Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Miigviltudágur 22. febrúar 1984 DJÚDVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Ami Bergmann, Einar Karl Haraldsson. 1 Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, ' Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. ! Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. I Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. * Arangurslausar viðrœður í Ziirich og Japan Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu voru forystumenn flokksins og Morgunblaðið ætíð að gangrýna Alþýðubandalagið og Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra fyrir að gera ekki samninga við Alusu- isse og önnur erlend stóriðjufyrirtæki. Á síðasta valda- ári fyrri ríkisstjórnar gengu leiðtogar Framsóknar- flokksins í þennan gagnrýniskór. Guðmundur G.Þór- arinsson sagði sig úr viðræðunefndinni og Steingrímur Hermannsson tók að stunda einkafundi með for- stjórum Alusuisse. Við valdatöku nýrrar ríkisstjórnar tóku þessir samn- ingaglöðu flokkar höndum saman. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk iðnaðarráðuneytið og Guðmundur G.Þórar- insson tók að nýju sæti í samninganefnd. Yfirlýsingar voru gefnar um að nú yrðu hendur látnar standa fram úr ermum. Undir forystu hins atorkusama kommissars, sem settist í stól iðnaðarráðherra, myndi takast á skömmum tíma að ná samningum við Alusuisse, Elk- em, Japani og ýmsa aðra erlenda stóriðjukappa. Nú fer senn að líða að því að samningamenn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins geti haldið upp á ársafmæli. Þeir hafa mánuðum saman flogið um heiminn til að þæfa við Alusuisse og önnur fyrirtæki. Fundir hafa verið haldnir í London oftar en einu sinni, nokkrum sinnum í Zúrich, komið við í Kaupmanna- höfn og Osló og nú síðast haldið alla leið til Japan. Við og við hafa birst í Tímanum og Morgunblaðinu glaðbeittar yfirlýsingar um að á næsta fundi kæmi ár- angur í ljós. Þá myndi Alusuisse tilkynna hækkunartil- boð í raforkuna, Japanir bjóðast til að kaupa hlut í Grundartangaverksmiðjunni á góðu verði. Elkem greiða fyrir áframhaldi framleiðslunnar, fyrirtæki í Bandaríkjunum, Noregi og víðar bjóðast til að reisa nýtt álver og ganga inn í kísil-málmverksmiðjuna á Reyðarfirði. Síðan hefur öllum þessum fundum lokið án þess að nokkurt markvisst hafi gerst. Fyrir tæpum tveimur mánuðum tilkynntu trúnaðar- menn Tímans í samninganefndinni að á næsta fundi kæmi tilboð um rafmagnshækkun frá Alusuisse. Sá fundur hefur nú verið haldinn í Zúrich án þess að nokkurt tilboð kæmi. Tíminn boðaði einnig fyrir skömmu í stórri forsíðufrétt að á fundinum í Tokyó myndu gerast stórtíðindi. í gær var svo sagt frá því í litlum eindálki að enginn árangur hefði orðið í viðræð- unum. Samningaferill Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins hefur einkennst af stórum yfirlýsingum sam- fara árangurslausum fundarhöldum um víða veröld. Það verður fróðlegt að fylgjast með uppgjörinu á ársaf- mæli þessara tilrauna. Forvitnilegast verður að heyra afsakanirnar sem verða bornar á borð. Meistarar neita að greiða lágmarkslaun í viðtali við Þjóðviljann í gær greinir ungur nemi í hárgreiðslu frá því að meistarar í iðninni neiti að greiða lágmarkslaun. Þeir beiti nemana hótunum til að láta þá sætta sig við helminginn af þessari lágmarksupphæð. Það er hneyksli að atvinnurekendur skuli halda því til streitu að greiða aðeins tæpar 5000 kr. í mánaðarlaun. Hótanir um brottrekstur ef nemar ætla að leiðrétta kjör sín eru svo vitnisburður um gerræðisvald atvinnurek- enda í íslensku samfélagi. Meistarar hagnýta sér óttann við atvinnuleysi. Verkalýðshreyfingin verður að komai til liðs við nemana í baráttunni gegn kúgunarstefnu i meistaranna. klippt í nýútkomnum Sæmundi, málgagni Sambands íslenskra námsmanna erlendis, skrifar m. um skipulagsbreytingar þær sem tilkynntar hafa verið í mennta- málaráðuneytinu. Niðurstaða m. er þessi: Jákvæð viðbrögð en... „Þessi áform um endurskipu- lagningu á einu hæggengasta og unnið þarft verk á mörgum svið- um við skipulag og námsgagna- vinnu í skólakerfinu, oft í óþökk staðnaðra „skólamanna" í kerf- inu. Hún hefur oftar en ekki orð- ið fyrir stórskotahríð afturhalds- afla, nú síðast vegna nýrra við- horfa í sögukennslu í grunn- skólum, og verið úthrópuð sem kommahreiður vegna þess að þangað og þaðan hafa straumar nýrra hugmynda um menntamál einna helst legið í bákninu. Ekki um leið valdagírugra mennta- málaráðuneyti. Stjórnlítil og margsaga skriffinnska hefur lengi staðið stjórnun og mótun menntamála íslenskra fyrir þrifum. Þetta ástand hefur hins- vegar að sínu leyti skapað ein- stökum stofnunum innan kerfis- ins ákveðið sjálfstæði, bæði aftur- haldsmönnum á la Guðni MR- rektor og frjálslyndum, jafnvel framsæknum öflum. Boði skipu- lagsbreytingar í menntamála- Drekinn skiDtir ham Hlngað á menntamálaráðuneytið að flytja, - nema skólarannsóknadeildin sem verður að hennar er óljóst. Kannski Isfilm? Víðlshúsið við Laugaveg. löað nlður. Hvað kemur ánalegasta skrifstofubákni í stjórnkerfinu hafa hlotið ágætar undirtektir að því er best verður séð. Þó er enn margt óljóst og á ef til vill eftir að sannast að veldur hver á heldur. Það vekur til dæm- is athygli, að ekki sé minnst á grun, að hinar nýju tillögur gera ráð fyrir að skólarannsóknadeild ráðuneytisins verði lögð niður og verkefni hennar flutt í önnur app- aröt opinber og „fengin aðilum utan ráðuneytisins“ einsog það er orðað í hinni hálfopinberu frétt Moggans um málið. Straumar nýrra hugmynda Skólarannsóknadeildin hefur hefur enn verið skýrt til fullnustu hvað á að taka við af skóla- rannsóknadeildinni. Menn verða í því efni sem öðrum er þetta mál varða að bíða um stund með fögnuð eða fordæmingu. Tilfœrsla á völdum Það virðist þó ljóst að fyrir þá sem til menntamálaráðuneytisins eiga að sækja með mál sín eru breytingarnar að því leyti til bóta að þær fækka ranghölunum í völundarhúsinu. Hinsvegar er full ástæða til að halda vöku sinni. Skipulagsbreytingar fela oftar en ekki í sér tilfærslu á völd- um. Það er hætt við að „effektív- ara“ menntamálaráðuneyti verði ráðuneytinu frekari pólitíska stjórnun í menntamálum í krafti hraðskreiðari skriffinnsku er kannski ver af stað farið en heima setið. Það er full þörf á uppstokk- un í skipulagi menntamála á ís- landi, en nær að færa þyngdar - punktinn niðrávið til nemenda og kennara og foreldra og forvígis- manna fræðilegs hugsunarháttar en uppávið til bírókrata og pólit- íkusa og fjárveitingapælara og þeirra sem telja sig hafa patent á atvinnuvegunum. Svo mörg voru þau orð, - en í bili er best að óska starfs- og ráðamönnum menntamálaráðu- neytisins til lukku með ham- skiptin." - ekh Hungurkreppa Reagans Harvard University School of Public Health hefur gefið út skýrslu sem unnin er af sjálf- stæðri nefnd kennara, lækna, trú- arleiðtoga og félagsfræðinga, og ber heitið „Hungurkreppan í Bandaríkjunum“. Þar kemur fram að niðurskurðarstefna Reaganstjórnarinnar í félagsmál- um hefur kallað hungur yfir fólk í öllum fylkjum Bandaríkjanna, að það fer vaxandi og birtist í æ skelfilegri myndum. Meira en 34 miljónir manna lifa nú við kjör sem eru undir hinum opinberu hungurmörkum f Bandaríkjun- um. Afleiðing stjórnarstefnunnar Niðurstöður Harvard-hópsins eru þveröfugar við það sem starfshópur á vegum Hvíta húss- ins fann út í síðasta mánuði, en hann komst að því að engar sann- anir lægju fyrir um útbreitt hung- ur um öll Bandaríkin. Harvard- hópurinn segir hinsvegar að hungrið blasi allsstaðar við ef menn kjósi að horfa á það. í rannsókn hans sem stóð í 5 mán- uði kom í ljós að hungrið tak- markast nú ekki lengur við „hefð- bundna" þjóðfélagshópa eins og „fátæka" eða „þjóðernisminni - hluta“. Meðal hinna hungruðu er nú fólk úr þjóðfélagshópum sem ekki hafa áður þekkt til matar-- skorts. Börn, aldraðir og fólk sem hefur atvinnuleysingja í fjöl- skyldunni hafa orðið verst úti, og krappari kjör þessara þjóðfélags- hópa eru bein afleiðing af félagsmálastefnu Reagan- stjórnarinnar að sögn Harvard- hópsins. - Vannæring sem tengist hungri er ekki eins alvarleg í Bandaríkjunum og í þriðja heiminum, en hún er til staðar, segir í skýrslunni, og þar er mælt með því að bandaríska hungur- kreppan verði linuð með því að setja meira fé í félagsmálaáætlan- ir, gamlar og nýjar. - ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.