Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 13
Helgin 17. - 18. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Sr. Sigfús J. Arnason á Hofi í Vopnafirði: „Holir menn“ - eða mennskir? Hér er fullt af lifandi fólki Eins og áöur var getið er hlut- verk kóngssonarins í höndum Jean-Yves Lormeau. Lormeau hefur verið á dansgólfinu síðan hann var 12 ára gamall. Hann hlaut fyrstu verðlaun frá Tónlistarhá- skólanum í París árið 1969. Hann var ráðinn að Parísaróperunni árið 1973 og ári síðar var hann orðinn fordansari þar og loks sólódansari. Sem slíkur kom hann fram í aðal- hlutverkum í „Eldfugli" Stravin- skys, undir stjórn hins þekkta dansstjóra Maurice Béjart og „Agon“, einnig eftir Stravinsky, undir stjórn George Balanchine, sem telja má fremstan meðal dans- stjóra. Síðan hefur Jean-Yves Lormeau dansað hvert stórhlutverkið á fætur öðru og komið fram í helstu ballett- þremur ballettum í Frakklandi." Ég spurði Jean-Yves Lormeau hvort hann hefði meiri áhuga á nú- tímalegum viðfangsefnum en klassískum ballett. „Nei, ég er fyrst og fremst klass- ískur ballettdansari. Ég hef ekki lagt fyrir mig jass-ballett eða aðra tegund af dansi, enda er þar um gjörólíkt svið að ræða. Hins vegar dansa ég hvað sem er og margt af því sem ég fæst við er byggt á ný- stárlegum tilraunum, bæði hvað varðartónlist og dansstjórn. Éghef unnið með ótölulegum fjölda dans- stjóra, en ég get ekki sagt að ég hafi frekari áhuga á nútímalegum til- raunum en klassískum ballett." Lormeau var spurður hvort áhugi á ballett væri að aukast mjög um þessar mundir. „Það er almennur áhugi fyrir íþróttum og menn eru að komast betur að því að skrokkurinn þarfn- ast hreyfingar. Það er m.a. í ljósi 6. sunnudagur eftir þrettánda: Bœnadagur að vetri. Sjá Matt. 6.5-13. Lesandi góður. Á þessum Drott- insdegi og þeim næstu ætla ég að mæla til þín nokkrum línum ásamt textum kirkjuársins af helgri bók, bænum þess og lofsöngvum. „Kjarninn og stjarnan" í boðun bænadags á vetri er fleyg bæn, sem Drottinn kenndi játendum sínum í upphafi: Faðirvorið, helgust allra bæna. Til vor er hún komin vegna náðar Guðs við söguna, þjóðina, tunguna-og þig. Súerm.askýring þess, að Drottinn kirkjunnar á enn margan bandamanninn í íslenskum brjóstum. Um leið skulum vér muna, að náð Guðs við mann og heim, við ísland og börn þess, er hægt að ónýta með andvaraleysi og gæfuleysi glópanna, en líka - og ekki síst - með þeim þjösnahætti, sem „umdæmi heimsins“ einlægt stundar. Það gerist, þegar stjórnmál hætta að lúta mennskum lögmálumoghverfaá vitfrumskóg- arins. Því er nú verr, að samtíðin og sagan eiga báðar legíó dæma um þvílík ósköp. „Hinir holu menn“ Eliots ráða þá ferðinni, úttroðnar túbur, fullar af geldum herfræði- og hagfræðiklausum og gjörsam- lega ónæmar fyrir venjulegri mennskri þörf og þrá. Að baki 4. bænar Faðirvorsins, sem fjallar um daglegt brauð, býr sú vissa og hugsjón Lausnarans, að öll eigum vér sama Guð að föður og sama réttinn til lífsins og gæða þess. Og öll þiggjendur sama gjaf- arans. Svik við þessa hugsjón eru svik við hann. Andstaða gegn henni - þótt ekki sé hún í orði - er andstaða við hann. Hver sem ekki stendur með honum er á móti hon- um. Þegar hann gekk um þessa annars góðu jörð, sem kynslóð vor hefur svo hrapallega svikið og sví- virt - og á því virðist ekkert lát - og kvaddi menn og konur til fylgdar við sig, þá kallaði hann þau einlægt um leið til ábyrgðar um samferða- fólk. Skírarinn, fyrirrennari hans, gerði og lýðum ljóst hvernig menn skyldu ráðstafa kyrtli og matföng- um, sem þeir áttu umfram þarfir. Lausnarinn aftur á móti talar sjáif- ur um hina minnstu bræður. Vér skyldum sjá hann í þeim: „Hungr- aður var ég, og þér gáfuð mér að jr a messudegi eta; þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var ég og þér hýstuð mig; nakinn, og þér klædd- uð mig; sjúkur var ég, og þér vitj- uðuð mín, í fangesli var ég, og þér komuð til mín“. Nú er svo komið á íslandi, að afrakstur hins almenna launa- manns af sameiginlegu búi þjóðar- 'Wnar er í engu samræmi við tekjur þess. Þeir sem minnst fá í sinn hlut kvíða því að hafa eigi til næsta máls, þolinmæðin og langlundar- geðið á þrotum og vonin um lausn því fjarlægari sem túburnar tala lengur um „ramma“ og „svigrúm“. Og sjúklingum gjört að greiða skattinn sinn - og verðbólguna væntanlega niður líka - ásamt launafólki. Svona pólitíska afsiðun má þjóð- in hvorki þola ná láta bjóða sér. Hún er ekki aðeins andfélagsleg. Hún er ókristileg með öllu. Lausnarinn sagði nefnilega ekki: Hungraður var ég, og þér lækkuð- uð launin mín og hækkuðuð verð á nauðþurftum mínum; sjúkur var ég, og þér sögðuð: Borgaðu, góð- urinn. Hann sagði allt annað, þótt þetta sé í munni íslenskra valds- manna „að vinna að hjöðnun verð- bólgunnar" - og sama hversu margir verða sárir í þeim leik eða troðast undir í þessum þjösnaskap. Starfsbróðir minn einn gat þess í útvarpsprédikun 29. jan. sl. að hann hefði fyrir síðustu jól komið á heimili, sem átti ekki málungi matar. Vitnisburðir af þessu tagi eru mýmargir, hvernig hin nýja efnahagspólitík (,,NEP“) hefur leitt ófrekju skortsins í hús snauðra manna. Islenskum merkisberum hagfræðafúsksins frá Chicago væri hollt að minnast þessa og hafa Guð í alvöru fyrir augunum, því að þetta fúsk er að koma stórum hluta þjóð- arinnar niður á stig bónbjargar- fólks. Þeim væri hollt að spyrja um rök lífsins. Þau eru nefnilega hvorki markaðsgóss né vélmennsk. Þau eru mennsk og af Guði gefin, en ekki af „pílagrímum Mamm- ons“. Þeirra lögmál hafa öll og ævinlega endað í blindgötu. Við enda hennar stendur lífsins Guð ásamt englum sínum. Fyrir Jesúm Krist vill hann endurfæða mann- eskjuna til lifandi vonar, sem ekki endar í blindgötu, með kenningu Lausnarans, sem er líf, andi og sannleikur: „Allt, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Huga þínum, höndum og hjarta er ætlað að gjöra hana að veruleika. Hann biður þig að sá þannig í akur hinna óbornu, að þeir uppskeri kærleika í stað óbilgirni, von í stað örvæntingar, ljós í stað myrkurs - og brauð í stað bombunnar. Góðar stundir. /Áttu við GÓLF eöa ÞAKVANDAMAL aðstríða? Betokem SUM gólfílögn sölum heims, t.a.m. hefur hann dansað með Kirov-ballettinum í Leningrad og New York City Bal- let, undir stjórn manna á borð við Jeröme Robbins. „Ég hiti Yurésha í London og hann vildi ólmur að ég kæmi til ís- lands og dansaði í þessari upp- færslu á Öskubusku og ég sé ekki eftir því að hafa þegið boðið,“ sagði Lormeau, þegar hann var inntur eftir atvikum. En var ekki erfitt að fá sig lausan frá Óperunni í París og koma hing- að? „Vissulega hef ég nauman tíma og ég þarf að hendast á milli, því enn dansa ég hlutverk í Óperunni og reyndar er ég ráðinn á öðrum stöðum í leiðinni. En þetta gekk upp, þar sem Þjóðleikhúsið skildi vel þessar erfiðu aðstæður og því var hægt að hliðra til og þá var ekk- ert því til fyrirstöðu að hálfu Nure- yevs og Óperunnar að ég kæmi hingað og dansaði. En ég verð að fara á milli, því ég dansa m.a. í þessa sem áhugi á ballett fer vax- andi. Áherslurnar hafa þó breyst og ballettinn er nú orðinn eðlilegri og tjáningarríkari en hann var áður fyrr. Hann er því frjálslegri nú og meira heillandi fyrir nútímafólk. Svo er rómantíkin að skjóta aftur upp kollinum og hún kallar á beinni tjáningu.“ Hvað um ísland og aðstæðurnar hér? „Landið er fagurt og ég er að reyna að fá leigðan jeppa til að komast eitthvað út á land og sjá meira af náttúrunni hér. Vissulega hefði verið fýsilegra að komast í sól og hita en hingað í kuldann, en ég hef kynnst lifandi fólki hér og þótt ég geti lítið sagt um ballettlíf á ís- landi, hlýtur að vera góður grund- völlur fyrir slíku. Þegar maður gengur um göturnar í Reykjavík sér maður frjálslega og lífsglaða' unglinga, en það er einmitt fjör sem þarf í góðan ballett. Ykkur ætti því ekki að skorta efnin.“ HBR Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á golfið eftir 24 tíma. SUM golfílögn hefur verið í þróun i Þyskalandi, Svíþjóð og Noregi si. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í golfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLCOAT gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. EPOXY - GÓLF HAFNARFIRBI SÍMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.