Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. fcbfúar 1984 Vladimir Solovyov and Elena Klepi- kova: Yuri Andropof, Macmillan, New York 1983. Eitt af því sem setur mjög svip á tilburði til ritunar samtímasögu er sú staðreynd, að fátt eitt er vitað með vissu um það sem fram fer í æðstu valdastofnunum Sovétríkj- anna - og þá er einkum og sérílagi átt við Pólitbjúró, yfirstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Af þeim leyndardómi spretta sér-' kennileg fræði sem kallast Kreml- arfræði. Sumpart eru þau byggð á textarannsóknum: Til dæmis sam- anburði á því hvaða Andropof og Brésjnéf hafa haft um efnahags- kerfið, hvaða orð voru notuð, hvað má lesa miili lína. Stundum er lagt út af óvenjulegum uppákomum í fjölmiðlum einsog þegar það gerð- ist nokkrum sinnum þegar mjög var farið að halla undan fæti hjá Brésjnéf, að sjónvarpið sýndi hann heilsulausan mann og málhaltan. Végna þess að slíkt hafði aldrei gerst áður hlaut þetta að þýða að einhver annar væri búinn að ná þeim tökum á æðstu valdi, að hann gæti ieyft sér að láta niðurlægja forsetann og flokksforingjann á opinberum vett^angi. Með öðrum orðum: Hér var Andropof að verki (segja Kremlarfræðin). í þriðja lagi er lagt út af orðrómi og líkind- areikningi: Einhverjir fréttamenn hafa heyrt „frá mönnum sem ættu að vita“ til dæmis það, að innrásin í Tékkóslóvakíu hafi verið sam- þykkt í Pólitbjúró með 7 atkvæðum gegn 5. Þetta fæst hvergi staðfest, en þessi saga til dæmis er orðin mjög lífseig - og höfundar þeirrar bókar um Andropof og feril hans, sem hér skal að vikið, taka hana gilda, svo dæmi sé nefnt. Allt í öllu Kremlarfræðin hafa tilhneigingu til að verða ansi reyfaraleg, sem er kannski ekki nema von. Og höf- undar Kremlarbóka hafa þá til- hneigingu sameiginlega með mörg- um öðrum, að þeir hafa til- hneigingu til að gera sem mest úr sögupersónum sínum, láta þá vera eins og allt í öllu. Þau Solovyov og Klepikova eru engin undantekning að þessu leyti: Andropof er hjá þeim með ráð undir rifi hverju sem og erindreka. í bók sinni gera þau t.d. ráð fyrir því, að Andropof hafi haft hönd í bagga með þeim sem héldu bandarískum gíslum í sendi- ráðinu í Teheran von úr viti og hafi þar með átt mikinn þátt í því að fella Carter Bandaríkjaforseta. Slíkt dæmi er meðal margra í bók sem þessari, sem ekkert verður fullsannað um. Kremlarfræðin með sínum líkindareikningi eru svo hin fullkomna andstæða við opin- berar sovéskar heimildir um æðstu menn landsins: Á þeim er yfirleitt ekki nokkurn skapaðan hlut að græða. KGB og spillingin En hve lengi sem menn vilja rekja fyrirvara sína um Kremlar- fræðin er bókin mjög forvitnileg. Ekki síst að því er varðar ýmis þau innanlandstíðindi sovésk sem höfundarnir fylgdust með meðan 5au voru enn starfandi sovéskir blaðamenn í Moskvu (þau hafa nú um skeið verið útlagar á Vestur- löndum). Það er til dæmis afar fróðlegt að lesa það, hvernig yfir- menn KGB, leyniþjónustunnar sem Andropof stjórnaði, í Azer- bædsjan og Grúsíu komust til valda Andropof: Fyrsti yfirmaður leynilögreglunnar í sæti aðalritara Kommún istaflokksins. Júrís saga Andropofs undir fánum baráttu gegn spill- ingu. Þeir, sem stundum lesa sovésk blöð, eru minntir á það, að fyrir nokkrum árum fór þar allmikið fyrir ítrekuðum frásögnum af mút- uþegum í háum embættum og bröskurum ýmiskonar sem höfðu dregið sér ótrúlega mikið fé. Menn höfðu orðið auðkýfingar á því að selja aðgang að háskólum og próf- skírteini (Azerbædsjan einkum), eða þá að múta háttsettum mönnum til að fá að reka í friði einkafyrirtæki sem framleiddu ýmsa eftirsótta tískuvöru (einkum í Grúsíu). Voru þar margar frásagn- ir ótrúlegar og hefðu náttúrlega verið stimplaðar andsovéskur áróður ef þær hefðu birst í vestræn- um blöðum. Þessar herferðir leiddu bæði til þess, að tugir þús- unda manna lentu í fangelsi eða voru reknir úr starfi og til þess, að yfirmenn KGB og vinir Ándrop- ofs, Aliev í Azerbædsjan og Sje- vardnadze í Grúsíu, settu yfirmenn flokksins í þessum lýðveldum af og settust sjálfir í þeirra sæti. Með þessu móti fuku úr áhrifastöðum ýmsir menn sem sagðir voru ná- komnirBrésjnéf, t.d. Mzavanadze, aðalritari flokksins í Grúsíu - en Aliev endaði sem meðlimur Pólit- bjúró og er nú aðstoðarforsætis- ráðherra Sovétríkjanna. Þessi herferð gegn spillingu (og spillingin var raunveruleg, það ef- ast enginn um) er í túlkun höfunda bókarinnar fróðlegur undanfari þess, að Andropof sjálfur verður eftirmaður Brésnjefs og er skv. sömu túlkun búinn að tryggja sér flest völd áður en gamli maðurinn hverfur til feðra sinna. Síðustu ævimánuðir Brésnjefs voru einmitt fullir með undarlegustu fréttir frá Moskvu - bæði um hina sérstæðu meðferð sem Brésnjef var farinn að fá í sjónvarpi og áður var á minnst, og svo um hneykslismál sem fjölskyldumeðlimir Brésnjéfs og tengdafólk var flækt í. Eins og fréttalesendur vita hélt Andropof síðan áfram, eftir að hann komst til valda, að setja agann og baráttu gegn spillingu á oddinn - og virðist um margt fá jákvæðar undirtektir bæði innaniands og utan. Bókar- höfundar telja, að sjálfsagt sé ekki vanþörf á baráttu gegn mútuþægni og fleiru þesslegu, en herferðin hafi og sínar vafasömu hliðar. Hún auki vald lögreglunnar, auki af- skipti hennar af hvunndagslífi þegnanna. Og bæði þessi herferð sem og það, að yfirmaður leyni- þjónustunnar gerist í fyrsta sinn æðsti maður landsins, beri vitni um þá þróun, að Kommúnistaflokkur- inn sé allur að rýrna að völdum, enda orðinn mjög dásaður hug- myndalega. Og þá taki lögreglan, bæði KGB og hin venjulega við sem best starfhæfa stofnun hins so- véska ríkis. Höfundarnir telja, að slík þróun geti gefið einhvern efna- hagslegan árangur nú fyrst eftir Brésnjéf-tímann, en mjög tak- markaðan þegar til lengri tíma er litið. Lögregluforingjar í valdastól- um muni spillast sem aðrir, hreins- anir sem stjórnsýsluaðferð kalli á meiri hreinsanir og þar fram eftir götum. Ekki vilja höfundar samt spá stalínsku ástandi þótt þeir séu annars mjög bölsýnir. Að smíða mynd Þau Solovjof og Klépikova eru mjög gagnrýnin á það, hve mörg vesturlandablöð létu undan ósk- hyggju sinni og hentu á lofti fyrst eftir valdatöku Andropofs orðróm um að hann væri öðruvísi foringi en keppinautar hans og fyrirrennari - hann væri vel menntaður, umbóta- sinnaður um margt, hann hefði verið andvígur innrás í Afganistan og þar fram eftir götum. Þau halda því fram, að Andropof hafi sjálfur látið KGB smíða þessa mynd af sér og koma henni á framfæri með list og vél. í raun fái ekkert af þessu Súslov bætir heiðursmerki á Brésnjéf sjötugan, Júrí Andropof (lengst til vinstri) horfir á. Um það leyti voru „herferðir gegn spillingu“ að fara af stað. Árni Bergmann skrifar staðist: Höfundar leggja til dæmis mikla áherslu á það, að Andropov hafi að sínu leyti róið undir þeirri þróun í Afganistan sem var undan- fari hinnar sovésku innrásar. Og frásögn þeirra af því hvemig KGB undir stjórn Andropofs barði niður það andóf sem til var í landinu er fráleitt til að styðja við orðróm um að Andropof sé umburðarlyndur maður eða umbótasinni. Carter og andófið Ýmsar útskýringar þessarar bókar munu vafalaust koma les- endum á óvart, úr hvaða pólitískri átt sem þær annars koma. Til dæm- is telja þau Solovjof og Klépikova, að Ándropof hafi verið nokkuð ánægður með það, að Carter Bandaríkjaforseti ákvað að beina nokkuð opinskátt ræðum og kröfu- gerð um mannréttindamál í Sovét- ríkjunum til sovéskra valdhafa (eftir að Nixon og Kissinger höfðu í upphafi slökunarstefnu rætt um slíka niuti mest á lokuðum fundum með sovéskum ráðamönnum). Hvers vegna? Vegna þess, segir bókin, að Andropof trúði ekki á slökunarstefnu. Honum var kær- komið að geta hamrað á því við Brésnjéf og aðra, að Carter væri með þessu að sýna óleyfilega af- skiptasemi og væri að auðmýkja Sovétríkin sem stórveldi. Þar með fengi hann sjálfur aukið umboð til að beita KGB á andófið - því meira sem gert var úr andófinu erlendis, þeim mun betra fyrir yfirmann KGB, sem varð þýðingarmeiri og áhrifameiri fyrir bragðið: Það var hann sem átti að koma aftur á „röð og reglu“ þagnarinnar! Pólland Annað sem virðist enn furðu- legra: Bókarhöfundar draga mjög taum Jaruzelskis hins pólska. Þau halda því fram, að hann háfi snúið á Andropof, sem hafi haft allt til- búið til innrásar í Pólland. Jaruzel- ski hafi forðað Póllandi frá blóð- baði með því að gera tvennt í senn - banna Soiidarnosc (sem gat steypt hinu gamla valdakerfi en ekki komið í staðinn fyrir það) og kippa Kommúnstaflokki Póllands úr sambandi, ekki síst hinum sovét- holla hluta hans. Þessi líkinda- reikningur er eitt það vafasamasta í bókinni. Fáir munu efast um að Jar- úzelski tók öll völd í hendur sínar og hersins til að komast hjá hugs- anlegri sovéskri innrás - en það er afar ólíklegt að það hafi verið gert í óþökk Sovétmanna: Allra síst þurftu þeir í miðju Afganistanstríði á að halda stríði við verulegan hluta pólska hersins - sem var lík- legur tilað veita innrása mót- spyrnu. Að undrast Eins og að var vikið í upphafi þessa máls er lesandi Kremlar- fræða einatt í meiri óvissu en les- endur annarra bóka um samtíma- sögu: Hann er sífellt í spennandi uppgjöri um það, hvernig á að koma saman óyggjandi staðreynd- um, eigin þekkingu, orðrómi, fregnum sem ekki er unnt að nefna heimildir að, sem og líkindareikn- ingi. Lesningin lumar á ýmsum gildrum - en býður um leið upp á þá ánægju sem forvitinn hugur get- ur haft af því að reyna að leysa dæmi með óþekktum eða van- þekktum stærðum. Og síðast en ekki síst er lesandinn minntur á orð hins ágæta sovétrússneska rithöf- undar Konstantíns Pástoskís: „Ég lærði ungur að undrast Rússland og ég hef ekki hætt því síðan“... ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.