Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 11
Helgin 17. - 18. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Franska TVG-lestin, sem tekin var í notkun árið 1981, getur náð allt að 380 km hraða á klukkustund en með þeim hraða væri hægt að komast Keflavíkur á 8 mínútum. Lestin hefur rcynst frábærlega vel. Hraðlest tilKeflavíkur Ferðin tœki 10-15 mínútur ogþá mœttiflytja innanlandsflug á Keflavíkurflugvöll Allaöldina hefurdraumurinn um járnbrautarlestir öðru hverju skotið upp kollinum á íslandiog íbyrjun hennarvar meira að segja stofnað heilt tímarit af áhugamönnum um slíkar lestir og var það kallað Eimreiðin. Með nýrri sam- göngutækni, svo sem flugi, fór að halla undan fæti fyrir járnbrautum sem samgöngu- og flutningatæki og svo var komið að þær voru almennt taldar farartæki f ortíðari nn- ar. En nú eru á ný að hefjast gullöld lestanna með nýjum og ákaflega hraðfara lestum víða um heim. Má þar nefna TGV-lestina í Frakklandi sem hófaðgangamilli Parísarog Lyon fyrir þremur árum og getur náð allt að 380 km hraða á klukkustund. Flugvallarmál Reykjavíkur hafa lengi verið í deiglunni og ýmsar hugmyndir verið á kreiki til að leysa jtau. Um tíma voru áform um að leggja nýjan flugvöll á Álftanesi og einnig hefur Kapelluhraun verið nefnt í þessu sambandi. Ýmsir van- kantar hafa þó komið í ljós á flug- vallargerð á þessum slóðum, bæði vegna byggðar sem fyrir er á Álfta- nesi (þám. forsetasetursins) og slæmra veðurskilyrða í Kapellu- hrauni. Nú hafa þessar áætlanir verið lagðar til hliðar og áformað er að reisa nýja flugstöð á gamla Reykjavíkurflugvelli og þar með festa hann í sessi næstu áratugi. Þetta er gert þrátt fyrir gagnrýni á það hversu nálægt byggðinni hann er. Hann veldur óþægindum vegna hávaða og af honum er slysahætta. Aðflugið að einni aðalflug- brautinni liggur td. yfir gamla mið- bæinn og gæti því einn góðan veðurdag flugvél hlammað sér nið- ur á Alþingishúsið og Dómkirkj- una eða önnur stórhýsi. Sumir hafa viljað flytja innan- landsflugið á Keflavíkurflugvöll en því hefur verið mótmælt, einkum af utanbæjarmönnum sem mikið þurfa á flugi að halda. Leiðin til Reykjavíkur lengdist þá í mörgum tilfellum um helming, þeas. klukkutíma bílferð bættist við flug- tímann sem sjaldnast er lengri en klukkutími. Þetta væri líka óþægi- legt ef fólk er komið til Keflavíkur til að fljúga en hætt væri svo við flug af veðurástæðum sem gerist ærið oft í innanlandsfluginu. Mál þessi mætti í raun og veru leysa með mjög einföldum hætti og ekki dýrari en að leggja nýjan flug- völl. Það er með hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Slík lest leysti ekki aðeins flugvallar- málið heldur hefði margs konar annað hagræði í för nteð sér eins og vikið verður að síðar í greininni. Eins og fyrr var greint frá getur franska TGV-lestin, sem hefur reynst ákaflega vel og verið mjög vinsæl þau þrjú ár sem hún hefur verið rekin, náð allt að 380 km hraða á klukkustund. Vegalengdin milli Keflavíkur og Reykjavíkur eru um 50 km og með þeim hraða yrði slík lest ekki nema 8-9 mínútur á leiðinni og þó hún nái ekki nema 200 km hraða að jafnaði væri hún ekki 'nema 15 mínútur á leiðinni. Það er skemmri tími en tekur að aka frá Reykjavíkurflugvelli í stærsta hverfið í Reykjavík: Breiðholt. TBV-lestin var 11 ár í hönnun og eru nú fjölmargar þeirra í notkun enda hafa Frakkar stefnt á útflutn- ing þeirra. Þær ganga fyrir raf- magni og heyrist mjög lítið í þeim. Hver lest er 200 metrar á lengd með 8 vögnum og eru engin skil á mili vagnanna. Hún tekur 386 far-; þega í stóla. Ekki er mér kunnugt hvað það, kostaði að kaupa slíka lest eða lest-! ir og leggja spor fyrir hana en tæp- lega tel ég að það verði dýrara en að leggja nýjan flugvöll með til- heyrandi mannvirkjum. Þar að auki sparaðist mikið fé með því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og sameina hann Keflavíkurflug- velli. Öll stjórnun ogöryggisútbún- aður nýttust mun betur. Þyrfti t.d. ekki nema eitt slökkvilið í stað tveggja sem nú eru. Þá ntá nefna að hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur gerði það að verkum að öll Suðurnes og höfuðborgarsvæðið yrði eitt at- vinnusvæði til niikils hagræðis fyrir íbúana. Lestin leysti ekki aðeins vanda flugsins heldur yrði hún mikil samgöngubót. Hún gæti haft viðkomu í Njarðvík, Straumsvík, Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti. Og þá er enn eitt ótalið. Hægt væri að taka flugvallarsvæðið í Reykjavík undir byggð og kærni þar til sögu stórt, hagkvæmt bygg- ingarsvæði á besta stað í bænum með góðum tengslum við önnur hverfi. Nýtt hverfi á flugvallarstæð- inu og nágrenni hans. yrði til að styrkja stöðu miðbæjarins og þar að auki býður þetta svæði upp á skemmtilega möguleika fyrir íbúa- byggð. Mánefnaað Öskjuhlíðin og falleg strandlengja er á svæðinu. Hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur er ntöguleiki sem flug- ráð og önnur yfirvöld ættu að skoða. Hann er alls ekki fjarstæðu- kenndur þó að við íslendingar sé- um óvanir járnbrautarlestum.-GFr Cheerios eralveg ofsalega, æðislega, -mjöggott!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.