Þjóðviljinn - 15.02.1984, Side 5
Samvinnuferðir-Landsýn
Miðvikudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Fjölbreyttar
sumarferðir
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða í
sumar allar ferðir á lægra eða
óbreyttu verði frá því í fyrrasumar
og nemur verðlækkunin allt að
13%. A fréttamannafundi í gær
kom fram að ástæður þessa væru
einkum hagstæðir samningar er-
lendis og afnám ferðamannaskatts
á gjaldeyri.
Ferðaskrifstofan Samvinnuferð-
ir-Landsýn mun áfram skipuleggja
hinar vinsælu ferðir til Rimini,
sumarhúsa í Danmörku, sæluhúsa í
Hollandi, Grikklands, Júgóslavíu,
Kanada, Sovétríkjanna og fleiri
landa. Við bætast svo ýmsar nýj-
ungar og má þar nefna sæluhús í
Kempervennen í Hollandi, Du-
brovnik í Júgóslavíu auk þess sem
aukin áhersla er lögð á þjónustu
við þá sem kaupa „flug og bíl“
pakka um Evrópu.
Sumarbæklingur Samvinnu-
ferða-Landsýnar kom út í gær og
fæst hann afhentur á skrifstofu
Margs konar bæklingar og leiðsögurit liggja frammi hjá afgreiðslufólki Samvinnuferða-Landsýnar og því
auðvelt að skipuleggja sumarferðina í ár.
fyrirtækisins við Austurstræti í
Reykjavík svo og hjá umboðs-
mönnum víða um land. Með bækl-
ingnum er að þessu sinni dreift sér-
stöku ferðahappdrættisdagatali og
eru vinningar hinir veglegustu,
ferðir með alla fjölskylduna til fjöl-
sóttra ferðamannastaða víða um
Evrópu. Á skrifstofunni í Reykja-
vík er hægt að fá lánaða 22 mínútna
langa kynningarmynd á vídeóspól-
um gegn 300 króna tryggingu sem
síðan fæst endurgreidd er spólunni
er skilað.
- v.
Finnlandskynn-
ing hjá BSRB
Ferðanefnd Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja skipuleggur
leiguflug til Helsinki 30. júní - 16.
júlí í sumar. Þátttakendum gefst
kostur á mismunandi ferðatil-
högun á mjög hagstæðum kjörum.
Fimmtudaginn 16. febrúar kl.
20.30 verður haldin
Finnlandskynning í húsakynnum
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja að Grettisgötu 89. Þar verður
sýnd kvikmynd, land og þjóð verð-
ur kynnt og lýst ferðaáætlunum og
gistiaðstöðu. Einnig gefst tækifæri
til þess að panta í ferðirnar.
Náttsöngur í Hallgrímskirkju:_
Pétur Jónasson spilar
og telur þá eðlilegan þátt í lagfær-
ingu lífskjara lágtekjufólks en slík-
ir styrkir hafa lengi tíðkast í öllum
nálægum löndum. Fundurinn
bendir á að húsaleiga hefur ekki
lækkað til samræmis við laun, en
sumsstaðar hækkað þrátt fyrir
kjaraskerðinguna. Nauðsynlegt er
því að setja lög um ákvörðun
leigugjalds og almennan heimilis-
rétt sem tryggir leigjendum þau
grundvallarmannréttindi að geta
búið í öruggu húsnæði.
Fundurinn fagnar framkomnu
frumvarpi um breytingu á lögum
um húsaleigusamninga og væntir
samþykkis þess með áorðnum
breytingartillögum Leigjendasam-
takanna. Þá telur fundurinn að
endurskoða þurfi ný lög um Húsn-
æðisstofnun og allt húsnæðiskerfið
í heild, þar sem verðtrygging húsn-
æðislána og breytt kjör kalli á nýja
húsnæðisstefnu. “
Frá aðalfundi Leigjendasamtakanna:
Húsaleiga hefur ekki lækkað
til samræmis við launin
Á aðalfundi Leigjendasamtak- samþykktar tvær ályktanir, sem
anna um síðustu mánaðamót voru birtast hér á síðunni.
Skorað á stjórnvöld
að styrkja
Aðalfundur Leigjendasamtak-
anna haldinn að Hótel Borg 28.
jan. 1984 fagnar þeim undirtektum
sem húsnæðissamvinnufélagið
Búseti hefur hlotið hjá almenningi.
Þær undirtektir sýna í skýru ljósi,
hvernig ástand húsnæðismála er
hér á landi og hvaða leið fólkið vill
fara til að leysa húsnæðisvanda
sinn til frambúðar. Fundurinn vek-
ur sérstaka athygli á því að slík
samvinnufélög hafa lengi starfað í
flestum eða öllum nálægum
löndum og gegnt þar mikilvægu
hlutverki við lausn húsnæðismála,
enda hugmyndin þangað sótt, en
þess sérstaklega gætt við undirbún-
ing félagsstofnunarinnar að félagið
tæki tillit til íslenskra aðstæðna
m.a. með því að samræma lög þess
gildandi lögum um samvinnufélög.
Stofnun Búseta hefur vakið upp
Búseta
áhuga víða um land og er stofnun
fleiri húsnæðissamvinnufélaga í
undirbúningi. Hér er því um að
ræða öfluga félagslega hreyfingu
sem Leigjendasamtökin hafa
hrundið af stað þar sem lausn hús-
næðisvandans er í sjónmáli, fái
þessi hreyfing þann stuðning sem
til þarf.
Skorar fundurinn á stjórnvöld að
styrkja hina nýju húsnæðishreyf-
ingu og tryggja henni fjármagn og
annan stuðning sem til þarf svo hún
nái því markmiði sínu að leysa
húsnæðisvandamál landsmanna til
frambúðar.
Af sérstöku tilefni vill fundurinn
mótmæla fullyrðingum sem fram
hafa komið þess efnis að húsnæðis-
samvinnufélög séu ekki félagsleg
lausn.
„Aðalfundur Leigjendasamtak-
anna haldinn að Hótel Borg 28. 1.
’84 skorar á stjórnvöld að ráða bót
á því alvarlega ástandi sem ríkir í
húsnæðismálum leigjenda hér á
landi. Nauðsynlegt er að koma í
framkvæmd húsnæðismálastefnu,
þar sem gætt er hagsmuna
leigjenda ekki síður en húseigenda
og húsbyggjenda. Ljóst er að
leigjendur hér á landi eru að stór-
um hluta lágtekjufólk sem hefur
orðið hart úti nú vegna efna-
hagsráðstafana stjórnvalda á síðast
liðnu ári.
Enn má benda á að fjöldi íbúð-
areigenda eignaðist íbúðir sínar og
annað húsnæði með verðbólgu-
styrkjum og skattaafslætti, meðan
leigjendur greiddu sinn húsnæðis-
kostnað óstuddir. Lýsir fundir yfir
stuðningi við tillögur forystu-
manna BSRB um húsaleigustyrki
í kvöld, miðvikudaginn 15. febrúar, verður haldinn Náttsöngur í Hall-
grímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Hinn góðkunni gítar-
leikari Pétur Jónasson leikur þar lútusvítu nr. 1 í e-moll eftir Jóhann
Sebastian Bach.
Náttsöngurinn hefst kl. 22 í kvöld og er öllum opinn.
Auglýsið í Þjóðviljanum