Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 6
» SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. febrúar 1984 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- \hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, hjelgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. rils<jjornararci n______________________ Munu orð standa? Þrír ráðherrar hafa gefið yfirlýsingar. Orð þeirra eru í hrópandi mótsögn. Innan ríkisstjórnarinnar er grund- vallarágreiningur. Látum ráðherrana tala. Sverrir Hermannsson í viðtali við Morgunblaðið: „Ég geri mér ljóst að forsendur í fjárlögum nægja ekki til að ná sáttum á vinnumarkaðnum.“ Steingrímur Hermannsson í viðtali við Þjóðviljann: „Ég er sammála Sverri um að það sé ekki til neinn 4% múr. Ég vil taka undir með Sverri um að þessa launa- deilu verður að leysa með samkomulagi. Ég er mótfall- inn hótunum um eitt eða annað.“ Albert Guðmundsson í viðtali við Tímann: „Ég átta mig nú varla á þessum yfirlýsingum iðnaðarráðherra og forsætisráðherra. Það lítur beinlínis út fyrir að þeir séu að nota tækifærið til að losna við mig úr ríkisstjórninni. Þeir segja þetta án þess að hafa nokkurt samráð við mig, en samningamálin heyra undir fjármálaráðuneyt- ið. Þessi orð eru ekki sögð með mínu leyfi.“ Steingrímur Hermannsson í viðtali við Morgunblað- ið: „Ef samningar fara umfram 4% hækkun launa, þá verður auðvitað erfiðara að ná markmiðum ríkisstjórn- arinnar. Hins vegar verður það mat ríkisstjórnarinnar, þegar samningar hafa tekist, hve alvarlegt það er.“ Albert Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið: „Þetta er eins og þeir séu að biðja viðsemjendur mína að fara út fyrir ramma fjárlaganna, sem yrði til þess að ég hætti. Það er auðvitað ljóst að ef samið verður út fyrir ramma fjárlaganna, sem er 4%, þá eru forsendur fjárlaganna brostnar.“ Steingrímur Hermannsson í viðtali við DV: „Kjara- samningar eru víðtæk og viðkvæm mál og það þarf ákveðinn sveigjanleika. Þótt ríkisstjórnin hafi sett markið við 4% almennar launahækkanir sé ég til dæmis ekki að það kollvarpi öllu ef þær teygðust í 6%.“ Albert Guðmundsson í viðtali við Þjóðviljann þegar hann var spurður hvað myndi gerast ef farið yrði yfir 4%: „Þá er ramminn farinn og ég líka.“ Og í viðtali við Tímann: „Annað hvort eru menn trúverðugir í sínum málflutningi og staðfastir og trúa því að þeir séu að gera rétt eða þeir verða að fá sér aðra vinnu. Ef ég hef ekki verið að gera rétt með því að framfylgja stefnu ríkis- stjórnarinnar, þá segir það sig sjálft að ég á ekki heima í ríkisstjórninni.“ Og að lokum í viðtali við Morgunblað- ið: „Mér finnst eiginlega bæði forsætisráðherra og iðn- aðarráðherra vera að biðja mig um að segja af mér með þessum ótímabæru yfirlýsingum.“ Svo mörg eru orð ráðherranna. Ef þau standa getur atburðarásin aðeins valið milli tveggja brauta. Annað hvort verður samið um 4% og Albert Guðmundsson verður áfram fjármálaráðherra. Eða samningar fela í sér hærri tölu og Albert Guðmundsson segir af sér. Ærið margir telja þó að ekkert mark sé takandi á orðum Alberts og þess vegna hafi Steingrímur og Sverr- ir valið þann kost að taka af honum völdin í samninga- málunum. Albert og fréttamatið í Aðalstrœti Yfirlýsing Alberts Guðmundssonar um hugsanlega brottför úr ríkisstjórninni var sett sem aukafrétt inni í Morgunblaðinu. A útsíðum greindi blaðið frá atburð- um sem það taldi merkilegri eins og t.d. 15% hækkun hafnargjalda. Fréttamatið í Aðalstræti sýnir að stjórn- endur Morgunblaðsins taka ekki mikið mark á orðum Alberts. Tarzan konungur apanna var hetja í Hlíðunum uppúr 1960 og strákana í ísaksskóla dreymdi mikla dagdrauma þar sem við sveifluðum okkur gegnum frum- skóginn í leit að Jane. Einn úr þessu gengi þróaði með sér frægt Tarzanöskur sem aflaði honum ómældrar virðingar meðal vina og kunningja en olli fjölskyldu og nágrönnum skiljanlega nokkurri geðshræringu, enda mátti heyra það frá Sunnubúðinni í Mávahlíð langt yfir Miklubraut. En hann gat aldrei losað sig við Tarzan, síðast þegar til hans spurðist var hann enn að leika frumskóga- hetjuna, ævinlega með apahjörð í kringum sig og kannski ekki furða að hann skuli nú orðinn frammámaður í Heimdalli. En Johnny Weissmúller sem hetjulegast lék Tarzan og átti ópið fræga, hana er nú ekki lengur einn af oss. í byrjun árs urðu fætur hans kaldir útí Kalif- orníu og þeir sem ólust upp undir handarjaðri þrjúbíóanna munu ábyggilega minnast hans með söknuði. Johnny var einu sinni spurður hvaða ráð hann vildi helst leggja sporgenglum sínum, Tarzönum seinni tíma. „Aldrei að sleppa reipinu", svaraði hinn aldni frumskógadrottinn, og var ekki almennilega kominn útúr hlut- verkinu, „ég sleppi aldrei reipinu þegar ég sveifla mér um frum- skóginn og ég er enn á lífi“. Þó Verkamannaflokkurinn sé enn á lífi einsog Johnny Weissmúller áður en hann dó, þá er orðið nokkuð ljóst að ein- hversstaðar á för sinni um frum- skóginn hefur hin roskna hetja breskrar alþýðu illilega misst af haldreipinu góða. Nýr og tiltölu- lega vinsæll leiðtogi, Neil Kin- nock, er að vísu tekinn við stjórn, en þrátt fyrir það og endurtekin glappaskot Ihaldsstjórnarinnar uppá síðkastið („gengur á ban- anahýðum“, sagði einn fjölmið- ill) þá er flokkurinn fjarri því að endurheimta sinn fyrri status Tarzanskeiðið er búið meðal hefðbundinna fylgis- manna, til að mynda ungs fólks og ákveðins hluta verkalýðsstétt- arinnar. f þetta má auðvitað spá frá mörgum hornum, þó þykir mér ein skýring merkust og kynni að eiga erindi víðar. Hún er í stuttu máli sú að sérstaða flokksins er að nokkru leyti töpuð. Úrræði hans skarast meir og meir við aðra flokka og misræmið milli orða og gjörða er nokkuð áber- andi hjá honum sem ekki stýrir mikilli lukku í stjórnmálum. Það fólk sem ekki á sæti við pallborð þjóðfélagsins sér hann þess vegna ekki sem jafn sjálfsagðan fulltrúa sinn og áður. Þannig er til dæmis nokkuð eðlilegt að hæstvirtir kjósendur ruglist í ríminu þegar Verka- mannaflokkurinn fordæmir íhaldið grimmilega fyrir að vilja hækka laun minna en nemur verðbólgu, þvíþeim er auðvitað í fersku minni að stjórn þess sama Verkamannaflokks féll í kosning- unum 1979 einmitt fyrir að hafa framfylgt svipaðri stefnu. Ekki hefur heldur tvístígandi flokksins í þeim málum sem lúta að kjarnorkuvopnum gert ímynd hans afdráttarlausari. Arum sam- an hefur landsþing flokksins sam- þykkt að kominn í stjórn skuli eitt hinna fyrstu verka vera að sparka þessum illa séðu drápstólum útí hafsauga. Þegar Verkamanna- flokkurinn var síðast í stjórn bar hins vegar ekki mikið á efndun- um. Össur Skarp héöinsson skrifar Hér í Bretlandi er fátt um meira slegist en nýju eldflaugarn- ar sem Kanar hafa sett upp í Greenham Common, og Verka- mannaflokkurinn er náttúrlega hávær í mótmælum sínum. Það verður hins vegar ekki af honum logið að síðasta ríkisstjórn hans tók fyrstu ákvarðanirnar um staðsetningu flauganna hér í Bretlandi. Fleiri dæmi, jafnstór og jafnvond, mætti tína til sem ekki baða Verkamannaflokkinn beinlínis í ástúðlegu ljósi, og skýra kannski af hverju svo margt ungt fólk er sannfært um að það skipti ekki máli hver er í stjórn, allt er þetta sama gamla dótið með sömu gömlu svörin. Allt minnir þetta sorglega á Johnny gamla Weissmúller þegar hann léttgalinn var rekinn af elli- heimilinu fyrir að hoppa um á nærbuxunum og æpa og öskra einsog í gamla daga. Hann var ekki lengur Tarzan. Sama gildir um sósíalíska flokka sem skyndilega komast í ríkisstjórn og fara að slást um kaup við fólkið sem þeir áður studdu, eða láta sér lynda erlend herlið sem þeir andæfðu utan stjórnar. Þegar búð er að sparka þeim úr stjórninni komast þeir fyrr eða síðar að raun um að það tjóar ekki að góla einsog í gamla daga. Þeirra Tarzanskeið er endanlega búið. Þeir hafa lagt sjálfa sig á mæli- / stiku reynslunnar og það tekur enginn sama mark á þeim og áður. Einlægni og góður vilji eru dregin í efa og hljómgrunnur og brautargengi á meðal alþýðu manna minnkar að sama skapi. Um stundarsakir er haldreipið góða týnt, sérstaðan er í hættu. Og það verða menn einfald- lega að skilja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.