Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 2
skammtur Af bankaráni 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984 Af ránum á íslandi er líklegt aö bankarán séu einna algengust. Alltaf verið að fremja bankarán hér, bæði stór og smá, og menn hættir að kippa sér tiltakanlega upp við það. Þó er talið að bankaránið í Breiðholtinu á dögunum marki tímamót í bankasögu íslands og misferlisþróun þjóðarinnar. Hér hefur það skeð í fyrsta skipti í sögunni að brotist er inn í banka á íslandi „utanfrá". Öll bankarán hér- lendis hingað til, hafa verið framin „innanfrá", einsog það er kallað á fagmáli. Dýrkeypt reynsla af bankaránúm „innanfrá" hefur orðið til þess að allur viðbúnaður gegn slíku athæfi beinist að innanhússfólki bankanna. Bæði er borgað svo gott kaup að menn þurfa ekki á aukatekjum að halda, og einnig hefur eftirlit verið hert með umsvifum bankamanna og -kvenna innan stofnananna. Fyrir nokkrum árum festi einn af aðalbönkunum í landinu kaup á mikilvirkri tölvu, sem leysa átti stóran hóp starfsfólks af hólmi. Engum var þó sagt upp, en stofnuð ný „gæsludeild", sem hafði og hefur það hlut- verk með höndum, að gæta þess að tölvan dragi sér ekki fé. Nú hefur það semsagt skeð, í fyrsta skipti í (slands- sögunni, að bankarán er framið „utanfrá", nánar til- tekið innum bakdyrnar á Iðnaðarbankanum í Breiðholti. Svakaleg uppákoma, svo ekki sé nú meira sagt. Það er í raun og veru ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hvað hefur skeð þarna, en svona til að reyna að glöggva sig á málsatvikum verður hér stuðst við það, sem komið hefur fram um málið í fjölmiðlum til að reyna að fá einhverja heildarmynd af þessu dæma- lausa bankaráni. 1. Maður nokkur kemur að bakdyrum Iðnaðar- bankans í Breiðholtinu. Hann bankar á hurðina með fingurgómunum (Þetta getur hann af því hann er ekki með vettlinga, heldur grifflur). Eiginmaður ræstingar- konunnar gengur til dyranna. 2. Þar sem komumaður er ákaflega leggjalangur (vel að merkja þegar miðað er við búkinn), með fjað- urmagnað göngulag og mjög útstandandi herðablöð og hefur auk þess dregið svartan ullarsokk yfir höfuð og andlit, en klippt lítil göt fyrir augu og munn, hugsar eiginmaður ræstingakonunnar sem svo: „Nú það er sendisveinninn," og hleypir honum inn. 3. Rétt áður en þetta skeður hefur gjaldkerinn rekið löppina óvart í viðvörunarkerfið, sem er í beinu sam- bandi við lögreglustöðina og er nýbúinn að hringja í lögregluna til að segja þeim að þeir þurfi ekki að koma; þetta hafi bara verið óvart. 4. Sem betur fer er sjónvarpsmyndavél uppá vegg í bankanum. Apparat, sem tekur myndir af öllu sem skeiður þarna innandyra. Að vísu er hún ekki í gangi, enda bæði biluð og búið að slökkva á henni. 5. „Herðablaðamaðurinn", eins og hann er nú al- mennt kallaður, vindur sér umsvifalaust að gjaldker- askúffunni og tæmir hana og gengur síðan snúðugur til dyra. Bæði eiginmaður ræstingakonunnar og eigin- maður gjaldkerans reyna að hefta för illvirkjans sem hefur athafnað sig í dulargervi sendisveinsins, en allt kemur fyrir ekki, hann hverfur útí náttmyrkrið. 6. En nú erþað, sem hann uppljóstrar því, sem eftil vill á eftir að verða honum að falli. Þegar hann hleypur burt sjá semsagt allir undir iljarnar á honum. Og viti menn: Skósólarnir eru hvítir. Þegar „herðablaðamaðurinn" er horfinn útí busk- ann verður dálítið óþægileg þögn inní bankanum. Svo segir gjaldkerinn svona eins og uppúr einsmanns hljóði: „Sá var ekki að tvínóna við það.“ „Bara einsog hendi væri veifað,“ svarar eiginmaður hennar. „Það var nú meiri guðsmildin að hann drap engan," segir þá eiginmaður ræstingakonunnar við konuna sína. „Engin smá herðablöð á honum,“ svarar ræst- ingakonan, svona einsog hugsi. Nú kom löggan loksins eftir langa mæðu og þá fóru allir að rifja upp, hvernig „herðablaðamaðurinn" hefði litið út. Svo var þessi lýsing send til allra blaðanna: Bankaræningi gengur laus - rændi 360 þúsund krónum íl&nadarbankanoHi íBrei&hotti Lýsing lögreglunnar: - Maðurinn er á aldrinum 18-20 ára. - Allur mjósleginn, hokinn í herðum með útstæð herða- blöð. - Göngulag sérkennilegt, svona eins og fjaðrandi. - Leggjalangur miðað við búk. Fætur mjög grannir. - Skolhærður með sérstaklega stutt hár, nær ekki niður fyrir eyru. - Mjóleitur með hvasst nef. 180-185 cm á hæð, en gæti virst hávaxnari vegna þess hve hann er grannur. - Klæddur í bláa peysu úr bómullarefni, með hettu, líklega háskólabolur eða joggingpeysa. - Gallabuxur, snjáðar, þröngar og sérstaklega um leggina. - Bláir íþróttaskór með þunnum hvítum botni og tveim hvítum röndum á hlið. - Svartir fingravettlingar sem gætu þó verið tvílitir, svo- kallaðar grifflur. - Hann var með vélsleðahúfu á höfði með götum aðeins fyrir augu og munn og með eitthvað fyrir munninum innanundir. Mörgum finnst það ganga kraftaverki næst, að hægt skuli vera að segja til um háralitinn, klippinguna, andlitsfall og nef, þar sem „herðablaðamaðurinn" var með vélsleðahúfu, sem huldi allt höfuðið nema-eins og segir í lýsingunni - „göt fyrir augu og munn og með eitthvað fyrir munninum innanundir". Nú beinast rannsóknir lögreglunnar einkum að þeim, sem eru „á herðablöðunum" eins og það er , kallað, og er almenningur beðinn um að láta lögregl- una vita, ef vart verður við óvenju leggjalangan mann (ath! miðað við búkinn), einkum ef sá hinn sami er á óvenju mikið útstandandi herðablöðum. Og þegar loksins er búið að finna bankaræningj- ann, getur lögreglan sungið þennan gamla húsgang: Leitaði ákaft lögreglan með lið á skemmtistöðunum; uppgötvaði svo illvirkjann á útstæðum herðablöðunum. skráargatiö Húsnœðismála- stofnun er mikill vandi á höndum þetta árið því ríkisstjórnin hefur ekki skaffað nægilegt fjármagn til þess að hún geti uppfyllt loforðin um 50% hækkun lánanna. Fjár- magnið er af skornum skammti miðað við loforðaglamrið. Það þarf í raun meira fjármagn en til að mæta þessum 50%: verðbólg- an hefur lækkað svo mjög, að stofnunin mun ekki græða neitt á því að draga útborgun lána von úr viti eins og hennar hefur verið vandi. Húsnæðismálastofnun mun því í raun verða að greiða út meira fé en sem samsvarar hækk- un Iánanna ofan á allt annað. Innan stofnunarinnar munu menn ræða ýmsar leiðir til að spara fyrir ríkisstjómina. Meðal annars mun hafa verið rædd sú hugmynd að fresta útborgun allra framkvæmdalána um svo sem eitt ár. Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar Denni forsætisráðherra hægri stjómarinnar á íslandi brá undir sig betri fætinum og flaug til Moskvu til að vera viðstaddur út- för Andropovs. Þá gerði hagyrð- ingurinn -s þessa vísu: Hetjur fáar húktu á verði, og hundar allir sögðu voff, þegar kappinn kraup og gerði krossmark yfir Andropov. Hundamál Alberts fjármálaráðherra hafa vakið heimsathygli eins og flest- um mun kunnugt um. Hafa sendiherrar íslands verið önnum kafnir undanfarnar vikur að svara fyrirspurnum um hunda- hald og Lúcý Alberts. Meðal annars kom frétt um það í portúg- ölsku blaði að Albert hefði hótað því að flýja land frekar en að vera „seperated“, skilinn frá sinni ástkæra Lúcý. Einar Benedikts- son sendiherra í London fékk þá bréf frá Portúgala með fyrirspurn um það hvort fjármálaráðherra íslands væri virkilega giftur hundi. í Luxemborg er fjölmenn nýlenda íslendinga og starfa þeir flestir við flugið - eða réttara sagt karl- mennirnir. Eiginkonur þeirra hafa hins vegar stofnað leikfélag sem er rekið með miklum glæsi- brag og mun það vera eini leikflokkurinn em hefur aðsetur í þessu litla ríki sem er þó fjöl- mennara en ísland. Luxemborg- arar hafa að vísu Þjóðleikhús en Þórunn: Leik- Einar: Ætlar stýrir í Luxem- hann sér djobb- borg ið? við það era engir fastráðnir leikarar en leikhúsið hins vegar rekið með þeim hætti að fá leiksýningar frá nágranna- löndum. Nú í vor ætlar hið ís- lenska leikfélag í Luxemborg að færa upp Krókmakarabæinn eftir Pétur Gunnarsson og hefur Þór- unn Sigurðardóttir verið ráðin til að leikstýra. Öldungarnir tveir, Ronald Reagan og Kon- stantin Chernenkov, sem nú stýra tveimur stærstu heimsveldunum eru jafngamlir, báðir fæddir árið 1911 og verða því 73 ára á þessu ári. Þykir það nokkuð sérstætt að svo gamlir menn skuli vera við völd í þessum tveimur ríkjum. Eru þeir félagar nú nefndir Ronnie og Konný. Við nefndum hundamál Aiberts áðan. Skráargatið hefur fregnað að á Selfossi gangi Albert undir nafninu Lúsífer. Umsvif Biskupsstofu og annarra stofn- ana kirkjunnar verða æ umsvifa- meiri og er húsnæði þessara aðila ekki í samræmi við umsvifin, amk. í samanburði við íburðinn og húsrýmið sem ýmis önnur fyr- irtæki búa við. Nú hefur heyrst að biskupsembættið ætli að festa kaup á húsi Krabbameinsfélags Islands að Suðurgötu 22-24 og vænkast þá Iíklega hagur þess í veraldlegu tilliti. Reyndar mun embættið á sínum tíma hafa feng- ið úthlutað lóð á Skólavörðuholti en það er líklega fyrir bí. A 100 ára ártíð Kjarvals 1986 er eins víst að fleira gerist á Kjarvals- stöðum en að bók Indriða G. Þorsteinssonar um meistarann komi út en hann hefur sem kunn- ugt er verið önnum kafinn við rit- un hennar á fullum kennara- Iaunum í nokkur ár. Alfreð Guð- mundsson forstöðumaður húss- ins mun nefnilega láta af embætti" á því herrans ári og ráðningar- samningur Þóru Kristjánsdóttur listráðunautar hússins rennur líka út þá. Fyrir stjórn Kjarvals- staða liggur nú tillaga frá Sjálf- stæðisflokknum um að sameina embætti þeirra Alfreðs og Þóru og fela einum manni yfirstjórn hússins. Er talið að Einar Há- konarson, stjórnarformaður Kjarvalsstaða ætli sér djobbið en kjörtímabili hans lýkur einmitt á árinu 1986! Og áfram með Kjarvalsstaði: Á þriðjudag hitta þau Einar Há- konarson og hinn fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjórn hússins, Hulda Valtýsdóttir formenn Bandalags íslenskra listamanna og Félags ísl. myndlistarmanna til að ræða breytta reglugerð um húsið. Þriðja stjórnarmanninum, kvennaframboðsfulltrúanum Gerlu (Guðrúnu Erlu Geirsdótt- ur) var ekki boðið á þennan fund, né heldur fulltrúum BÍL og FÍM sem sitja í stjórninni. Gruna marga að lítill samningsvilji liggj að baki þessu fundarboði Sjálf- stæðisflokksins enda urðu lista- mannafélögin að ýta mikið á eftir að fá það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.