Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJQÐVILJINN Miðvikudagur 22. febrúar 1984
Hvaða máli skipta bókmenntir á
Norðurlöndum, lesa Norðurlanda-
menn bækur nágrannanna, ertil
eitthvað sem kalla má norræna
menningarheild? Spurningar af
þessu tagi voru á dagskrá í spjalli
átta rithöfundafrájafnmörgum
menningarsvæðum, sem hingað
eru komnir í tilefni Norræns bók-
menntaárs, á fundi sem haldinn var í
Norræna húsinu á sunnudag. Rit-
höfundarnir átta hafa farið um
landið og í kvöld, miðvikudags-
kvöld, lesa þeir upp úr verkum sín-
um í Norræna húsinu.
Antti Tuuri er finnskur skáldsagnahöf-
undui, Bo Carpelan sænskfinnskt skáld og
hefur hlotið oókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs, Bente Clod er danskur kven-
rithöfundur,Theodor Kalfadides er skáld-
sagnahöfundur á sænsku, grískur maður að
ætt, Paal-Helge Haugen er ljóðskáld á ný-
norsku, Jens-Pauli Heinesen er góðkunn-
ingi íslendinga úr Færeyjum, John Gust-
avsen er Sami úr Noregi og Inorak Olsen er
Frá hægri: Antti Tuuri og Bo Carpelan frá Finnlandi, Inorak Olsen frá Grænlandi, Theodor Kalifadides frá Svíþjóð, John Gustavsen frá
Samalandi í pontu, þá Njörður P. Njarðvík form. Rithöfundasambandsins að ræða við Bente Clod (Danmörku) og yst cru Paul-Helge
Haugen frá Norcgi og Jens Pauli Heinescn frá Færeyjum (ljósm.-eik).
Áfundum með átta norrœnum rithöfundum:
Hve raungóður vermir er
norrænt menningarsamfélag?
grænlenskur rithöfundur. Það sem hér fer á
eftir er byggt á blaðamannaspjalli og svo
fyrrnefndum fundi í Norræna húsinu.
í sama báti
Jens-Pauli Heinesen komst m.a.svo að
orði, að bókmenntirnar skiptu augljóslega
gífurlega miklu máli á Norðurlöndum
„reynið bara eitt andartak að hugsa ykkur
sland án bókmennta"). í lífi hvers einstakl-
ings væru áhrif bókmenntanna kannski oft-
ar óbein en bein, þau læddust inn í hann
sem hluti af sameiginlegri reynslu. Jens-
Pauli talaði um nokkur stór nöfn sem flestir
könnuðust við, en bætti því við, að því mið-
ur vissu menn á seinni árum helst til lítið um
það sem nágrannarnir væru að skrifa. Með-
al annars vegna þess að menn gerðu sér
tungumálamúrinn enn hærri en hann þyrfti
að vera. Jens-Pauli sagði einnig að það væri
viss hliðstæða milli hinna smáu í norrænu
menningarfélagi (Sama, Færeyinga,
Grænlendinga, íslendinga) og Norður-
landa í öllum heiminum - það mundu kann-
ski fáir gráta í Svíþjóð þótt Færeyingar til
dæmis týndu sér, hyrfu sem þjóð - en eins
mætti segja, að heimurinn mundi ekki
kippa sér mikið upp við að Svíar væru úr
sögunni. í raun og veru erum við allir á
sama báti, sagði Jens-Pauli, og þurfum að
halda til streitu þeim sannindum að í hvert
skipti sem einhver tiltekin menning hverfur
þá er heimurinn fátækari. Og við Færeying-
ar, sagði hann, myndum farast, ef við hefð-
um ekki norrænt menningarsamfélag að
ylja okkur við.
Þessi þemu komu fram með ýmsum ha^tti
í máli annarra rithöfunda. Theodor Kalifa-
dides tók undir við ýmsa aðra sem kvörtuðu
yfir of litlum áhuga manna á bókmenntum
nágrannanna. Hann kvartaði líka yfir þeim
margskonar þjóðernisfordómum sem í
gangi væru milli Finna og Svía, Svía og
Norðmanna og þar fram eftir götum og gera
það að verkum „að stundum finnst manni
norrænt samstarf allt að því eins og vináttu-
samningur milli Grikkja og Tyrkja“. Fjöl-
miðlar.ættu sína sök: kannski kæmi frábær
finnskur rithöfundur til Stokkhólms og eng-
inn blaðamaður léti sjá sig til að tala við
hann - um leið væri kannski á ferð einhver
fjórða flokks handritahöfundur bandarísk-
ur og allir væru á þönum eftir honum.
Pal-Helge Haugen sagði á þá leið, þótt
margt mætti betur gera væri samstarf Norð-
urlandamanna á sviði bókmennta til, það
hefði tekist miklu betur en tilraunir til að
skapa samstöðu á öðrum sviðum, hvort sem
um væri að ræða utanríkismál eða efna-
hagsmál. Menningarsamstarfið væri einkar
þýðingarmikið sem mótvirkandi afl þegar
mikill og þungur þrýstingur ýmislegra
áhrifa stæði upp á tiltölulega smá samfélög
norræn. Þeim mun ömurlegra væri til þess
að vita, að stjórnvöld t.d. í Noregi stæðu í
sparnaði sem ógnuðu vistfræðilegu kerfi
menningarinnar - til dæmis með niður-
skurði á peningum til bókasafna. Sá niður-
skurður kæmi mest niður á öflun bóka frá
grannlöndum. Paal-Helge fór eins og ýmsir
aðrir viðurkenningarorðum um ágætt og oft
ósérhlífið framlag þýðenda til menningar-
samstarfsins, en minnti á hátt verðlag á
bókum sem mikla hindrun í vegi fyrir því að
menn fylgdust með bókmenntum hver ann-
ars á Norðurlöndum.
Konur
Bente Clod tók í sama streng og skáldið
norska að því er varðar gott menningarsam-
starf sem andsvar við öðrum straumum - í
hennar dæmi var um að ræða aðild Dan-
merkur að Efnahagsbandalaginu sem hún
taldi ganga þvert á danskan mannskilning
og lýðræðishefðir. Bente Clod viðraði hug-
myndir um Norræna rithöfundamiðstöð og
mælti með hverju því tildragelsi sem gerir
höfundum fært að mætast sem manneskjum
og hitta fyrir lesendur. Hún taldi að mjög
góð reynsla hefði fengist af ráðstefnum
tveim um norrænar kvennabókmenntir,
þar sem saman hefðu komið rithöfundar,
gagnrýnendur, fræðimenn, bókasafnsverð-
ir og komist að raun um það hve margt
þátttakendur áttu í raun sameiginlegt. Hún
vék einnig að vissum hliðstæðum milli
kvennabókmennta og bókmennta minni-
hluta eins og Sama, sem eru seint á ferð í
bókmenntum - í báðum tilvikum hefur ver-
ið um það að ræða að byggja upp sjálfs-
traust sem þarf til að koma á prent ýmsu,
sem höfundar áður geymdu á kistubotnum.
Grænlendingar og Samar
Inorak Olsen. Olsen sagði frá sérstöðu
Grænlendinga, sem eiga svo margt ógert í
bókmenntum: nú koma um 20 bækur út á
grænlensku á ári og eru kannski aðeins
þrjár eða fjórar eftir grænlenska höfunda.
Það gerir líka allt erfiðara að skólastarf í
landinu hefur að mjög verulegu leyti farið
fram á dönsku. Inorak sagði, að Heinesen
og Halldór Laxness og ýmsir norskir höf-
undar nytu vinsælda í grænlenskum þýðing-
um, en menningarlega séð væri mikil til-
hneiging meðal Grænlendinga til að leita
fyrst og fremst samstarfs við aðra Inúíta í
Kanada og Alaska.
Samar eiga sér jafnvel enn skemmri
menningarsögu en Grænlendinar, sagði
John Gustavsen. Hjá okkur, sagði hann,
hefst bókmenntasagan um 1970, og síðan
þá hafa komið út 30-40 bækur á samísku.
Lög um kennslu á samísku í skólum eru
mjög nýleg í Noregi, þar sem Samar eru
fjölmennastir - en annars eru þeir búsettir
einnig í Svíþjóð, Finnlandi og Sovétríkjun-
um. (John henti einmitt gaman að því, að
líklega byggi engin þjóð við aðra eins fjöl-
breytni í öryggismálum og Samar, þeir væru
bæði í Nató og Varsjárbandalaginu og
þekktu þar að auki tvennskonar hlutleysi).
John Gustavsen lagði áherslu á þá sér-
stöðu Sama, að þeir hafa allt aðra afstöðu til
tíma og annríkis en grannar þeirra skandin-
avískir: þegar fiskur gengur eða reka þarf
hreindýr þá er mikð um að vera, síðan geta
menn átt náðuga hugleiði ngardaga í marg-
ar vikur. Lífshættirnir sérstæðu gera það
t.d. að verkum að samabörn eiga erfitt með
að skilja höfunda eins og Astrid Lindgren -
og því er það einkar mikilvægt að skrifa og
gefa út barnabækur á samísku.
Frá Finnlandi
Allir áttu eitthvað sameiginlegt, allir
höfðu sína sérstöðu. Antti Tuuri sagði að
venjulega sýndist finnskum rithöfundum að
þeir væru innilokaðir á litlu málsvæði - en
samkoma, sem þessi hér, minnti líka á það,
að frá öðrum sjónarhóli - hinna smæstu
þjóða-væru Finnar stórþjóð. Antti fjallaði
líka um sérstakt samband Finna við
rússneskar bókmenntir sem hefði orðið af-
drifaríkt fyrir skáldsagnagerð þeirra, sem
og þær þrjár styrjaldir sem hefðu orðið mik-
ill efniviður í breiðar epískar sögur - hvað
sem nú verður á næstunni.
Bo Carpelan talaði um mikilvægt starf
þýðenda og bókasafna og þá ekki síst van-
rækslu norrænna stórblaða sem létu ekki
svo lítið að birta yfirlitsgreinar um það
helsta sem gerist í bókmenntum grann-
þjóða. Sem fyrr segir er Bo Carpelan full-
trúi þeirra bókmennta sem til verða meðal
sænskumælandi Finna, en þeir eru nú ekki
nema hálft fjórða hundrað þúsund eða svo.
Hann sagði það væri ágætt að vera minni-
hlutaskáld. Maður þyrfti alltaf að vera
vakandi fyrir tungumáli sínu og áleitni um-
hverfisins við það. Þar að auki taldi hann sig
vel settan með því að vera í sambýli við jafn
lifandi og örfandi menningu og hina finnsku
og geta fengið úr henni margt dýrmætt, rétt
eins og sænsk og sænskfinnsk menning
standa honum til boða.
Sem fyrr segir lesa höfundarnir upp í
Norræna húsinu í kvöld og í fyrramálið
dreifa þeir sér á mennta- og fjölbrautar-
skóla á höfuðborgarsvæðinu.
-áb skráði
Meðal þátttakenda á umræðufundinum var Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands.