Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 12
24 SÍÐA — ÞJÓÐVIIJINN Miðvikudaeur 22. febrúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Viðtalstímar Framvegis veröur Garðar Sigurðsson alþingis- maður með viðtalstíma að Bárugötu 9, síðasta laugardag t mánuði kl. 16-19. Næsti viðtalstími verður laugardaginn 25. febrúar. Kaffi á könnunni. - AB Vestmannaeyjum. Alþýðubandalagið í Kópavogi Ðæjarmálaráð heldurfund miðvikudaginn 22. febrúarkl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Stofnfjáráætlun Kópavogskaupstaðar. 2) Önnur mál. Athugið að fundurinn hefst kl. 20.30. - ABK. Húsvíkingar -Þingeyingar Alþýðubandalagiö á Húsavík auglýsir árshátíð sína sem haldin verður laugardaginn 25. febrúar í Félagsheimili HúsavfKur. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30. Steingrímur og Stefán koma og verða með ef færð og veður leyfa. Skemmtiatriði við allra hæfi. Látið skrá ykkur sem allra fyrst í símum 41813 og 41397. Athugið: Hátíðin er ætluö öllum Allaböllum í Þingeyjarþingi. Hafiö samband. - Nefndin, Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 25. febrúar í Al- þýðubandalagi Selfoss og nágrennis. Fundurinn verður haldinn að Kirkjuvegi 7, Selfossi og hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. - Stjórn- in. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Fundur í starfshópi um húsnæðismál, skipulagsmál og umferðarmál verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41-ABH. Alþýðubandalagið á Akureyri KONUR Við stofnum kvennahóp! Konur í Alþýðubandalaginu og aðrar sem áhuga hafa eru hvattar íii að mæta á rabbfund í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, sunnudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Kaffiveitingar. Áhugasamar konur Æskulýösfylking Alþýðubandalagsins Fimmtudaginn 23.febrúarkl. 20.30 höldum við félagsfund í Æskulýðsfylk- ingunniað Hverfisgötu 105. Dagskrá: Kjaramálin. Framsaga: Óttarr Magni Jóhannsson. Uppgjöf eða aðgerðir. Framsaga: Ragnar A. Þórsson. Skýrsla stjórnar. Guðbjörg Sigurðardóttir. Verkefni næstu daga og tillaga um stofnun Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík. Stjórn ÆFAB. Skreiðarframleiðendur Hagsmunanefnd skreiðarframleiðenda boð- ar til fundar með framleiðendum föstudaginn 24. febrúar n.k. kl. 13.30, að Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Björgvin Jónsson gerir grein fyrir því sem gerst hefur í málefnum skreiðarframleiðenda frá síðasta hausti og ræðir um stöðuna nú. Hagsmunanefndin Félagsfundur Guðbjörg Ragnar Óttarr Garðar Reykjavíkurmótið Ferðaskrifstofuveldið rofið Sveit Úrvals varð Reykjavík- urmeistari í sveitakeppni 1984, eftir úrslitaleik við sveit Ólafs Lár- ussonar. Fyrir þann leik hafði sveit Úrvals 35 stig en sveit Ólafs 24 stig. Þeir fyrrnefndu sigruðu 13-7 og tryggðu sér þar með Reykjavíkur- hornið í ár. I sveit Úrvals eru: Karl Sigur- hjartarson, Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson. Sveit Úrvals var vel að sínum sigri kominn.. Hún vann alla leikina og tapaði raunar aðeins einum hálfleik, þeim síðasta á móti sveit Ólafs. í 1. umferð gersigraði sveit Úr- vals sveit Þórarins Sigþórssonar með 20 gegn mínus 1. Þó var staðan jöfn í hálfleik í þeim leik. Á sama tíma vann sveit Samvinnuferða sveit Ólafs 12-8, eftir að hafa haft yfirburðastöðu í fyrri hálfleik. f 2. umferð vann svo Úrval inn- byrðisuppgj ör ferðaskrifstofuveld- anna með 15-5, mjög örugglega. Sveit Ólafs vann sveit Þórarins með 16-4, einnig nokkuð örugg- lega. Úrval og Ólafur spiluðu síðan hreinan úrslitaleik og eftir fyrri hálfleikinn var nokkuð útséð hverjir stæðu uppi sem sigurvegar- ar. Ólafs-menn klóruðu þó aðeins í „bakkann" í seinni hálfleik og náðu að halda 2. sætinu, því á sama tíma vann sveit Samvinnuferða sveit Þórarins með 13-7. Lokastaða sveitanna varð þessi: 1. sveit Úrvals 48 st. 2. sveit Ólafs Lárussonar 31 st. 3. sveit Samvinnuf.-Landsýnar 30 st. 4. sveit Þórarins Sigþórssonar 10 st. Er þetta fyrsti sigur sveitar Úr- vals (Karls Sigurhj.) í meiri háttar móti, um árabil. Sennilega orðnir „hungraðir" eftir titli, sveinarnir í sveitinni (eða Ásarnir...). Sveit Ólafs má vel við una að ná 2. sætinu, enda spilaði sveitin ágæt- is bridge, ef undanskilinn er fyrsti hálfleikur mótsins. í sveit Ólafs spiluðu auk hans: Hermann Lárus- son, Jónas P. Erlingsson og Hrólf- ur Hjaltason. Auk þeirra eru í sveiþnni: Hannes R. Jónsson og Páll Valdimarsson. Sveit Samvinnuferða/Landsýnar missti niður „dampinn“ í seinni hálfleik á móti sveit Ólafs og náði sér aldrei vel á strik eftir það. Hins- vegar mega þeir vel við una að ná 30 stigum útúr þessu móti en lenda samt í 3. sæti. Sveit Þórarins er stórt spurning- armerki. Eini árangur hennar síð- an til hennar var stofnað er íslands- meistaratitillinn í fyrra. En það er þó nokkur árangur og sennilega þess virði fyrir hana að reyna að endurtaka leikinn í ár, þó útlitið sé ekki ýkja bjart í þeim efnum. Allt gerist þó í bridge, það sannar ár- angur sveitar Þórarins í þessu móti.i Aðeins 10 stig af 60 mögulegum er frekar vont hlutfall, ekki satt Þór- arinn? í sambandi við Reykjavíkurmót framtíðarinnar vill þátturinn beina því til forráðamanna Reykjavíkur- sambandsins, að koma þessum málum á hreint, þannig að ein- hverjir Jónar úti í bæ fari ekki að skipta sér af framkvæmdinni. Það er ill þolandi að hringlað sé með fyrirkomulag á mótshaldi, þannig að enginn viti fyrirfram hverjir andstæðingar manns verða í næstu umferð. Spurningar um töfluröð ög önnur smáatriði verða að vera á hreinu, áður en mót hefst og kepp- endur eiga heimtingu á að vita hver sú skipan er. Keppnisstjóri var Aðalsteinn Jörgensen. Stóð hann sig vel. Bridgehátíð 1984 Skráning í sveitakeppnina á Bridgehátíð 1984gengurekki nógu vel. Skorað er á spilara að vera með í þessu einstæða móti, þarsem Belladonna og Garozzo verða með. Fyrirkomulag mótsins verður með ágætu sniði. 16-spila leikir, 7 umferðir og Monrad-kerfi, sem þýðir að allir geta „slysast" til að Umsjón Ólafur Lárusson spila við nv. eða fv. heimsmeistara, sjálfa stórmeistarana frá Ítalíu. Þátttökugjald á sveit er aðeins kr. 2.000. Menn geta haft samband við Jón Baldursson á skrifstofu B.í. eða litið við í B.R. í kvöid og látið skrá sveit sína. Pör geta myndað sveitir, því nauðsynlegt er í sveitakeppni með Monrad-sniði, að fjöldi sveita sé mikill. Frá TBK Síðastliðinn fimmtudag var ann- að kvöldið spilað af Aðalsveita- keppni félagsins og má segja að formið á henni geri hana mjög jafna eins og var búist við. Nú er staða efstu sveita þessi: 1. Gestur Jónsson 33 st. 2. Gísli Steingrímsson 30 st. 3. Gunnlaugur Oskarsson 30 st. 4. Bernharð Guðmundsson 27 st. 5. Auðunn Guðmundsson 24 st. 6. Þorsteinn Kristjánsson 22 st. 7. Anton R. Gunnarsson 22 st. 8. Baldur Bjartmarsson 20 st. Þess skal getið að sveitirnar spila saman eftir röðinni hér að ofan, 1 við 2 o.s.frv. en á því byggist Monrad-kerfið. Fimmtudaginn 23. febr. verður keppninni svo áfram haldið í Domus Medica að venju, og spilarar eru beðnir um að mæta stundvíslega fyrir kl. 19.30. Sjáumst hress, bless. Tafl- og bridgeklúbburinn. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Eftir 22 umferðir af 43 í aðaltví- menningskeppni félagsins, er staða efstu para þessi: Guðmundur Pétursson - Sigtryggur Sigurðsson 341 Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson 324 Jón Ásbjörnsson - Simon Símonarson 231 Júlíus Snorrason - Sigurður Sigurjónsson 208 Ásgeir P. Ásbjörnsson - Guðbrandur Sigurbergsson I9S Bragi Erlendsson - Ríkharður Steinbergsson 166 Aðalsteinn Jörgensen - Runólfur Pálsson 163 Valgarð Blöndal - Þórir Sigursteinsson 152 1. sv. Magnúsar Torfasonar 112 2. sv. Guðmundar Theódórssonar 107 3. sv. Sigmars Jónssonar 102 4. -S. sv. Björns Hermannssonar 96 4.-S. sv. Guðrúnar Hinriksdóttur 96 Þátttakendur í tvímenningskeppni 2. og 3. mars 1. Hermann Láruss.^Ólafur Láruss. 2. Jón Þorvarðars.-Ómar Jónss. 3. Sigurður Sverriss.-Valur Sigurðss. 4. Gunnar Þórðars.-Kristján Gunn- arss. 5. Aðalsteinn Jónss.-Sölvi Sigurðss. 6. Jón Ásbjörnss.-Símon Símonars. 7. Ásgrímur Sigurbjörnss.-Jón Sig- urbjörnss. 8. Ásgeir Ásbjörnss.-Guðbrandur Sigurbergss. 9. BjörnEysteinss.-GuðmundurHer- mannss. 10. Kristján Kristjánss.-Þorsteinn Ólafss. 11. Gísli Steingrímss.-Sverrir Krist- inss. 12. Helgi Jóhannss.-Logi Þormóðss. 13. Soldano DeFalco-Santia 14. Rúnar Magnúss.-Stefán Pálss. 15. Guðlaugur R. Jóhannss.-Örn Arn- þórss. 16. Georgio Belladonna-Benito Gar- ozzo 17. Guðmundur P. Arnars.-Þórarinn Sigþórsss. 18. Arnar G. Hinrikss.-Kristján Har- aldss. 19. Tommy Gullberg-Hans Göthe 20. Steve Lodge - Tony Sowter 21. Vilhjálmur Sigurðss.-Vilhjálmur Vilhjálmss. 22. Hrólfur Hjaltas.-Jónas P. Erlingss. 23. Aðalsteinn Jörgensen-Runóifur Pálss. 24. Mark Molson - Alan Cokin 25. Jón Baldurss.-Hörður Blöndal 26. Vilhjálmur Pálss.-Þórður Sig- urðss. 27. Eiríkur Jónss.-Páll Valdimarss. 28. Jón Páll Sigurjónss.-Sigfús Árnas. 29. Hörður Arnþórss.-Jón Hjaltás. 30. Guðmundur Sveinss.-Þorgeir Eyjólfss. 31. Guðmundur Péturss.-Sigtryggur Sigurðss. 32. Gestur Jónss.-Ragnar Magnúss. 33. Sævar Þorbjörnss.-Torsten Bernes 34. Jón Hilmarss.-Oddur Hjaltas. 35. Gunnlaugur Kristjánss.-Þorfinnur Blöndal 36. Georg Sverriss.-Kristján Blöndal 37. Stefán Guðjohnsen-Þórir Sig- urðss. 38. Leif Österby-Jón Hauksson 39. Alan Sontag-Steve Sion 40. Ásmundur Pálss.-Karl Sigurhjart- ars. 41. Ingvar Haukss.-Orwell Utley 42. Andres Richtcr-Peter Teisen 43. Pétur Guðjónss.-Stefán Ragnarss. 44. Gylfi Baldurss.-Sigurður B. Þor- steinss. Frá Bridgedeild Skagfírðinga Nú er aðeins eftir að spila eina umferð í sveitakeppni og er röð efstu sveita þessi: Varapör: 1. Ágúst Helgas.-Gísli Hafliðas. 2. Sigurður Vilhjálmss.-Sturla Geirss. 3. Valgarð Blöndal-Þórir Sigur- steinss. 1X2 1X2 1X2 24. leikvika - leikir 18. febrúar 1984. Vinningsröð: 1 21-x2x-xxx-1 22 1. Vinningur: 11. réttir - kr. 195.570.- 39129(4/10)+ 162129(7/10)+ (10 vikna seðill) 2. Vinningur: 10 réttir - kr. 2.841.- 364+ 1055 9297 36737+ 44426+ 53847 94804+ 162128(2/10) + 374 1061 10637 37272 48801 61161 95660+ 43219(2/10) 1006 1526 12436 37625+ 49339 61313+ 161782 Úr 23 viku' 1013 2646 16751 39128+ 49929+ 87977+ 162052+61717+ 1015 6453 17573 40441 53168 89234+ 162175 + 61726 + 1052 7106 35783+ 44398+ 53571 93534+ 61735+ Kærufrestur er til 12. mars kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar uppiýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir iok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.