Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 14
26 SÍÐA,- ÞJÓfiYÍWtN^ÍM'ðvikudagur 22, febrúar 1984 , f „Vinur sjómanns- ins“ upprunalegur á fslandsmiðum Fyrir ríflega hundrað árum var James Lofthouse apótekari beðinn að búa tii meðal sem virkaði gegn hálssæri og kvefl fiskimanna. Jam- es bjó til mixtúru úr náttúrulegum efnum eingöngu: Mentól, eucalypt- us, olíu, lakkrís, smávegis af pipar til að gera bragðið sterkara og jurt- aolíu til að leysa upp mentólið og til bragðbætis. Þar sem veðriö gat verið mjög slæmt á sjó á fjarlægum fslands- miðum brotnuðu flöskurnar sem mixtúran var í. Bjó þá Lofthouse til töflur úr sömu efnum. Töflurnar voru áhrifagóðar svo að sjómenn- irnir kölluðu þær vini sína, og er það nafn þeirra ennþá í dag. Það eru ekki mjög mörg ár síðan að fjölskylda Lofthouse komst að því hve nytsamlegar þessar töflur voru, og ákváðu að selja þær víðar, og byrjuðu að framleiða þær í bak- herberginu. Salan óx og hið nýja fyrirtæki notaði hverja krónu til að auglýsa. Eftir 5 - 6 ár var tekin ákvörðun um að byggja almenni- lega verksmiðju. 1972 var fram- leiðsla hafin í hinni nýju yerk- smiðju. En Fisherman’s Friend er enn eins og það var í upphafi þegar James Lofthouse bjó það til. - R.S.M. Sambandsfrystihúsin Færast í aukana Frysting hjá Sambandsfrystihús- unum jókst verulega á sl. ári. Mest var aukningin - hjá Meitlinum í Þorkálshöfn, 760 tonn, Búlands- tindi á Djúpavogi 560 tonn og Hraðfrystihúsi Breiðdælinga á Breiðdalsvík 550 tonn. Heildarframleiðsla allra Sam- bandsfrystihúsanna á frystum sjáv- arafurðum á sl. ári var 39.900 tonn á móti 35.920 tonnum 1982 - og er mesta framleiðsla á einu ári - aukning frá fyrra ári 3.980 tonn eða 11%. Asjöára tímabili, frá 1977 til 1983, hefur framleiðsla húsanna tvöfaldast. Sé augum beint að einstökum tegundum á síðasta ári þá jókst frysting þorskafurða um 14%, grá- lúðu um 19% og karfaafurða um 6%. Fjögur framleiðsluhæstu hús- in voru: Fiskverkunarstöð KF. A- Skaftfellinga á Höfn með 3.400 tonn, Meitillinn í Þorlákshöfn með 3.070 tonn, Kirkjusandur í Reykja- vík með 2.950 tonn og Fiskiðju- samlag Húsavíkur með 2.820 tonn. Útflutningur Sjávarafurða- deildar á frystum sjávarafurðum á sl. ári var 39.600 tonn. Árið 1982 var hann 34.400 tonn. Aukningin 5.200 tonn eða 15%. - mhg , Alþýðuflokkurinn Samningsrof ef Isal gengur í FII Framkvæmdastjórn Alþýðuflok- ksins hefur á fundi sínum eindregið mótmælt þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að heimila ISAL að gerast aðili að samtökum íslenskra vinnuveitenda. Segir í frétt frá Al- þýðuflokknum að ein af forsendum þýðuflokknum að ein af forsendum samþykkis flokksins fyrir samning- unum við Alusuisse um byggingu þeirra um að ISAL mundi ekki ger- ast aðili að samtökum íslenskra at- vinnurekenda. Telur fram- kvæmdastjórn Alþýðuflokksins að ef ÍSAL sæki um aðild séu forsend- urnar fyrir samþykkt Alþingis á samningnum brostnar og að það jafngildi uppsögn samningsins af hálfu Alusuisse. - v. Stúdentaleikhúsið:____________ Ljóðakvöld á morgun Stúdentaleikhúsið gegnst fyrir Ijóðakvöldi í Félagsstofnun stúd- enta á morgun, fímmtudaginn 23. febrúar. Þar mun Eyvindur Er- lendsson flytja eigin samantekt úr skáldskap snillinganna í lausu og bundnu máli. Guðmundur Ingólfs- son píanóleikari tekur nokkrar létt- ar syrpur á flygilinn. Samantekt þessi er hugsuð sem einhvers konar ferðalag um höf og lönd, borgir og eyðimerkur, að heiman og heim aftur, segir í frétt frá Stúdentaleikhúsinu. Húsið opnar kl. 20.00 og verða miðar seldir við innganginn. - v. Eyvindur Erlendsson túlkar skáld skap snillinganna. Lýsi til Stapafellið er nú á leiðinni til Bil- bao á Spáni með 1650 tonn af lýsi, sem það tók á Austfjarðahöfnum. Skipið hefur töluvert verið notað til lýsisflutninga úr landi frá því það var keypt hingað nýtt 1979. Áður fóru lýsisflutningarnir að lang- Spánar mestu leyti fram með erlendum leiguskipum. Annars sinnir Stapafell öðru fremur olíuflutningum innanlands og flutti á síðasta ári samtals 208.000 tonn. leikhús • kvikmyradahús 'tÞJOÐLEIKHUSIfl Amma þó! barnaleikrit eftir Olgu GuSrúnu Árnadóttur Höfundur tónlistar: Olga GuSrún Árnadóttir. Útsetning tónlistar: HróSmar Slg- urbjörnsson Lýslng: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Leikstjóri: Þórhallur SigurSsson Leikarar: Árni Tryggvason, Edda Björgvinsdóttir, Erlingur Gislason, Gísli GuSmundsson, Helga E. Jónsdóttir, Herdís Þor- valdsdóttir, Jón S. Gunnarsson, Pálmi Gestsson, SigurSur Skúlason, Örn Árnason. Frumsýning í kvöld kl. 18. Laugardag kl. 15 Sunnudag kl. 15 Sveyk í síöari heimsstyrjöldinni 5. sýning fimmtudag kl. 20 6. sýning föstudag kl. 20 7. sýning sunnudag kl. 20 Skvaldur laugardag kl. 20 Skvaldur miönætursýning laugardag kl. 23.30. Litla sviSiS: Lokaæfing I kvöld kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. JlIKFKIAC RFYKIAVÍKIIR Gísl í kvöld kl. 20.30 fimmtudag uppselt föstudag uppselt þriðjudag kl. 20.30. Guð gaf mér eyra laugardag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Hart í bak sunnudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Miðasala í Iðnó frá kl. 14 - 19. Sími 16620. m fr r flli | iL?LJvl l.. A éJÍLI .' H1 iíj m\ ehi:' 33 m ®| Æ fe-T? Islenska óperan Síminn og Miöillinn laugardag kl. 20. Síðasta sinn. Örkin hans Nóa í dag kl. 17.30. fimmtudag kl. 17.30. Rakarinn í Sevilla föstudag kl. 20. uppselt. La Traviata sunnudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Mlðasala er opin frá 15 - 19 nema sýningardaga til kl. 20. Simi 11475. AIISTURBÆJARRiíT —^^"Sfrni 11J64 ■ Nýjasta kvikmynd Brooke Shields: Sahara Sérstaklega spennandi og óvenju viðburðarík, ný bandarísk kvik- mynd í litum og Cinema Scope er fjallar um Sahara-rallið 1929. Aðalhlutverkið leikur hin óhemju vinsæla leikkona Brooke Shieids ásamt Horst Buchholtz. Isl. texti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hefur það pjargað þér SIMI: 1 89 36 Salur A Martin Guerre snýr aftur Ný frönsk mynd, með ensku tali, sem hlotið hefur mikla athygli víða um heim og m.a. fengið þrenn Cesars-verðlaun. Sagan af Martin Guerre og konu hans Bertrande de Rols, er sönn. Hún hófst í þorpinu Artigat í frönsku Pýreneafjöllunum árið 1542 og hefur æ siðan vakið bæði hrifningu og furðu heimspekinga, sagnfræð- inga og rithöf unda. Dómarinn í máli Martins Guerre, Jean de Coras, hreifst svo mjög af því sem hann sá og heyrði, að hann skráði söguna tp varðveislu. Leikstjóri: Daniel Vigne. Aðalhlutverk: Gérard De- Pardieu, Nathalie Baye. Islenskur texti. Sýndkl. 5, 7.05, 9 og 11.05. Salur B Nú harðnar í ári Cheech og Chong snargeggjaðir að vanda og i algeru banastuöi. I Islenskur texti. Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bláa Þruman. (Blue Thunder) Islenskur texti. Æsispennandi ný bandarísk stór- mynd í litum. Þessi mynd var ein sú vinsælasta sem frumsýnd var sl. sumar í Bandarikjunum og Evrópu. Leikstjóri: John Badham. Aðal- hlutverk: Roy Scheider, Warren Oats, Malcholm McDowell, Candy Clark. Sýnd kl. 7. Hækkað verð. SÍMI: 2 21 40 Hrafninn flýgur „... outstanding effort in combining history and cinematography. One can say: „These images will survi- ve...“ úr umsögn frá Dómnefnd Berlínarhátíðarinnar. Myndin sem auglýsir sig sjálf. Spurðu þá sem hafa séð hana. Aðalhlutverk: Edda Björgvins- dóttir, Egill Ólafsson, Flosi Ól- afsson. Helgi Skúlason, Jakob Þór Einarss. Mynd með pottþétt hljóð í Dolbystereo Sýnd kl. 5, 7 og 9. TÓNABÍÓ SlMI 31182 Eltu refinn (After the Fox) * Óhætt er að fullyrða að í samein- ingu hefur grinleikaranum Peter Sellers, handritahöfundinum Neil Simon og leikstjóranum Vittorio DeSica tekist að gera eina bestu grínmynd allra tíma. Leikstjóri; Vittorio DeSica. AðalhluWerk: Peter Sellers, Britt Ekland, Martin Balsam. Sýnd kl. 5, 7.05 og 9.10. iGNBOGUl TX 19 OOO FRUMSÝNING: Götustrákarnir Afar spennandi og vel gerð ný ensk-bandarísk litmynd, um hrika- leg örlög götudrengja í Chicago, með Sean Penn - Reni Santoni - Jim Moody. Leikstjóri: Rick Ros- enthal. Islenskur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3 - 5,30 - 9 og 11,15. Ég lifi Stórbrotin og spennandi litmynd, eftir metsölubók Martins Gray, með Michael York og Birgitte Fossey. Islenskur texti. Sýnd kl. 9.05 Hver vill gæta barna minna? Raunsæ og afar áhrifamikil kvik- mynd, sem lætur engan ósnortinn. Dauðvona 10 barna móðir stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að finna börnum sínum ann- að heimili. Leikstjóri: John Erman. Sýnd kl. 3.10, 5.10 7.10, 9.10 og 11.10. Fljótandi himinn Afar sérstæð og frumleg nýbylgju ævintýra gamanmynd með Ánne Carlisle og Paula Sheppard. Leikstj. Slava Tsukerman. Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05. Octopussy „Allra tíma toppur, James Bond" með Roger Moore. Leikstjóri: John Glenn. Islenskur texti. Sýndkl. 3,10 - 5,40 - 9 og 11,15. Skilaboð til Söndru Ný íslensk kvikmynd eftir skáld- sögu Jökuls Jakobssonar. Aðal- hlutverk: Bessi Bjarnason. Sýnd kl. 7.15, 9.15 og 11.15. Ferðir Gúllivers Bráðskemmtileg teiknimynd í litum. Sýnd kl. 3.15 og 5.15. Bráðsmellin ný bandarísk gaman- mynd frá MGM eftir Blake Edwards, höfund myndanna um „Bleika Pardusinn" og margar fleiri úrvalsmynda. Myndin er tekin og sýnd 14ra rása Dolby Stereo. Tón- list: Henry Mancini. Aðalhlutverk: Julie Andrews, James Garner og Robert Preston. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hækkað verð. LAUGARÁS B I O Simsvari 32075 Cheech og Chong’s næsta mynd Síðasta tækifæri að sjá þessa frá- bæru gamanmynd með vinsæl- ustu gamanleikurum seinni ára. Endursýnd í nokkra daga. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Looker Sakamálamynd með James Co- burn. Sýnd kl. 11. Eyvindur Erlendsson og Guðmundur Ingólfsson fimmtudag kl. 20.30 Brecht söngvar laugardag kl. 20.30 I Félagsstofnun stúdenta. Veitingasala. Miðapantanir í síma 22590 og 17017. SSftiiii SIMI78900 Salur 1 Cujo Fir.st "C.ii ric" llicn "The Shining’'. Now, author Stcphcn King unleashcs thc most terrifying fearofall... * ‘ C . “'/r/ (u/ít Splunkuný og jafnframl stórkost- leg mynd gerð eftir sögu Stephen King. Bókin um Cujo hefur verið gefin út í miljónum eintaka vfðs vegar um heim og er mest selda bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir þá sem unna góðum og vel gerð- um spennumyndum. Aðalhlutverk: Dee Wallace, Christopher Stone, Daniel Hugh-Kelly, Danny Pintauro. Leikstjóri: Lewis Teague. Ðönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 oq 11. Hækkað verð. Salur 2 Daginn eftir (The Day After) Heimsfræg og margumtöluð stór- mynd sem sett hefur allt á annan endann þar sem hún hefur verið sýnd. Fáar myndir hafa fengið eins mikla umfjöllun í fjölmiðlum, og vakið eins mikla athygli eins og The Day After. Myndin er tekin í Kansas City þar sem aðalstöðvar Bandaríkjanna eru. Þeir senda kjarnorkuflaug til Sovétrikjanna sem svara I sömu mynt. Aðalhlutverk: Jason Robards, Jobeth Williams, John Cullum, John Lithgow. Leikstjóri: Nicho- las Meyer. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl, 5 7.30 og 10. Ath. breyttan symngamma. Hækkað verð. Salur 3 NÝJASTA JAMES BOND-MYNDIN Segöu aldrei aftur aldrei Hinn raunverulegi James Bond er mættur aftur til leiks í hinni splunku- nýju mynd Never say never again. Spenna og grín í hámarki. Spectra með erkióvininn Blofeld verður að stöðva, og hver getur það nema James Bond? Engin Eiond-mynd hefur slegið eins rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum eins og Never say never again. Aðalhlutv.: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, lan Flemming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin f Dolby stereo. Sýndkl. 5, 7.30 og 10. Hækkað verð. Salur 4 Skógarlíf og jólasyrpa Mikka mús Sýnd kl. 5. La Traviata Heimsfræg og splunkuný stór- mynd um hina frægu óperu Verdis La Traviata. Myndin hefur farið sigurför hvar sem hún hetur verið sýnd. Aðalhlutverk: Placido Domingo, Teresa Stratas, Cornell Macnell, Allan Monk. Leikstjóri: Franco Zeffirelli. Myndin er tekin i Dolby stereo Sýnd kl. 7. Hækkað verð. Njósnari leyniþjón- ustunnar Sýnd kl. 9 og 11. Áskríftarsími 81333 - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.