Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. febrúar 1984 Svavar Guðmundur Haraldur Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins Aðalfundur 4. febrúar Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður haldinn um næstu helgi, laugardaginn 4. febrúar, í flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu 105. Hefst fundurinn kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu þeir Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins og Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB hafa fram- sögu um stöðuna í kjaramálunum og formaður flokksins, Svavar Gestsson, mun hafa framsöguerindi um efnið: Verkalýðshreyfingin, fagleg og pólitísk. Félagar í Verkalýðsmálaráði Alþýðubandalagsins og all- ir stuðningsmenn flokksins eru hvattir til að fjölmenna. Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagið: Konurí AB Miðstöð kvenna minnir á aðalfund Verkalýðsmálaráðs Alþýöubanda- lagsins sem hefst kl. 13.30 í dag, laugardag að Hverfisgötu 105. Allir launþegar í AB hafa seturétt á fundinum. Fjölmennum. Miðstöð kvenna Konur Rabbfundur í kvennahóp ABK þriðjudag 7. Allar konur velkomnar. febrúar kl. 20 í Þinghól. Alþýðubandalagið Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Þorrablót. Sameiginlegt þorrablót Alþýðubandalagsfélaganna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi verður haldið laugardaginn 18. febrúar á Garðaholti. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Miðar verða seldir hjá: Garðabær: Guðmundur: 43956, Hafnarfjörður: Ina: 51531, Sólveig Brynja: 53642, Seltjarnarnes: Gunnlaugur: 23146. Kaupið miða sem fyrst. Mætum hress og kát. Skemmtinefndin. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Næstkomandi laugardag 4. febrúar kl. 15.00 mun Garðar Sigurðsson hafa framsögu um stjórnmálaviðhorf líðandi stundar að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Viðtalstími þingmannsins hefst að veitingum innbyrtum. Stjórnin Alþýðubandalagið á Akureyri: Ðæjarmálaráð Fundur veröur í bæjarmálaráði mánudaginn 6. febrúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: 1. Fjárhagsáætlun, 2. Dagskrá bæjar- stjórnarfundar. Fundurinn er opinn öllu Alþýðubandalagsfólki. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík: Spilakvöld Loksins, loksins! Hin vinsælu spilakvöld á þriðjudagskvöldum eru að hefjast á nýjan leik. Fyrsta spilakvöldið verður n.k. þriðjudagskvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Þetta er fyrsta kvöldið í þriggja kvölda keppni en veitt verða verðlaun fyrir hvert kvöld. Steingrímur Sigfús- son, alþingismaður kemur og segir fréttir frá alþingi í kaffihléi. Allir velkomnir! Nefndin Æsku lýðsfy I k ing Al þýðubandalagsins Ungir Akureyringar Nú stofnum við Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins á Akureyri. Stofnfundurinn verður 11. febrúar í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Á fundinn mæta Guðbjörg Sigurðardóttir, Óttarr Magni Jóhannsson úr stjórn Æskulýðsfylkingarinnar og Steingímur Sigfússon, alþingismað- ur. Munu þau kynna Æskulýðsfylkinguna, starf, stefnu, markmið. Allir ungir sósíalistar eru velkomnir. Undirbúningshópar Óttar Möller fyrrverandi forstjóri Eimskips h.f. F áránlegt að halda því fram að ég sé að kaupa hlutabréf ríkisins í Eimskip. „Þetta er hreint fáránlegt í Helg- arpóstinum, að ég sé að kaupa hlutabréf ríkisins til þess að komast i stjórn Eimskipafélagsins. Ég hef aldrei heyrt neitt fáránlegra og hef þegar haft samband við blaðið til að leiðrétta þessa fásinnu“, sagði Óttar Möller fyrrverandi forstjóri Eimskips h.f. en í Helgarpóstinum er sagt að hann sé maðurinn sem fjárfestingafyrirtæki er að vinna fyrir með kaup á hlutabréfum ríkisins í Eimskip h.f. Óttar sagði að hann hefði á sín- um tíma hætt störfum hjá Eimskip h.f. af heilsufarsástæðum. Hann gæti ekkert frekar nú staðið í stór- ræðum og hann benti jafnframt á að hann hefði fyrir löngu getað ver- ið komin í stjórn félagsins hefði hann kært sig um. „Ég taldi það ekki viðeigandi að forstjóri fyrirtækisins sæti í stjórn- inni og því tók ég ekki sæti þar. Eins vil ég benda á að ég á ekki til það fjármagn sem þarf til þessara bréfakaupa enda þótt ég eigi nóg fyrir mig og mína. Mér er því alveg óskiljanlegt hvað vakir fyrir þeim er skrifar þessa frétt og hann hafði ekki einu sinni fyrir því að tala við mig og spyrjast fyrir um rnálið", sagði Öttar Möller að lokum. Sá sem keppir við Eimskip h.f. um bréf ríkisins í gegnum fjárfest- ingafélagið er því ófundinn enn eða hvað? -S.dór 1 einum hinna mýmörgu og umdeildu leiktækjasala í Reykjavík. Borgarstjórn samþykkir enn einn leiktœkjasalinn: Nóg komið segir barnaverndarnefnd, sem vill banna þá U Meirihluti borgarstjórnar, 11 Sjálfstæðismenn og Kristján Bene- diktsson, Framsóknarflokki, sam- þykkti á fimmtudagskvöld að leyfa nýjan leiktækjasal í Aðalstræti 8 (Fjalakettinum). 8 fulltrúar minni- hlutans auk Margrétar S. Einars- dóttur, Sjálfstæðisflokki, voru á móti. Barnaverndarncfnd hefur eindregið lagst gegn opnun þessa nýja staðar og reyndar lýst yfir þeirri skoðun að banna eigi þessa leiktækjasali alfarið. Nýi leiktækjasalurinn, sem Viggó V. Sigurðsson rekur hefur hlotið nafnið „Freddabar" og er í næsta húsi við annan leiktækjasal í Aðalstræti 10, elsta húsinu í Reykjavík. í umsögn barnavernd- arnefndar frá 10. janúar um „Freddabar“ segir að húsakynni bjóði ekki upp á þann fjölda leik- tækja sem fyrirhugaður er og að nefndin telji nóg komið af leik- tækjasölum í miðborg Reykjavík- ur. 24. janúar sl. fjallaði nefndin enn um leiktækjasali og þá var samþykkt eftirfarandi bókun: „Nú hefur fengist nokkur reynsla af rekstri sala af þessu tagi og telur nefndin hana renna stoðum undir þá skoðun sína að banna eigi alfar- ið þessa starfsemi. Nefndin beinir því þeim tilmælum til borgarstjórn- ar að hið fyrsta verði hugað að endurskoðun 81. gr. lögreglusam- þykktar Reykjavíkur" (sem fjallar um leiktækjasali). í liðinni viku sendu bæði félagas- málaráð og barnaverndarnefnd bréf til lögreglustjóra vegna leik- tækjasala. f þeim er farið fram á af gefnu tilefni að strangt eftirlit verði haft með þessari starfsemi, einkum hvað varðar aldurstakmörk og að staðirnir verði sviptir rekstrarleyfi efbrögðeru að brotum. í félags- málaráði er nú til skoðunar til- laga frá Guðrúnu Ágústsdóttur og Guðrúnu Jónsdóttur um að setja á laggirnar sérstaka nefnd sem end- urskoði reglur um leiktækjasali. -ÁI Arshátíð ABK veröur haldin laugardaginn 4. febrúar í Þing- hól Hamraborg 11. Húsið opnað kl. 20.30. Allir fá glas af bollu. Barinn opnaður kl. 20.35 og þá veröur T ars- an mættur á staðinn (Jane kemur ekki). Kl. 21.30 mun Guðmundur Hallvarðsson leika á gítar auk fleiri listamanna. Á miðnætti verður boðið upp á Picadillo de la costa lostæti, beint frá Mexico, og glas af suðrænu rauðvíni. UndirborðumflyturBald- urÓskarssonléttatölu. Síöan syngjum við fullum hálsi, fremjum samkvæmisleiki og skellum okkur í dansinn til kl. 03. , w tónlist viö allra hæfi. Margrét Óskarsdóttir verður veislustjóri. Verð kr. 200.*. Pantið miða í símum: 45306, 43294, 40163 Alþýðubandalagið í Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.