Þjóðviljinn - 15.02.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓPVILJINNjMigvikudagur 15. febrúar 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvœmdastjórl: Guörún Guömundsdóttir. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Einar Kart Haraldsson,. UmajónarmaÖur Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utltt og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Augiýaingar: Áslaug JóJjannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. .*. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiösla og augiýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setnlng: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Atvinnuleysið — afleiðing stjórnarstefnunnar Þegar ríkisstjórnin setti kjaraskerðingarlögin um mitt síðasta ár spáðu forystumenn launafólks að af- leiðingin yrði stórfellt atvinnuleysi. Þeir áréttuðu hvað eftir annað að stjórnarstefnan fæli í sér vítahring atvinnuleysis og vaxandi kjaraskerðingar. ísland yrðii sett á kort atvinnuleysislanda. Sérstaða þjóðarinnar, sem fólst í atvinnuöryggi allra landsmanna, yrði eyði- lögð á skömmum tíma. Það kynni svo að taka mörg ár að komast aftur upp úr hinum djúpu förum atvinnu- leysisins. Ráðherrarnir og aðrir talsmenn ríkisstjórnarinnar létu þessar viðvaranir sem vind um eyru þjóta. Undan- farið hefur hins vegar verið að koma í Ijós að forystu- menn launafólks höfðu lög að mæla. Atvinnuleysið er orðið ört vaxandi meinsemd í íslensku þjóðfélagi. Það setur nú svip á fjölmargar atvinnugreinar og byggðar- lög um allt land. Þjóðviljinn skýrði frá því í gær að í janúar hefði verið mesta atvinnuleysi sem hér hefur þekkst síðan á hinum hrikalegu atvinnuleysisárum 1968-1969 en þá þurftu þúsundir að flýja land. Um 4.000 eru nú skráðir atvinnulausir. Jafngildir sú tala um 3.5% af öllum mannafla í landinu. Á undanförnum árum hefur tala atvinnulausra hins vegar verið langt innan við eitt pró- sent. í röðum hinna atvinnulausu er fólk úr mörgum starfs- greinum. Þar eru um 700 sem áður störfuðu í ýmiss konar þjónustu- og framleiðslugreinum, um 200 iðnað- armenn og hundruð sem hafa starfað við margvísleg verkamannastörf. Hin víðtæka atvinnuleysisskrá sýnir að aflatakmarkanir í sjávarútvegi eru aðeins að hluta orsök atvinnuleysisins. Hinar fjölþættu starfsgreinar, sem hafa orðið atvinnuleysinu að bráð á síðustu mán- uðum, eru sterkur vitnisburður um þátt stjórnarstefn- unnar í atvinnuleysisþróuninni. í mörgum byggðarlögum er hlutfall atvinnulausra komið upp í röskan fjórðung alls vinnuaflsins. Slíkt ástand lamar efnahagslega þróun og mannlíf á viðkom- andi stöðum. Það er rétt, sem Tíminn vekur athygli á í gær. að þetta atvinnuleysishlutfall er mun hærra en tíðkast hjá þeim þjóðum þar sem atvinnuleysið hefur verið langvarandi vandamál. Atvinnuleysisþróunin mun, ef ekki verður breytt um stjórnarstefnu, rífa upp með rótum ýmsa dýrmætustu eðlisþættina sem mótað hafa íslenskt þjóðfélag á und- anförnum árum. Það er brýn nauðsyn að ríkisstjórnin verði knúin til að nema staðar á þessari hættulegu braut. Þeir menn sem gera ísland að fórnarlambi at- vinnuleysisófreskjunnar bera mikla ábyrgð. Andstœðingar friðarfrœðslu Þjóðviljinn hefur vakið athygli á því hvernig Morg- unblaðið hefur hamast gegn tillögu sem flutt hefur ver- ið á Alþingi um friðarfræðslu í skólum landsins og eru þó þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal flutnings- manna. Fyrir helgina var bent á það í leiðara Þjóðviljans að vígbúnaðarsinnarnir á Morgunblaðinu myndu beita Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra til að drepa tillöguna um friðarfræðslu. Strax næsta dag var Ragnhildur látin lýsa því yfir í Morgunblaðinu að friðarfræðslutillagan væri „óljós og greiðargerðin enn óljósari.“ Síðan er í leiðara Morgunblaðsins í gær ráðist með offorsi á tillöguna og ummælum Ragnhildar Helgadóttur hampað sérstaklega. Tillagan um friðar- fræðslu er talin dæmi um mál sem „spilli áliti alþingis Tieðal almennings.“ Hvers vegna óttast málgagn 'íATO og hersins svo mjög friðarfræðslu? klippt Málaliðar við landamæri Honduras - fyrirsögn Morgunblaðsleiða- rans. Syndaselurinn Palme Morgunblaðið birti á sunnu- daginn leiðara sem er sérsaminn til að hneykslast á því að Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóð- ar skuii heimsækja Nicaragua. Blaðið segir um heimsókn Palme: „För hans þangað vekur minningar um daður sænskra jafnaðarmanna við vietnamska kommúnista á áttunda áratugn- um þegar látið var í veðri vaka, að þeir sem nú hafa breytt Viet- nam í kúgunarríki og eru í lát- lausu stríði við nágrannaþjóðirn- ar væru bestu málsvarar jafnréttis og bræðralags“. Og svo framveg- is og þar fram eftir götum. Jákvœð afskiptasemi Nú er það svo, að ítrekuð við- leitni sænskra, spænskra, vest- urþýskra og ýmissa annarra evr- ópskra sósíaldemókrata til að hafa áhrif á framvindu mála í Mið-Ameríku er um margt ein- hver jákvæðasta „afskiptasemi" af málum þriðja heimsins á síð- ustu árum. Með henni hafa jafn- aðarmenn reynt að koma í veg fyrir að þjóðum Mið-Ameríku sé stillt upp frami fyrir tveim kost- um - annaðhvort einskonar herf- oringjastjórn eða römm aftur- haldsstjórn undir verndarvæng Bandaríkjanna, hinsvegar alræði byitingarflokks. Og eru flokks- ræðismenn og Bandaríkjamenn þá með sérstæðum hætti sammála um eitt: þriðji kosturinn er ekki til, kostur framfara og mannréttinda, kostur sá sem á ít- alíu hefur verið nefndur „sósíal- ismi í lýðræði“. Pað er í þeim anda að sósíaldemókrataforingj- ar eins og Palme hafa viljað styðja stjórn Sandinista í Nicar- agua til góðra verka - um leið og þeir vilja beita áhrifum sínum til að staðið verði við lýðræðisfyrir- heit Sandinistabyltingarinnar og þá fyrirheit um kosningar í landinu. Staða lýðræðis Það er ekki víst að Olof Palme og skoðanabræður hans hafi er- indi sem erfiði í Mið-Ameríku - en þeir hafa þó reynt það sem þeir gátu. Og eitt er víst: viðleitni evrópskra vinstrimanna til þess að hafa áhrif mála í Nicaragua og öðrum ríkjum Mið-Ameríku þjónar aðeins þeim tilgangi að styrkja möguleika lýðræðisins. Jafnvíst er hitt, að sú aðferð vina Morgunblaðsins í Washington að dæla fé og hergögnum í illræmdar afturhaldsstjórnir og reka mála- her gegn stjórn Nicaragua frá Honduras getur ekki leitt til ann- ars en að grafið sé undan öllum lýðræðisvonum í þessum heimsh- luta Frumleg túlkun Stjórn Sandinista í Nicaragua er gagnrýnd víða fyrir tilhlaup til ’valdaeinokunar, hún er lofuð| fyrir framtak í mennta- og heil- IbVigðismálum. Morgunblaðið vill TOnsvegar vera frumlegt í umfjöll- un sinni um þetta land og ber fram sína ádrepu: „Nú hefur Nic- aragua verið breytt í fátæktarr- íki“ segir í fyrrgreindum leiðara. í þessari setningu kemur fram al- veg óvenjulega ósvífin túlkun á sögu: maður skyldi af henni ætla, að hér áður fyrr hafi Nicaragua verið velmegunaríki - þegar Somozaættin var og hét, ættin sem stjómaði landinu af mikilli grimmd í nokkra áratugi i fullri vinsemd við Bandaríkin, semí höfðu á þeim tíma ekki meiri áhyggjur af mannréttindum þar í landi eða kosningum en þótt landið hefði verið hinummegin á tunglinu -áb 32 MORGUNBLAÐIÐ. FOSTUDAOUR 1D. FBB Alberts - efítirJön Gudmundx- non oj) Leó /í. Löce ÞaA cr ábyrgöarhfuti »A þcgj* yfi RiLsretti, mteniuuua efta öAru raog Ueti Heœ mvnn vcrö# fyrlr af trúnoð arotönnum þjtiAarinnar. FJ allir segja alHaf „þctta er bar wvofla", „nrona eru þeir allir'' cö „kllkurnar ráha öllu í þjóöfélaginu ~ þá breytwi þjöAfélagiö aWret t hitts betra, þá bætíum víð ad gef mvA trtolti borið okkur saraan ví vestrænar mcnBÍngarþjóðír, en eíg uui betnr bcima nicöal Nlgeríu tnanna cda annarra átíka I siðfcrði. Fjárroálarádherra, Alb<*rt Guð Saunðnnnfí, auglýstl nýlega tíl söIl hlutabréf ríkissjóða í nukkrum hlutaféHigum, nuu hf. Eitnsfaí|ta- félagi íslanda. Satnkvicmt uppJýsinguni níðhcrrá sjálfs Itárust tv«í tilboö fyrir tllsktf* inn fresl ~ þ.e.ají. sagðl haná fyst eftir aft freaturírtn rann út Síðar kora fraat, að a.m.k. cttt bof ****** hnr'mí ttrit ftPMiinn. Þ*f Sala ríkiseigna FiármáíarftðuneytlA ftuolýftlr «ár moð ftttlr tllboóum ( tilutabrét r*l»|ó»9 í t»<m tytlrtmkiuro, oomtwJFftW;: 1) Elrrwfclpfttftífto Ut.ro). b/f. Hfttmrroð fcMJ-MO.- 2) Ftóftbftnrrtrm Bftktur h/f. Nfttrtv.rð lcr. 100.000,- 5) Ftðftbíturtro. OrMHtur tt/t. ttatmrftrð trr. StBMC.- 4) FtinMðlr h/l. Mvtnrftrð kr. 7000.000,- 5) Omrtur h/». Mntaverð kr. 15.000.- 8) Herfómir h/f. IWnwí kr. 900AW0.- T) Hófatax h/f. Nafnverð kr. 5Ö0m- S) Hraðtíraut h/f. Matavarö ttr. 1.170W0 * ») Morður*t)«rnan rt/f. Matnverð kr. 8.66S.5S5.- 10) Battaakfanwrítamlðía Hafnarnarðar h/». H*tn»«ð kr.90Q.00IL- 11) SkaSegrfmur h/l. M*fnverð kr. 2N3ZS7*.- 12) Sfippatððm h/1. MWnvwð kr. 11.700W0,- 13) Vfrtthðtmur h/». Mataverð kr. 7.500.000.- 14) Þðr h/», Stykktahóhnl. Mafnverð kr. 5^20340.- 15) Þormðður ramml h/t. Mafnverö kr. 16.500.000.- Hkslabfétin veröa sekl hmstbjóðanda. fáist vtðunanra Wboð. Kaupendum verður geftnn koatur á aö greíöa »»» aö 80% kaupveröslns á 10 6rum meö verötryggöum kjörum. Nánar! uppiýsingar getur Itármálaráðuneytið. THboö beríst ráöuneytinu fyrtr 1. febrúar n.k. Ffirm&teréðamyVÓ, 7. desambor 1983. Framtals- vísindi Skattamál eru á dagskrá á hverju einasta heimili um þessar mundir. í því tilefni skal vitnað í nýlegar vangaveltur úr Morgun- blaðinu þar sem vikið er að fram- talsvísindunum - það er Gísli J.Ástþórsson sem hefur orðið í þættinum „Eins ogmér sýnist“... „Þá er heldur ekki úr vegi að minna á könnunina sem blöðin sögðu frá á dögunum um launa- tekjur manna í hinum ýmsu atvinnugreinum. Eins og menn muna kannski leiddi sú könnun í ljós að ótrúlega margir atvinnu- rekendur löptu ekki einasta dauðann úr skel heldur skömmtuðu sér samkvæmt skatt- aframtölum sínum drjúgt lægri laun en fólkinu sem þeir höfðu í þjónustu sinni. Eftir þessu að dæma erum við íslendingar auðvitað svo lánsamir að eiga ör- látustu og óeigingjörnustu at- vinnurekendur í heimi. En sann- ið til að illar tungur eru vísar til að bæta því við, að þeir séu heldur engir miðlungsmenn í bókhalds- kúnstum. Nýtt mat á Albert Og eitt kallar á annað: Jón Guðmundsson og Leó E.Löve skrifuðu á föstudaginn hatramma grein í Morgunblaðið um undar- legan hringlandahátt Alberts Guðmundssonar í sambandi við tilboð í hlutabréf ríkisins í Eim- skip, en greinarhöfundar ætluðu sér að komast yfir það hnoss. Undir lok greinarinnar segja þeir: „Þegar upp kemst að menn hafi stigið hliðarspor á braut heiðarleikans standa þeir oft frammi fyrir erfiðu vali. Að lýsa sjálfan sig „fool“ eða „crook“, vitlausa eða óheiðarlega. Auðvitað velja þeir þann kost- inn sem þeir telja sjálfum sér hag- kvæmari og Albert Guðmunds- son segist vera „fool“. Stundum sitja menn þó uppi með hvort tveggja. Það hryggir okkur að í ábyrgð- arstöðu sem stöðu Alberts Guð- mundssonar skuli veljast maður með minni eins og hans og ónota- legt fyrir skattborgarana að hann skuli ráðstafa fé þeirra“ Þetta er engin smávægileg at- laga. Og það er mæiskur vottur um það, hvernig fjármálaráð- herra stendur að vígi, að hann skuli ekki geta brugðist við öðru- vísi en baða út öngum og segja í Morgunblaðinu daginn eftir, aldeilis hlessa: „Þetta er nýtt mat sem ég hef ekki heyrt áður, að ég sé óheiðarlegur maður....“ -áb

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.