Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. febrúar ,1984 ÞJÓÐVIUINN -.SÍÐA, 5 Torfusamtökin gera borginni tilboð: Getum annast endurbætur ef borgin kaupir húsið segir Hallgrímur Guðmundsson, formaður „Við væntum þess að tilboð okk- ar verði tekið alvarlega og að menn setjist niður og leiti leiða til að bjarga Fjalakettinum frá niður- rifl“, sagði Hallgrímur Guðmunds- son, formaður Torfusamtakanna, í gær. Torfusamtökin ítrekuðu s.l. timmtudag tilboð sitt um að taka að sér og kosta viðgerð á Fjalakettin- um að því tilskyldu að borgin kaupi húsið af núverandi eiganda. Hallgrímur sagöi aö tilboð Torfu- samtakanna byggðist á þeirri reynslu sem þau hafa aflað sér nú þegar af endurbyggingu og rekstri gamalla húsa. Yrði slíkur samning- ur að veruleika myndu Torfusam- tökin yfirtaka húsið tímabundið með leigusamningi. Þau fengju þá endurleigurétt og að leigutíma loknum yrðu allar endurbætur eign Reykjavíkurborgar án endur- gjalds. „Ég tel vænlegast að opinberir aðilar, ríkið og borgin kaupi Fjala- köttinn“, sagði Hallgrímur, „en síðan leigi Torfusamtökin eða sér- stakt hlutafélag húsið af þeim til 10-15 ára, ábyrgist endurbyggingu og afli fjár til hennar með endur- leigu og hugsanlega fjársöfnun. En til þess að af þessu geti orðið verða menn að nota tímann vel, - frest- urinn er aðeins til 1. mars, því þá tekur borgarstjórn aftur á dagskrá niðurrifsbeiðnina". Svo sem skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum áætlar byggingar- deild borgarinnar að endurbætur á Fjalakettinum muni kosta í kring- um 40 miljónir króna og að kaup- verð hússins sé á bilinu 12-20 mil- jónir. Telur meirihluti borgar- stjórnar 60 miljónir króna ofviða borgarsjóði og í tillögu sem frestað var s.l. fimmtudag er ábyrgðinni á varðveislu hússins vísað yfir til menntamálaráðuneytis og Þjóð- minjasafns. -ÁI. Hallgrímur Guðmundsson formað- ur Torfusamtakanna: ef borgin kaupir Fjalaköttinn getum við ann- ast endurbæturnar. Sala Siglósíldar rœdd á Alþingi „Boðar ekki Þannig staðið að málum að ekki samrýmist almennu viðskiptasiðferði Sala Siglósíldar til einkaaðila er algjörlega óþörf, og þjónar engum öðrum tilgangi en að fullnægja yfir- lýsingum forystumanna Sjálfstæð- isflokksins. Vinnubrögð og máls- meðferð við söluna eru fyrir neðan allar hellur. Mikilvægar eignir ríkisins eru seldar án þess að samið sé um eðlilegt kaupverð, án nokk- urrar staðgreiðslu og án þess að lagðar séu fram eðlilegar trygg- ingar og veð. Þetta sagði Ragnar Arnalds m.a. á Alþingi í fyrradag og kvað ráðgerða sölu á Siglósíld ekki boða gott um sölu annarra ríkisfyrirtækja. Eiður Guðnason og Karl Steinar Guðnason gagnrýndu einnig söl- una á Siglósfld sem nú er fyrir Al- þingi til staðfestingar. Eiður Guðnason kvað þannig hafa verið staðið að málum að ekki samrýmd- ist almennu viðskiptasiðferði. Auglýst hefði verið að ríkisfyrir- tæki yrðu seld með 20% útborgun, en síðan gengið til samninga við einkaaðila um útborgunarlaus kjör. Þá hefði engum öðrum en umræddum einstaklingum gefist kostur á að ganga inn í kaupin, eða bjóða betur. Karl Steinar tók í sama streng og spurði um það hvernig atvinnuöryggi verkafólks hefði verið tryggt. Ragnar Arnalds gagnrýndi fjöl- mörg atriði í málsmeðferð iðnaðar- íslenska hljómsveitin: Tónleikar á fímmtudag Fjórðu tónelikar íslcnsku hljóm- sveitarinnar á þessu starfsári fara fram í Bústaðakirkju fimmtudag- inn 23. febr., kl. 20.30. Á tónleikunum verða flutt gömul og ný tónverk frá Norður- löndunum. Eísta verkið er fiðlu- konsert eftir sænska tónskáldið Jo- han Helmich Roman, (1694-1758), sem oft er kallaður hinn sænski Hándel. Hlíf Sigurjónsdóttir fer með einleikshlutverkið. Yngsta tónverkið á efnisskránni er nýtt, Torrek, eftir Hauk Tómasson, f. 1960, samið sl. haust að tilhlutan hljómsveitarinnar. Auk þess flytur hljómsveitin svítu í 6 þáttum er Al- bert Kranz vann úr ptanólögum Edvards Griegs og nefndi Norska svítu. Sérstakur gestur hljómsveitar- innar á tónleikunum er Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona sem, ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara, flytur sönglög eftir tvö höfuðtónskáld Norður- landa, Carl Nielsen og Jean Sibe- lius. Hlíf Sigurjónsdóttir nam fiðlu- leik hjá Gígju Jóhannsdóttur og Birni Ólafssyni. Að loknu ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sótti hún framhalds- nám við tónlistarháskólann í Blo- omington í Indiana, háskólann í Toronto og listaskólann í Banff. Meðal erlendra kennara hennar má nefna þá Franco Gulli, William Primrose, Ruggiero Ricci, Igor Oistrach og Menacem Pressler. Hlíf er annr tveggja kons- ertmeistara íslensku hljómsveitar- innar. Haukur Tómasson, höfundur Torreks, stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Eygló Haraldsdóttur og Hall- dóri Haraldssyni. Árið 1979 hóf hann nám í tónsmíðum og nam síð- an við tónfræðideild skólans í tvö ár. Tónsmíðakennarar hans voru þeir Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Haukur stundar nú framhaldsnám í tónsmíðum í Köln. Nú á hálfu öðru starfsári hef- ur íslenska hljómsveitin pantað og frumflutt 7 ný tónverk og er Torrek hið 8. Síðar á starfsárinu verða frumflutt þrjú verk eftir Pál P. Pálsson, Atla Ingólfsson og Mist Þorkelsdóttur. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Guðmundur Emilsson. Af óviðráðanlegum orsökum breytist efnisskrá tónleikanna frá því sem auglýst var í upphafi. Veikindaforföll koma í veg fyrir að leikið verði verkið Valse Triste eftir Jean Sibelius. Og Annemarie Dybdal, einn aðal dansari Konung- lega danska ballettsins, sem átti að taka þátt í flutningi Tarantel eftir Mogens Winkel Holm, er skuld- bundin vinnuveitendum sínum til að dansa á nýráðgerðum aukasýn- ingum í Kaupmannahöfn. Hefur því ekki fengist breytt. Stefnt verð- ur að því að flytja Tarantel á næsta starfsári. Er beðist velvirðingar á þessu. - mhg. gott“ ráðherra og taldi að góð lausn hefði fundist á málum Siglósíldar í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar með kaupleigusamningi við Þormóð ramma. Nú hefði þeim kaupleigu- samningi verið rift og fyrirtækin skilin sundur að nýju. Það sýndi best hvert vitið væri í þeirri ráðstöf- un að kaupendur settu sem skilyrði að fyrirtækið hefði áfram aðstöðu og afnot af tækjum hjá Þormóði ramma. Siglósfld hefði verið að rétta úr kútnum, enda engin tilvilj- un að kaupendur væru m.a. for- ráðamenn Þormóðs ramma. Sverrir Hermannsson færði þá vörn helsta fyrir máli sínu að kaupverðið 18 milljónir væri sem næst skuldastöðu Siglósíldar, og á þá hugmynd væri drepið í plöggum iðnaðarráðherra fyrrverandi í sam- bandi við fyrirhugaða sölu til Þormóðs ramma. Ragnar Arnalds benti hinsvegar á að framreiknað væri það verð nú 20 milljónir króna og með tilliti til stórbatnandi horfa í rekstri Siglósíldar hefði opinber nefnd metið eðlilegt kaupverð á nærri 25 milljónir króna. Þing- inenn Alþýðuflokksins minntu á að margir töluðu um gjöf en ekki kaup í tengslum við sölu Siglósíldar nú. Sverrir taldi hinsvegar nauðsynlegt að selja ódýrt til þess að nýir eigendur gætu endurnýjað véla- kost. Ólafur Jóhannesson spurði hvað yrði um upphaflegan tilgang Siglósíldar sem tilraunaverksmiðju við söluna, og upplýsti Sverrir Her- mannsson að ekki hefði þótt fært að leggja tilraunakvöð á nýja kaup- endur. Sverrir Hermannsson kvað bæj- arstjórn Siglufjarðar ekki hafa sýnt málinu mikinn áhuga, líklega vegna vangetu í fjármálum, en hún hefði fengið gögn málsins í janúar sl.. Ragnar Arnalds upplýsti að bæjarstjórninni hefði verið stillt upp frammi fyrir undirrituðum kaupsamningi, sem hefði verið dagsettur 1. j anúar sl.. Það væri allt samráðið í málinu. - ekh. Arkitektar álykta um stöðu forstöðumanns Borgarskipulags: Staðan verði auglýst aftur Á aðalfundi Arkitektafélags ís- iands sem haldinn var á laugardag var samþykkt einróma áskorun á borgarráð Reykjavíkur um að aug- lýsa aftur stöðu forstöðumanns Borgarskipulags. Ástæðan er sú að í auglýsingunni var í engu getið hvaða menntunar eða reynslu kraf- ist er. Umsóknarfrestur rennur út 29. febrúar. Á aðalfundinum var einnig fjall- að um Skúlagötumálið og samþyk- ktu allir fundarmenn nema þrír áskorun á Skipulagsstjórn ríkisins um að staðfesta ekki byggð með nýtingunni 2 fyrr en deiliskipulag hefur verið gert af svæðinu. Jes Einar Þorsteinsson var kjör- inn formaður Arkitektafélags ís- lands. -ÁI. Áttu við GOLF * ÞAKVANDAMAL að stríða? Betokem SUM gólfílögn Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLC0AT gúmmítdygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. IKl LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ilagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið i sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. EP0XY - GÓLF HAFNARFIRÐI SÍMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.