Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Augiýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
’ Bíistjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsia, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
ritst Jer nargrei n
Mannréttindaskerðing
Þjóðviljinn hefur margsinnis vakið máls á því að
stjórnvöld Stefndu markvisst að því að stöðva smíði
verkamannabústaða. Það hefur að vísu ekki verið sagt
beinum orðum í opinberum plöggum, en fjárlagatölur
iog loðið orðalag ráðherra hafa eindregið bent í þá átt.
Og nú kemst Alexander Stefánsson félagsmálaráð-
herra ekki lengur upp með að hylja sig reykskýjum eða
'bjarga sér fyrir horn með innistæðilausum ávísunum á
: Seðlabankann. Hann hefur gefið fyrirmæli um að
! hringt verði til stjórnmálamanna í verkamannabústöð-
, um um allt land og þeim tilkynnt að umsamdar fram-
! kvæmdir í ár verði skornar niður um 25% og ekki verði
samið um neinar nýjar íbúðir á þessu ári.
Enn einu sinni ræðst ríkisstjórnin að tekjulægsta hópn-
um í þjóðfélaginu. Mikið hefur verið um það talað að sá
hluti þjóðarinnar sem stendur frammi fyrir hreinni ör-
birgð sé stór, ef til vill ekki nema svo sem 10 til 20 %
heildarinnar. Bygging íbúða í verkamannabústaðakerf-
inu hefur einmitt miðað að því að rétta hlut þessa hóps
og tryggja honum þau mannréttindi að geta komið yfir
sig þaki. Ríkisstjórnin byrjaði á því að tilkynna um
hærri útborgun og verri lánakjör hjá Byggingarsjóði
verkamanna. Atlögunni er nú fylgt eftir með niður-
skurði og stöðvun nýframkvæmda.
Síðustu þrjú árin, eða eftir að nýju húsnæðislögin
voru sett fyrir tilstilli Alþýðubandalagsins og verka-
lýðshreyfingarinnar, hefur verið byrjað á 200 - 300
íbúðum í verkamannabústöðum á ári. Þegar hefur ver-
ið samið um 5-600 íbúðir eins og mál standa í dag og eru
þær á ýmsum stigum undirbúnings og framkvæmda.
Ákvörðun félagsmálaráðherra þýðir að hætt verður við
350 - 400 íbúðir og sú markvissa uppbygging sem átti að
tryggja tekjulægsta hópnum öruggt húsnæði með sam-
felldu átaki á þessum áratug hefur verið stöðvuð. Það
eina sem getur hindrað að þetta tilræði við láglauna-
fólkið í landinu nái fram að ganga er það að verkalýðs-
hreyfingin setji sem skilyrði fyrir undirskrift samninga
að stjórnvöld standi við áætlanir um verkamannabú-
staði.
Smánarkjarastefna
Öldruðum og öryrkjum hefur síður en svo verið hlíft
við arðráns- og kjaraskerðingarstefnu ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar. Nú er svo komið sam-
kvæmt upplýsingum Kjararannsóknarnefndar að
kaupmáttur lífeyristryggingabóta er komin niður í það
sem hann var síðustu ár viðreisnarstjórnarinnar 1969 -
1970. Það var eitt af verkum vinstri stjórnarinnar 1971
- 1974 að leiðrétta þau smánarkjör sem aldraðir og
öryrkjar höfðu búið við undir stjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks um langt skeið. Milli áranna 1982 og
1983 hefur kaupmáttur elli- og örorkulífeyrisbóta verið
skertur um 21% en frá meðaltalinu 1982 til loka árs
1983 um 27.2%. Smánarkjarastefna ríkisstjórnarinnar
bitnar harðast á þeim sem eru varnarlausastir og hafa
verst kjör fyrir
Byrjað neðan frá
Það er mikið rætt um hagræðingu frá hinu opinbera.
Flest af því sem kemur til framkvæmda af því tagi er í þá
veru að klipið er af hlut hinna lægst launuðu. Það er
byrjað neðan frá, fækkað í störfum og kjörin skert.
Nýjasta dæmið er fyrirskipun um að breyta vaktafyrir-
komulagi á geðdeildum ríkisspítalanna til þess að hægt
sé að klípa af starfsmönnum 4 % álag, sem er svipað og
hinn frægi launarammi ríkissjórnarinnar. Á sjúkrahús-
um landsins stendur einnig yfir herferð til þess að skera
niður launagreiðslur til ræstingarfólks. Þar kemur fram
sama tilhneigingin.
Kynlíf er á síðustu árum orðið
að hálfgerðri aukabúgrein hjá
meirihluta bresku dagblaðanna,
og nú er tæpast hægt fyrir heiðar-
legan útlending að opna blað án
þess að vera kominn upp undir
axlir í leiðbeiningum um hvernig
hann á að gera það á réttan hátt.
Þó ekki sé í þessu mikið nýtt fyrir
þá sem voru í sveit í Borgarfirðin-
um, þá hjálpar þetta kannski ein-
hverjum af þegnum Hennar Há-
tignar til að brjóta af sér hlekki
hins viktoríanska hugarfars sem
enn leynast furðu víða í skúma-
skotum heimsveldisins. Og sagði
ekki Freud að ef kynlífið væri í
lagi þá væri allt í lagi?
Kannski Sjálfstæðisflokknum
hefði verið nær að leysa vanda-
mál sín með því að taka upp þessa
ráðleggingu Freuds fremur en hið
úrelta frjálshyggjuguðspjall
Friedmans.
Kynlífsbyltingin í breskum
fjölmiðlum á þó ekki mikið skylt
við ást þeirra á hinum freudísku
teoríum, hér er nefnilega á ferð-
inni sá innrætingariðnaður sem í
nútímanum er hornsteinn far-
sælla borgarastétta. Um nokkurt ■
skeið hefur það verið opinber
stefna frú Margrétar og Ihalds-
flokksins að hinu geigvænlega
atvinnuleysi hér í landi megi tölu-
vert létta með því að sannfæra
vinnandi konur um að þeirra
staður sé hjá börnum sínum og
kalli inná heimilinu, en ekki útá
vinnumarkaðnum. Með því er
þess semsagt freistað að skapa
vinnu fyrír atvinnulausa karl-
menn.
Flokksberserkir og ráðherrar
hafa náttúrlega kyrjað þetta
framsækna stef um langa hríð og
dagblöðunum, sem flestöll fara í
litlar felur með stuðning sinn við
íhaldið, hefur verið snilldarlega
beitt í þessari innrætingu.
Bretar aftarlega á jafnréttismerinni.
Með kyntöfra
einsog glassúr
í hinni glansandi kvenímynd
sem innrætingariðnaðurinn fram-
leiðir er konan allt í senn, ástrík
móðir, iðjusöm eiginkona og síð-
ast en ekki síst hinn eftirláti
rekkjunautur. Og hún vinnur
aldrei úti.
Ráðleggingar um hvernig kon-
an megi best þýðast maka sinn
eru legíó, og framhaldsþættir
blaðanna um hina fullkomnu
eiginkonu virðast bókstaflega
endalausir. Samkvæmt þeim er
hin fullkomna eiginkona ævin-
lega ljóshærð. Allan liðlangan
daginn klæðist hún tæpast öðru
en pínulitlum gegnsæjum nátt-
kjól sem ekki má ná lengra en
niðrá miðjan rass, hælaháu skóna
tekur hún alls ekki af sér nema
helst ef hún fer í bað, og ekki sér
hún glaðan dag öðru vísi en með
einsog hálfa málningarvöruversl-
un í andlitinu. Einsog nærri má
geta er náttúrlega mun skemmti-
legra að skúra eldhúsgólf og
skeina krakka í jafn glæsilegri
múnderingu en ella.
Áður en eiginmaðurinn kemur
svo heim úr vinnunni slumpar
hún á sig einsog hálfum lítra af
ilmvatni, væntanlega á þá staði
sem lykta verst, og hengir á sig
nokkrar gegnsæjar taudruslur í
viðbót.
Össur Skarp
héöinsson
skrifar
Ekki veit ég hvaða áhrif þessi
ósköp hafa á kallvesalinginn þeg-
ar hann kemur steinuppgefinn
heim, en mig undrar hins vegar
ekki að skilnaðir séu hér tíðir.
Konan er með öðrum orðum
gerð að brúðu í glæsilegum gjafa-
vöruumbúðum, helst með kyn-
töfrana lekandi utaná sér einsog
glassúr. Hennar staður er heimil-
ið, þarsem hún skal sjá um við-
hald og endurnýjun vinnuaflsins,
en vinna utan heimilisins er svik
við börnin, eiginmanninn - og,
síðast en ekki síst, kveneðlið.
Þessi innræting dugar svo vel á
yngri kynslóðina að flestar ungar
stúlkur eru þess fullvissar að
framtíðarhamingjan felst í því að
ná sér í mann sem allra fyrst, sjá
um börn og heimili, og svo nátt-
úrlega vera til í tuskið þegar karl-
inum rennur blóðið til skyldunn-
ar.
Það leikur því ekki nokkur vafi
á að Bretar eru öllu betur aftar á
jafnréttismerinni en frændur
þeirra og afkomendur víkinga í
norðri. Raunar er ástandið þann-
ig að þær konur sem á íslandi fara
herskáar útí kvennaframboð og
þesskonar baráttu, þær myndu
ekki einu sinni leiða hugann að
slíku hér úti.
Þær myndu grípa til vopna.