Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 12
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984
Eftir þrjár vikur mun íslenski
dansflokkurinn hefja sýningar á
einu af meistaraverkum ballett-
sögunnar, „Öskubusku" við
tónlist eftirrússneskatón-
skáldið Sergei Prokofév. Verða
sýningarnaráfjölum Þjóðleik-
hússins. Til að stjórna upp-
færslunni hefurdansflokkurinn
fengið þekktan júgóslavneskan
dansara og ballettstjóra, Jelko
Yurésha, og er hann hingað
kominn ásamt konu sinni,
bresku ballerínunni Belindu
Wright. Þau hjónin hafaferðast
út um víða veröld og sýnt við
frábærar undirtektir og hefur
Yurésha annast dansstjórn
(choreografíu) fjölmargra bail-
etta sem þau hafa sýnt og verið
höfundar sviðsetningar.
Því var kóngssonurinn það eina
sem okkur vantaði þegar við kom-
um hingað. Þá mundi ég eftir Jean-
Yves Lormeau, sem ég hafði séð í
London þegar hann kom með
Frönsku óperunni og ég hafði feng-
ið til að dansa á ballettkvöldum
sem ég stóð fyrir um þær mundir.
Hann var hinn fullkomni kóngs-
sonur og því fékk ég leyfi frá Ru-
dolph Nureyev, stjórnanda Óper-
unnar í París, til að fá hann hingað
og með hjálp franska sendiráðsins
fékk hann leyfið.“
Nýstárleg
túlkun
Hvers vegna varð Öskubuska
Prokofévs fyrir valinu?
„Það var búið að ákveða að setja
þennan ballett upp áður en ég tók
verkefnið að mér. Reyndar fékk
ballettinn slæma dóma fyrst í stað
„ Allra augu munu beinast að
íslenska dansflokknum... “
Til liðs við f slenska dansflokkinn
hefur Jelko Yurésha fengið eina
skærustu dansstjörnu Frakklands,
Jean-Yves Lormeau, aðaldansara
við Óperuna í París, til að fara með
hlutverk kóngssonarins á móti
Ásdísi Magnúsdóttur sem dansa
mun hlutverk Öskubusku. Þetta er
eflaust viðamesta verkefni dans-
flokksins til þessa og mun ef að
líkum lætur vekja alþjóðlega at-
hygli, þar eð stjórnun Yurésha á
verkinu er með óvenjulegu móti.
Möguleikar
danshópsins
miklir
Ég náði tali af þeim Jelko Yurés-
ha og Jean-Yves Lormeau, eftir
fjölmargra karldansara vegna þess
hve hann var lítill og renglulegur.
Sama ár kom hann fram í breska
sjónvarpinu, þar sem hann dansaði
á móti Margot Fonteyn í Þyrnirósu
Tsjækovskys. Þannig hófst glæsi-
legur ferill, frá einu landinu til ann-
ars og eitt stórhlutverk tók við af
öðru, með heimsþekktum ballett-
hópum.
í að undirbúa slíkar stórsýningar.
Dolin hélt því fram að tíminn skipti
ekki máli og kynnu menn til verka
gætu þeir eins klárað sig á stuttum
tíma sem löngum. „Hefurðu ekki
verið að undirbúa þig síðastliðin
tuttugu ár?“
Þetta voru síðustu orð Sir Ant-
ons Dolin, áður en hann hringdi til
hefði verið að setja Öskubusku á
svið í þekktustu ballettsölum
heims. Eftir þrj ár vikur eiga áhuga-
menn um ballett, út um allan heim,
eftir að mæna til Reykjavíkur. Hér
eru frábærir kraftar, s.s. Ásdís
Magnúsdóttir. Hún er meðal bestu
ballettdansara heims og fædd í
hlutvcrk Öskubusku. Ég hefði ekki
getað fundið neina betri, hvorki
og það eru til heimildir frá fyrstu
uppfærslunni í Covent Garden í
London, sem sýna að gagnrýnend-
ur töldu verkið vafasamt. En Prok-
ofév vissi hvað hann söng og nú er
Öskubuska hans orðin jafn klassísk
og Shakespeare. Öskubuskur ann-
arra tónskálda komast ekki í hálf -
kvisti við þetta snilldarverk hans.
Reyndar var ég lítt hrifinn af
verkinu fyrr en ég tók að sökkva
mér ofan í það og hugmyndir Prok-
ofévs. Þá tók ég að skynja hvað í
því fólst.“
En hver er nýjungin bak við upp-
færsluna í Reykjavík?
„Það er áherslan sem ég legg á
hið rómantíska fremur en hið
skrípalega í þessum ballett. Hingað
til hefur alvaran í verkinu ávallt
legið milli hluta og áherslan verið á
hinu nánast trúðslega, s.s. í túlkun
á systrunum tveim. Auðvitað fórna
Viðtal við Jelko Yuréshka, sem setur upp
sýningu á „Öskubusku“ Prokofévs í Þjóðleikhúsinu
og Jean-Yves^Lormeau,
sem fer með eitt af aðalhlutverkunum.
Jelko Yurésha, stjórnandi ballettsins ræðir við Jean-Yves Lormeau.
Ásdís Magnúsdóttir og Jean-Yves Lormeau sem fara með aðalhlutverk í ballettverkinu
„Ösku busku“.
æfingu í Þjóðleikhúsinu. Fyrst bað
ég Yurésha um að segja mér nokk-
ur deili á sér, en hann er ættaður frá
Zagreb í Króatíu og tók sín fyrstu
dansspor sem Frans í Koppelíu
með Ballett júgóslavneska þjóð-
arleikhússins.
Yurésha sagðist hafa haldið til
Bretlands til framhaldsnáms, sem
var næsta óvenjulegt þar sem flestir
Júgósalvar færu til Parísar til að
fullnuma sig. 1959 kom hann fyrst
fram opinberlega í Bretlandi og
kynntist þá Belindu Wright, sem
þá var orðin heimsþekktur dansari.
Yurésha bætti því við að þessi til-
vonandi eiginkona sín hefði séð
aumur á sér og valið sig úr hópi
En hvernig atvikaðist það að
Yurésha var fenginn til að stjórna
uppfærslu á Öskubusku í Reykja-
vík?
Jú, tveir merkismenn úr röðum
enska ballettsins, þeir John Gilpin
og Sir Anton Dolin dóu sviplega,
en þeir höfðu upphaflega verið
fengnir til þess að sjá um uppfærslu
ballettsins. Tveimur dögum fyrir
dauða sinn, hringdi Sir Anton til
Jelko Yurésha og bað hann að taka
við uppfærslunni. Tíminn var þá
orðinn naumur og Yurésha færðist
undan. Hann taldi það fráleitt að
færa ballettinn á svið með svo litl-
um fyrirvara, þar sem ýmsir þekkt-
ir dansstjórar tækju stundum tvö ár
Reykjavíkur og staðfesti að Yurés-
ha tæki verkið að sér.
„Ég var þrumu lostinn, en varð
að bíta á jaxlinn. Örn Guðmunds-
son gerði svo útslagið. Án þess að
nota mörg orð, tókst honum að
telja mig á að koma til íslands og ég
sé ekki eftir því,“ sagði Yurésha.
„Örn hefur sannfæringarmátt á lát-
lausan hátt, en það virðist vera ein-
kennandi fyrir ykkur íslendinga og
erfitt að standast slíkt.“
Yurésha bætti því við að þetta
gengi kraftaverki næst. „Þetta
verður stórkostleg sýning, því
kröfurnar eru hinar sömu og ef ég
Natalíu Makarovu né aðrar. Þaö er
stórkostlegt að fá tækifæri til að
vinna með Ásdísi.“
En hvað segir Jelko Yurésha um
aðstæðurnar og möguleika ball-
ettsins á íslandi?
„Aðstæðurnar eru ágætar. Þið
haldið að þær séu slæmar, en það er
ekki rétt. Möguleikar íslenska
dansflokksins eru miklir, bara ef
meiri peningar fengjust til að setja
upp sýningar og æfa upp stór ball-
ettverk. En það vantar fleiri karl-
dansara hér. Það er slangur af efni-
legum mönnum og ef ég hefði
möguleika mundi ég vilja kenna
þeim, en miðað við fjölda stúlkn-
anna eru karlarnir allt of fáir.
ég ekki húmornum, en ég fórna
heldur ekki ævintýrinu sem er
undirstaða verksins. Ég held því
fram að Prokofév hafi einmitt vilj-
að draga fram fegurðina í ævintýr-
inu til jafns við gamansemina, því
þannig verður verkið miklu dýpra.
Þetta er því nýtt sjónarhorn sem
menn hafa ekki skynjað, hvorki í
Moskvu, París, London eða New
York. Þess vegna verða áhrifin allt
öðru vísi. Hvort ég fæ skömm í
hattinn fyrir þessa afstöðu veit ég
ekki, það kemur í ljós. En ég ber
fulla ábyrgð á stykkinu og með því
að ég teikna búninga og sviðs-
mynd, tek ég sökina á mig ef dómar
verða harðir.“