Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 1
Blaðauki um sjávarút- vegsmál Bls. 9-20 febrúar miðvikudagur 49. árgangur 44. tbl. ASÍ + VSÍ: Já Dagsbrún: Nei Heildarhœkkun launa um 7% Lágmarkslaun 12.660 og 11.509 Fjórðungur fulltrúa sat hjá - 5 á móti Frétt Þjóðviljans 24. januar staðfest #223** Frá blaðamannafundi ASÍ og VSÍ í húsi Alþýðusambandsins í gærkvöldi: Ragna Bergman, Björn Þórhallsson og Asmundur Stefánsson úr samninganefnd ASÍ, Magnús Gunnarsson, Hjalti Einarsson, Davíð Scheving Thorsteinsson og Kristján Ragnarsson frá VSÍ og Júlíus Valdimarsson frá Vinnumálasambandi Samvinnufélaganna. Innfelld er mynd af forsíðufrétt Þjóðviljans frá 24. janúar sl. Ljósm. eik. Um kl. 13.00 í gærdag undirrit- uöu forystumenn Alþýöusam- bands Islands og Vinnu- veitendasambands íslands nýja kjarasamninga með fyrir- vara um samþykki félaga. Samningurinn var ræddur ýtar- lega áfundi formanna ASÍ síö- degis í gær. Um fjórðungur fundarmanna sat hjá viö at- kvæðagreiðslu um samninginn en 5 greiddu atkvæði á móti. í hópi andstæðinga samnings- ins var Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dags- brúnar. Ilinn nýi kjarasamningur gerir ráð fyrir 5% launahækkun við undirritun. Síðan komi 2% áfanga- hækkun 1. júní, 3% 1. september og 3% 1. janúar 1985. Samningur- inn gildir til 15., apríl á næsta ári en launaliðum hans er hægt að segja upp 1. september í haust eða 1. janúar. Gerist það falla tvær síð- ustu áfangahækkanirnar niður. í þessum kjarasamningi er sér- stök áhersla lögð á láglaunahóp- ana. Lágmarkstekjutrygging verð- ur 12.660 krónur fyrir þá sem hafa náð 18 ára aldri og hafa unnið sam- fleytt í 6 mánuði í sömu starfsgrein. Annars verður tekjutryggingin 11.509 krónur. Taxtakaup hækkar ekki eins og tekjutryggingin sem þýðir að öll eftirvinna verður lægra hlutfall af dagvinnu en áður var. Grunnur til útreiknings á bónus verður áfram hlutfallslega sá sami og nú er. Að auki gerir kjarasamningur- inn ráð fyrir 306-330 miljón króna tilleggi frá ríkissjóði í formi sk. fé- lagsmálapakka og hefur ríkis- stjórnin í meginatriðum lýst sig sammála þeim úrbótum. Þar er m.a. gert ráð fyrir tekjutengdum barnabótaauka, 12.000 krónur á ári fyrir hvert barn. Fari tekjur ein- stæðs foreldris upp fyrir 150.000 kr. á ári skerðist aukinn um 6.67% fyrir hvert tugþúsundið í tekjum. Mark hjóna er 220.000 kr. á ári. Þá verði hækkun á óafturkræfum barnalífeyri og mæðralaun hækka í 750 kr. á mánuði. Eins og áður sagði telur ríkis- stjórnin sig geta fallist á þessar fé- lagslegu aðgerðir, enda séu útgjöld ríkissjóðs þeirra vegna innan ramma fjárlaga. Hefur Vinnuveit- endasambandið lagt til að tekna til þessara úrbóta verði aflað með því að minnka niðurgreiðslur en þá hækkar verð á mjólk og kjöt- vörum, ASÍ hefur lagt til að út- flutningsuppbætur á landbúnaðar- afurðir verði lækkaðar. Með þessum samningum er stað- fest frétt Þjóðviljans 24. janúar sl. en í henni var sagt að ASÍ og VSÍ væru að ganga frá samningum sem fælu í sér 5% kauphækkun strax og síðan 8% f áföngum á árinu. Það eru nákvæmlega þær tölur sem samið var um við undirritún í gær, einum mánuði eftir að Þjóðviljinn birti fréttina. Ásmundur Stefánsson: ______ Hrópum ekki húrra „Við hrópum ekki húrra fyrir þessum samningum, en það var mat okkar að þessi kostur væri bctri en að efna til átaka á vinnu- markaðinum. Ég vil taka það fram „Ég tel að með þessum samning- um hafi unnist mikill sigur fyrir ríkisstjórnina og íslcnskt þjóðfélag í heild“, sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra. „Það er alltaf spurning hvað er sprungið og hvað ekki“, sagði ráðherrann um hinn margfræga „ramma“ ríkisstjórnarinnar. „Við munum ekki breyta genginu og um að þessi samningur felur ekki í sér mat á hinum réttmæta hlut launa- fólks í þjóðartekjunum að okkar mati, en hann á að tryggja óbreyttan kaupmátt frá síðasta áramótin höfðum við náð betri ár- angri í baráttunni við verðbólguna og það hefur skapað dálítið meira svigrúm en ætlað var. Það er þó ljóst að samningarnir eru nokkru hærri en við höfðum talið skynsam- legt og þeir munu setja verulegan þrýsting á þann efnahagsgrundvöll sem við viljurn halda.“ - AI Sjá 2-3. fjórðungi ársins 1983“, sagði Ás- mundur Stefánsson á blaðamanna- fundi í gær. „Þá er hér gerð alvarlegri tilraun en áður hefur verið gcrð til þess að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu sérstaklega.“ Ásmundur benti á að ákvæði væri í samningnum um uppsögn launaliða 1. september og 1. janúar 1985, að breyttum verð- lagsforsendum, en samningurinn gildir til 15. apríl 1985. Verð- lagsforsendur samningsins er 10.4% hækkun verðlags á árinu 1984 og verður kauphækkunin um 13% á samningstímabilinu til 15. apríl. ólg S: . bls. 2-3 Steingrímur Hermannsson: Mikill sigur Guðmundur J. Guðmundsson:_ Kjaraskerðingin er negld niður „Þessir samningar negla niður kjaraskerðinguna frá síðasta ári. Það er ekkert endurhcimt af henni. Mér líst afar illa á þessa samninga fyrir Dagsbrún. Það er furðuleg ósvífni hjá fram- kvæmdastjóra VSÍ að segja í sjónvarpinu í gærkvöldi að ekki verði rætt við Dagsbrún. Eftir- vinnan lækkar um 40% niður í 17% og næturvinnan úr 80% nið- ur í 50%. Þetta er stórt skref aftur á bak. Ef á að nota niður- greiðslupeningana til að borga hliðarráðstafanir ríkisins þá er cinfaidlega verið að láta launa- fólkið greiða þærbætur igegnum hækkað vöruverð.“ Á þennan hátt lýsti Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar kjarasamningum ASI og VSÍ í viðtali við Þjóðvilj- ann í gærkvöldi. Guðmundur sagði að fjöldi vinnustaðafunda hefði verið haldinn í Dagsbrún og einnig fundir með kjörnum við- ræðunefndum frá einstökum vinnustöðum. Það sé brýn nauð- syn fyrir Dagsbrún að fá leiðrétt- ingar til jafns við aðra. Það sé ekki gert í þessum samningum. óg Sjá viðtal við Guðmund á bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.