Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 4
'SÍé'A - Þ.íÖðVilÍÍnI^ He ’.pr Sú er ástin heitust, sem bundin er meinum, er því best að unna ekki neinum. Úr íslensku danskvœði Skógar í Þorskafírði, fæðingarstaður Matt- híasar Jochumssonar. Jörðina átti síðar Jochum Eggertsson - Skuggi - en hann var bróðursonur Matthíasar. Jochum M. Eggertsson eða Skuggi eins og hann kailaði sig var ágætt skáld og liggur eftir hann töluvert af skáld- skap og þýðingum ásamt býsna sér- kennilegum fræðiritum.Hann átti ekki langt að sækja skáldagáfuna því að þjóðskáldið Matthías Jochumsson var föðurbróðir hans og einnig eru mörg fleiri þekkt skáld í þeirri ætt. Hér birt- um við kafla úr rímu eftir Jochum: Hlakkar og flýgur heimskan kunn, hakkar og sýgur blóðgan grunn; flakkar og lýgur fólks í munn frakkar en smýgur vatn í brunn. Hvar eru blysin? Bláa strönd! Bylgjan er risin með sín grönd: hamingjublysin, hlekki, bönd. Hungruð og visin sál og önd. Fannst mér í draumi gott þitt grjót; gafst mér í laumi undir fót. I örlagastraumi áttir nót, í hennar flaumi sálubót. Spannaði sunna rósarunn, runn sem að grunni átti brunn, brunn sem að kunni mýkja munn, munn sem að unni þínum hlunn. Faldanna los á Ijósri unn lyftist sem gos í sefans brunn; ið svífandi vos að sjafnar grunn, safnast í bros á þínum munn. í dúnmjúkum ymi sál mín sá í sólroðahvimi mynd þér frá. í dagganna gimi draum þinn má og drifhvítu brimi ennþá sjá. 'innur og spinnur vonin greið andann til handa þeim er beið; )ldin til moldar fœlir seið, hnur í kynnum aðra leið. Harpan og boginn, heyrn og sýn, hrœrist. Og loginn nœr til mín Márinn er floginn! mild og fín mænir á voginn stúlkan þín. jrtinniswsrtfi ilharualdscns Hvaða bær er þetta? Mynd af þessum burstabæ barst upp í hendurnar á Þjóðviljanum um daginn en ekkert er vitað um hver bærinn er. Kannski getur einhver lesandi bætt upp á sakirnar og hafi hann þá samband við Guðjón Friðriksson í síma 81333. Vindspjaldið á strompinum gæti kannski gefið vísbendingu um frá hvaða landshluta bærinn er. Félagsleg og lögfræðileg ráðgjöf veitt af konum til kvenna á sér og væri nauðsynleg vegna þess að kon- ur mæta annars konar vandamálum en karl- ar. „Við sem að þessari ráðgjöf stöndum eigum það sameiginlegt að vera óánægðar með stöðu kvenna og viljum leggja okkar af mörkum til að hagur þeirra verði sem mest- ur og bestur. Við teljum kvennaráðgjöf eðlilegt framhald þeirrar baráttu sem nú er í gangi, þ.e. í pólitík, friðarbaráttu og launa- baráttu. Vegna sameiginlegrar reynslu kvenna teljum við æskilegt fyrir okkur að hittast og ræða vandamálin sem fylgja jafnréttisbaráttunni. Hvaða kona kannast t.d. ekki við togstreituna um vinnu utan heimilis og heima? Þetta og fleiri vandamál eigum við allar og það eflir okkur að bera saman reynslu okkar og bestu hugsanlegar lausnir þeirra". -jp Sigrún Benediktsdóttir lögfræðingur Kvennaráðgjafar. Þjóðviljamynd -eik. Kvenna- ráðgjöf Kvennaráðgjöf hefur verið sett á laggirnar og mun hafa aðsetur sitt í Kvennahúsinu (Hótel Vík). Kvennaráð- gjöfin er ekki á vegum neinna samtaka, heldur hefur hópur 20 kvenna tekið sig saman og komið ráðgjöfinni af stað. Konurnar sem munu starfrækja ráð- gjöfina eru félagsráðgjafar og félags- ráðgjafarnemar, lögfræðingar og lög- fræðinemar. Að jafnaði munu fimm konur vera til viðtals í Kvennahúsinu á þriðjudagskvöldum kl. 8-10. Sigrún Benediktsdóttir lögfræðingur Kvennaráðgjafar sagði Þjóðviljanum að bæði yrði veitt félagsleg og lagaleg ráðgjöf. „Við munum taka á móti konum og tala við þær út frá þeirra sjónarhorni en ekki eins og starfsmaður sem ræðir við skjól- stæðingsinn“, sagði Sigrún. Hún benti jafn- framt á að einnig væri hægt að hringja til þeirra í síma 21500 eða skrifa til þeirra í Kvennahúsið, Vallarstræti, 101 Rvík. „Einnig er konum boðið upp á að koma og ræða sín mál í hópum, skiptast á skoðunum og hlusta hver á aðra því þannig munu þær efalaust komast að því að þær eiga samleið með mörgum öðrum“. Sigrún sagði að þau erindi sem berast verði ekki skráð undir nöfnum, auk þess benti hún á að ráðgjöfin verði veitt öllum að kostnaðarlausu. Sigrún sagði að ráðgjöf sem þessi ætti rétt Póstkortið að þessu sinnier affyrstu myndastyttunni í Rvík, nefnilega Thorvaldsensstytt- unni sem stóð upp- haflega þar sem stytta Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelii er nú. Takiðeftir girðingunni og klæðnaði barn- anna. Húsið til vinstri er Isafoldar- húsið sem enn stendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.