Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 17
Helgin 4.-5. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Minning Kristrún Óskarsdótdr F. 20.9. 1947-D. 31.10. 1983 Sú hörmulega fregn barst okkur Stykkishólmsbúum, mánudaginn 31. okt. s.l. að einn skelbátanna væri að farast vestur við Bjarn- eyjar. Það spurðist fljótt inn á vinn- ustaði og heimili í þorpinu, hvaða bátur það væri. í hugann koma nöfn þeirra einstaklinga, sem eru skipverjar á Haferni S.H. 122, þar þekkjum við hvert nafn, hvern Kristrún stundaði fjölbreytt störf fyrir utan heimilisstörfin, svo sem verslunar- og skrifstofustörf og flestar gerðir fiskvinnslustarfa, en sjómennskuna tók hún fram yfir flest annað. Það sést á þessari upp- talningu að hún stöðvaðist ekki einungis við hin hefðbundnu kvennastörf, þar sem jafnrétti var hennar hjartansmál og hún lét I minningu Kristrúnar Óskarsdóttur um Kristrúnu Óskarsdóttur og tengdason hennar, Ingólf Kristinsson, sem fórust með m/b Haferni frá Stykkishólmi 31.10. 1983 Niðdimma nótt, nú verður björgin í hafdjúpið sótt. Enginn þarf örbirgð að líða ástvinir bíða. Ólgandi sœr, óhug á gjörvalla byggðina slœr. Berst nú frá hafinu harmur hnípinn er hvarmur. Hverfula líf, hvar er þín örúgga vissa og hlíf þeirra er um hafdjúpið halda haustdaga kalda. Upprenni sól, eilífa guðsmóðir vertu þeim skjól þeim, sem nú sitja í sárum sveipaðir tárum. Gefi þeim ró guðsonur Jesús á krossinum dó. Verði hann skjól þeirra og skjöldur, skakki hann öldur. Einar Steinþórsson og Gréta. skipverja, því að í litlu sjávarþorpi er stutt á milli heimila og náin tengsl, ættingja, vina eða á félags- legu sviði. Brátt fréttist að þrem skipverjum hefði verið bjargað, Guði sé lof fyrir það, svo hófst hin vonlausa bið og leit, þrjá skipverja hafði hafið heimt, þau voru Pétur Jack, IngólfurKristinssonog Krist- rún Óskarsdóttir, hennar minn- umst við hér. Okkar kynni af Kristrúnu voru tengd félagsmálum fyrst í stað, síð- ar kom margt annað til er treysti vináttuna. Kristrún var fædd 20. september 1947 í Stykkishólmi, ein fjögurra barna Kristínar Þórðar- dóttur frá Miðhrauni, Miklaholts- hreppi og Óskars Ólafssonar frá Söðulsholti í Eyjahreppi. Kristrún ólst upp hér í Stykkishólmi að undanteknum 2 árum í Hveragerði og hefur verið hér samfleytt frá 13 ára aldri. 1*1 UTBOÐ ■ ff-R ^ >V> A 'V Tilboð óskast í eftirtalið fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. 1. Stofnlögn í Suðurgötu milli Hringbrautar og Tún- götu. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 22. febrúar 1984 kl. 11. f.h. 2. Selás, stofnlögn 2. áfanga. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 23. febrúar kl. 11 f.h. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 verkin tala. Kristrún sýndi fljótt áhuga á félagsmálum, sérstaklega verkalýðsmálum, mætti vel á fundi og var ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljós; því var hún kosin til trúnaðarstarfa snemma á sinni starfsævi í Verkalýðsfélagi Stykkis- hólms, í trúnaðarmannaráð og síð- ar varaformaður um margra ára skeið. Þá var hún kosin á síðasta þing ASÍ sem fulltrúi Verkalýðsfé- lags Stykkishólms, þar sem eftir henni var tekið sem glæsilegum fulltrúa verkafólks og minnist ef- laust margt verkafólk hennar það- an. Einnig var Kristrún formaður Alþýðubandalags Stykkishólms um árabil, en hún var vinstrisinnuð í stjórnmálum, þó hún hefði ekki neinar kenningar á lofti heldur léti brjóstvit og réttlætiskenndina ráða. í þessunt tveim félögum var Ég minnist daganna sem liðu alltof fljótt og ýmissa lítilla atvika sem eru þó svo stór í minningunni. Það var setið við gluggann og horft á smáfuglana í móanum byggja sér bú, stundum farið og athugað hvað liöi í litlu hreiðrunum. LJm bónda einn las ég, sent jörðin elskaði svo mikið að þegar hann gekk um túnið sitt, þá lögðust stráin að iljum hans og sóleyjarnar kepptust við að halla sér upp að leggjum hans. Eins var með Kristrúnu, hún unni nátt- úrunni í allri sinni dýrð. Hún var glöð og innileg. Það er undarlegt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá eldhúsdyrnar opnast og hevra glöðu röddina þína og sjá brosið sem yljaði um hjartað. Að eiga ekki eftir að ganga með þér um nótt og gleðjast yfir miðnætur- sólinni. Þú sem alltaf hafðir svo mikið að starfa, en áttir þó alltaf nægan tíma til að gefa vinum þín- um, sem eru svo margir og á öllum aldri. Elsku Kristrún mín, í sumar ætla ég að ganga unt fjöruna okkar og hlusta á nið hafsins. Ég ætla að hlusta á öldurnar sem svæfðu þig þeint svefni sem allir eiga eftir að sofna. Þú hvílir nú í faðmi eyjanna sem þú elskaðir í hinni helgu gröf hafsins. Við þökkum þér allt sem við höfum átt saman og ég og fjöl- skylda mín kveðjum þig unt sinn. Sú stund kemur að vinir þínir leggjum á það djúp sem þú hefur nú kannað og náð landi. Á þeirri strönd munum við öll sameinast að nýju. Elsku Eyþór, Óskar og Inga mín, þú sem missir á einu auga- hennar kraftur, þá var hún um- boðsmaður Þjóðviljans í Stykkis- hólmi í mörg ár, þessi störf vann hún af áhuga og trúmennsku og studd til starfa af sinni fjölskyldu. Kristrún var gift Eyþóri Ágústs- syni vélstjóra og eignuðust þau tvö elskuleg börn, Óskar og Ingveldi, hjá þeim er hugurinn þessa dag- ana, hjá feðgunum er fengu þessa voða fregn á síldarmiðin fyrir austan land og hjá dótturinni ungu er missti svo mikið, en unnusti hennar Ingólfur var meðal þeirra er fórust, einnig hugsurn við til for- eldra Kristrúnar systkina og alls tengdafólksins, með ósk um að tíminn græði sárin, megi aftur vora í sál og sinni. Fátæklegar línur duga skammt harmi gegn, en minningin vermir því eigi sjaldan hittum við þau hjónin Kristrúnu og Eyþór á glöðum stundum, því áhugamálin fóru oft saman, hvort heldur var í stjórnmálum eða smábátum og eyjalífi, en slíkar minningar eru minnisvarði sem seint brotnar. Þó að skammdegisskuggar grúfi yfir þessa dagana, er það ósk okk- ar, að aftur verði bjart um Breiðafjörð. Við kveðjum þig Kristrún með þakklæti. Þínir vinir, Pálína og Einar Karlsson, Stykkishólmi. Vinarkveðja Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn er hóf sig yfir heimsins dœgur-glys. A horfna tímans horfi ég endurskin ég heyri ennþá glaða, þýða róminn frá hreinni sál með hárra vona ris. St.St. Örlög ráða högum manna og nú hafa þau kallað til fundar við sig mína kærustu vinkonu. Fyrir rúm- um sautján árum kynntist ég KrisÞ rúnu fyrst, það var í saumaklúbb sem við nokkrar ungar konur stofnuðum. Það var upphaf vináttu sem óx og dafnaði með hverju ári sem liðið hefur síðan, þannig að undanfarin ár hafa verið sameigin- leg á svo margan hátt. Þegar ég lít til baka verður mér hugsað til allra þeirra ánægjustunda sent við hjón- in og reyndar fjölskyldan öll hefur átt með Kristrúnu, manni hennar og börnum. Varla hefur sú vika lið- ið að við hittumst ekki á öðru hvoru heimilinu og ræddum saman urn allt sem okkur lá á hjarta. Og allar þær unaðsstundir sem við höf- um átt saman í sumarbústað þeirra hjóna í Flatey. Til minningar Helfregnin barst, þii ert horfin á braut. Minn hugur er klökkur í dag. Ó, Drottinn, leggðu þeim líkn í þraut er laust þetta reiðarslag. Ég sakna þín, samherji, systir, en svona er lífið á jörð; þeir tápmiklu fara oft fyrstir, í ferð þá, sem öllum er gjörð. Er herja á harmarnir þungu má hugurinn tak' af því mið, að guðirnir œtla þeim ungu athvarf við sína hlið. Með innilegum samúðarkveðjum til allra aðstand enda. Jóhann H. Steinþórsson léttstíg á grasinu og hendur hennar voru alltaf nrildar, hvort sem hún sinnti litlu barni, yljaði hendurell- innar eða hlúði að hreiðri mófugls- ins. Vinátta og ástúð er það sem gef- ur lífinu gildi og þessa kosti átti Kristrún í ríkum mæli ásamt bjartsýni og óbugandi kjarki. Ég get aldrei þakkað það nóg- samlega að fá að kynnast Kristrúnu og eiga hana að vini. Ég þakka Guði fyrir að hafa skapað hana og foreldrum hennar fyrir að eignast hana. Hvers vegna grípa örlögin í taumana og stöðva þetta fagra líf? Við getum spurt en fáum ekki svar. Hvers vegna fékk hún ekki að lifa lengur? Hún sem alltaf var svo full af lífsgleði og starfsorku, alltaf svo bragöi rnóður þína og einnig unn- usta þinn: Guð styrki ykkur í þeirri miklu sorg sem á ykkur er lögð. Engin gröf er eins helg og hafið, engin sorg svo mikil að hafið rúmi ekki tár þín. Þar geymast þau og perlur minninganna þróast í sálu þinni, auka skilning þinn og gefa þér mildan friö sorgarinnar. Þú finnur minningarnar streyma um sál þína. Þar áttu nokkuð sem eng- inn tekur frá þér, sjóð sem þú getur leitað til á erfiðum stundum. Ykkur, fjölskyldum ykkar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa sorglega atburö- ar sendurn við einlægar samúðar- kveðjur. Drottinn blessi ntinningu hinna látnu. Guðrún og Baldur Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð fyrsta áfanga Norðurlandsvegar um Eyjafjarðarleirur. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling 46.000 m3 Grjótvörn 15.000m3 Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóv. 1984. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega- gerðar ríkisins, Borgartúni 5,105 Reykjavík og á skrif- stofu Vegagerðar ríkisins, Miðhúsavegi 1, 600 Akur- eyri, frá og með mánudeginum 6. febrúar n.k. gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 13. febrúar. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík eða Miðhúsavegi 1, Akureyri fyrir kl. 14.00 hinn 20. febrúar 1984, og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð á þeim stöðum að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík, í janúar 1984. Vegamálastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.