Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 27
Helgin 4.-5. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Sjálfkjörið hjá járn- iðnaðar- mönnum í Reykjavík Þriðjudaginn 31. janúar sl. rann út framboðsfrestur vegna stjórnar- kjörs í Félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík. Aðeins einn listi kom fram, borinn fram af trúnaðar- mannaráði félagsins, og er hann því sjálfkjörinn. Stjórn félagsins verður því þann- ig skipuð næsta starfsár: Formaður Guðjón Jónsson, varaformaður Tryggvi Benedikts- son, ritari Kristinn Karlsson, vara- ritari Jóhannes Halldórsson, gjald- keri Guðmundur S. M. Jónasson, fjármálaritari Gunnar Ólafsson og meðstjórnandi Óli Stefáns Ru- nólfsson. Samband byggingamanna Frá 6. umferð skákmóts Búnaðarbankans: PiaCramling kíkir á stöðuna hjá Helga Ólafssyni gegn Jóni Kristinssyni. Helgi vann sína skák en Pia á biðskák gegn DeFirmian. Sjá úrslitin í gær á síðu 13, - og viðtal við Piu á síðu 9. Mynd Atli. Borgarstjórn í fyrradag Styður starfs- menn álversins Fundur Framkvændastjórn- ar Sambands byggiagamanna hefur á fundi sínurn lýst yfir ein- dregnum stuðningi við þá kjarabaráttu sem sttrfsmenn Alversins í Straumsvík eiga í við svissneska auðhringinn Sviss Aluminium. Á fundinum, sem haldinn var 28. janúar sl., var ennfremur fordæmd sú afstaða ríkisstjórnarinnar að fella úr gildi ákvæði samnings ís- lenska ríkisins og Sviss Aluminium um bann við aðild þessa erlenda auðhrings að samtökum íslenskra atvinnurekenda. Segir í frétt frá Sambandi byggingamanna að á það skuli minnt að þetta ákvæði samningsins sem ríkisstjórnin hafi nú fellt úr gildi hafi á sínum tíma verið samþykkt af meirihluta Al- þingis. Ekkert hafi breyst þannig í grundvallaratriðum að réttlætan- legt sé að ríkisstjórnin felli úr gildi umrætt ákvæði. íslensk lög tryggi að erlendum auðhringum beri að fara að samningum um kaup og kjör þó þeir standi utan samtaka íslenskra atvinnurekenda. Því hafí enga nauðsyn borið til að fella ákvæðið niður. Davíð ræðst á starfsmenn Borgarskipulags „Ekki í fyrsta skipti“, segir Sigurður Harðarson - Það er auðvitað Ijóst að Davíð Oddsson borgarstjóri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er enn eina ferðina að ráðast á starfsmenn Borgarskipulags Reykjavíkur vegna þess að þeir láta ekki stjórn- ast af stefnu og tilskipunum Sjálf- stæðisflokksins í skipulagsmálum heldur af faglegum metnaði hverju sinni, sagði Sigurður Harðarson fulltrúi Alþýðubandalagsins í skipulagsnefnd Reykjavíkur. í nóvembermánuði sl. spurði Sigurður Harðarson þess í skipu- lagsnefnd hvers vegna skipulag Skúlagötusvæðis hefði verið aug- lýst í nafni borgarverkfræðingsins í Reykjavík en ekki Borgarskipu- lags sem hingað til hefur séð um slík mál. Davíð Oddsson svaraði loks 23. janúar sl. og þar kom fram Jafnréttisráð og Skýrslutæknifélag íslands halda ráðstefnu um Ahrif tæknivæðingar á vinnumarkaðinn með sérstöku tilliti til jafnréttis kynjanna ,Jafnréttisráð álítur að konur verði mun frekar fyrir barðinu á tæknivæðingu í atvinnulífínu held- ur en karlar. Þess vegna stöndum við að ráðstefnu um áhrif tækni- væðingarinnar á vinnumarkaðin- um með sérstöku tilliti til jafnréttis kynjanna.“ Elín Pálsdóttir Flygenring fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs sagði í Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld á ný Fyrsta spilakvöld Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík á þessum vetri verður haldið í nýju flokksmið- stöðinni Hverfisgötu 105, n.k. þriðjudagskvöld. Byrjað verður að spila kl. 20.30, en þetta verður fyrsta umferð í þriggja kvölda keppni. Veitt verða verðlaun fyrir hvert kvöld og einn- ig aðalverðlaun. Gestur á fyrsta spilakvöldinu verður Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður en hann ætlar að segja spilafólki fréttir frá Alþingi í kaffi- hléi. Steingrímur J. Sigfússon. samtali, sem Þjóðviljinn átti við hana vegna hinnar fyrirhuguðu ráðstefnu, að ráðið hafi orðið áþreifanlega vart við að konur væru farnar að missa vinnu vegna tölvuvæðingar. „Til dæmis hafa sjálfvirkar símstöðvar leyst tal- símaverði af hólmi. Við erum að velta því fyrir okkur hver skylda atvinnurekenda er; í þessu tilfelli hvort Póstur og sími hafi einhverj- ar skyldur við þá talsímaverði sem missa vinnuna vegna nýrrar tækni, “ Á ráðstefnunni, sem verður haldin þann 17. febrúar á Hótel Esju, verða flutt erindi um at- vinnuhorfur kvenna hjá Skýrslu- vélum, bönkum og víðar. Fjallað verður um stefnu stjórnrhálaflokk- anna, VSÍ og ASÍ í þessu máli og stefna nefndar á vegum félags- málaráðherra um tækni og at- vinnulíf verður kynnt. _jp sú skoðun hans að Borgarskipulag og starfsmenn þess hefðu tekið ein- dregnari afstöðu til Skúlagötu- málsins en innan embættisskyldu þeirra rúmaðist. Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins lögðu af því tilefni fram tvær fyrirspurnir á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Þar var annars vegar spurt hvort borgarstjóri drægi í efa rétt borgar- stofnana til að hafa sjálfstæðar skoðanir í málum og til að setja þær fram, ef þær væru ekki í samræmi við skoðun meirihluta sjálfstæðis- manna. Hinsvegarvar borgarstjóri spurður um það í hvaða atriðum Borgarskipulag hefði gengið lengra en rúmaðist innan embættis- skyldu þeirra. Við umræðurnar um svör Davíðs Oddssonar á borgarstjörnarfund- inum í fyrradag sagði Sigurður Harðarson að borgarstjóri hefði brugðist trúnaðarskyldu gagnvart starfsmönnum Borgarskipulagsins með því að dylgja um það að þeir væru ekki starfi sínu vaxnir og létu stjórnast af annarlegum og ófag- legum sjónarmiðum. Sigurður minnti á að Borgarskipulag ætti að vera faglegur umsagnaraðili og hvað umsögn starfsmanna þess um Skúlagötuskipulagið varðaði væri það að segja að hún befði verið einstaklega vel undirbyggð og studd ítarlegum rökum. Sama væri hins vegar ekki hægt að segja um umsögn borgarverkfræöings. - Það er auðvitað fyrir neðan virðingu Davíðs Oddssonar að ráð- ast með þessum hætti á starfsmenn Borgarskipulags. Spurningin er auðvitað af hvaða hvötum Davíð réðst svona ómaklega að Borgar- skipulaginu. Var það pólitísk hefnigirni vegna þess að starfs- menn þar hafa þorað að hafa sjálf- stæðar skoðanir í málum? Var það gert til að gera Guðrúnu Jónsdótt- ur forstöðumann þess tortryggi- lega, en ráðningarsamningur henn- arrennurút 1. aprílnk.? Eðaeref til vill ætlun borgarstjórans að eyðileggja uppbyggingu Borgar- skipulagsins sem unnið var að í tíð vinstri meirihlutans í borgarstjórn og því verið að safna sprekum í brennu Borgarskipulagsíns með þessum hætti?, sagði Sigurður Harðarson í samtali í gær. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.