Þjóðviljinn - 15.02.1984, Side 2

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 15. febrúar 1984 25 ára afmælis- ráðstefna SF í Danmörku Flest þykir benda tU þess að upphaf Fjallfossslyssins hafi verið að einn skipverja hafí fallið í sjóinn en þrír félaga hans farist með honum er þeir reyndu björgunarstörf. Ljósm.Atli. Sjóprófum vegna slyssins um borð í Fjallfossi lokið Landgangur skípsins fannst á sjávarbotni Sjóprófum vegna slyssins um vík og munu niðurstöður prófanna borð í Ms. Fjallfossi er lokið hjá verða sendar hluteigandi aðilum borgardómaraembættinu í Reykja- næstu daga. Að sögn Eggerts Ósk- Hagsmunamál klámútgefenda, segir formaður samtaka bókaútgefenda Á almennum félagsfundi i Rit- höfundasambandi íslands s.l. fimmtudagskvöld var einróma samþykkt álytkun um Spegilsmálið þar sem „geðþóttaákvörðunum“ saksóknara ríkisins er mótmælt og talið að þær geti stefnt ritfrelsinu í landinu í hættu. í ályktun fundarins segir: „Einkum þykir fundinum það háskalegt ef lagastoð telst fyrir því að leggja megi hald á prentað mál án þess að leita úrskurðar dómara og án þjss að formleg ákæra sé birt fyrr en saksóknara sjálfum þykir henta. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að veita einstaklingum óeðlilegt svig- rúm til geðþóttaákvarðana sem stefnt geta ritfrelsinu í hættu. Prentað mál ætti aldrei að vera unnt að leggja hald á eða gera upp- tækt, nema vel rökstuddar sakar- giftir eða formlegar kærur séu fyrir hendi. Fundurinn skorar á viðeigandi yfirvöld að sjá til þess að löggjöf verði ótvírætt þannig hagað að tryggt sé að ritfrelsi verði ætíð í heiðri haft.“ Þjóðviljinn hafði samband við Þorvarð Helgason, sem á sæti í stjórn Rithöfundasambandsins. Sagði hann það hafa verið sam- arssonar borgardómara þykir allt hafi ætlað að treysta landfestar benda til þess að upphaf slyssins skipsins, fallið í sjóinn og þrír fé- hafi verið það að einn skipverja laga hans farist er þeir ætluðu að bjarga honum. Eftirfarandi frásögn lét borgar- dómari í té í samtali við blaðamann í gær: -Það sem liggur fyrir er að þrír skipverjar fóru frá borði á miðnætti nóttina áður en slysið varð og héldu til Reykjavíkur. Þá voru fimm af áhöfninni eftir um borð, þ.e. skipstjóri, 1. stýrimað- ur, bátsmaður, l.vélstjóri og einn háseti. Um líkt leyti og skipverj- arnir þrír fóru frá borði mun 1. vél- stjóri hafa farið að sofa. Um kl. 4.00 um nóttina var hann vakinn af skipstjóra sem bað um að aðalvél skipsins yrði gerð klár, en þá var orðið hvasst. Á leið sinni niður í vélarrúm kvaðst vélstjóri hafa hitt bátsmanninn sem hafi beðið um að straumur yrði settur á spil aftur á skipinu. Vélstjóri kvaðst síðan hafa gert aðalvél klára í vélarrúmi, sett eina ljósavél í gang og sett straum á afturspil. Hvað síðan gerðist liggur ekki nákvæmlega eða óyggjandi fyrir. Líkur benda þó til að skipverjar hafi ætlað sér að ganga betur frá landfestum aftur af skipinu og hafi þá einn þeirra þurft að fara í land. Líklegt er að slys hafi þá orðið með þeim hætti að landgangur skipsins hafi fallið í sjóinn með skipverjann er í land ætlaði að fara. Hinir skip- verjarnir þrír hafi svo fallið í sjóinn er þeir reyndu björgunaraðgerðir og allir fjórir farist. Eggert Óskarsson borgardómari sagði að þegar að var komið hafi þrenn pör af skóm verið á þilfari skipsins og kaðalstigi í sjó niður með bakborðshlið, á milli skips og bryggju. Landgangur skipsins hef- ur fundist og var tekinn upp í fyrra- dag og hefur hann nú verið fluttur i til Reykjavíkur til nákvæmrar skoðunar. Verið er að safna frekari gögnum saman í málinu og þau síð- an senda til Siglingamálastofnun-j ar, útgerðarfélags skipsins, trygg-; ingafélags þess og ríkissaksóknara- embættisins. Munu þessir aðilar méta hvort frekari málarekstur verði út af hinu hörmulega slysi íj Grundartangahöfn. Rithöfundasambandið um Spegilsmálið Mótmælir geðþótta- ákvörðun saksóknara Þorvarður Helgason. Rithöfundar á einu máli í afstöðu sinni. hljóða álit fundarins að ekki gæti talist eðlilegt að saksóknari hafi leyfi til þess að gera upptækt prent- að mál án þess að gera grein fyrir ástæðunum fyrr en löngu seinna. Hér sé um geðbóttaákvörðun að ræða og málið veki enn meiri furðu ef litið sé til þess efnis sem gert var upptækt. Annars sagði Þorvarður að mál þetta ætti fyrst og fremst að snerta samtök bókaútgefenda, sem væru hagsmunasamtök Ulfars Þormóðssonar í hlutverki ritstjóra og útgefanda Spegilsins. Þjóðviljinn hafði einnig sam- band við Oliver Stein Jóhannesson formann Félags íslenskra bókaút- gefenda og spurði hann hvort fé- lagið hefði ekki tekið afstöðu til Spegilsmálsins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til þessa máls, og sjálfur hef ég ekki kynnt mér málið“, sagði Oliver Steinn. Er það ekki hagsmunamál bóka- útgefenda þegar prentað mál er gert upptækt án dómsúrskurðar? „Það kann að vera að þetta sér hagsmunamál þeirra bókaútgef- enda sem vilja gefa út klám, en annars hef ég enga skoðun á því hvort hér hafi verið rétt að staðið. Ég hef hins vegar takmarkaða sam- úð með Speglinum. Það er ætlast til þess samkvæmt lögum, að fylgst sé með því að ekki sé birtur óhróður á prenti. Hvort það var í þessu tilfelli veit ég ekki, því ég hef ekki séð umrætt eintak af Speglinum, og honum var ekki dreift úr minni verslun.“ Það mun álit ýmissa lögfræðinga að með því að staðfesta lögmæti starfsaðferða saksóknara hafi Hæstiréttur lagt blessun sína yfir brot á ritfrelsisákvæðum í mannréttindakafla stjórnarskrár- innar. -ólg. Svavar í Höfn Flytur framsögu um friðarhreyf- inguna og Island í Kaupmannahöfn Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagins flytur erindi um Island og friðarhreyfinguna á af- mælisráðstefnu SF, Sósíalíska þjóðarflokksins í Kaupmannahöfn, um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Sósíalíski Þjóðarflokkurinn er 25 ára um þessar mundir. Á afmælisráðstefnunni sem hefst í dag eru fulltrúar frá Norðurlönd- unum en ráðstefnan er haldin undir kjörorðinu um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. -óg Áframhald- andi lækkun vaxta - I.ækka væntanlega um 3—4% 21. febrúar nk. ALMENNIR vextir munu enn lækka 21. febrúar nk. aamkvaemt þeiœ uppifaíngum, Morguii' blaðiö befur aflnd sér. Enn hefur ekki verid tekin ákvöröun uni hversu mikil IxskktmÍB verður, en Moggi skýrir frá því í rammafrétt á baksíðu að vextir muni verða lækk- aðir 21. febrúar nk.. Byggist á mis- skilningi segir seðlabankastjóri. Vextir ekki lækkaðir núna segir Davíð Ólafsson Seðlabankastjóri „Þessi frétt í Morgunblaðinu kom mér algerlega á óvart því mér er ekki kunnugt um að nein vaxta- lækkun standi til nú. Raunar liggur það fyrir að vextir skuli ekki lækk- aðir í febrúarmánuði, m.a. vegna óvissu um samningamál og annað“, sagði Davíð Ólafsson einn banka- stjóra Seðlabanka íslands í samtali við Þjóðviljann í gær í Morgunblaðinu í gær birtist frétt á baksíðu þess efnis að til stæði að lækka almenna vexti um 3-4% 21.febrúar nk. Segir í frétt- inni að enn hafi formleg ákvörðun ekki verið tekin en líklegt sé talið að lækkunin verði eins og að fram- an greinir. Segir ennfremur að á- kvörðunin um lækkun vaxta nú sé vekin með hliðsjón af verðbólgu- stiginu um þessar mundir. „Engar ráðagerðir eru um að lækka vexti nú en málin eru auðvit- að stöðugt til skoðunar hverju sinni. En það liggur fyrir að vextir verða ekki lækkaðir í þessum mán- uði að minnsta kosti", sagði Davíð Ólafsson Seðlabankastjóri að síð- ustu. - v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.