Þjóðviljinn - 15.02.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Side 3
Miðvikudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Húsnœðisþrengslin í Vesturbæjarskóla Úrbætur þola enga bið segir í opnu bréfi foreldra- félagsins til borgarstjóra - Þetta er ekki bara eitt bréfið enn. Þetta er lokatilraun af okkar hálfu til þess að ná eyrum borgaryf- irvalda og vekja athygli á þeim húsnæðisvanda sem Vesturbæjar- skólinn á við að glíma og ekki verð- ur lengur við unað. Allt frá 1979 höfum við sent tugi bréfa og skýrslu um húsnæðismál skólans til fræðslu- og borgaryfirvalda. Með samþykkt síðustu fjárhagsóætlun- ar borgarinnar var gengið fram hjá skólanum í 5. sinn. Þetta gengur ekki lengur og því krefjum við borgaryfirvöld um svar við bréfi okkar fyrir 8. mars næstkomandi. Þannig komst Stefán Thors, for- maður Foreldrafélags Vesturbæj- arskólans að orði á blaðamanna- fundi í skólanum í gær, þar sem Foreldrafélagið kynnti opið bréf, sem það hefur sent Davíð Oddssyni borgarstjóra. í bréfinu kemur fram að húsa- kynni Vesturbæjarskólans eru í 85 ára gömlu húsi sem er um 400 ferm. að flatarmáli auk þriggja lausra skólastofa sem settar voru upp á leiksvæði og út á nálæga akbraut, alls 180 ferm. í skólanum eru nú 282 börn og er áætlað að þau verði 305 á næsta ári. Nú hefur skólinn um 2 ferm. húspláss á hvern nem- anda á meðan meðalhúsrými á nemanda í skólum borgarinnar er um 6 ferm. Nemendur skólans þurfa að sækja leikfimi í Haga- skóla, smíði, heimilisfræði og myndmennt í Melaskóla og tón- mennt og sauma í Hallveigarstaði. Segir í bréfinu að ferðalög nem- enda torveldi mjög skólahald og skapi slysahættu. Auk þess þurfa börnin að sækja tannlæknaþjónustu á Barónsstíg og læknisskoðun í Langholtsskóla. Þá er ekkert húsrými í skólanum fyrir hjúkrunarfræðing, talkenn- ara, skólasálfræðing, sérkennara, engin samkomusalur, engin vinnu- aðstaða fyrir kennara og engin skólaskrifstofa. Hreinlætisaðstaða hefur orðið heilbrigðisyfirvöldum tilefni til umkvörtunar og bruna- vörnum er ábótavant. Foreldrar sem mættir voru á blaðamannafundinum sögðu að áætlað héfði verið að nýr skóli yrði fullgerður fyrir árið 1986, og því hefði það valdið miklum vonbrigð- um þegar öllum framkvæmdum við skólann var frestað í síðustu fjár- hagsáætlun en nýjum skóla í Graf- arvogi veittur forgangur, þannig að 1. áfangi hans verði tilbúinn haust- ið 1985. Sögðust þau ekki skilja hvers vegna hverfi sem nú er mann- laust og fyrirsjáanlega mun byggj- ast hægt, skyldi njóta slíks for- gangs, á meðan Vesturbærinn væri látinn mæta afgangi þótt fyrirsjáan- leg sé mikil aukning barna í hverf- inu. Aðspurður um hvað félagið hygðist gera ef ekki kæmi viðun- andi svar fyrir 8. mars sagði Stefán Thors að vissulega hefðu hug- myndir um neyðaraðgerðir verið ræddar innan félagsins og foreldrar væru reiðubúnir til þess að beita sér Þrengslin á göngum skólans eru mikil því í Vesturbæjarskólanum er húsnæðið ekki nema 2 fermetrar á hvern nemanda. - (Myndir: -eik). Stefán Thors formaður Foreldrafélags Vesturbæjarskóla: foreldrar eru reiðubúnir að beita sér í þessu máli... af alefli í þessu máli. Frestur til svars hefði verið gefinn vegna þess að þegar þyrfti að huga að bráða- birgðaráðstöfunum fyrir næsta ár. Hins vegar sagðist hann vona að til frekari aðgerða þyrfti ekki að koma af hálfu Foreldrafélagsins. Kröfurnar sem Foreldrafélagið setur fram eru í fyrsta lagi að flýtt verði byggingu nýs skólahúss og í öðru lagi að séð verði til þess að skólinn verði starfhæfur næsta vet- ur. Ég held að ekkert okkar hafi gengið í skóla við þau þrengsli sem hér eru, sagði Stefán Thors, og sá skóli mun ekki vera til á landinu sem býr við jafn bágborinn aðbún- að. Borgaryfirvöld geta ekki Iengur látið eins og þessi skóli sé ekki til. - ólg. Fjölskylda Andropovs Fjölskyldur sovéskra ráða- manna eru að öðru jöfnu ekki mikið í sviðsljósinu og þessi frétta- mynd af fjölskyidu Júrís Andropov mun einsdæmi: hún var tekin þegar lík hins látna forseta stóð uppi í Súlnasal Verkalýðssambandshúss- ins í Moskvu á laugardaginn var. Ekkja Andropovs, Tatjana, situr fyrir miðju. Til vinstri er dóttir hennar írina, sem er blaðamaður og skrifar um leikhús og ballet. Til hægri er sonur þeirra Igor, sem lagt hefur stund á nám í alþjóðlegum stjórnmálum og m.a. verið í sendi- nefnd Sovétríkjanna á öryggis- málaráðstefnunni í Madrid og nú síðast á ráðstefnu um afvopnun- armál í Stokkhólmi. Útför Andropovs var gerð í gær á Rauða torginu með hefðbundnum hættr. Hillir undir enn einn stórmarkað: Haí kaup fékk lóðina Þrír borgarráðsmenn Sjálf- stæðisflokksins samþykktu í gær úthlutun til Hagkaupa í Nýjum miðbæ, en fulltrúar minnihlutans sátu hjá. í lóðar- skilmálunum er m.a. ákvæði um að Hagkaup skuli gangast fyrir stofnun hlutafélags um byggingu svokallaðs „mall’s“ sem er bygging fyrir 15 smá- verslanir. Tveir fyrrverandi stjórnarmenn í Starfsmannafélagi Stjórnarráðsins Uppvísir að fjármálaóreiðu Yfir hundrað þúsund krónur í vanskilum. Aðrir stjórnarmenn hreinsuðu borðið. Málið kom aldrei fyrir dóm. Tveir fyrrverandi stjórnar- menn í Starfsmannafélagi Stjórn- arráðsins urðu uppvísir að fjár- málaóreiðu sem nam háum upp- hæðum á sl.ári. Hér var um for- mann og gjaldkera félagsins að ræða en aðrir stjórnarmenn sáu um að gera borðið hreint. For- maðurinn starfaði hja Ríkisend- urskoðun. Yfirmenn þessara að- ila voru látnir vita um íjármála- óreiðu. - Þetta mál var afgreitt af síð- ustu stjórn á framhaldsaðalfundi í fyrra. Við fengum hreint borð, sagði Margrét Traustadóttir varaformaður núverandi stjórnar Starfsmannafélags Stjórnarráðs- ins. Vísaði Margrét til stjórnar- manna í síðustu stjórn. - Þetta var mikið leiðindamál, sagði Inga Ólöí Ingimundardóttir en hún var í síðustu stjórn Starfs- mannafélagsins. - Það er ekki hægt að tala um þetta sem fjármálamisferli hjá stjórninni sem slíkri. Það voru tveir aðilar í stjórninni sem fóru illa með peninga. Það sem við gerðum sem eftir sátum í stjórn- inni, var áð við vikum þessum að- ilum úr stjórninni og tókum af þeim öll gögn. Síðan sendum við málið í skoðun hjá löggiltum endurskoðanda. Þegar því var lokið voru aðilarnir að sjálfsögðu rukkaðir með hæstu löglegum vöxtum og þeir gerðu upp mjög fljótlega. Þá var skýrt frá málinu á félagsfundi með eðlilegum hætti, og við skiluðum bókhald- inu einsog það gat réttast verið, sagði Inga Ölöf Ingimundardótt- ir. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans var hér um að ræða þáver- andi formann félagsins sem var starfsmaður hjá Ríkisendur- skoðun og gjaldkera félagsins. Starfsmannafélagið lét yfirmenn þessa fólks vita af óreiðunni en talið er að hún nemi yfir 100 þús- und krónum. Málið hefur ekki komið til kasta dómstólanna. -óg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.