Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. febrúar 1984 Mikill hluti landsmanna hefur lengi verið á flótta undan kúlnaregni. Líbanon er varla nema nafnið eitt Undanfarna daga hefur það æ betur komið í Ijós á hve veikum grunni vald Gemayels, hins kristna mar- oníta, sem talist hefur forseti Líbanons, hefur staðið. Stjórnarherinn líbanski hefur verið að gufa upp smám saman þegar múslímskir hermenn hans hafa í vaxandi mæli gengið til liðs við vopn- aðar sveitir síita eða drúsa. Hinn múslímski forsætisráð- herra hefur sagt af sér. Verndarar Gemayels í bandaríska hernum hafa hörfað á brott þegar Gemay- el ætlar að reyna að bjarga sér með því að samþykkja einskonar friðaráætlun frá Saudi-Aröbum, þar sem sagt er upp samningum við ísrael um hersetu og mögulegan brottflutning herliðs úr Lí- banon, - þá bregður svo við að Sýrlendingar hafna þeirri áætlun. Þróun þessara daga stillir mönnum fyrst og fremst upp frammi fyrir svofelldum stað - reyndum: Líbanon var gerviríki og hin lögbundna valdaskipting milli kristinna hópa og múhameðskra, sem þar var reynd, er í molum og verður ekki endurvakin. Og í ann- an stað mun engin stjórn fá setið í Beirút til lengdar í óþökk Sýrlend- inga. Ósigur USA f þessum skilningi hefur viðleitni Schulz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna til að skáka Sýrlending- um, m.a. með því að senda fót- gönguliða á vettvang og demba þungri fallbyssuhríð yfir yfirráða- svæði andstæðina Gemayels allt í kringum Beirút, verið unnin fyrir gíg. Breska blaðið Guardian fer afar hörðum orðum einmitt um flónsku Schulz: hann hafði engu þokað áleiðis, ekki tekið frum- kvæði til neinna jákvæðra hluta, Líbanon er í rústum, Palistínumál í meiri hnút en nokkru sinni fyrr. Reyndar ólíklegt að Líbanon verði á næstunni talið sjálfstætt ríki í al- vöru. Sem fyrr segir höfnuðu Sýrlend- ingar þeirri friðargerð, sem gerði ráð fyrir því, að sagt væri upp samningum milli Gemayels og Is- raela, sem höfðu verið Sýrlending- um lítt að skapi. Þegar þetta er skrifað er fátt vitað um næsta leik Sýrlendinga: má vera að Assad forseti telji, að hann geti ekki tap- að sínu tafli úr þessu og hafi hann ráð á því að fara sér hægt til að láta Bandaríkjamenn og þá ísraela leika enn rækilegar af sér. ísraelar í kreppu Það er verulegur ósigur fyrir ís- raela að samningurinn við stjórn Líbanons frá því í fyrra er felldur úr gildi. Með honum fengu þeir eins- konar sérfriðarsamning við ara- bískt land, þann næsta á eftir samn- ingnum við Egypta. Samningurinn viðurkenndi líka vissa „öryggis- hagsmuni“ ísraela í Suður- Líbanon. ísraelar eru enn með her í öllu Suður-Líbanon, en sú herseta gerist æ óvinsælli einnig heima fyrir, vegan þess hver margir her- menn falla þar fyrir leyniskyttum í mánuði hverjum. Sumir fréttaskýr- endur segja sem svo, að ísraelar hafi hvorki efni á að vera áfram í Líbanon né heldur fara þaðan: ef þeir hörfuðu væri um ótvíræðan sigur fyrir Sýrlendinga að ræða. í fréttaflutningi síðustu daga frá Líbanon hefur lítið farið fyrir Pal- estínumönnum, enda eru her- sveitir þeirra flestar fjærri vett- vangi. En hitt er ljóst, að þeir geta hvenær sem er komið aftur inn í baráttuna um framtíð þessa sund- urtætta en örsmáa ríkis, sem er ekki nema eins og tíundi hluti ís- lands að flatarmáli. (áb tók saman). ískyggileg skýrsla frá UNEP: Þriðjungur þurrlendis eyðimörk um aldamót? Ef ríkisstjórnir heims tak- ast ekki með öflugum mótað- gerðum á við þá stækkun eyðimarka sem nú á sér stað er hætt við að um þriðjungur af yfirborði jarðar verði auðn um aldamótin, með mörgum ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Þetta kemur fram í mjög böl ■ sýnni skýrslu frá UNEP, umhverf- ismálastofnun Sameinuðu þjóð- anna, sem mun halda ráðstefnu í Nairobi í Kenya í maí. Árið 1977 hélt UNEF svipaða ráðstefnu og voru þar tekin saman ráð, sem duga áttu gegn uppblæstri og fram- rás eyðimerkurinnar, en hin háska- lega þróun hefur haldið áfram síð- an. Mikill háski í skýrslunni segir á þá leið að um þriðjungur af yfirborði jarðar, ca 45 miljónir ferkílómetra, séu í hættu og á því svæði búa nú um 20% af íbúum jarðar eða 850 milj- ónir manna. Þegar ráðstefnan var haldin 1977 var talið að 57 miljónir manna hefðu orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum vegna framrásar eyðimerkursanda. Nú er um 135 miljónir manna að ræða. Á hverju ári sem líður breytast sex miljónir hektara lands í eyði- mörk. Saharaeyðimörkin færist suður um sex kílómetra á ári. Jarðvegseyðing breytir21 miljón hektara á ári í ófrjótt land. Skýrslan, sem nú var nefnd, ger- ir ráð fyrir því, að það væri fimm sinnum ódýrara að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta eyðimerkur en að láta allt drabbast - svo mikið tapast á ári hverju í minnkaðri matvælafram- leiðslu. Margar ástæður Sérfræðingar UNEP reiknuðu það út árið 1980, að það þyrfti að veita 4,5 miljörðum dollara á ári fram til áramóta til að stöðva þessa þróun. Til þessa hafa lönd þau sem í hættu eru fengið um 600 miljónir dollara á ári til varnaraðgerða - hér munar 1,8 miljörðum dollara á ári. í skýrslunni eru fjölmargar ríkis- stjórnir gagnrýndar fyrir sinnuleysi og slægar framkvæmdir. Það er bent á að uppblásturinn valdi mjög mikilli röskun á stórum svæðum, sem m.a. kemur fram í miklum flótta til stórborga, þar sem þegar er fyrir atvinnuleysi og matvæla- skortur mikill. Einna verst er ástandið í svo- nefndum Sahellöndum í Afríku, þar sem eyðimörkinni er hjálpað með ýmsum hæpnum mannlegum Þurrkar, ofbeit og aðgerðaleysi ríkisstjórna sameinast um að þoka Sahara sex kflómetra til suðurs á ári hverju. ráðstöfunum: ekki síst þeim að of- beita á viðkvæmt og þurrt Iand. Lítilsháttar er reynt að hefta sand- inn þar um slóðir með því að gróð- ursetja tré, en það starf þyrfti að tvítugfalda frá því sem nú er ef það ætti að bera verulegan árangur. (áb tók saman) Kransæðastífla kortlögð með línuriti Veitir nýjar upplýsingar um eðli sjúkdómsins og möguleika á meðferð Árlega deyja um 300 Is- iendingar af bráðri krans- æðastíflu. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að tveir sænskir læknar hafi fundið upp nýja aðferð til þess að fylgjast með skaðan- um sem kransæðastíflan og súrefnisSkorturinn veldur á hjartavöðvanum en þessi að- ferð hefur jafnframt aukið möguleika á að stöðva skaðann með lyfjagjöf og draga þannig úr áhrifum stíf I- unnar. Kransæðastífla orsakar súrefnis- skort og frumudauða í hjartavöðv- anum. Hún lýsir sér fyrst með sár- um verk fyrir brjósti. Með svo- kölluðu þrívíðu hjartalínuriti hafa læknarnir við Danderyd-sjúkra- húsið í Stokkhólmi náð að fylgjast náið með því hvernig æðastíflan vekar á hjartað. Hafa þeir tekið hjartaslögin upp á segulband og tengt það við tölvu sem síðan reiknar út súrefnisskortinn og frumudauðann í hjartavöðvanum. Þeir hafa komist að því að frumu- dauðinn tekur mislangan tíma, m.a. eftir því hvort um innri eða ytri hjartafrumur er að ræða. Innri hjartafrumurnar deyja á 20 mínút- um, en þær ytri á 12 klukkustund- um. Hægt er að stöðva skaðann og draga úr honum komist sjúklingur- inn undir læknishendur í tæka tíð. Þannig hafa læknarnir staðið fyrir rannsókn á 144 tilfellum í Svíþjóð og Noregi, þar sem sjúklingarnir komu á sjúkrahúsið innan 4 klst frá því að einkenna varð vart. Helm- ingur þessara sjúklinga fékk blóð- þrýstingslyfið timolol í æð, en það hefur þau áhrif að lækka blóðþrýst- ing og draga úr háþrýstingi og æð- akrampa og til eftirmeðferðar eftir kransæðastíflu. Rannsóknir sænsku læknanna sýndu hins vegar að hægt er að nota lyfið til þess að stöðva eða draga úr áhrifum yfir- standandi stíflu. Aðferðin sem þeir notuðu til þess að sýna fram á áhrif lyfsins var einmitt hið þrívía hjartalínurit, en áður höfðu menn mælt skaða af æðastíflu í hjarta með því að mæla magn vissra efnahvata sem dauður hj artavefur gefur frá sér út í blóðið. Rannsóknir sænsku læknanna sýna að frumudauðinn í hjartavefnum er í beinu hlutfalli við súrefnis- skortinn, og að með því að gefa lyfið timolol má draga úr súrefnis- þörfinni og þar með einnig úr frum- udauðanum. Rannsókn læknanna fór þannig fram að helmingur sjúklinga fékk timolol en helmingur óvirkt efni í æð. Viðkomandi læknar og sjúkra- liðar vissu ekki hvort hið umrædda lyf var í glasinu eða aðeins óvirkt efni. Tilraunahóparnir voru valdir með tilliti til aldurs, kyns, heilsu - fars og sársauakvirkni, þannig að þeirværu sambærilegir. Niðurstöð- urnar sýndu að þeir sjúklingar sem fengu umrætt blóðþrýstingslyf hlutu 20-30% minni áverka á hjart- avöðva, hvort sem mælt var með hjartalínuritsaðferðinni eða hinni hefðbundnu efnahvatamælingu á blóðinu. Lyfið dró einnig úr sárs- auka og þörf sjúklingsins á morfíni. Hið nýja sem fram kom í rann- sóknum læknanna er í fyrsta lagi aðferðin við að beita hinu svokall- aða þrívíða hjartalínuriti, sem hef- ur verið kallað vektoralínurit. { öðru lagi hafa rannsóknirnar sýnt fram á að kransæðastíflan tekur 8-9 klst. að verka. í þriðja lagi hafa þeir með vektoralínuritinu getað staðfest með óyggjandi hætti já- kvæð áhrif háþrýstingslyfsins tim- olol. Grein um þessa nýjung hefur ný- lega birst í bandaríska læknaritinu The New England Journal of Me- dicine og annar læknanna mun á næstunni verja doktorsritgerð um rannsóknir þessar. Læknarnir segja að mikilvægast sé að sjúklingar komist sem fyrst á sjúkrahús eftir að einkenna verður vart. Tilraunir með dýr hafa sýnt að hægt er að stöðva framgang kransæðastíflu sé gripið nógu fljótt inn í ferlið eða innan 45 mínútna frá fyrstu sársaukaeinkennum. Læknarnir segja að tilraunin með timoloi sé aðeins ein af hugsan- legum aðferðum til þess að stöðva eða draga úr áhrifum kransæða- stíflu. Aðrar aðferðir hafi einnig reynst árangursríkar, ef gripið er til þeirra í tæka tíð. ólg/DN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.