Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJOÐ,yilf.IINN Miðvikudagur 22. febrúar 1984 . SamkomulagiÖ — samkomulagið - samkomulagið — samkomulagið — samkomulagið - samkomulagið . Ásmundur Stefánsson: Skásti kosturínn - Við hrópum ekki húrrafyrir þessum samningum, en það var mat okkar að þessi kostur væri betri en að efna til átaka á vinnumarkaðinum sem hugs- anlega hefðu getað skilað betri árangri. Ég vil taka það fram að þessi samningur felur ekki í sér mat á hinum réttmæta hlut launafólks í þjóðartekjunum að okkar mati, en við teljum að þessi samningur eigi að tryggja sama kaupmátt á þessu ári og var á síðasta ársfjórðungi árs- ins 1983. - Þá tel ég að með samningi þessum sé gerð alvarlegri tilraun en áður hefur verið gerð til þess að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu, sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam- bands íslands á blaðamannafundi sem Alþýðusambandið og Vinnu- veitendasambandið boðuðu til í húsi Alþýðusambandsins í gær. Sagði hann að formannafundur að- ildarfélaga ASÍ hafi lýst yfir stuðn- ingi sínum við samninginn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða gegn 5. Ásmundur sagði að samningur- inn fæli í sér um 13% kauphækkun í heild á samningstímanum, sem er til 15. apríl 1985, en hins vegar væri gert ráð fyrir liðlega 10% hækkun framfærsluvísitölu á árinu 1984. Þá benti Ásmundur á að ákvæði í samningnum sem gæfu möguleika á uppsögn þann 1. september 1984 og 1. janúar 1985 verði verulegar breytingar á forsendum hvað varð- ar verðlagsþróun. -ólg Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ þingar hér með þeim Magnúsi L. Sveinssyni og Birni Þórhallssyni á formannsfundi ASÍ í gær. Ljósm. ólg. Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingamanna: Sátum hjá við at- kvæðagreiðsluna „Við byggingamenn ákváðum að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna á formannafundinum í gær um þenn- an nýja samning. Sambandsstjórn okkar mun svo koma saman á laugardaginn og taka afstöðu til þess hvað við komum til með að gera“, sagði Benedikt Davíðsson formaður Sambands bygginga- manna eftir formannafundinn í gær. „Þegar bráðabirgðalögin voru sett vorum við byggingamenn með allt öðruvísi samning en aðrir. Hann var til 3ja ára og átti að taka ákveðnum breytingum á samnings- tímanum. Við höfðum því fengið lítið fram af ákvæðum okkar samn- ings þegar bráðabirgðalögin öðluð- ust lagagildi frá alþingi og öllum kjarsamningum þar með í raun rift. Okkar kjör hafa því farið talsvert á mis miðað við það sem samningar almennu verkalýðsfélaganna kváðu á um. Þetta gerir það að verkum að við erum í allt annarri stöðu en aðrir til að afgreiða málin. Við töldum að ekki væri fullreynt um það gagnvart okkar viðsemj- endum að unnt reyndist að fá fram lagfæringar. Þess vegna vildum við ekki taka afstöðu til þessa samn- ings fyrr en við teldum það fullreynt. Málið er því í biðstöðu hvað okkur varðar amk. fram yfir sambandsstjórnarfundinn á laug- ardaginn,“ sagði Benedikt Dávíðs- son formaður Sambands bygginga- manna að lokum. - v. Jón Kjartansson Vestmannaeyjum: Urðum að sam- þykkja þetta „Þetta er cins og allir sjá mór- alskur og pólitískur ósigur fyrir hreyfinguna. Hins vegar er einnig ljóst að áróðurslega stæði verka- lýðshreyfingin afar höllum fæti ef hún hafnaði þessum samningi því þar með væri hún að hafna 15.5% hækkun til hinna lægst launuðu í þjóðféiaginu“, sagði Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í samtali í gær. „Á þessum fundi voru skiptar skoðanir en það breytir engu því að samningurinn var samþykktur á formannafundi ASI í gær með yfirgnæfandi meirihluta. En það sem t.d. fiskvinnslufólkið hlýtur að vera óánægt með er að eftir- vinna verður mun lægra hlutfall af dagvinnutekjum með þessum samningi og að grunnurinn sem bónusinn er reiknaður af er áfram alltof lágur.Þessi mikladag- vinnutekjutrygging kemur því fólki að engum notum. En ég vil taka það fram að samninganefnd ASÍ hefur unnið afar gott starf ef tekið er tillit til þess hversu lítinn bakhjarl hún í raun hafði“. - v. Þorsteinn Pálsson: - Við teljum að þessi samningur feli í sér ábyrga lausn kjaramála miðað við ríkjandi aðstæður og miðað við þau markmið sem Vinn- uveitendasambandið hefði sett sér við upphaf samninganna, sagði Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins á blaðamannafundinum í gær. Við gerðum okkur grein fyrir því að ekki var hægt að leysa vanda allra með þessum samningum, en hér hefur megináherslan verið lögð á að bæta hlut þeirra sem verst eru settir. Þeir Hjalti Einarsson, Kristján Ragnarsson og Davíð Scheving Thorsteinsson sem allir sitja í stjórn VSÍ lögðu áherslu á það að Vinnuveitenþasambandið myndi ekki semja um neinar aukaþókn- anir til annarra hópa, og að það væri forsenda þessa samkomulags að það næði til allra hópa þannig að vinnufriður héldist í þjóðfélaginu. -ólg Ég er ánægður ,^Ég er ánægður með að það skuli hafa tekist að tryggja vinnufrið. Það er ákaflega mikilvægt og mikið afrek miðað við þau umbrot sem á undan eru gengin“, sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og fyrrum framkvæmda- stjóri VSÍ í gær. „Það er ljóst að með þessum samningum er gengið út á ystu nöf miðað við þær efnahagslegu að- stæður sem við búum við“, sagði Þorsteinn ennfremur, „en ég treysti því að aðilar vinnumarkað- arins geri sér grein fyrir að þeir bera ábyrgð á þessum samning- um.“ Þorsteinn sagði að það hefði alltaf legið fyrir af hálfu stjórnar- flokkanna að þeir væru tilbúnir til að ræða við aðila vinnumarkaðar- ins um tilfærslu innan ramma fjár- laga í þágu þeirra sem verst eru settir með aðgerðum á sviði trygginga- og skattamála. „Það er enginn rekstrarafgangur á fjár- lögum“, sagði Þorsteinn, „og það verða ekki lagðir á nýir skattar. Það verður ákveðið í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins með hvaða hætti fjármagn verður fært til innan ramma fjárlaganna". Þorsteinn sagðist ekki vilja binda sig á neinn hátt varðandi hvað skera ætti niður á fjárlögum, - hann væri opinn fyrir öllum leiðum. Hins vegar væri ljóst að lágtekjufólkið ætti ákaflega mikið undir því að aðilar vinnumarkaðar- ins kæmu sér saman um tilfærsluna og það væri á ábyrgð þeirra hvernig þeir deildu hækkuninni. -ÁI Betra að vinna samningslaust Magnús E. Sigurðsson ,4>eUa er allt bölvað og enginn vafi á því að bctra er að vinna samningslaust en að búa við þetta samkomulag", sagði Magnús E. Sigurðsson formaður Félags bókagerðarmanna er Þjóðvilja- menn hittu hann eftir formanna - fund ASÍ í gær. Magnús kvað lítið ganga í samningaumleitunum bókagerð- armanna við atvinnurekendur sína enda vildi Félag prentiðnað- arins ekkcrt við þá tala fyrr en heildarsamningar lægju fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.