Þjóðviljinn - 18.02.1984, Blaðsíða 27
Helgin 17. - 18. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27
Rán í Reykjavík í gœrkvöldi:
Ógnaði leigubflstjóra og ÁTVR-
starfsmönnum með haglabyssu
- rœndi um tveimur milljónum
við Laugaveg 77
Vopnaður karlmaður
rændi um áttaleytið í gær,
föstudagskvöld, um
tveimur milljónum af
starfsmönnum ÁTVR sem
voru á leið í Landsbank-
ann að Laugavegi 77,
Reykjavík, til að leggja
inn féð. Ræninginn var á
leigubíl sem hann hafði
stolið með því að ógna bíl-
stjóranum með byssu. Um
ellefuleytið í gærkvöldi
hafði maðurinn ekki náðst
þrátt fyrir mikla leit lög-
reglunnar en bíllinn var þó
fundinn.
Málsatvik eru þau, eftir því sem
næst verður komist, að rétt eftir
hálft átta kemur maður gangandi
að Hótel Sögu og tekur sér far með
leigubifreið frá Hreyfli sem þar
beið viðskipta. Maðurinn biður um
akstur að Loftleiðahótelinu en
skömmu áður en þangað var komið
skiptir farþeginn um skoðun og
lætur aka sér suðrí Nauthólsvík.
Þar tekur maðurinn upp byssu,
ógnar bílstjóranum og neyðir hann
til að afhenda sér lykla að bifreið-
inni. Ræninginn ekur síðan einn af
stað en bílstjórinn gengur góðan
spöl að Loftleiðahótelinu og hring-
ir þar í lögreglu.
Um áttaleytið kemur byssumað-
urinn að Landsbankaútibúinu að
Laugavegi 77 í þann mund að
starfsmenn áfengisverslunarinnar
Rœninginn enn ó-
fundinn um miðnœtti
- bifreiðinfannst í
Brautarholti- ein-
stœður atburður í ís-
lenskri glœpamennsku
á Lindargötu eru að fara með fé í
bankann. Hann ógnar þeim með
vopninu til að afhenda sér féð, um
tvær milljónir, og ekur síðan burt.
Lögreglumenn fundu leigubif-
reiðina í Brautarholti síðar um
kvöldið, mannlausa, og var svæðið
þar í kring afgirt og leitað rækilega
Vettvangur atburða: Laugavegur 77 - Nauthólsvík
þegar Þjv. ræddi við Sveinbjörn
Bjarnason varðstjóra um ellefu-
leytið í gærkvöldi. Aukalið lög-
reglu var kallað út til leitar. Varð-
stjóri hafði ekki á reiðum höndum
fjölda leitarmanna en sagði tugum
skipta.
Leigubifreiðarstjórinn sagði
manninn hafa verið ódrukkinn. Á
fimmtudagsnótt var brotist inn í
sportvöruversiunina Vesturröst að
Laugavegi 178 og stolið þaðan
skotvopnum. Er talið hugsanlegt
að ræninginn hafi verið þar að
verki og komist þar yfir haglabyss-
una.
Segja má að þetta rán sé nær ein-
stætt í sögu íslenskrar glæpa-
mennsku, þarsem skotvopn hafa
ekki verið tíðsén í farteski þjófa
hingaðtil hér á landi.
Ræninginn var enn ófundinn
þegar Þjóðviljinn fór í prentun um
miðnæturbil. _ m
Guðmundur J. Guðmundsson eftir stjórnarfundinn hjá Dagsbrún í gœr:
armönnum býr nú við taxta sem
eru langt undir lágmarkslaunun-
um sem eru 11.000. Verði lág-
markslaunin hækkuð en tíma-
kaupið látið sitja eftir mun þetta
koma mjög illa niður á öllum
eftirvinnu- og bónustöxtum hjá
okkar fólki. Við gerðum það í at-
vinnuleysinu 1968 að semja um
hækkun á dagvinnukaupinu einu
saman. Það hafði það í för með
sér að næturvinnan fór úr 100%
niður í 80% álag á dagvinnu og
eftirvinnan úr 50 í 40%. Þetta
höfum við ekki unnið upp ennþá.
Okkar krafa er sú, að lægstu tax-
tarnir í okkar samningum verði
skornir af. Meinið í þessum
samningum er hins vegar það að
vinnuveitendur og rikisvaldið
virðast stefna að því að flöt prós-
enta verði látin ganga yfir allan
stigann. Og síðan fái efstu hóp-
arnir yfirborganir ofan á samn-
inga. Það er þetta mynstur sem
við viljum rjúfa.
Örvænting ríkir nú víða meðal
láglaunafólks, og þær raddir
heyrast að verkalýðshreyfingin
hafi brugðist. Hefur verkalýðs-
hreyfingin brugðist þessu fólki?
- Ja, hvað er verkalýðshreyf-
ingin? Er hún fólkið sjálft, eða er
hún einhverjir toppar? Við höf-
um reynslu af því hin síðari ár að
verkalýðsfélögin úti á lands-
byggðinni hafa ekki sýnt sam-
stöðu þegar út í verkfallsbaráttu
er komið. Það gerðist 1982.
Hverjir brugðust þá? Ýmsar
þjóðfélagsaðstæður gera það að
verkum að erfiðara er að halda
uppi virku starfi í félögunum en
áður. Þá er það staðreynd að fólk
er nú reyrðara í fjötrum afborg-
ana en áður og það gerir verk-
fallsbaráttuna erfiðari. Fólk
hafði ekki eins miklu að tapa hér
áður fyrr, sagði Guðmundur J.
Guðmundsson að lokum.
Samningsrétturinn liggur
endanlega hjá félögunum
Við í stjórn Dagsbrúnar teljum
að félag okkar eigi siðferðislegan
rétt á að samningar okkar verði
teknir til gagngerðrar endur-
skoðunar, og þá ekki hvað síst
varðandi sérákvæði, þar sem
hallað hefur á okkar félag á und-
anförnum árum, sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson í viðtaii
við Þjóðviljann eftir stjórnarfund
sem haldinn var í Dagsbrún í gær.
- Það hefur verið sótt að okkar
félagi og okkur hefur verið synj-
að um ýmis sjálfsögð réttindi sem
bæði Verslunarmannafélag
Reykjavíkur og opinberir starfs-
menn hafa fengið. Þetta hefur
meðal annars gert það að verkum
að á vinnustöðum þar sem mörk-
in á milli Dagsbrúnar og VR eru
óglögg hagnast menn á því að
ganga í Verslunarmannafélagið.
Við erum ekki í neinni styrjöld
við VR eða BSRB, en okkur
finnst óeðlilegt að sömu réttindi
skuldi ekki gilda fyrir sambæri-
lega starfshópa á sama vinnustað.
Þá hafa einnig orðið tækni-
breytingar á mörgum vinnustöð-
um okkar, sem gera það
nauðsynlegt að samningar okkar
verði stokkaðir upp. Við getum
því ekki skrifað undir einhverja
prósentuhækkun á laun og sleppt
öllum okkar sérmálum.
Verður Dagsbrún þá ekki í
samfloti með ASÍ í samningun-
um?
- Við styðjum auðvitað bar-
áttu ASÍ og BSRB fyrir sjálfsögð-
um réttindamálum en samnings-
Stjórn Dagsbrúnar undir lok fundarms í gær: Halldór Björnsson, Hjálmfríður Þórðardóttir, Óskar Ólafs-
son, Þröstur Ólafsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Garðar Steingrímsson, Ólafur Ólafsson, Asgeir
Kristvinsson, en Jóhann Geirharðsson hafði brugðið sér frá er myndin var tekin. (Mynd: Atli).
rétturinn liggur endanlega hjá
félögunum, og eins og ég sagði,
þá getum við ekki boðið okkar
félögum upp á einhverja flata
prósentuhækkun án þess að tillit
sé tekið til okkar mála. Við styðj-
um það að komið verði til móts
við þá verst settu með mæðra-
launum og hækkuðum barnabó-
tum til barnmargra fjölskyldna.
En hins vegar erum við á móti
þeirri stefnu sem ríkisstjórnin og
Vinnuveitendasambandið hafa,
að menn í fullri vinnu geti ekki
lifað af launum sínum án hvers
kyns bóta úr tryggingakerfinu.
Hefur krafan um lágmarkslaun
ekki verið til umræðu í ykkar
röðum?
- Jú, krafan sem Verkamanna-
sambandið samþykkti um 15.000
króna lágmarkslaun var í sjálfu
sér sanngjörn, því allir vita að erf-
itt er að lifa af slíkum launum.
Þessari kröfu hefur hins vegar
alfarið verið vísað frá af vinnu-
veitendum og ríkisvaldi og
sannleikurinn er sá að hún mundi
koma afar misjafnt niður á ein-
stökum félögum og raska mjög
hlutfalli á milli dagvinnu- og eftir-
vinnutaxta. Megnið afDagsbrún-