stóran hlut að máli. Hann hefur verið í samn- ingaviðræðum ASÍ og VSÍ und- anfarið og skynjar það að sjálf- sögðu að 4% kauphækkun nú, þegar flest heimili landsins eru á barmi gjaldþrots eftir kauprán og aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar er brosleg tala. Þegar svo er kom- ið að formenn tveggja af stærstu verkalýðsfélögum landsins Bjarni Jakobsson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hafa hreinlega gefist upp í verkalýðsbaráttunni og lýsa því yfir opinberlega að hina lægstlaunuðu í verkalýðs- hreyfingunni verði að segja til sveitar að fornum sið, þá hlýtur alvaran að blasa við mönnum, jafnvel forráðamönnum ríkis- stjórnarinnar. Þá telja þeir sem best vita, að Ragnar Halldórs- son, forstjóri ísal hafi lagt hönd á þann spotta sem kippt var í, sjá- andi að starfsmönnum hans er al- vara og hjá samningum verður ekki komist. Hér er því um heilt Parísarhjól að ræða sem snúist hefur býsna hratt á stuttum tíma. Hver fram- vinda mála verður er erfitt að segja: en eitt er þó ljóst: múr ríkisstjórnarinnar um 4% kauphækkun hefur verið brotinn. Hvort talan verður 10% eða 20%, hvort kjarabætur koma í áföngum á árinu, hvort hækkunin verður flöt, sem kallað er, þe. sama hækkun yfir alla línuna og þá einhverjar bætur á vegum ríkisstjórnarinnar til hinna lægst- launuðu er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Hitt virðist liggja ljóst fyrir að auðveldara verður að ná fram nýjum kjaras- amningum eftir yfirlýsingu Sverr- is Hermannssonar og Steingríms Hermannssonar en áður. -S.dór Margir hafa átt erfitt með að átta sig á gangi mála í kjarasamn- ingunum og á ummælum ráð- herra ríkisstjórnarinnar undan- farna daga. I umræðum og gerð- um manna hafa orðið slíkar mót- sagnir og raunar þversagnir, en von er að fólk átti sig illa á því sem þarna er að gerast. Ef við byrjum á byrjuninni, þá eru það starfsmenn Álversins, sem ríða á vaðið rétt undir ára- mótin og setja fram sínar kröfur, sem sagðar eru nema um 40% kjarabótum. Þegar þeir lögðu fram þessar kröfur sínar stóðu enn fyrirskipanir ríkisstjórnar- innar um að ekki kæmi til mála að leyfa meiri kjarabætur en sem næmi 4%. Fyrr á árinu var talað um 4%-6%, en vegna spár um minnkandi sjávarafla var markið fært fast niður í 4% og við þá tölu voru fjárlög miðuð. Fjármálaráð- herra, Albert Guðmundsson hafði sagt opinberlega að færu kjarasamningar yfir þetta mark myndi hann segja af sér og það bæri ríkisstjórninni allri að gera. Kröfum Álvers-manna var illa tekið af vinnuveitendum og ríkis- stjórninni og fálega af ASÍ. Ástæðan var eflaust sú að á sama tíma og starfsmenn Álversins bjuggu sig undir verkfall til árétt- ingar kröfum sínum, voru hafnar viðræður milli forystumanna ASÍ og VSÍ um nýja kjarasamninga. í fyrstu fóru þessar viðræður leynt, en síðan var skýrt frá þeim í Þjóð- viljanum og Morgunblaðinu þeg- ar þær voru komnar á það stig að farið var að festa tölur. Þá var talað um 4% kauphækkun í byrj- un og síðan 2% plús 2% síðar á árinu. Hlé varð á samningum þessara aðila eftir að blöðin höfðu sagt frá þeim, en síðan voru þær teknar upp aftur og eru í gangi enn. Næst gerist það í málinu að iðn- aðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, ný fallinn á zetu-prófi og því í sárum, kemur í ríkisút- varpið og hefur í hótunum við verkamenn í Álverinu og segist munu beita öllum ráðum, og í- trekar „öllum ráðum“, til að koma í veg fyrir verkfall og samn- inga. Ummæli ráðherra komu sem sprengja inní samningavið- ræður ísal og starfsmanna þess. Það litla sem mjakast hafði áleiðis kipptist til baka við um- mæli Sverris. Það var í síðustu viku sem Sverrir sagði þetta í hljóðvarpið. Svo liðu nokkrir dagar. Á þeim tíma kom Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri VSÍ og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins inní viðræðu ASÍ og VSÍ. Fyrir því hefur Þjóðviljinn óyggjandi sannanir. Á mánudaginn var Parísarhjól kjarabaráttunnar - eða hver kippti í spottann? kemur svo Sverrir Hermannsson ' í ræðustól á Alþingi og ítrekar ásakanir sínar og gífuryrði í garð starfsmanna ísal og sagði að hann hefði viljandi verið að reyna að spilla fyrir samningum þessara aðila með ummælum sínum í hljóðvarpinu. En... þennan dag er kippt í spotta. Á þriðjudeginum er svo ákveð- ið að Morgunblaðið hafi viðtal við Sverri, þar sem honum er gef- inn kostur á að draga í land með stóryrði sín í málinu. Og þá er það ekki gert með neinum smá ritstjórnargrein Borgarstjórinn og pilsfaldakapítalisminn Undarleg stílœfing Margt undarlegt hefur oltið út fyrir varir manna í umræðum um fjölmiðlahringinn ísfilm h.f. og þá ekki síst aðild borgarstjórn- armeirihluta Davíðs Oddssonar að því fyrirtæki. Borgarstjóri er sjálfur manna fremstur í þessum skringilegheitum: hann hefur svitnað mjög að undanförnu í þeirri viðleitni sinni að telja mönnum trú um að Reykjavíkur- borg þurfi að borga peninga í til- tekið fyrirtæki til að fá að fylgjast með um þróun fjölmiðla, og að með því að borgin velji sér eitt kvikmyndafyrirtæki til samstarfs opnist möguleikar fyrir aðra á sama vettvangi. Davíð Oddsson er reyndar kunnur fyrir áhuga á leikritun: kannski hér sé um að ræða stílæfingu í leikhúsi fárán- leikans. Pversögn Það er ekki nema von það heyrist hljóð úr horni. Tveir kvik- myndagerðarmenn sendu borg- arstjóra opið bréf í Morgunblað- inu í gær og bentu honum í allri vinsemd á að hagur kvikmynda- gerðarfyrirtækja í borginni sé í verulegri hættu „ef Reykjavíkur- borg ætlar sér að fara í beina sam- keppni við þessi fyrirtæki á þröngum markaði jafnframt því sem fyrirtækjunum er gert að greiða veruleg gjöld til borgar- innar“. Bæði þeir og svo borgar- fulltrúar minnihlutans hafa og látið í ljós undrun sína yfir þessu tiltæki Davíðsmeirihlutans - sem kemur upp á menn um það leyti sem Sjálfstæðisflokkurinn sver og sárt við leggur að opinberir aðilar eigi sem minnst að skipta sér af einkarekstri og þá allra síst fjölmiðlun. í herbúðum Davíðs sjá menn reyndar að einmitt í því sem nú var síðast nefnt er allmikil þver- sögn fólgin, þótt sú þversögn sé hálfgert feimnismál og jafnan far- ið út í aðra sálma þegar að henni er vikið. Þetta viðurkenndi t.d. leiðarahöfundur DV, eins ís- filmshluthafans, um daginn. Og komst að þeirri niðurstöðu, að þótt gott sé að hafa borgina með (er náttúrlega feginn peningun- um að fyrirgreiðslunni) þá eigi borgin að draga sig út úr stjórn fyrirtækisins sem fyrst eftir að það kemst á veglegt skrið. Eins og stundum áður glopra þeir hjá DV út úr sér kjarna máls, sem reynt er að fela í rósrauðum orðskrúðsumbúðum. Aðild Da- víðsborgar að ísfilm er nefnilega enn eitt dæmið um þann herfilega pilsfaldakapítalisma, sem í stuttu máli sagt þjóðnýtir töp og áhættu en velur sér gæðinga til að taka við þeim gróða sem skapast kann. Líkleg framvinda Samkvæmt því fjölmiðlahand- riti sem DV ýjar að lítur dæmið einfaldlega svona út: Pólitískt forræði yfir opinberum aðila (hér Reykjavíkurborg) er otað til að tryggja útvöldum aðilum í einka- rekstri (Indriða G. og AB) pen- inga og forskotsaðstöðu. Ef að fjármál ganga vel skal borgin víkja - vita menn í ísfilm líka of- urvel að Davíð getur vel misst sinn meirihluta. En ef að illa gengur í fjármálum mega menn gera ráð fyrir því að borgin verði flækt sem fastast í þetta fjölmiðl- aævintýri - gott ef hún verður ekki látin yfirtaka fyrirtækið í nafni atvinnutryggingar eða ein- hvers þessháttar. ísfilmmálið hefur margar fleiri hliðar eins og kunnugt er: til dæmis telur leiðarahöfundur Framsóknarblaðsins Dags á Ak- ureyri að með auðhring þessum verði reynt að bæta stöðu Sjálf- stæðisflokksins á sjónvarps- skermum landsmanna. Það kem- ur væntanlega í Ijós fyrr eða síð- ar. En eitt blasir við nú þegar: hið ömurlega absúrdleikhús pilsfaldakapítalismans sem Da- víð Oddsson borgarstjóri hefur nú tekið að sér að semja handrit fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.